Morgunblaðið - 19.05.2006, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.05.2006, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 17 ÚR VERINU Sony Ericsson Z300i 11.980 kr. • Fallegur samlokusími • Ytri skjár • Valmyndakerfi á íslensku • Vekjari og dagbók Sony Ericsson W810i 37.980 kr. • 2.0 megapixel myndavél • Walkman MP3 spilari • 512 MB minni • Íslensk valmynd www.siminn.is/davinci Fáðu þér Da Vinci síma „SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN í Brussel í ár var með þeim betri sem Sæplast hefur tekið þátt í. Við feng- um mikið af fyrirspurnum og pönt- unum, auk gríðarlegs áhuga á „Fiskikeri framtíðarinnar“, nýjung sem við vorum að kynna á sýning- unni,“ segir Hilmar Guðmundsson, markaðs- og sölustjóri Sæplasts Dalvík ehf., um þátttöku fyrirtæk- isins í Brussel-sýningunni í síðustu viku. Þar kynnti fyrirtækið prufu- eintak af nýju keri sem verið hefur í þróun og hefur gengið undir vinnu- heitinu „Fiskiker framtíðarinnar“. Hilmar segir að nýja kerinu hafi verið sýndur mikill áhugi en það hefur verið í þróunarferli um nokk- urt skeið. Vöruþróunarverkefnið var unnið í samstarfi við FISK Sea- food á Sauðárkróki og starfsmenn Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðar- ins, auk þess sem fulltrúar frá öðr- um íslenskum sjávarútvegsfyrir- tækjum sátu í rýnihópi vegna verkefnisins. „Fiskiker framtíðarinnar er nokkuð frábrugðið öðrum kerum frá okkur. Það er léttara, innan- rúmmál er hlutfallslega meira en áður og hönnunin er þannig að við stöflun lokar efra ker því neðra. Í fjögurra kera stæðu þarf þannig ekki nema eitt lok, það er á efsta kerið. Búið er einnig að færa göt fyrir lyftaragaffla utar á kerið þannig að ekki er hætta á að óhreinindi berist með botni í neðri ker þegar þeim er staflað. Þessi atriði og nokkur önnur gera kerið frábrugðið öðrum og spennandi nýj- ung fyrir hvort heldur fiskvinnslur eða skip,“ segir Hilmar en nú þegar hefur verið sótt um einkaleyfi á þessari hönnun. Hilmar segir það mikilvægt atriði þar sem þess hafi orðið vart að eftirlíkingar Sæplast- keranna séu á markaðnum. Viðskiptavinir Sæplasts voru áhugasamir um nýjungina á sýning- unni og unnið verður áfram úr ýms- um ábendingum sem frá þeim komu. Frekari þróunarvinna er framundan áður en kerið verður sett í fjöldaframleiðslu en pantanir bárust þegar á Brussel-sýningunni. Vel heppnuð sýning í ár Hilmar segir Brussel-sýninguna meðal mikilvægustu vörusýninga sem Sæplast tekur þátt í á hverju ári. Að þessu sinni tóku þátt fulltrú- ar frá Sæplasti á Íslandi, Noregi, Spáni og Kanada, auk Asíu. „Bruss- el-sýningin er mikilvæg fyrir okkur og snertiflötur við viðskiptavini víða að. Ég tel sýninguna í ár meðal þeirra bestu, áhugi viðskiptavina var mikill og umtalsverðar vöru- pantanir. Sýningar sem þessar skila okkur bæði árangri hvað vöruþróun varðar, beinni sölu og nýjum við- skiptavinum. Allt þetta gerðist á sýningunni í ár þannig að við erum hæstánægðir með þátttökuna,“ seg- ir Hilmar Guðmundsson. Mikill áhugi á „Fiski- keri framtíðarinnar“ Sýningar Vörur Sæplasts vöktu at- hygli á Evrópsku sjávarafurðasýn- ingunni í Brussel. Sæplast tók þátt í sjávarútvegssýn- ingunni í Brussel FJARÐANET hefur tekið í sölu vinnubáta sem kallast Nordic Seahunter og eru hverfisteyptar plast-tvíbytnur með mikla notk- unarmöguleika, en hægt er t.d. að nota þá sem flutn- ingapramma, stöðugan vinnuflotpall, bát eða flotbryggju. Nordic Seahun- ter er byggður til að þola mikið álag og hnjask og getur borið allt að 2000 kg. Bátarnir eru hannaður sem stöðug tvíbytna og hallast lítið, jafnvel þótt mikið álag sé á þá til hliðanna. Hægt er að fá með þeim ýmsan aukaúnað, svo sem þóftur, áldekk, kafarastiga, handrið, stýriseiningu, samlæsing- arkróka eða mótorfestingu, en hægt er að setja á þá utanborðsmótor. „Notkunarmöguleikarnir eru nán- ast óendanlegir. Hægt er að nota þá Fjarðanet selur báta til flutninga á ýmsum vörum bæði á sjó og vötnum og vegna lítillar eiginþyngdar er auðvelt að flytja bátana á milli. Eigin þyngd í lofti (með þóftum og áldekki) er að- eins 390 kg. Vegna stöðugleika síns hentar hann vel til ýmiskonar vinnu við bryggjur og hafnir. Hægt er að fá með bátunum króka sem læsa þeim saman og hægt er þá að raða þeim saman í smærri einingum í stærri palla eftir þörfum. Fjarðanet getur afhent bátana með utanborðsmótor og kerru. Þyngd utanborðsvélar má vera allt að 90 kg, en velja ber vél með tilliti til notkunar. Fjarðanet er með báta til sýnis á fjórum stöðum á landinu, Ísafirði, Akureyri, Nes- kaupstað og Reykjavík,“ segir í frétt frá Fjarðaneti. NAFNI Þorbjarnar Fiska- ness í Grindavík hefur verið breytt og heitir fyrirtækið nú Þorbjörn hf. Fyrirtækið var á sínum tíma sett saman úr þremur fjölskyldufyrirtækjum, Þor- birni og Fiskanesi í Grinda- vík og Valdimar í Vogunum og fékk hið sameinaða fyr- irtæki þá nafnið Þorbjörn Fiskanes. Ákvörðun um nafnbreytinguna var tekin á aðalfundi félagsins nú í vikunni og segir Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri þess, að það þyki þjálla að einfalda nafnið og því eðlilegt að taka upp hið gamla nafn Þorbjörn hf. Eiríkur segir að rekst- urinn á síðasta ári hafi gengið vel, þrátt fyrir að lítið hafi fengizt fyrir gjaldeyrinn.Það hafi nú breytzt til batnaðar. Hagnaður eftir skatta var um 600 milljónir króna, að stórum hluta gengishagnaður, vegna skulda. Velta var um fjórir milljarðar króna, sem er svipað og árið áður. Þorbjörn Fiskanes hf. verður Þorbjörn hf. Eiríkur Tómasson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.