Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 25
Nú er rétti tíminn fyrir vor-legan mat eins og salötmeð alls kyns góðgætieins og baunum, vorlauk, radísum og aspas. Ferskur aspas er mikið notaður á vorin m.a. í ná- grannalöndum okkar og hann er auð- velt að matreiða á ýmsan hátt, einan sér, í salötum eða risotto. Á matarvef BBC er m.a. fjallað um ferskan aspas sem tákn vorkomunnar á matarborð- inu. Ferskan aspas er ekki hægt að nálgast allt árið og í raun bara stuttan tíma á vorin. Gefin er uppskrift að vorlegu ris- ottoi. Aspas- og sítrónurisotto 50 g smjör 1 lítill laukur, smátt saxaður 200 g arborio-hrísgrjón 125 ml hvítvín 1 l heitt kjúklingasoð 400 g aspas í bitum salt og pipar 2 sítrónur, safi og rifið hýði 3 msk. rifinn parmesan Bræðið smjörið í stórri og hárri pönnu við lágan hita. Látið laukinn mýkjast í smjörinu og hrærið af og til. Setjið grjónin út á og hrærið með tré- sleif. Bætið víninu við og sjóðið upp þar til vökvinn er næstum horfinn. Setjið hluta soðsins saman við, hækk- ið hitann og látið vökvann gufa upp áður en aspasinum og næsta skammti soðsins er bætt saman við. Haldið áfram að hella soðinu út á smátt og smátt og láta vökvann gufa upp á milli. Hrærið oft í. Kryddið með salti, pipar, sítrónuberki og -safa. Hafið pönnuna á hitanum þang- að til grjónin eru orðin mjúk en samt með biti í. Hrærið ostinum saman við og berið strax fram. Kryddað og vorlegt Svenska Dagbladet gaf nýlega út fylgiblaðið Vårköket eða Voreldhúsið. Þar er að finna uppskrift að salati með núðlum, rækjum, aspas og spín- ati með japanskættaðri sósu. Útkom- an er fersk og vorleg og þar sem sum- arið er ekki alveg komið á salatið að vera svolítið volgt og sterkt bragð af wasabihnetum á líka að hlýja þeim sem njóta. Sumarlegt núðlusalat 300 g rækjur 100 g „glernúðlur“ (glass noodles) 250 g ferskur grænn aspas rauð paprika 1 poki spínat 1 búnt ferskur kóríander, fínhakkaður salt og pipar 1 lime wasabihnetur til skrauts soja-engifer-salatsósa: 1½ msk. japönsk sojasósa 1 msk. sesamolía 1 msk. rifið ferskt engifer ½ tsk. fljótandi hunang Sjóðið núðlurnar skv. leiðbein- ingum á pakka. Klippið þær nið- ur fyrir eða eftir suðu til að auðvelda meðhöndlun. Þær eiga að vera volgar í salatinu. Skerið neðsta hlutann af asp- asinum og skerið í bita. Snöggsjóðið í söltu vatni. Skerið papriku í bita. Blandið öllu saman, saltið og piprið. Þeytið saman það sem fara á í salatsósuna og berið fram með salatinu sem skreytt hefur verið með wasabihnetum og limebátum.  MATUR | Sumarleg salöt passa vel á matarborðið á björtum maídögum Vor í lofti og eldamennsku MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 25 DAGLEGT LÍF Í MAÍ SALA á óhollum mat hefur minnkað um allt að 40% í breskum matvöruverslunum eftir að farið var að merkja matvörur og tilgreina ná- kvæmlega hve mikið af fitu, sykri og salti varan inniheld- ur. Sala á hollum mat hefur aukist að sama skapi, að því er fram kemur í frétt breska blaðsins Times. Frá árinu 2004 hefur breska matvælaeftirlitið (FSA) staðið í samningaviðræðum við mat- vælaframleiðendur og for- svarsmenn matvöruverslana um að taka upp svokallaðar umferðarljósamerkingar, sem byggjast á því að grænt þýðir lítið magn, gult miðlungs og rautt of mikið. Litur er gefinn upp fyrir magn hvers um sig fitu, sykurs og salts í 100 g. Ekki hafa allir framleið- endur eða verslanir tekið þetta kerfi upp og sumir hafa þróað eigið kerfi. En athugun leiðir í ljós að greinilegar merkingar hafa áhrif. Í stærstu matvöruverslana- keðju Bretlands, Tesco, eru merkingarnar t.d. þannig að neytendum er sagt hve stórt hlutfall af ráðlögðum dags- skammti af sykri, fitu eða salti, þeir fái úr viðkomandi matvöru. Merkingar skila sér í hollustu  MATVÖRU- VERSLANIR Sheer Driving Pleasure BMW 5 lína www.bmw.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.