Morgunblaðið - 19.05.2006, Side 65

Morgunblaðið - 19.05.2006, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 65 Í SPENNUMYNDINNI Úlfur, úlf- ur (Cry Wolf) er reynt að lífga upp á þreytt frásagnarform, þ.e.a.s. fjölda- morðingjamyndina þar sem illmenni saxar sér leið í gegnum hóp af ung- mennum þar til aðeins ein sæt stelpa situr eftir. Myndir á borð við Scream-röðina hafa einnig tekið á þessari kvikmyndategund með það að markmiði að blása nýju lífi í hana, en í þessu tilviki er ekki stuðst við húmor heldur er tilraun gerð til að gera fléttuna enn leyndardómsfyllri en venjulega. Það má því segja að draugur Agöthu Christie gangi hér aftur í nútímalegri hryllingsmynd. Í myndinni segir frá vinahópi í dýrum einkaskóla, en myndin hefst á því að nýr nemandi, hinn breskættaði Owen (Julian Morris), er tekinn inn í hópinn. Fljótlega kemur þó í ljós að drengur þessi á sér skrautlega fortíð. Svo vill til að kvöldið áður en hann kemur er unglingsstúlka myrt í ná- grenni skólans. Það er því spenna í loftinu þegar Owen ber að garði. Vinahópurinn ákveður í framhaldinu að standa fyrir prakkarastriki – og telja öllum í skólanum trú um að hér sé fjöldamorðingi á ferð, að stúlkan sem myrt var sé aðeins fyrsta fórn- arlambið í at- burðarás sem hef- ur átt sér stað áður í öðrum há- skólum. Fyrsta skrefið í gabbinu er að senda út tölvupóst á allan háskólann þar sem forsögu morðingjans er lýst sem og hans helstu einkennum. Þá er honum gefið nafnið Úlfur. Í raun eru krakkarnir að búa til prófíl á fjöldamorðingja sem byggist að mestu leyti á reynslu þeirra af áhorfi á hryllingsmyndir. Fjöldamorðinginn sem þannig sprettur fram úr ímyndunarafli vina- hópsins er ekki beinlínis frumlegur, en ber þó með sér ákveðna meðvit- und um forvera sína. Það kemur ung- lingunum hins vegar á óvart þegar í ljós kemur að hið gamansama sköp- unarverk þeirra virðist hafa öðlast sjálfstætt líf. Morðingi tekur með öðrum orðum að herja á háskólann og notar nákvæmlega þá aðferða- fræði sem vinirnir lýstu í tölvupóst- inum. Það sem meira er, hann virðist hafa sérstakan áhuga á vinahópnum og kemur sér í samband við Owen á spjallrás (þar sem hann gengur að sjálfsögðu undir notendanafninu „Úlfur“). Framvinda myndarinnar fjallar síðan um þá togstreitu milli fjar- stæðukenndrar hugmyndarinnar, þar sem krakkarnir eiga erfitt með að trúa því að veran sé raunveruleg, og þeirrar staðreyndar að sönnun- argögn fyrir nærveru hans taka að hlaðast upp. Myndin er nægilega frá- brugðin dæmigerðum myndum af sama tagi til að vera ágætis af- þreying og endalokin koma skemmti- lega á óvart, þótt ögn langsótt séu. Þetta er því ágætis spennumynd með frumlegum tilburðum. Pétur og úlfurinn KVIKMYNDIR Úlfur, úlfur (Cry Wolf)  Leikstjórn: Jeff Wadlow. Aðalhlutverk: Julian Morris, Lindy Booth, Jared Pada- lecki. Bandaríkin, 89 mín. Borgarbíó, Smárabíó og Regnboginn „Þetta er því ágætisspennumynd með frumlegum til- burðum,“ segir m.a. í dómi. Heiða Jóhannsdóttir HLJÓMSVEITIN Singapore Sling heldur tónleika á Grand Rokk í kvöld. Þetta eru síðustu tónleikar sveit- arinnar áður en hún heldur í tónleika- ferðalag til Englands síðar í mán- uðinum. Þar verður Singapore Sling upphitunarhljómsveit fyrir banda- rísku sveitina The Brian Jonestown Massacre á sex tónleikum í Englandi. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Leeds hinn 24. maí og eftir spilamennsku í Sheffield, Manchester, Stoke og Ox- ford leika sveitirnar í Kings College í London. Frá Englandi heldur Singa- pore Sling til Berlínar og leikur þar á tveimur stöðum, 8mm Bar og Pfeffer- bank. Með Singapore Sling í kvöld spila Retron og hefjast tónleikarnir kl. 23. Morgunblaðið/Sigurjón Guðjóns Það er þrautin þyngri að finna svalari hljómsveit en Singapore Sling. Tónlist | Singapore Sling á tónleikaferð um Evrópu Upphitun á Grandinu SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI MI : 3 kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.I. 14 ára SHAGGY DOG kl. 4 - 6:05 - 8:10 - 10:15 SCARY MOVIE 4 kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.I. 10 ára SÝND Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU, MYND OG HLJÓÐ THE DA VINCI CODE kl. 3 - 6 - 9 - 12 B.I. 14 ára THE DA VINCI CODE LÚXUS VIP kl. 3 - 6 - 9 - 12 SHAGGY DOG kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 FAILURE TO LAUNCH kl. 8 MI : 3 kl. 3 - 5:30 - 6 - 8 - 9 - 10:30 - 12 B.I. 14 ára SCARY MOVIE 4 kl. 4 - 6 B.I. 10 ára FIREWALL kl. 10:10 B.I. 16 ára LASSIE kl. 4 FRÁ J.J. ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS eeee VJV, Topp5.is eeeH.J. mbl “ÞAÐ ER VEL HÆGT AÐ MÆLA MEÐ “M:I:III” SEM GÓÐRI AFÞREYINGU OG SUMARSMELLI.” eee JÞP blaðið S.U.S. XFM Sýnd í Álfabakka og Keflavík Stærsta frumsýning ársins! LEITIÐ SANNLEIKANS Byggð á vinsælustu skáldsögu veraldar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.