Morgunblaðið - 19.05.2006, Page 23

Morgunblaðið - 19.05.2006, Page 23
Reykjanesbær | Fulltrúar þriggja þekktra ferðaþjónustufyrirtækja leggja Íslendingi ehf. lið við upp- byggingu og rekstur Víkingaheima á Fitjum í Njarðvík. Skrifað var undir samninga um aðkomu fyrirtækjanna í verkefninu við víkingaskipið Ís- lending í gær en skipið verður mið- punktur sögusýningar um ferðir vík- inga. Stefnt er að opnun sýningarinnar um mitt næsta ár. Víkingaskipið hefur verið í vörslu Reykjanesbæjar síðustu árin. Stjórnendur bæjarins hafa unnið að framgangi hugmynda um uppbygg- ingu Nausts Íslendings í Víkinga- heimum á Fitjum. Í húsinu á jafn- framt að vera sögusýning um ferðir víkinga yfir Atlantshafið og byggir hún meðal annars á munum sem Reykjanesbær hefur fengið að láni hjá frægri víkingasýningu Smith- sonian-stofnunarinnar í Wash- ington. Þriðji þátturinn er kynning á öðrum söfnum í landinu. Ríkisstjórnin ákvað sl. haust að styðja þetta verkefni með samtals 120 milljóna króna framlagi á sex ár- um. Í gær undirrituðu fulltrúar Ice- landair, Bláa Lónsins hf. og Kynn- isferða samninga við Íslending ehf. til fimm ára um fjárhagslegan stuðn- ing við verkefnið og samstarf að markaðsmálum. Steinþór Jónsson verkefnisstjóri segir að samning- arnir séu afar mikilvægir, bæði fjár- hagslegur stuðningur en ekki síður að þessi öflugu fyrirtæki skuli vilja stuðla að þessari uppbyggingu og nýta hana. Metur hann að verðmæti samninganna sé um 30 milljónir kr., þegar allt sé talið. Áður hefur Flug- stöð Leifs Eiríkssonar skrifað undir viljayfirlýsingu við Reykjanesbæ um aðkomu að Víkingaheimum, meðal annars með aðstöðu til að kynna sýninguna í flugstöðinni. Eykur áhuga ferðafólks Búið er að móta landið sem Vík- ingaheimar ná yfir með stórum mön- um og útbúin hefur verið landfylling þar sem Naust Íslendings á að rísa. Steinþór segir að áfram sé unnið að undirbúningi málsins og segir að bygging hússins sjálfs hefjist í sum- ar eða haust og að stefnt sé að opnun um mitt næsta ár. „Það er flott framtak að fara út í þetta verkefni og tengja það við aðra ferðaþjónustu. Þannig er hægt að auka áhuga ferðafólks á ferðum um svæðið,“ segir Gunnar Már Sig- urfinnsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölumála hjá Ice- landair. Framlag Icelandair felst í fjárstuðningi og markaðssamstarfi, meðal annars með kynningu á mörk- uðum félagsins erlendis. Hefur fé- lagið hug á að bjóða upp á sérstakar ferðir með viðkomu í Víkinga- heimum sem kynntar verða á sölu- skrifstofum þeirra erlendis auk þess að tengja Víkingaheima öðrum vin- sælum áfangastöðum. „Það skiptir miklu máli að geta boðið upp á af- þreyingu utan Reykjavíkur. Allar nýjungar á því sviði styðja okkar starfsemi,“ segir Gunnar Már. Bláa Lónið hf. styður verkefnið með markaðsráðgjöf og sameig- inlegri markaðssetningu. Kynning- arefni um Víkingaheima verður m.a. komið á framfæri við gesti Bláa Lónsins auk þess sem sérstök kynn- ingarsíða verður á heimasíðu Bláa Lónsins. Upplýsingum um Víkinga- heima verður komið á framfæri í kynningarefni sem afhent er erlendu fjölmiðlafólki sem heimsækir Bláa Lónið í stórum stíl. Kynnisferðir eru leiðandi í skipu- lögðum ferðum á vinsæla ferða- mannastaði og fram kemur í frétta- tilkynningu um samningana að fyrirtækið vilji með framlagi sínu styðja við frekari uppbyggingu ferðaþjónustu á Reykjanesi. Þrjú ferðaþjónustufyrirtæki styðja uppbyggingu Víkingaheima Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Víkingaheimar Steinþór Jónsson verkefnisstjóri kynnir samstarfssamningana, f.v. Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri Íslendings, Gunnar Már Sigurfinnsson frá Icelandair, Árni Sigfússon bæjarstjóri, Magnea Guðmunds- dóttir hjá Bláa Lóninu, Þráinn Vigfússon frá Kynnisferðum og Elín Árnadóttir hjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Reykjanesbær | Gengið hefur verið frá samn- ingi milli Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. og Sældar ehf. um byggingu þess síðarnefnda á nýju útibúi fyrir Glitni í Reykjanesbæ. Nýja útibúið verður staðsett við Hafnargötu 91-93 í Reykjanesbæ, þar sem fiskimjölsverksmiðja var áður. Útibúið er núna neðar við Hafnargöt- una. Útibú Glitnis verður á jarðhæð og er hús- næðið um 400 fermetrar. Byggingarfram- kvæmdir hefjast nú í maí og eru verklok áætluð að ári liðnu. Áætlað er að útibúið verði flutt í nýja húsnæðið í ágúst á næsta ári. Að sögn Unu Steinsdóttur, útibússtjóra Glitnis, þá er þessi staðsetning mjög góð fyrir bankann „Við teljum að til framtíðar séum við mjög vel staðsett hér í miðju bæjarfélagsins. Mikil uppbygging í Innri-Njarðvík, Grænási og nú við Nesvelli og Nikkelsvæðið, færi okkur nær þeim kjarna. Við erum sannfærð um að þessi staðsetning og þetta nýja útibú eigi eftir að hugnast okkar viðskiptavinum mjög vel. Í gamla daga þegar „Gúanóið“ var og hét og vinnslan var þar í fullum gangi, þá var talað um peningalyktina sem þaðan barst. Það er því kannski við hæfi að þarna rísi nú banki – lykt- arlaus þó með öllu,“ er haft eftir Unu í frétta- tilkynningu. Samið um byggingu nýs útibús Glitnis Nýr staður Útibú Glitnis verður á „gúanólóð- inni“ á mörkum Keflavíkur og Njarðvíkur. Á bak við rísa íbúðarblokkir. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 23 MINNSTAÐUR SUÐURNES Það er gott að rækta garðinn sinn ... Glæsilegur blaðauki um garðinn fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 2. júní. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Meðal efnis er: • Garðhúsgögn • Heitir pottar • Sólpallar og girðingar • Styttur og gosbrunnar í garðinn • Nýjar trjátegundir • Góð ráð við garðvinnu • Gróðurhús og plöntur • Umfjöllun um mosa og fífla Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 þriðjudaginn 30. maí.                             !           "            #              !          $   !    !" #    %   $   &  '  $    % "&   (         '           %  # )   &  )    ) *  !    "*      "  +"            , -+   

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.