Morgunblaðið - 19.05.2006, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Goða grillkjötið er
heitast á grillið í sumar!
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
17
15
MIKLAR umræður eru í Danmörku
um tillögur ríkisstjórnarinnar um
breytingar á velferðarkerfinu en
þeim var mótmælt harðlega í mörg-
um borgum í fyrradag. Eitt megin-
markmið þeirra er að auka vinnu-
framlagið um jafngildi þess, að
125.000 manns kæmu inn á vinnu-
markaðinn á næstu 20 árum en dag-
blaðið Erhvervsbladet sagði í gær, að
þessi vandi væri auðleystur. Ef Danir
ynnu þremur klukkustundum lengur
á viku, jafnlengi og Svíar, þyrfti ekki
að grípa til neins niðurskurðar.
Blaðið vitnar í skýrslur frá OECD,
Efnahags- og framfarastofnuninni, en
þær sýna, að í Danmörku er vinnuvik-
an til jafnaðar ekki nema rétt rúm-
lega 30 klukkustundir en 33 í Svíþjóð.
„Atvinnuþátttaka í Danmörku er
mjög mikil og því ekki um mikinn
varaforða að ræða að því leyti. Það,
sem skilur okkur að í alþjóðlegu sam-
hengi, er hins vegar hvað við vinnum í
stuttan tíma. Það er slæmt og það er
einmitt í þessu, sem vandinn og lausn-
in liggja,“ sagði Lars Storr-Hansen í
viðtali við blaðið en hann er helsti sér-
fræðingur HTS-A, einna samtaka at-
vinnurekenda.
Storr-Hansen segir, að nóg sé að
lengja vinnuvikuna um 10 mínútur ár-
lega fram til 2025 til að ná markmiði
ríkisstjórnarinnar.
Samkvæmt tölum frá HTS-A vinna
Danir til jafnaðar í 1.454 klukku-
stundir á ári og hefur sú tala lækkað
um 13 klst. á fimm árum. Er ástæðan
meðal annars sú, að margir launþegar
hafa fengið sjöttu sumarleyfisvikuna
og í fjármálageiranum er það næstum
regla, að þær séu sjö.
Tillögur ríkisstjórnarinnar
Meginrök ríkisstjórnarinnar fyrir
tillögunum eru þau og ekki um það
deilt, að danska þjóðin sé að eldast.
Til að unnt sé að standa undir velferð-
arkerfinu, verði því að auka vinnu-
framlagið.
Danir greina á milli eftirlaunaald-
urs og almenns lífeyrisaldurs. Fólk,
sem verið hefur lengi á vinnumarkaði,
getur nú hætt að vinna sextugt en þá
á skertum eftirlaunum. Lagt er til, að
þetta aldursmark verði hækkað í 63
ár á næstu 15 árum eða fram til 2021.
Þessi skertu eftirlaun gilda aðeins þar
til fólk kemst á venjulegan lífeyrisald-
ur en þá fær það fullan lífeyri.
Í öðru lagi er lagt til, að hinn venju-
legi lífeyrisaldur, sem er nú 65 ár,
verði orðinn 67 ár 2025 og verða
breytingarnar á báðum kerfunum
einkum á síðara hluta tímabilsins.
Fyrir utan þetta er lagt til, að upp-
hæð sjúkradagpeninga verði lækkuð
en talið er, að mikið sé um misnotkun
í því kerfi.
Fram kemur í dönskum fjölmiðl-
um, að vaxandi skilningur sé á nauð-
syn þessara breytinga, til dæmis hjá
verkalýðsfélögunum, en mesta hita-
málið er hins vegar fyrirhugaðar
breytingar á námslánakerfinu.
Ríkisstjórnin vill fjölga þeim, sem
ljúka framhaldsnámi, og hún vill líka
koma í veg fyrir óþarfa slugs. Þess
vegna er lagt til, að hluti námslána
verði skilyrtur því, að prófum sé lokið
á réttum tíma. Þá er það líka stefnan,
að fólk haldi áfram námi strax að
loknu stúdentsprófi. Þess vegna á að
skerða námslán þeirra, sem gera hlé á
náminu, eru til dæmis á vinnumarkaði
í einhvern tíma, en vilja síðan taka
þráðinn upp aftur.
Velferðarvandinn
of stutt vinnuvika
Danir deila einnig hart um tillögur um skert námslán
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
TALIÐ er að allt að 105 hafi fallið í
hörðum átökum sem geisuðu milli
liðsmanna talibanahreyfingarinnar
og afganskra og alþjóðlegra örygg-
issveita í fyrrinótt og í gærmorgun í
héruðunum Kandahar og Helmand í
suðurhluta Afganistans. Þetta eru
með hörðustu átökum sem blossað
hafa upp í Afganistan frá því að
Bandaríkin og bandamenn þeirra
steyptu stjórn talibana af stóli haust-
ið 2001.
Verstu bardagarnir geisuðu í
Helmand-héraði en þar gerðu hundr-
uð liðsmanna talibanahreyfingarinn-
ar árás á bækistöðvar afgönsku lög-
reglunnar í Musa Qala. Barist var í
um átta klukkustundir og sagði inn-
anríkisráðuneytið að fjörutíu taliban-
ar hefðu legið í valnum við sólarupp-
rás og þrettán lögreglumenn.
Afganskar öryggissveitir nutu
hins vegar liðsinnis kanadískra her-
sveita þegar til átaka kom við talib-
ana í Kandahar-héraði, þar sem tal-
ibanahreyfingin hefur verið hvað
sterkust. Bardagar stóðu lengst af
miðvikudags og þar til í gærmorgun í
Panjwayi, um 24 km vestur af borg-
inni Kandahar, að sögn talsmanna
kanadíska hersins. Átján talibanar
týndu lífi og þrjátíu og fimm voru
handteknir, en jafnframt beið einn
kanadískur hermaður bana.
Ennfremur kváðust bandarískir
hermenn hafa drepið allt að tuttugu
og sjö talibana í loftárásum nálægt
þorpinu Azizi í Kandahar.
Þá áttu tvær sjálfsmorðsárásir sér
stað í Afganistan í gær, önnur í Herat
í vesturhluta landsins þar sem árás-
armaðurinn ók bíl sínum á bifreið út-
lendinga með þeim afleiðingum að
bandarískur verktaki beið bana. Og í
sjálfsmorðsárás nálægt hliði að
bækistöðvum afganska hersins í
Ghazni, um 120 km suður af Kabúl,
beið einn óbreyttur borgari bana,
auk árásarmannsins.
Sjálfsmorðsárásum hefur fjölgað
mjög í Afganistan, alls eru þær
a.m.k. tuttugu það sem af er þessu
ári en voru aðeins sautján allt árið í
fyrra og fimm árið 2004.
Færa sig upp á skaftið
Um 2.300 kanadískir hermenn eru
staðsettir í Kandahar og hafa þeir
ítrekað sætt árásum, enda héraðið
sem fyrr segir helsta vígi talibana í
Afganistan. Þykja talibanar frekar
hafa verið að færa sig upp á skaftið
heldur en hitt. Fyrirhugað er að Atl-
antshafsbandalagið (NATO) taki
senn við hlutverki svokallaðra
bandalagsherja sem Bandaríkja-
menn hafa farið fyrir í Kandahar-
héraði allt frá lokum beinna hernað-
arátaka 2001 og sem hafa haft það
meginmarkmið að leita uppi vopnaða
liðsmenn talibanahreyfingarinnar
eða al-Qaeda-hryðjuverkasamtak-
anna. Munu herir Kanada, Bretlands
og Hollands fara fyrir sveitum
NATO í Kandahar.
Með hörðustu
bardögum
frá árinu 2001
Allt að 105 týndu lífi í Afganistan
Reuters
Nokkrir Afganar skoða flak bíls eftir sjálfsmorðsárásina í Herat í gær.
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
MEGIN-framkvæmdum við Þriggja
gljúfra-stífluna svokölluðu við
Yangtze-fljót í Kína lýkur á laug-
ardag, níu mánuðum á undan áætl-
un. Um er að ræða stærstu vatns-
aflsvirkjun sögunnar, en alls munu
26 túrbínur stíflunnar framleiða
sem nemur 84,7 terawattstundum
af orku þegar þær verða að fullu
komnar í gagnið árið 2009. Til sam-
anburðar er áætlað að virkjun allra
meginvatnsfalla á Íslandi myndi
skila sem svarar 30 terawatt-
stundum af orku. Bygging stífl-
unnar var gríðarlega umdeild í
Kína og þurfti að flytja 1,3 milljónir
manna frá heimilum sínum vegna
byggingar hennar. Yangtze-fljót er
mikil samgönguæð og árlega eru
milljónir tonna af varningi fluttar
um fljótið. Kínverskir ráðamenn
eru bjartsýnir á að virkjunin muni
()*++,-+.,/0)-123&0.-4&%&4-
(
1
'
5)%60)-7.8*92.-4
!
%&4-
" # (
1
'
! "
# $$# $ %% $
#
!
&
!
"#
!
$
!
%
&
'
'
&'
& (
(
)' *'
#
"
"#
+#
,
,
(
'
-
$
'
$
#
%
"'
$!
!%
&
'(
$)
*+
, - .
. /01
234
5 06 7
! 895!
:!;
9
'
$(
) *
!
#
+%
,/ 0 <=>:1 ?:7
@7 : 9!7
123%+453
,
-+
.
#
,
"
/#
Vinnu við risastíflu að ljúka
AP
Kínverskur verkamaður horfir í átt frá Þriggja gljúfra stíflunni í vikunni.
efla þessi viðskipti og gera atvinnu-
líf svæðisins öflugra. Kostnaður við
verkið er gríðarlegur og nemur um
1535 milljörðum íslenskra króna.