Morgunblaðið - 06.05.2006, Síða 24
Bókhlöðustígur 6c
Einstakt tækifæri í hjarta borgarinnar.
Til sölu:
Tvær íbúðir með sérinngangi eru
nú í húsinu en eignin býður upp á
mikla möguleika hvort sem er sem
einbýlishús, tvíbýlishús, gistiheimili
eða til atvinnureksturs.
Húsið stendur á 410,0m² eignarlóð og er um 300 m² gróðursæll
garður sunnan við. Eigninni fylgir hellulagt einkabílastæði við
Bókhlöðustíg. Afhending er 1. ágúst eða fyrr eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir Edda Þórarinsdóttir í síma 8966041 eða í tölvupósti eddath@simnet.is.
Myndir á http://homepage.mac.com/arnason.s
• Efri hæð 4 herbergja 94,7m²
• Neðri hæð 4 herbergja 94,2m²
• Eignarlóð 410,0m²
• Einkabílastæði
Óskað er eftir tilboðum í Bókhlöðustíg 6c, steinhús byggðu árið 1927.
Reykjavík | Nemendur Hlíðaskóla eru duglegir að nota leiksvæðið á Miklatorgi. Börn voru um allt
svæðið einn góðviðrisdaginn. Hér sjást Valborg Sunna og Kristel í góðri sveiflu.
Morgunblaðið/Eggert
Í góðri sveiflu
Leikur
Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og
Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir,
frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Blikur eru á lofti í atvinnumálum á Suð-
urnesjum vegna breytinganna á Keflavík-
urflugvelli og margir komnir í atvinnuleit.
Eftir því sem næst verður komist hefur
tuttugu og einum starfsmanni varnarliðsins
sem búsettir eru í Sandgerði verið sagt upp
störfum. Margir þeirra hafa sérþekkingu á
búnaði sem þarna er notaður og vonandi fá
þeir allir vinnu við sitt hæfi sem fyrst.
Líf er að færast í bæjarpólitíkina í Sand-
gerði. Fjögur framboð verða að þessu sinni
en talsverðar breytingar. Sandgerðislistinn
sem bauð fram undir listabókstafnum Þ við
síðustu kosningar hefur nú gengið til liðs
við Samfylkinguna undir S-merkinu. K-
listinn sem heldur upp á fjörutíu ára afmæli
sitt um þessar mundir hefur verið stærsta
pólitíska aflið í Sandgerði í öll þessi ár. Að
honum stóðu lengst af alþýðuflokksmenn
og óháðir. K-listinn býður enn fram þótt
Samfylkingin hafi sagt skilið við listann.
Sjálfstæðismenn fara nýjar leiðir því í
fyrsta skipti fer sitjandi bæjarstjóri í fram-
boð á D-lista sjálfstæðismanna. Framsókn-
armenn eru með sitt B eins og venjulega.
Á öllum listum eru nokkrar breytingar á
efstu sætum. Töluverð fjölgun er á kjör-
skrá því margir hafa flutt hingað á síðustu
mánuðum og misserum. Það er því mikið
verk framundan hjá frambjóðendum að
kynna sig og stefnumálin í bæjarpólitíkinni.
Hefð er komin á það að bæjarfulltrúar og
makar þeirra fari saman í ferðalag eina
helgi á hverju kjörtímabili. Að þessu sinni
var farið til útlanda. Flogið var frá milli-
landaflugvellinum í Sandgerði til gömlu
höfuðborgarinnar, Kaupmannahafnar, og
sú ágæta borg skoðuð undir leiðsögn Guð-
laugs Arasonar rithöfundar
Þótt stutt sé til kosninga og hiti byrjaður
að færast í baráttuna var ákveðið að bæj-
arpólitíkin yrði skilin eftir heima svo makar
þyrftu ekki að hlusta á pólitískt þras í tíma
og ótíma. Ef einhverjum varð á í messunni í
þessu efni, kannski eftir einn danskan öl,
heyrðist fljótt „bless, bless“ frá einhverjum
makanum. Þessi aðferð er að sjálfsögðu
fengin að láni hjá flugfreyjunni í Spaugstof-
unni og hún svínvirkaði alla ferðina.
Úr
bæjarlífinu
SANDGERÐI
EFTIR REYNI SVEINSSON FRÉTTARITARA
Krakkarnir á leikskól-
anum Grænatúni voru svo
ánægð með heimsóknina
að þau máluðu málverk af
Kletti og Lukku, aðalleik-
urum í sýningunni, og
gáfu SPK. Leikskólar í
Í tilefni af 50 afmæliSparisjóðsins íKópavogi, SPK,
bauð sparisjóðurinn öll-
um leikskólabörnum í
Kópavogi að sjá brot úr
söngleiknum Hafið bláa.
Kópavogi eru 20 talsins
og stóðu heimsóknirnar
yfir dagana 20. til 23.
mars. SPK hefur komið
málverkinu fyrir á vegg á
þjónustustað sínum á
Digranesvegi 10.
Listaverk Listamennirnir á Grænatúni færa SPK myndina.
Leikskólabörn gefa málverk
Rúnar Kristjánssoná Skagaströndbrá sér í borg-
arferð í febrúar. Var
þetta reynslurík ferð og
þegar heim var komið
orti hann um umferðina í
höfuðborginni:
Heim ég sótti höfuðborg,
hljóður gekk um stræti og
torg.
Hávaða ég heyrði og org,
horfði í augu full af sorg.
Friðsæld séð þar fráleitt var,
fátt mér veitti gleðisvar.
Inn í hjartað eitthvað skar
eins og hnífur væri þar.
Svo í bíl ég brautir fór,
barst að eyrum véla kór.
Ekki var ég ýkja rór,
ægðu hraðagildin stór.
Keyrslan öll var reynslurík,
rann mér sviti um hverja flík.
Enda fannst mér engu lík
umferðin í Reykjavík!
Af umferðinni
í Reykjavík
pebl@mbl.is
Hellisheiði | Stjórn Samtaka sunnlenskra
sveitarfélaga fagnar hugmyndum sem
Sjóvá hefur kynnt stjórninni um einka-
framkvæmd á fjögurra akreina upplýstum
vegi á milli Selfoss og Reykjavíkur og hvet-
ur samgönguráðherra og yfirvöld sam-
göngumála til að kanna rækilega mögu-
leika á slíkri framkvæmd.
„Áhugi fyrirtækisins sýnir svo ekki
verður um villst að um arðsama fram-
kvæmd er að ræða. Samtök sunnlenskra
sveitarfélaga leggja mikla áherslu á að
þessum bráðnauðsynlegu samgöngubótum
verði hraðað eins og kostur er og telja að
hér gefist einstakt tækifæri sem rétt sé að
grípa,“ segir í ályktuninni.
Jafnframt var á stjórnarfundi í fyrradag
samþykkt að óska eftir fundi með sam-
gönguráðherra, þingmönnum kjördæmis-
ins og forstjóra Sjóvár-Almennra um mál-
ið.
Fagna hug-
mynd um
einkafram-
kvæmd á
Hellisheiði
Akranes | Bæjarráð Akraness hefur sam-
þykkt að Akraneskaupstaður leiti eftir
samvinnu við Reykjavíkurborg um launa-
og kjaramál. Ákvörðunin kemur í kjölfar
óskar Starfsmannafélags Akraness (StAk)
um að félagið sameinist Starfsmannafélagi
Reykjavíkurborgar. Fram kemur á vef
Skessuhorns að þegar laun verða löguð að
launum borgarstarfsmanna þýði að laun
sumra starfsmanna Akraneskaupstaðar
geti hækkað á þriðja tug prósenta.
Forystumenn Akraneskaupstaðar og
starfsmannafélagsins viðurkenna í samtöl-
um við Skessuhorn að óánægja hafi verið
með störf Launanefndar sveitarfélaga.
Kostnaður kaupstaðarins vegna þessa hef-
ur ekki verið metinn en Magnús Guð-
mundsson bæjarráðsfulltrúi telur líklegt
að hann verði um 70–80 milljónir kr. á ári í
upphafi.
Í Skessuhorni kemur fram hjá Karli
Björnssyni, framkvæmdastjóra Launa-
nefndar sveitarfélaga, að búið hafi verið að
hækka laun allra starfsmanna sveitarfé-
laganna, nema þeirra hæstlaunuðu. Á hon-
um er að skilja að breytingin á Akranesi
skili einungis hækkunum til þess hóps.
Laun bæjar-
starfsmanna
hækka
♦♦♦