Morgunblaðið - 19.05.2006, Side 62

Morgunblaðið - 19.05.2006, Side 62
62 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 The DaVinci Code B.i. 14 ára kl. 5, 8, 10 og 12 - KRAFTSÝNING Cry Wolf B.i. 16 ára kl. 8 Skrolla & Skelfir Á Saltkráku kl. 6 (KR 400) Úlfur…úlfur… engin trúir lygara þótt hann segi satt! Þau bjuggu til morðingja sem snerist gegn þeim…! Da Vinci Code kl. 2, 4, 5, 7, 8, 10 og 11 B.i. 14 ára Da Vinci Code LÚXUS kl. 2, 5, 8 og 11 Cry Wolf kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 6, 8 og 10 Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 2 og 4 Ice Age 2 m. ensku tali kl. 6 Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 2 og 4 FRÁBÆR GRÍNSPENNUMYND FRÁ SNILLINGNUM LUC BESSON EFTIRSÓTTUSTU BANKARÆNINGJAR VILLTA VESTURSINS ERU MÆTTIR Salma hayekpénelope cruz Byggð á vinsælustu skáldsögu veraldar. Leitið Sannleikans. Stærsta frumsýning ársins! Barinn, nýr veitinga- ogskemmtistaður, verðuropnaður á Laugavegi 22 íkvöld. Staðurinn er í sama húsnæði og hinn fornfrægi skemmti- staður Tuttugu og tveir var í á sínum tíma, en húsnæðið hefur verið tekið í gegn á undanförnum mánuðum og fátt er eftir sem minnir á gamla tíma. „Það þurfti að taka þetta nafn og grafa það,“ segir Gunnar Már Þráins- son, framkvæmdastjóri staðarins, um ástæðu þess að nafni staðarins var breytt úr 22 í Barinn. Gunnar segir nýja staðinn einnig gjörólíkan þeim gamla. „Þetta er staður sem á eftir að höfða til margra og hann á að vera opinn hverjum sem er,“ segir hann. Gunnar segir að það sem einkenni nýja staðinn umfram annað sé að hann er á þremur hæðum, en þriðja hæðin er hugsuð sem eins konar af- drep þar sem fólk getur tekið lífinu með ró, hvort sem er á daginn eða þegar næturlífið stendur sem hæst. „Þarna eru sófar og það verður sama sem engin tónlist um helgar,“ segir Gunnar. Þá er önnur hæðin björt og falleg og þaðan er gott útsýni yfir Laugaveginn. „Staðurinn er mjög hlýlegur og notalegur og þess vegna hentar hann vel sem veitingastaður, kaffihús og skemmtistaður,“ segir hann. Verðinu stillt í hóf Gunnar segir að mikið verði lagt upp úr góðum mat á Barnum. „Við verðum með þennan hefðbundna Bistro-matseðil, við verðum með hamborgara, steikur, salöt, kjúkling, súpur og svo erum við með frábæra eftirrétti, sem eru leyndarmál stað- arins. Það leyndarmál verður hins vegar að koma í ljós síðar,“ segir Gunnar og bætir því við að alla virka daga verði boðið upp á íslenskan heimilismat. „Verðið á matnum verð- ur líka lægra en gengur og gerist á sambærilegum stöðum hér í kring.“ Þá verður verði á áfengi einnig stillt í hóf og sem dæmi má nefna að stór bjór verður alltaf seldur á 500 krónur á Barnum. Hvað næturlífið varðar segir Gunnar að það sé sniðið að fólki 23 ára og eldra. Hann vill hins vegar ekki meina að markhópurinn sé nú- verandi viðskiptavinir skemmtistaða á borð við Sirkus og Kaffibarinn. „Það hefur einhver annar búið þessa sögu til löngu áður en við opnum stað- inn, sem er reyndar bara jákvætt. Hins vegar verður tónlistin kannski eitthvað í þeim dúr sem þar hefur hljómað,“ segir Gunnar. „Við verðum mest með plötusnúða um helgar en stundum verðum við með lifandi tónlist líka, þótt það verði meira á virkum dögum,“ segir hann og bætir því við að hann muni haga seglum eftir vindi hvað afgreiðslu- tíma varðar. „Það verður opið eins lengi og stemning leyfir.“ Hefur komið víða við Þrátt fyrir ungan aldur hefur Gunnar starfað lengi við rekstur veit- inga- og skemmtistaða og meðal ann- ars komið að rekstri nokkurra af vin- sælustu skemmtistöðum í Reykjavík. Hann byrjaði sem barþjónn á Astró árið 1998, þá 19 ára gamall, en færði sig svo yfir á Klúbbinn sem tók við af gamla Ingólfscafé. Það var svo árið 1999 að Gunnar hóf störf á Vegamót- um, en hann tók síðar þátt í rekstri staðarins ásamt eigendum hans, þeim Óla Má Ólasyni og Hauki Víðissyni. Í sameiningu gerðu þeir staðinn að ein- um vinsælasta veitinga- og skemmti- stað í Reykjavík. „Staðurinn var mjög heitur og hefur verið það alla tíð síð- an,“ segir Gunnar, sem starfaði á Vegamótum í um fimm ár, þangað til hann sneri við blaðinu svo um mun- aði. „Í september árið 2004 flutti ég til Suður-Afríku þar sem ég rak veit- ingastað ásamt unnustu minni í hálft ár,“ segir Gunnar, sem kom svo heim þar sem hann tók nokkrar vaktir á Kaffibarnum áður en hann opnaði vinsælasta skemmtistað í Reykjavík ásamt nokkrum félögum sínum „Já, svo bauðst mér að koma og opna nýjan stað, sem heitir Café Oli- ver, ásamt þeim Arnari Þór Gísla- syni, Loga Helgasyni og Hauki Víð- issyni,“ segir Gunnar. Oliver opnaði í maí í fyrra, en þrátt fyrir að reka vin- sælasta skemmtistaðinn í Reykjavík vildi Gunnar takast á við ný verkefni. „Þegar okkur bauðst að kaupa reksturinn á Laugavegi 22 ákváðum við bara að ráðast í það,“ segir hann, en Gunnar rekur staðinn ásamt unn- ustu sinni, Jóhönnu Maggý Hauks- dóttur. „Ég hafði oft horft á staðinn og hugsað mér hvað væri hægt að gera þar inni,“ segir hann, en fram- kvæmdir hafa staðið yfir frá því um áramót. Gunnar er fullur sjálfstrausts enda hefur honum gengið vel í skemmti- staðabransanum hingað til. Hann hefur fulla trú á því að Barinn muni falla vel í kramið. „Þetta er bara spurning um að gera þetta rétt. Maður þarf að gera þetta af heilum hug og ekki vera með gróðahugsjónir að leiðarljósi. Það sem mér finnst skemmtilegast í þessu er þegar fólk kemur til mín og segir mér að því finnist maturinn góður og að það sé gaman að vera hjá mér, hvort sem það er á djamminu eða á morgnana. Það sem ég fæ mest út úr þessu er þegar fólk skemmtir sér vel og þegar því líður vel inni á staðnum.“ Fólk | Nýr veitinga- og skemmtistaður opnaður í Reykjavík 22 breytist í Barinn Morgunblaðið/Eyþór Hin fornfrægi skemmtistaður 22 hefur nú fengið nafnið Barinn. Gunnar Már Þráinsson, eigandi Barsins, er búnn að vinna baki brotnu und- anfarnar vikur við endurbætur á húsinu. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.