Morgunblaðið - 17.05.2006, Side 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
www.xf.is
www.f-listinn.is
TUGIR manna ganga á fjöll í nágrenni
Reykjavíkur klukkan sex að morgni þessa
vikuna áður en þeir mæta til vinnu. Ferða-
félag Íslands stendur fyrir göngunum sem
eru ókeypis. Í gær var lagt á Vífilsfell, 655
metra hátt fjall við Sandskeið, í þoku og
logni.
Langstærstur hluti göngufólksins eru kon-
ur og sumir ætla sér í göngu alla dagana. Þá
vekur athygli að margir taka upp farsímann
og hringja þegar komið er á toppinn til að
vekja fjölskylduna. | 24
Árrisulir göngugarpar
Morgunblaðið/Eyþór
BYGGINGAVERKTAKAR á höf-
uðborgarsvæðinu virðast nú
halda að sér höndum í kaupum á
lóðum fyrir framtíðaruppbygg-
ingu íbúðarhúsnæðis, en vinna
áfram ótrauðir að verkefnum sem
þeir eru þegar komnir af stað
með.
Þeir verktakar sem Morgun-
blaðið hafði samband við í gær
staðfestu að erfiðara væri fyrir þá
að fjármagna nýjar framkvæmdir
með bankalánum. Þeir sem fjár-
magna með öðrum hætti stað-
festa einnig að verra aðgengi al-
mennings að háum bankalánum
vegna húsnæðiskaupa og hækk-
andi vextir á lánunum geti haft
einhver takmarkandi áhrif.
„Verkefnastaðan hjá okkur er
þannig að við erum búnir að fjár-
magna þau verkefni sem við erum
að fara í. En það er farið að
þrengjast um hjá bönkunum. Þró-
unarverkefni eiga ekki upp á pall-
borðið hjá þeim,“ segir Jörundur
Jörundsson, framkvæmdastjóri
hjá Risi. Hann segir það liðna tíð
að verktakar fái bankalán til að
fjármagna hugmyndir um upp-
byggingu sem hefjist eftir 4–5 ár,
þar sem eftir sé að vinna deili-
skipulag.
„Fyrir einu til tveimur árum
seldist allt, sama hvar það var, og
lítill verðmunur var hvort sem
keypt var nýtt eða notað. Það er
kannski það sem mun breytast
núna, staðsetningar munu skipta
meira máli,“ segir Jörundur.
Nálgast eðlilegt ástand
Ekki er samt hægt að tala um
að verktakarnir séu að fara í ein-
hverja lægð, segir Snorri Hjalta-
son, eigandi Trésmiðju Snorra
Hjaltasonar. „Ég held að það sé
frekar að við séum að fara í átt að
eðlilegu ástandi í þjóðfélaginu.
Það hefur ekki verið eðlilegt
ástand undanfarið.“
Snorri staðfestir að hann hiki
e.t.v. meira í dag en undanfarið
áður en hann kaupir lóð eða hefur
nýtt verkefni frá grunni. Þeim
verkefnum, sem þegar hafi verið
ráðgerð, verði þó haldið áfram af
fullum krafti og þau dugi fyr-
irtækinu næstu 2–3 árin, engin
ástæða sé til mikilla ráðagerða
um það sem á eftir komi strax.
Markaðurinn að róast
„Mín skoðun er sú að mark-
aðurinn sé að róast eitthvað, en
fyrirtækið okkar stendur það vel
að við framleiðum þá bara og
leigjum út ef ekki gengur að
selja. Við höldum ótrauðir áfram
og höfum sterka trú á íslensku at-
vinnulífi,“ segir Snorri. „En eins
og ástandið er í dag sé ég ekki
ástæðu til að rjúka til og kaupa
lóðir á uppsprengdu verði, ég hef
trú á því að lóðaverðið muni
breytast.“
Stærstu verktakafyrirtækin
lenda ekki í sömu erfiðleikum og
smærri verktakar við fjármögn-
un. Eyjólfur Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri sölu- og markaðs-
sviðs hjá Íslenskum aðalverktök-
um, segir að fyrirtækið sé ekki
háð því að taka lán á íbúðir í
smíðum og sé því minna háð
bönkunum. Verulegu máli skipti
einnig að þau verkefni sem þegar
séu komin í gang séu vel staðsett.
Byggingaverktakar halda að sér höndum í lóðakaupum
Fjármögnun fram-
kvæmda erfiðari
Morgunblaðið/Ásdís
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
SILVÍA Nótt mætti ekki á sameiginlegan
blaðamannafund sem Norðurlöndin héldu
í Aþenu í gærmorgun. Jónatan Garðars-
son, fulltrúi íslenska hópsins, las yfirlýs-
ingu þar sem kom fram að Silvía væri veik
en undir eftirliti læknis og allt yrði gert til
að koma henni til heilsu aftur.
Bergþóra Jónsdóttir, blaðamaður Morg-
unblaðsins, sem er stödd í Grikklandi, seg-
ir Silvíu veika vegna þreytu og álags.
„Hún hefur verið undir ofboðslegu álagi;
mikil ásókn fjölmiðlafólks er í hana þar
sem hún hefur sýnt sig. Á blaðamanna-
fundinum á sunnudagskvöldið, sem var
fjölsóttasti blaðamannafundur sem söngv-
ari í þessari keppni hefur haldið fram að
þessu, var mikil ásókn í hana og allir vilja
vita hver Silvía Nótt er. Ég hef það eftir
fólki úr íslenska Evróvisjónhópnum að það
sé þreyta og álag sem sé að fara með
hana,“ segir Bergþóra. | 44
Þreyta og álag
í Aþenu
Silvía Nótt og Sigga Beinteins í Aþenu.
Morgunblaðið/Eggert
LANDSPÍTALI háskólasjúkrahús (LSH)
mun taka afstöðu til launaályktunar
hjúkrunarfræðinema á lokaári við Há-
skóla Íslands síðar í vikunni, að sögn
Önnu Stefánsdóttur, hjúkrunarforstjóra
LSH.
Nemarnir sendu hjúkrunarforstjóra og
sviðsstjórum LSH ályktun síðastliðinn
mánudag. Í útskriftarhópnum eru um 75
nemar, að sögn talsmanns nemanna. Í
ályktuninni segir m.a. að nemarnir hafi
samþykkt að ráða sig ekki til starfa á
LSH gegn lægri launum en sem nema
launaflokki 02 í stofnanasamningi. Sam-
kvæmt samningnum skulu nýútskrifaðir
hjúkrunarfræðinemar fara í flokk 01 með
2,5% álagi vegna fjögurra ára náms. Það
gerir 205 þúsund krónur á mánuði.
Rök hjúkrunarfræðinemanna eru að
flokkur 01 eigi við alveg óvant fólk, en
þau sem útskrifist úr HÍ hafi öll unnið á
LSH og búi því að talsverðri reynslu. Þau
fara því fram á launaflokk 02 í krafti
starfsreynslu sinnar, sem þýðir um 10
þúsund krónum hærri mánaðarlaun.
Erlendir hjúkrunarfræðingar
LSH hefur nýlega fengið þrjá hjúkr-
unarfræðinga erlendis frá til starfa og
átta til viðbótar eru á leiðinni. Auglýst
var eftir hjúkrunarfræðingum bæði í Sví-
þjóð og Danmörku í vor og fengust nokk-
ur viðbrögð, að sögn Önnu Stefánsdóttur.
40–50 hjúkrunarfræðingar, af tíu erlend-
um þjóðernum, hafa unnið hjá LSH und-
anfarin ár. Þeir sem lengst hafa starfað
hér eiga tíu ára starf að baki.
Hjúkrunar-
fræðinemar
vilja fá starfs-
reynslu
viðurkennda
ALÞJÓÐLEG tónlistar- og
listahátíð verður haldin í Árnesi
í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
helgina 9.–11. júní. Það er Raf-
ræn Reykjavík sem stendur að
hátíðinni en félagsskapurinn hef-
ur verið iðinn við að kynna
landsmönnum raftónlist und-
anfarin misseri og verður sú tón-
listarstefna í forgrunni á hátíð-
inni.
Meðal þeirra listamanna sem
fram koma á hátíðinni eru Mad-
ness, Hermigervill, Gus-Gus,
Sometime, Reykjavik Swing
Orchestra, Frank Murder, Mr.
Silla, Sebestian Tellier, Daedel-
us, Judith Juillerat, Misc., Ada,
Ellen Allien & Apparat. Þá munu
margir af efnilegustu hönnuðum
landsins sýna og selja varning,
auk þess sem Nýlistasafnið
hyggst skipuleggja ýmsa við-
burði, s.s. vídeólistasýningu og
ljósmyndasýningu. | 43
Daedelus kemur fram á hátíðinni.
Raftónlistar-
hátíð í Árnesi