Morgunblaðið - 29.05.2006, Page 2

Morgunblaðið - 29.05.2006, Page 2
2 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞREKVIRKI SKIPVERJA Skipverjar á Akureyrinni unnu stórkostlegt þrekvirki þegar þeir slökktu eldinn sem varð tveimur sjó- mönnum að bana á laugardagskvöld. Eldurinn var mikill og mikill reykur og hiti um borð í skipinu. Vinstristjórn á Akureyri? Töluverðar líkur eru á að Samfylk- ing, Vinstri-grænir og Listi fólksins myndi nýjan meirihluta á Akureyri, en það verður í fyrsta skipti sem meirihluti myndast í bæjarstjórn Ak- ureyrar án þátttöku Framsóknar- flokks eða Sjálfstæðisflokks. F og D í viðræður í borginni Viðræður milli Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokksins um meiri- hlutasamstarf í borgarstjórn hófust í gær og stóðu fram á kvöld. Segja fulltrúar flokkanna viðræðurnar enn óformlegar, en gangurinn sé góður. Fulltrúar ræða nú málefni aldraðra og flugvallarins. Ólafur F. Magn- ússon ætlar ekki að sækjast eftir embætti borgarstjóra. Meirihluti áfram í Kópavogi Oddvitar Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks í Kópavogi hafa ákveðið að halda áfram meirihlutasamstarfi flokkanna á komandi kjörtímabili. Gunnar I. Birgisson verður bæjar- stjóri og Ómar Stefánsson, fulltrúi Framsóknarflokks, verður formaður bæjarráðs. Um 4.600 dóu á Jövu Ljóst er að minnst 4.600 manns týndu lífi í jarðskjálftanum mikla á Jövu í Indónesíu á föstudagskvöld og tugþúsundir slösuðust. Skjálftinn var 6,3 stig á Richter og var tjónið lang- mest í Bantul-héraði. Víða er talið að fólk hafi lokast inni undir rústum en mikið tjón varð á eignum og fjöldi húsa hrundi. Hjálparstarf gengur hægt, m.a. vegna mikilla rigninga. Uribe endurkjörinn Alvaro Uribe var endurkjörinn for- seti Kólumbíu í gær með miklum meirihluta. Þegar talin höfðu verið um 85% atkvæða var hann með um 62% stuðning og því ljóst að ekki myndi þurfa aðra umferð. Helsti keppinauturinn, Carlos Gaviria, var með um 22%. Páfi kveður Pólverja Nær milljón manna var við messu Bendikts 16. páfa í Krakow í Póllandi í gær. Heimsókn páfa til landsins lauk í gær og heimsótti hann Ausch- witz-fangabúðir nasista á síðasta deg- inum en þar létu milljónir gyðinga líf- ið. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 27/35 Fréttaskýring 8 Dagbók 38/41 Vesturland 11 Myndasögur 38 Viðskipti 12/13 Víkverji 38 Erlent 14/15 Staður og stund 41 Daglegt líf 16/17 Leikhús 41 Menning 18, 41/45 Bíó 42/45 Umræðan 20/26 Ljósvakar 46 Bréf 26 Veður 47 Forystugrein 24 Staksteinar 47 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is MIKLAR þreifingar um meirihlutasamstarf voru á bak við tjöldin hjá oddvitum framboðanna í Reykjavík á kosninganóttina og í gærdag. Sjálfstæðismenn og frjálslyndir ræða nú saman um myndun meirihluta en aðrir kostir hafa ekki verið útilokaðir, nema hvað samstarf Sjálfstæð- isflokksins og Samfylkingarinnar virðist ekki vera til umræðu af hálfu forystumanna flokk- anna. Eðli málsins samkvæmt á Sjálfstæðisflokk- urinn fleiri kosti en aðrir flokkar; getur myndað meirihluta með hvaða flokki sem er. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, ræddi hins vegar eingöngu við þrjá af oddvitum hinna flokkanna; þau Svandísi Svavarsdóttur hjá vinstri grænum, Björn Inga Hrafnsson hjá Framsóknarflokki og Ólaf F. Magnússon, odd- vita frjálslyndra. Vilhjálmur ræddi ekki við Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, og Dagur hafði heldur ekki frumkvæði að samræð- um við Vilhjálm. Dagur segir í samtali við Morgunblaðið að samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sé mjög langsótt enda hafi þessir flokkar verið þeir höfuðpólar sem tókust á í baráttunni og að sá kostur sé ekki innan seilingar. „Ég held að það verði búið að mynda meirihluta áður en sá kost- ur kæmi upp á borðið,“ segir hann. Fjögurra flokka samstarf fyrsti kostur VG Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins leitaði Vilhjálmur eftir viðræðum við VG um meiri- hlutasamstarf við Svandísi Svavarsdóttur án þess þó að gera neitt formlegt tilboð um slíkt. Svandís mun ekki hafa útilokað neitt, en látið á sér skilja að VG yrði fyrst að láta reyna á mynd- un vinstri meirihluta. Í samtali við Morgunblaðið sagði hún eðlilegt að flokkarnir sem hefðu stöðv- að sókn Sjálfstæðisflokksins ræddu saman og könnuðu hvort samstarf væri mögulegt. Í gærmorgun fór fram fundur um möguleika á myndun slíks fjögurra flokka meirihluta, sem Dagur B. Eggertsson boðaði til. Heimildir blaðs- ins innan Sjálfstæðisflokksins herma að Vil- hjálmur hafi ekki viljað taka áhættuna á að bíða eftir því að slíkar viðræður strönduðu, heldur yrði hann að ná einhverjum hinna flokkanna fjögurra í viðræður um meirihlutasamstarf. Skiptar skoðanir um næsta leik Skiptar skoðanir munu hafa verið um það inn- an Sjálfstæðisflokksins hvort þá ætti að leita til frjálslyndra eða framsóknarmanna. Það varð of- an á að reyna viðræður við Ólaf F. Magnússon, oddvita frjálslyndra. Svandís Svavarsdóttir segir að Ólafur hafi horfið af vettvangi viðræðna hinna flokkanna þriggja eftir fundinn í gærmorgun. „Við hittumst á fínum fundi og ákváðum að taka klukkutímahlé og koma til baka. Í millitíð- inni hafði Ólafur hins vegar ákveðið að hitta Vil- hjálm og sá fundur stendur í raun enn yfir með stuttu hléi,“ sagði Svandís í gærkvöldi. Hún seg- ir því ljóst að hugsanlegur meirihluti fjögurra flokka sé í bið meðan á viðræðum Frjálslynda flokksins og sjálfstæðismanna standi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Vilhjálm- ur, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Mar- teinn Baldursson, gengu á fund Ólafs á heimili hans um kl. 15 síðdegis. Annar fundur sjálfstæð- ismanna og frjálslyndra var síðan haldinn kl. 20 í gærkvöldi. Þannig eru þessir tveir flokkar komnir í viðræður um möguleika á meirihluta- samstarfi. Sjálfstæðismenn hafa hins vegar ekki viljað útiloka viðræður við neina aðra. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að viðræð- urnar séu óformlegar á þessu stigi. Nú sé verið að fara yfir hlutina og velta því upp hvort grund- völlur sé fyrir meirihlutasamstarfi flokkanna en hvort þær viðræður gangi eftir verði að koma í ljós. Þegar hann er inntur eftir því hvort hann hafi sett sig í samband við fleiri framboð segist Vil- hjálmur hafa gert það og til standi að ræða við fleiri framboð. Áfram samband við Framsókn Á meðan sjálfstæðismenn og frjálslyndir ræða saman eru samræður annarra flokka hins vegar í biðstöðu. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti fram- sóknarmanna, bauð sjálfstæðismönnum í fyrri- nótt og gær upp á viðræður um meirihluta- samstarf, samkvæmt heimildum blaðsins. Björn Ingi mun hins vegar hafa orðið fyrir vonbrigðum með að sjálfstæðismenn byðu honum ekki til við- ræðna, í stað Ólafs F. Magnússonar. Heimildir Morgunblaðsins herma hins vegar að þeir Vil- hjálmur og Björn Ingi hafi verið í sambandi síð- degis í gær, eftir að viðræður sjálfstæðismanna og frjálslyndra hófust, og að ekkert hafi verið útilokað um frekari viðræður þeirra á milli. Inn- an Sjálfstæðisflokksins eru ýmsir þeirrar skoð- unar að fremur hefði átt að ræða við framsókn- armenn en frjálslynda og vilja áfram halda þeim möguleika opnum. Leitaði eftir viðræðum við VG Eftir Ólaf Þ. Stephensen, Árna Helgason og Önnu Pálu Sverrisdóttur Fréttaskýring | Víðtækar þreifingar um meirihlutasamstarf í borgarstjórn SAMHLIÐA sveitarstjórnarkosn- ingunum sem fram fóru á laugar- dag voru gerðar skoðanakannanir um ný nöfn í sjö sameinuðum sveitarfélögum. Víðast voru nið- urstöður mjög afgerandi. Í sameinuðu sveitarfélagi Skil- mannahrepps, Hvalfjarðarstrand- arhrepps, Innri-Akraneshrepps og Leirár- og Melahrepps var nafnið Hvalfjarðarsveit vinsælast með 206 atkvæði. Næstvinsælast var Hval- fjarðarbyggð með 43 atkvæði. Íbúar sameinaðs sveitarfélags Borgarbyggðar, Borgarfjarðar- sveitar, Hvítársíðuhrepps og Kol- beinsstaðahrepps völdu flestir nafn- ið Borgarbyggð, sem hlaut 1.034 atkvæði en næstvinsælast var nafn- ið Sveitarfélagið Borgarfjörður með 628 atkvæði. Sameinað sveitarfélag Siglufjarð- arkaupstaðar og Ólafsfjarðarbæjar mun líkast til hljóta nafnið Fjalla- byggð, sem hlaut 513 atkvæði, en Tröllaskagabyggð var í öðru sæti með 203 atkvæði. Í sameinuðu sveitarfélagi Húsa- víkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxar- fjarðarhrepps og Raufarhafnar- hrepps leist kjósendum best á nafnið Norðurþing sem hlaut 756 atkvæði, en Norðausturbyggð hlaut 426. Íbúar sameinaðs sveitarfélags Þórshafnarhrepps og Skeggja- staðahrepps völdu nafnið Langa- nesbyggð með 121 atkvæði og kom Langaneshreppur þar á eftir með 89 atkvæði. Þá völdu íbúar sameinaðs sveit- arfélags Gaulverjabæjarhrepps, Hraungerðishrepps og Vill- ingaholtshrepps nafnið Flóahrepp- ur. Í sameinuðu sveitarfélagi Broddaneshrepps og Hólmavík- urhrepps varð nafnið Strandabyggð hlutskarpast, með 95 atkvæði en Sveitarfélagið Strandir næstvinsæl- ast með 38 atkvæði. Athygli vakti að auðir og ógildir seðlar voru 117, sem bendir til óánægju með þá kosti sem í boði voru. Afgerandi niðurstöður um nöfn Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is ÁRLEGUR baðreiðtúr Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi fór fram í gær. Riðið var frá Selfossi að Kaðlastöðum á Stokkseyri þar sem klárar og knapar fengu kaldan þvott. Tugir hestamanna með á annað hundrað hross tóku þátt í reiðinni, sem er mjög vinsæl meðal hestamanna, en ekki síður meðal áhorfenda, sem fjölmenntu á fjöru- kambinn. Ljósmynd/Guðmundur Karl Sæhestar á ferð við Stokkseyri LÖGREGLAN í Ólafsvík stöðvaði ökumann um fimmtugt fyrir of hrað- an akstur á sunnanverðu Snæfells- nesi seinnipart dags í gær. Þegar maðurinn framvísaði ökuskírteini sínu reyndist það heldur við aldur, hafði fallið úr gildi árið 1982. Að sögn lögreglu brá manninum nokkuð við þau tíðindi, en hann var sem betur fór með farþega með öllu nýlegra ökuskírteini upp á vasann, svo hann gat haldið ferðinni áfram sem farþegi. Maðurinn þarf nú að taka ökuprófið upp á nýtt, og fá tveggja ára bráðabirgðaskírteini að því loknu. Taldi lögreglan meiri lík- ur en minni á því að hann myndi eft- ir að endurnýja það skírteini þegar þar að kæmi. Ók í 24 ár með út- runnið ökuskírteini

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.