Morgunblaðið - 17.05.2006, Side 10

Morgunblaðið - 17.05.2006, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örnu Schram arna@mbl.is EINAR K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra telur að ekki eigi að heimila útlendingum beinan aðgang að íslenskum fiskveiðirétti. Hann segir að yfirlýsingar Halldórs Ásgrímssonar, forsætis- ráðherra og formanns Framsóknarflokksins, á ráðstefnu tímaritsins The Economist, í fyrradag, komi ekki á óvart. Halldór sagði að rétt væri að breyta lögum sem kæmu í veg fyrir fjárfestingar útlendinga í íslenskum sjávarútvegi. Einar segir að Halldór hafi sett fram sömu sjónarmið á Við- skiptaþingi fyrr í vetur. Ekki á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar Aðspurður um fyrrgreind ummæli segir Ein- ar: „Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki tilefni til þess í fyrirsjáanlegri framtíð að taka til end- urskoðunar afstöðuna til þess að útlendingar eigi fiskveiðirétt á Íslandsmiðum. Hins vegar árétt- aði forsætisráðherra að þetta væri ekki á stefnu- skrá núverandi ríkisstjórnar og að þetta væri mál sem kæmi fyrst til athugunar á næsta kjör- tímabili. Ég er alveg sammála honum um það mat að þetta sé ekki á dagskrá núverandi rík- isstjórnar.“ Inntur eftir því hvort þetta komi þá að hans mati alls ekki til álita, segir Einar: „Ég tel að það eigi ekki að heimila útlendingum beinan að- gang að íslenskum fiskveiðirétti. Það eru rúmar heimildir til óbeinnar eignaraðildar útlendinga að íslenskum útgerðum og það hefur sýnt sig að þær eru ekki mikið nýttar. Ég tel því að það sé engin knýjandi þörf í þessum efnum. Íslendingar hafa verið að fjárfesta í útgerðum erlendis og það er ekkert sem kallar á að við bú- um til einhverja gagnkvæmni í þeim efnum. Út- lendingar hafa sóst eftir bæði fjármunum og þekkingu Íslendinga í útgerðum og það eru eng- ar slíkar þarfir sem kalla á í okkar tilvikum. Við sjáum að það er mikil eftirspurn eftir eignaraðild Íslendinga og fjármagni Íslendinga inn í íslensk- ar útgerðir. Sú þekking sem útlendingar eru að leita eftir frá Íslendingum er þar af leiðandi til staðar hér á landi.“ Útlendingar eigi ekki fiskveiðiréttindi hér STARFSMENN Glitnis sem taka þátt í Reykjavíkur- maraþoni 2006 hinn 19. ágúst nk. munu styrkja ýmis góðgerðarsamtök í kjölfar nýbreytni sem kynnt var í gær af hálfu Glitnis. Bankinn heitir á þá starfsmenn sem taka þátt í hlaupinu og áheitin renna til góðgerð- arsamtaka að vali viðkomandi starfsmanns. Starfs- mennirnir ákveða sjálfir hversu langt þeir hlaupa en Glitnir mun greiða 3 þúsund kr. fyrir hvern kílómetra. Framlag Glitnis vegna þess sem hleypur heilt mara- þon nemur alls 126 þúsund kr., 66 þúsundum vegna hálfmaraþons og 30.000 kr. vegna 10 km hlaups. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, hefur ákveðið að hlaupa fyrir Blátt áfram. Starfsmenn hlaupa einnig m.a. fyrir MS-félagið, Hjartavernd og Blindrafélagið. Á myndinni er Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, í startholunum þótt enn séu þrír mánuðir í keppnina. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hlaupa til góðs í maraþoni Eftir Andra Karl andri@mbl.is GUÐFRÍÐUR Lilja Grét- arsdóttir, forseti Skák- sambands Íslands undanfarin tvö ár, var á aðalfundi sam- bandsins um helgina einróma endurkjörin til eins árs. Nokkur breyting varð þó á stjórn sambandsins, í sam- ræmi við þá áherslu að leggja sérstaka rækt við landsbyggð- ina á nýju starfsári. Nýir inn í stjórn sambands- ins eru þeir Karl Gauti Hjalta- son úr Taflfélagi Vest- mannaeyja og Tryggvi Leifur Óttarsson úr Taflfélagi Snæ- fellsbæjar en aðrir stjórn- armenn eru Óttar Felix Hauksson úr Taflfélagi Reykjavíkur, Björn Þorfinns- son úr Taflfélaginu Helli, Bragi Kristjánsson úr Skák- deild KR og Helgi Árnason úr Skákdeild Fjölnis. Guðfríður Lilja segir að góð stemning hafi ríkt á fundinum og mikil sátt hafi ríkt um störf stjórnar á undanförnum ár- um. Þrátt fyrir það tilkynnti hún að næsta starfsár yrði lík- ast til hennar síðasta sem for- seti sambandsins. Í samtali við Morgunblaðið dró hún þó aðeins úr yfirlýsingu sinni. „Maður á nú aldrei að vera með neinar yfirlýsingar, en ég hef sagt að ef manni tekst ekki á þremur árum að koma þeim hlutum í verk sem mað- ur vill koma í verk, þá leggur maður sig ekki nógu mikið fram. Ástæðan fyrir því að ég bauð mig nú fram aftur var einfaldlega sú að það eru ennþá tiltekin verkefni sem ég vil sjá að gerist,“ segir Guð- fríður Lilja og nefnir þar m.a. skákkennslu í grunnskólum sem sé lykillinn að vexti skák- arinnar til framtíðar. „Það hefur verið mikil umræða um skák í skólum og skólastarfi og nú eru ýmsir möguleikar að opnast þar, það verður að tryggja að það verkefni festist í sessi til frambúðar.“ Miklar væntingar Framundan hjá Skák- sambandinu er Ólympíu- skákmótið í Tórínó á Ítalíu sem hefst á sunnudag. Karla- og kvennasveit verður send út og segist Guðfríður vænta mikils af karlaliðinu en þar gefur Jóhann Hjartarson aft- ur kost á sér. „Hann er nátt- úrlega stigahæsti skákmaður Íslands frá upphafi og hefur þá sérstöðu að hann er einn af örfáum skákmönnum sem virðast aldrei gleyma neinu. Flestir ryðga mjög fljótlega ef þeir eru ekki alltaf að tefla en Jóhann hefur sýnt það og sannað að hann er ennþá al- veg ótrúlega sterkur.“ Aðrir sem eru í karla- sveitinni eru Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Ólafsson, Henrik Danielsen, Þröstur Þórhallsson og Stefán Krist- jánsson. Guðfríður Lilja segist jafn- framt vera spennt fyrir kvennasveitinni en þar á hún sæti sjálf. „Ég geri mér vonir um að við náum allavega góðu sæti í okkar flokki. Þetta er mjög skemmtileg sveit og sterkasta kvennasveit sem Ís- land hefur sent í keppni,“ seg- ir Guðfríður Lilja en ásamt henni eru í sveitinni Lenka Ptácníková, Guðlaug Þor- steinsdóttir og Sigurlaug Kristjánsdóttir. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir endurkjörin forseti Skáksambands Íslands Líklega síðasta árið sem forseti Morgunblaðið/Árni Torfason Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands. HÉRAÐSDÓMUR Reykja- ness dæmdi í gær leigubílstjóra til að greiða 15 þúsund kr. sekt fyrir að hringja ekki í lögreglu eftir að hann hafði ekið á drukkinn mann við skemmti- staðinn Players í febrúar sl. Tók bílstjórinn hinn slasaða upp í bílinn, keyrði hann á slysadeild og lét sig síðan hverfa. Maðurinn var fótbrot- inn. Lögreglan leitaði bílstjórans í kjölfarið og hafði til stuðnings símanúmer hans sem birst hafði á farsíma hins slasaða en lítið gekk í fyrstu að hafa uppi á honum. Stóð lögreglan sam- býliskonu hans að því að segja ósatt um að hún þekkti hann ekki en síðan viðurkenndi hún hið sanna. Hafði maðurinn þá ekki viljað láta ná í sig. Gaf hann síðan þær skýringar að hann hefði ekki haft vit á því að tilkynna slysið á sínum tíma. Málið dæmdi Ólöf Péturs- dóttir dómstjóri. Verjandi ákærða var Guðmundur Ingvi Sigurðsson hdl. og sækjandi Guðmundur Siemsen, fulltrúi lögreglustjórans í Kópavogi. Slasaði mann og stakk af FRAMKVÆMDASTJÓRI RÚV hljóðvarps, Dóra Ingvadóttir, útilok- ar ekki að hægt verði að láta óstofn- uðu Pólyfónfélagi í té afrit allra not- aðra hljóðritana Pólýfónkórsins sem starfaði á ár- unum 1957 til 1989. Hið óstofn- aða félag hefur skorað á mennta- málaráðherra og forráðamenn RÚV að bjarga upptökum á efni kórsins frá glötun og óskað þess að fá afrit hljóðritana til útgáfu úrvals. Dóra bendir hins vegar á að ekk- ert erindi í þessa veru hafi borist RÚV frá hinu óstofnaða félagi og ekki sé til fjármagn hjá RÚV til að bjarga efni Pólýfónkórsins frá glöt- un. Starfsmenn RÚV séu nú af veik- um mætti að bjarga allra elsta efni útvarpsins af lakkplötum sem eru frá því fyrir tíð Pólýfónkórsins. RÚV eigi ennfremur útgáfurétt á mörgu sem hljóðritað er, m.a. með Pólýfón- kórnum. Hins vegar hafi ekki verið vandamál að semja um hlutina á sanngjörnum kjörum í tilvikum sem þessum. Það sé þó vinnslan á efninu yfir á stafrænt form sem geti verið dýrasti þátturinn, hún útheimti gíf- urlega vinnu í sumum tilvikum. Til að hið óstofnaða Pólýfónfélag fái afrit af hljóðritununum væri því einfaldast að félagið greiddi fyrir af- ritunarvinnuna, að sögn Dóru. Hún telur að mjög mikið efni með kórnum sé til hjá RÚV og meðal þess sem þurfi að gera sé að kanna umfang efnis sem til er en það útheimti einn- ig talsverða vinnu. Hljóðritanir Pólýfónkórs kannaðar Dóra Ingvadóttir ÞÓ NOKKUR fjöldi hefur sýnt áhuga á því að leigja ríkisjarðirnar í Selárdal í Arnarfirði sem landbún- aðarráðuneytið auglýsti til leigu fyrr í mánuðinum. Að sögn Níelsar Árna Lund, skrif- stofustjóra í landbúnaðarráðuneyt- inu, hafa fá tilboð verið send inn en mikið hefur verið hringt og spurt um jarðirnar. Níels sagði að bæði hefðu aðilar sem tengdust svæðinu og aðilar sem hefðu lítið sótt það heim sýnt áhuga á því, enda um miklar náttúruperlur að ræða. Umsóknarfrestur rennur út þann 15. júní, en jarðirnar verða leigðar út í 50 ár í senn. Selárdalur vekur áhuga ♦♦♦ EINAR Kr. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tekur þó fram að hann sé sammála forsætisráð- herra um það að þessi mál hljóti ávallt að vera til umræðu. „Og auðvitað geta aðstæður breyst í einhverri framtíð sem ég sé ekki á þessari stundu. Sem dæmi, þá höfum við verið að taka tiltekin skref. Til dæmis liggur nú fyrir Alþingi frumvarp sem er á lokastigum afgreiðslu þar sem opnað er á heimildir útlendinga til að fjárfesta í íslenskum fiskmörkuðum. Ég flutti það frumvarp, þannig að einhver hefði sagt að þar hefði komið vel á vondan, en ég tel hins vegar að þar gegni öðru máli og að það sé sjálfsagður hlutur.“ Ávallt til umræðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.