Morgunblaðið - 17.05.2006, Page 27

Morgunblaðið - 17.05.2006, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 27 UMRÆÐAN AÐ UNDANFÖRNU hefur at- hygli okkar verið beint að hönnun með ýmsum hætti. Nýir íslenskir hönnuðir koma fram á sjónar- sviðið, kennsla hefur verið aukin í faginu og hönnunarvettvangur tók til starfa á síðasta ári. Gaman væri ef Ísland yrði í framtíðinni í hópi þeirra nágrannaríkja okkar þar sem hönnun á sér jafnríka hefð og í Danmörku og Finnlandi en þar eru nöfn Alvars Aalto og Arne Jacobsen órjúfanlega tengd þessu sviði. Samtímis hefur átt sér stað öllu óheilla- vænlegri þróun sem stefnir í voða því orð- spori sem frumleg og vönduð hönnun ávinnur sér. Eftirlík- ingar af þekktum hönnunarfyr- irmyndum (e.: design icon) flæða yfir hinn vestræna heim, flestar framleiddar í Kína. Því er nauðsynlegt fyrir hönnuði, framleiðslu- eða umboðsaðila og aðra er starfa við hönnun, að gefa gaum þeirri réttarvernd sem hönnuðum stendur til boða. Jafn- framt er mikilvægt að hinn al- menni neytandi sé á varðbergi og hafni því að kaupa eftirlíkingar. Sumir leiða ekki hugann að því að framleiðendur eftirlíkinga not- færa sér með ólöglegum hætti orðspor og viðskiptavild hönnunar sem tekið hefur langan tíma og fjármuni að þróa og markaðs- setja. Allri sköpun er veitt rétt- arvernd með einhverjum hætti. Flestar listgreinar, svo sem tón- list, ritlist, myndlist og kvik- myndagerð, nýta sér eingöngu þá vernd sem veitt er með höfund- arrétti. Nytjalist hefur lengi notið verndar samkvæmt höfundalög- um, bæði hér landi og erlendis. Í framkvæmd hefur húsgagnahönn- un í hvað ríkustum mæli nýtt sér þessa vernd, nefna má þýska dóma frá 8. áratug síðustu aldar um höfundaréttarvernd nokkurra þekktra hönnunarfyrirmynda og brot á henni með sölu eftirlíkinga. Erlendis hafa hin seinni ár gengið dómar um vernd annarra nytja- hluta svo sem Mini Maglite vasa- ljós Tony Maglica og Vola blönd- unartæki Arne Jacobsen. Fyrir nokkru staðfestu tveir héraðs- dómar hér á landi höfundarrétt- arvernd yfir tveim þekktum stól- um, annars vegar Bombo (þekktastur sem barkollur), sem er hannaður af Stefano Giov- annoni og framleiddur af Magis spa á Ítalíu, og hins vegar Tripp Trapp barnastólnum sem hannaður er af Peter Opsvik og fram- leiddur af Stokke AS í Noregi. Það eru ekki ein- göngu eftirlíkingar af húsgögnum sem flæða yfir Vest- urlönd. Framleið- endur tískufatnaðar og fylgihluta hafa orðið fyrir barðinu á þessum iðnaði. Í þessum tilvikum er aðstaðan iðu- lega sú að þekkt vörumerki hafa áunnið sér viðskiptavild almenn- ings. Eftirlíkingar af slíkum varn- ingi eru framleiddar í stórum stíl, stundum sem falsanir undir þekktu vörumerki en í öðrum til- vikum er eingöngu líkt eftir varn- ingnum án þess að hann sé merktur með tilteknu vörumerki. Í fyrra tilvikinu er um að ræða brot á vörumerkjarétti en í því síðara getur verið um að ræða brot á hönnunarvernd. Í flestum tilvikum eru aðrar reglur en lög um höfundarrétt betur til þess fallnar að vernda hönnun fatnaðar þó dæmi séu um það erlendis frá að slík hönnun hafi verið talin njóta höfundarétt- arverndar. Flestir þekkja reglur um vörumerkjavernd og fyrirtæki eru í auknum mæli farin að gefa því gaum að vernda vörumerki sín með skráningu. Hönn- unarvernd hefur ekki verið jafn- mikill gaumur gefinn. Hönn- unarvernd var fyrst lögleidd hér á landi árið 1993 en ný lög um hönnun tóku gildi árið 2001. Hönnunarréttur tekur til útlits vöru eða hluta vöru sem ræðst af einstökum þáttum eða skreytingu vörunnar, einkum línum, útlínum, litum, lögun, gerð og/eða efni. Til að öðlast hönnunarrétt þarf að skrá hönnun hjá Einkaleyfastofu en með nýju lögunum var felld úr gildi óskráð hönnunarvernd er unnt var að öðlast í tíð eldri lag- anna. Nokkur þróun hefur orðið á er- lendum vettvangi sem miðar að því að hönnunarréttur gildi í öðr- um ríkjum en heimalandi rétthafa með sama hætti og er um vöru- merkjarétt. Íslenskir rétthafar geta skráð hönnun í einstökum ríkjum en að auki geta þeir með einni umsókn nýtt sér annars vegar alþjóðlega skráningu hönn- unar í ríkjum sem eru aðilar að svokölluðum Genfarviðauka við Haag sáttmálann frá 1925 (aðild- arríki nú 19) og hins vegar á grundvelli reglugerðar Evrópu- sambandsins frá 2002 skráðan eða óskráðan hönnunarrétt sem gildir í öllum ríkjum sambandsins. Af þessu sést að hönnuðir og framleiðendur hafa, sé rétt á mál- um haldið, úrræði til að vernda hönnun sína og til að gæta réttar síns vegna eftirlíkinga af henni, einnig erlendis. Virk vernd er meðal forsendna þess að þessi grein geti vaxið og dafnað í fram- tíðinni. Það er vissulega gaman að sitja á Sjöu Arne Jacobsen í kaffistofum opinberra bygginga í Reykjavík en ekki væri síðra að húsgögn íslenskra hönnuða myndu í auknum mæli í leiðinni gleðja augu safnagesta meðan þeir hvíla lúin bein. Réttarvernd hönnunar Erla S. Árnadóttir fjallar um hönnun ’Af þessu sést aðhönnuðir og fram- leiðendur hafa, sé rétt á málum haldið, úrræði til að vernda hönnun sína og til að gæta réttar síns vegna eftirlíkinga af henni, einnig erlendis.‘ Erla S. Árnadóttir Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá LEX. BIÐLISTAR eða biðraðir eru þekkt fyrirbæri á mörgum sviðum mannlegra þarfa, mismunandi þrá- lát og nauðsynleg. Dæmi um bið- lista, sem eru horfnir, eru biðraðir hjá bankastjórum og eftir að fá leyfi til að flytja inn óskemmdar kart- öflur. Dæmi um biðlista, sem virðast ekki hafa myndast, er að komast að hjá tannlækni, eða augnlækni í „leysiaðgerð“ til að ráða bót á sjón- skekkju. Dæmi um biðlista, sem hafa styst, er eftir heyrnartækjum. Dæmi um biðlista, sem enn þrífast og dafna, er að komast að í hjartaþræðingu, liðskiptaaðgerðir, augasteinaskipti, greiningu á geð- röskun barna, tækni- frjóvganir, fá vist á öldrunarstofnunum, og að komast að til að stjórna landinu. Dæmi um biðlista, sem hefur verið að myndast, er að fá að reisa fleiri álver í landinu og afla raf- orku til þess. Eins og sjá má á þessari upptalningu, getur varla verið gam- anmál að vera skipað til sætis á sumum þessara biðlista, að ekki sé talað um að neyðast til að bíða nauðsynlegrar heil- brigðisþjónustu miss- erum og árum saman. Ýmislegt má læra af því að kanna, hvers vegna biðlistar, sem áður voru til staðar, eru það ekki lengur. Hvers vegna t.d. eru ekki lengur biðraðir eftir lánsfé? Hvers vegna er langur bið- listi eftir að fá skipt um augastein, en unnt að komast fyrirvaralítið í „leysiaðgerð“ til að laga skekkju á sjón og losna við gleraugu? Hvers vegna tekur mörg ár að bíða eftir að fá gert við lið í hné, en unnt að kom- ast nánast samdægurs til tann- læknis? Hvernig stendur á að börn í brýnni neyð vegna geðraskana fá ekki greiningu, sem er lykill að meðferð, sem getur ráðið úrslitum um lífshamingju þeirra og framtíð? Ég hef sjálfur ekkert skyn- samlegt svar við þessum spurn- ingum. Ég veit að peningaleysi er borið við. En er það eitt og sér góð og gild skýring? Það þarf ekkert meira fé til að hafa að jafnaði undan í læknisaðgerðum, á meðan biðlist- arnir sjálfir lengjast ekki. Biðlistar, sem ekki lengjast, en eru engu að síður óhóflega langir, bera að margra hyggju vott um slóðaskap, skipulagsleysi og virðingarleysi fyr- ir þeim, sem þurfa að líða fyrir slík vinnubrögð. Ef biðlistar lengjast hins vegar stöðugt, anna þeir, sem hafa tekið á sig þær skyldur að sjá fólki fyrir læknishjálp, greinilega ekki verk- efnum sínum. Þá koma peningar vitaskuld við sögu. En verður þá ekki að horfast í augu við slíkt? Eða á að láta þá, sem hingað til hafa beð- ið í 2 ár eftir læknisaðgerð, bæta smátt og smátt við þann tíma, uns biðin verður 3 ár og síðan 4? Hvað með gamla fólkið, sem bíður eftir vist á elliheimilum? Á að láta það bíða á spítölum og taka þar pláss frá spítalasjúklingum – eða bíða bjargarlítið heima, þar til for- lögin rýmka fyrir því eða þurrka það beinlínis út með öðrum hætti? Eins og áður er tekið fram, hef ég ekkert skynsamlegt svar við þessum spurningum, sem kemur ekki að sök, þar sem ég er hvort eð er ekki hafður með í ráðum. Mig langar þó að koma á framfæri hugmynd, sem kvikn- aði, þegar upp fyrir mér rifjaðist erindi, sem flutt var í Ríkisútvarp- inu fyrir réttum 10 ár- um um lærdómsmann- inn dr. Guðmund Finnbogason, lands- bókavörð (1873-1944). Í erindinu var vísað í rit- ið Stjórnarbót eftir Guðmund, sem kom út árið 1924. Síðasti kafli ritsins Stjórnarbót nefnist „Friðslit“. Þar varpar Guðmundur fram þeirri hugmynd, að þjóð- arleiðtogar og aðrir þeir, sem tækju þátt í að segja öðrum þjóðum stríð á hendur, yrðu sjálfir skyldaðir til að vera óbreyttir liðsmenn þess hers, sem færi fyrstur gegn óvininum. „Af þeim, er þjóðin fær í hendur vald til að senda borgarana út í baráttu upp á líf og dauða, virðist ekki með neinni skynsemd minna heimtandi en að þeir séu sjálfir reiðubúnir að færa þá fórn, er þeir krefjast af samborg- urum sínum...“. Rétta svarið við skipunum þeirra þjóðarleiðtoga, er sjálfir vilja sitja óhultir bak við fylk- ingar, er: „Farið á undan, vér mun- um fylgja“. (Sjá ritið „Hugur ræður hálfri sjón“ bls. 85-96, Háskóla- útgáfan, Rvík, 1997). Er þessi hugmynd dr. Guð- mundar Finnbogasonar svo galin, þótt hún hafi ekki enn komið að því gagni, sem henni var upphaflega ætlað? Alþingi fer með löggjafarvald og fjárveitingarvald og veitir ríkis- stjórnum umboð. Hvernig væri, að allir þeir, sem hefðu einhvern tíma setið á Alþingi, yrðu skyldaðir til að skipa ávallt öftustu sæti á öllum þeim biðlistum, sem alþingismenn og umboðsmenn þeirra véla um? Þá myndu þeir komast síðastir að, þeg- ar á læknishjálp eða sjúkrahúsvist þarf að halda, og komast síðastir að á elliheimili, og yrðu þar lengst allra að deila herbergi og snyrtiaðstöðu með öðrum. Þessi tillaga kann að líta nokkuð hranalega út við fyrstu sýn, en mér segir hugur, að við samþykki henn- ar myndu biðlistar hverfa, nánast eins og dögg fyrir sólu – og allir verða jafnir og samferða. Öðru eins Grettistaki hafa alþingismenn lyft, þegar þeir hafa sjálfir þurft á því að halda. Það eru óskráð lög, að skipstjóri fari síðastur frá borði, sökkvi skip hans. Ætti það sama ekki að gilda um alþingismenn, ef það „velferð- arkerfi“, sem þeir stýra og hafa sjálfir skapað – sekkur undan eigin þunga? Biðlistar – Þeir fyrstu verði síðastir Eggert Hauksson fjallar um biðlista Eggert Hauksson ’Það eru óskráðlög, að skipstjóri fari síðastur frá borði, sökkvi skip hans. Ætti það sama ekki að gilda um alþing- ismenn, ef það „velferðarkerfi“, sem þeir stýra og hafa sjálfir skapað, sekkur undan eigin þunga?‘ Höfundur er viðskiptafræðingur. Í grein eftir mig undir heitinu „Orka handa álverum“ sem birtist í Morgunblaðinu 16. maí hefur brenglast – úr mínum penna – setning sem blaðið not- ar sem tilvísun í ramma. Rétt átti setningin að vera svona: „Við eigum ekki að þurfa að vera bangin í viðsjálum heimi orkuframboðs og orkuverðs. En í því skyni þarf lang- tímastefnu; ekki aðeins um ál- ver heldur ekki síður um aðrar þarfir, þ.m.t. vegna nátt- úruverndar.“ Athugasemd frá Þorkeli Helgasyni orkumálastjóra Í 75 ár hefur Dethleffs verið í fararbroddi í gerð framúrskarandi hjólhýsa og nú á afmælisárinu eru það viðskiptavinirnir sem fá afmælisgjöfina: 100.000 kr. inneign í nýju fortjaldi frá Isabella sem fylgir hverju nýju Dethleffs hjólhýsi. Nýtt Dethleffs hjólhýsi Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is með 100.000 kr. afmælisgjöf til þín Umboðsmaður á Akureyri: Bílasalinn.is // Hjalteyrargötu 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.