Morgunblaðið - 29.05.2006, Page 28
28 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Örn Ármanns-son fæddist í
Reykjavík 17. febr-
úar 1943. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi fimmtu-
daginn 18. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Ármann Sveinsson
lögregluþjónn, f. á
Siglufirði 1.5. 1906,
d. 22.9. 1945 og
Jóna Jóhannesdótt-
ir, f. á Kambshól í
Svínadal í Borgar-
firði 2.9. 1915, d. 22.11. 1997.
Systir Arnar er Erna, f. í Reykja-
vík 6.7. 1936, til heimilis við
Hjarðarhaga 19 í Reykjavík, gift
Pálma Þórðarsyni, f. í Vík í Mýr-
dal 12.9. 1931, d.
28.6. 1981. Erna og
Pálmi bjuggu í
Bandaríkjunum á
árunum frá 1962-
1981. Erna fluttist
heim til Íslands
1991. Börn þeirra
hjóna eru Anna
Þóra, f. 15.1. 1962,
Ingibjörg Jóna, f.
28.5. 1963, látin,
Helga Kristín, f.
19.7. 1968 og Lov-
isa Hildur, f. 14.8.
1972. Áður átti
Erna son, Ármann Eggertsson, f.
23.1. 1955.
Útför Arnar verður gerð frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Meistari er fallinn.
Þetta var það fyrsta sem kom
upp í huga mér þegar ég frétti af
láti stórvinar míns Arnar Ármanns-
sonar gítarleikara. Þessi drengur
var langt á undan sinni samtíð sem
gítaristi þegar hann var og hét, en
örlögin geta leikið okkur grátt þeg-
ar síst skyldi. Það var fyrir rúmum
þrjátíu árum þegar Öddi var á tindi
frægðar sinnar, búinn að fá gullvið-
urkenningu í Helsinki, hafði verið í
beinni sjónvarpsútsendingu í Len-
ingrad, byrjaður að leika á selló
með Sinfóníuhljómsveit Harrisburg
í Bandaríkjunum og hafði sótt um
inngöngu í virtan skóla þar ytra að
örlögin tóku í taumana. Það var
þarna í stórkostlegum uppgangi
Arnar í Bandaríkjunum sem hann
veiktist skyndilega með þeim afleið-
ingum að hann varð að snúa heim
aftur fársjúkur. Þessi elskulegi
drengur fékk ekki að njóta þess
sem hann svo sannarlega átti skilið.
Ég var einn af þeim sem voru svo
lánsamir að kynnast þér og fjöl-
skyldu þinni, elsku vinur, og ég tala
nú ekki um að hafa orðið þess að-
njótandi að hafa spilað með þér af
og til í gegnum árin.
Margar góðar stundirnar áttum
við Örn saman þrátt fyrir veikindi
hans og minnist ég veiðiferðanna
mörgu sem við lögðum í og sam-
verustunda á heimili Arnar og móð-
ur hans Jónu sem nú er látin. Mér
var alltaf tekið eins og einum úr
fjölskyldunni á heimili Arnar og
móður hans. Eftir að móðir Arnar
lést fluttist Örn í Hátún 10 og bjó
þar til dauðadags. Síðustu fjögur
árin í lífi þessa meistara snæddum
við saman jólasteikina hjá Ernu
systur Arnar og Helgu dóttur henn-
ar á Hjarðarhaga 19. Það er sama
sagan þar, mér er tekið sem einum
úr fjölskyldunni á því góða heimili.
Elsku Erna mín og Helga, guð
faðmi ykkur í sorg ykkar vegna
missis góðs bróður og frænda.
Genginn er góður drengur.
Alfreð Alfreðsson.
Með Erni Ármannssyni er fallinn
í valinn einn af helstu gítarleikurum
Íslands. Þó hann væri ekki gamall
þegar hann lést kom erfiður sjúk-
dómur í veg fyrir að hann gæti
stundað list sína hin síðari ár og ég
man hann síðast spila í gítarveislu
Björns Thoroddsen á RÚREK og
þótt tæknin væri ekki söm og áður
var hin sanna djasstilfinning enn til
staðar.
Ungur fór Örn að leika á gítar og
margir muna hann úr Fimm í fullu
fjöri og hljómsveitum Hauks
Morthens og Svavars Gests, þar
sem hann gat einnig brugðið fyrir
sig grínleik á góðri stundu. Þannig
vann hann fyrir sér. En það var
djassinn sem átti huga hans allan.
Fljótt varð hann einn af djassgít-
armeisturum Íslands ásamt Ólafi
Gauk og Jóni Páli. Björn Thorodd-
sen og Hilmar Jensson komust í
hópinn síðar. Það var ekki síst á
blómaskeiði Jazzklúbbs Reykjavík-
ur, er Þráinn Kristjánsson veitti
forstöðu, að list Arnar blómstraði.
Þá kom fjöldi erlendra djassmeist-
ara til Íslands og þeir sem léku nær
alltaf með gestunum erlendu voru:
Örn á gítar, Þórarinn Ólafsson á
píanó og Pétur Östlund á trommur.
Ég man glöggt, er ég ræddi við
hina erlendu meistara, hve þeir
undruðust að heyra annan eins gít-
arleikara og Örn hér á skerinu.
Hann fylgdist vel með því sem var
að gerast í gítarleik umheimsins og
var fljótur að læra af meisturum á
borð við Wes Montgomery.
Ég kynntist Ödda fyrst í júlí
1962, hann var mér ári eldri, þegar
ég hélt með fríðum flokki ungra
sósíalista á heimsmót æskunnar í
Helsinki. Með okkur í för var
hljómsveit Hauks Morthens, með
Jón Möller, Ödda, Bjössa bassa og
Guðmund Steingríms innanborðs.
Hljómsveit Gunnars Ormslev, þar
sem Haukur var söngvari, hafði
unnið frækinn sigur á heimsmótinu
í Moskvu 1957 og fengið þar gull-
verðlaun sem besta djasshljómsveit-
in, en í Helsinki fengu þeir Bjössi
bassi og Öddi gullverðlaun fyrir að
vera í hópi bestu djasseinleikara
mótsins og voru þó engir aukvisar í
sendinefndum annarra ríkja; nægir
að nefna Archie Shepp, sem var í
bandaríska hópnum, og John
Tchichi sem var í þeim danska. Vor-
um við Íslendingarnir yfirmáta
stoltir af Ödda og Bjössa. Eftir
heimsmótið var haldið til Leningrad
þar sem hljómsveitin lék bæði í
sjónvarpi og á tónleikum og mundu
flestir þar í landi eftir Hauki frá
mótinu 1957.
Því miður er alltof lítið varðveitt
af gítarleik Ödda, en á fyrstu skíf-
unni er Jazzvakning gaf út, Sam-
stæðum eftir Gunnar Reyni Sveins-
son, leikur hann bæði á gítar og
selló, sem hann lék stundum á með
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Upptak-
an var gerð á fyrstu listahátíð í
Reykjavík árið 1970. Gítarleikur
hans er stórglæsilegur á þessari
plötu, sem bíður þess að vera gefin
út á geisladiski. Ýmsar upptökur
með honum hafa varðveist í einka-
söfnum, m.a. með hinum erlendu
djassmeisturum er sóttu Jazzklúbb
Reykjavíkur heim.
Að leiðarlokum minnist ég allra
þeirra ánægjustunda er við áttum
saman, ekki aðeins þegar ég hlust-
aði á hann spila, heldur líka sam-
ræðustundanna þegar við vorum
tveir einir eða glaðværrar samveru
í góðra vina hópi er glóði vín á skál.
Vernharður Linnet.
Örn vinur minn Ármannsson gít-
arleikari er látinn eftir langvarandi
heilsuleysi. Kynni okkar Ödda eins
og ég kallaði hann alltaf hófust þeg-
ar hann bauð mér starf í hljómsveit-
inni Fimm í fullu fjöri sem þá var
mjög vinsæl. Vinátta okkar hófst
strax og af þeim vinum sem ég hef
eignast held ég að hana hafi borið
hvað hæst. Við vorum báðir ein-
hleypir á þessum árum og lifðum
býsna glatt. Öddi var fjallmyndar-
legur eins og þeir segja í dag í sjón-
varpinu og var eftirsóttur af kven-
kyninu en tók því með stakri ró eins
og hans var von og vísa. Nokkrum
mánuðum seinna var mér boðið
starf í landsþekktri hljómsveit. Ég
ætlaði ekki að taka „jobbið“ því mér
fannst ég vera að svíkja Ödda, en
hann hélt nú ekki, sagði að ég
mætti ekki sleppa svona tækifæri,
við mundum áfram verða bestu vin-
ir. Ég sló til og níu mánuðum
seinna var hann kominn í sömu
hljómsveitina. Þar var margt brall-
að sem of langt mál væri að segja
frá hér en svona smá sýnishorn: Við
skírðum hljómsveitarmeðlimi hinum
ýmsu nöfnum og hlógum svo eins
og fífl og héldum að við værum
þrælfyndnir. Einn var burstaklippt-
ur og við skírðum hsnn Skrúbb.
Hann tók þessu illa, klagaði í stjóra
og við vorum teknir á beinið.
En svo dró fyrir sólu. Öddi hætti
í hljómsveitinni, en þá höfðum við
spilað saman á þriðja ár. Allan þann
tíma man ég ekki að það hafi liðið
sá dagur að við hittumst ekki. Eftir
að við hættum að spila saman
minnkaði hægt og rólega samband
okkar.
Um tíma hélt ég að það væri að
lagast, en síðustu árin frétti ég af
honum í gegnum Alla (Alfreð Al-
freðsson), sem að öllu ólöstuðum
hefur reynst honum frábærlega.
Öddi minn, hafðu það himneskt
þarna hinumegin hjá snillingunum
þar og það er ekki kvíðvænlegt þeg-
ar maður kemst í þann hóp og fær
að „taka í“ með þér.
Þinn gamli vinur,
Gunnar H. Pálsson.
ÖRN
ÁRMANNSSON
✝ Astrid EmilieEllingsen fædd-
ist 14. júní 1927.
Hún lést á Hrafn-
istu í Reykjavík
föstudaginn 19. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Erna Ellingsen og
Fritz Helsvig.
Astrid var þrí-
gift. Fyrsti maður
hennar var Lárus
Bjarnason búfræð-
ingur og áttu þau
saman tvö börn,
þau eru: 1) Dagný Erna, f. 18.
des. 1946, maki Jón Árni Ágústs-
son, börn þeirra eru Ragnar Þór
Jónsson, Erna María og Kjartan
Þór, og 2) Gísli Örn, f. 5 mars
1946, börn hans eru Hildur Ýr,
Erla Hrund, Dagný Rut og
Emelía Björt.
Annar maður Astrid var Ragn-
ar Halldórsson gjaldkeri hjá Eim-
skip og þau áttu saman tvær dæt-
ur, þær eru: Sigrún Helga, f. 9.
maí 1953 og Erna Svala, f. 27.
júní 1962, maki Kristján Sverr-
isson, börn þeirra eru Tryggvi
Páll, Ragnar Pétur
og María Hrund.
Eftirlifandi eigin-
maður Astrid er
Bjarni Jónsson list-
málari.
Barnabarnabörn-
in eru átta, tvö
þeirra eru látin.
Astrid var leið-
andi í handprjóna-
iðnaði á Íslandi og
starfaði sem prjóna-
hönnuður alla tíð.
Hún starfaði lengst
af fyrir Álafoss sem
einn þeirra aðalhönnuður. Einnig
kenndi hún handprjón víða um
land samhliða því að hanna
mynstur og uppskriftir fyrir
lopapeysur og fleira. Astrid
hannaði líka og prjónaði eingirn-
iskjóla, skírnarkjóla og fleira og
fyrir það hlaut hún fjölda við-
urkenninga, bæði hér heima og
erlendis. Síðustu tveim árum ævi
sinnar eyddi hún á Hrafnistu í
Reykjavík.
Útför Astrid verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 11.
Mamma mín, ég var stödd í Fen-
eyjum, hinni dásamlegu listaborg,
ásamt fjölskyldu minni þegar Erna
systir hringdi frá Kaupmannahöfn og
sagði að nú liði að kveðjustund þinni.
Auðvitað er það svo að dauðinn mark-
ar ákveðin skil en í mínum huga var
það einungis léttir að vita að senn yrð-
ir þú laus úr þínum fjötrum.
Það að vera stödd í Feneyjum, inn-
an um alla þá dásemd og fegurð sem
þar er að finna, með börn og barna-
börn, afkomendur þína og einnig
tengdabörn mín, gladdi mig því það
fékk mig til að hugsa um hve stóran
þátt þú átt í ríkidæmi mínu, þar sem
ég á þér lífið að þakka.
Að morgni 19. maí hringdi ég í þig
og Erna lagði símtólið að eyrum þín-
um. Vona ég að þú hafir móttekið það
sem ég sagði við þig en það var okkar
í milli. Þrátt fyrir að örlögin hafi hag-
að því svo að ég ólst ekki upp hjá þér
og við því ekki myndað eðlilegt móð-
ur- og dóttursamband sástu til þess
að ég var alin upp af góðum og ástrík-
um ömmum, umvafin góðu fólki.
Ég og fjölskylda mín þökkum fyrir
okkur og óskum þér góðrar ferðar.
Dagný Erna Lárusdóttir.
Elsku mamma mín.
Mig langar til að kveðja þig með ör-
fáum orðum. Okkar tengsl hafa alltaf
verið sterk og mjög náin. Þar voru
engin landamæri að hindra okkur. Við
vorum svo tengdar, vissum alltaf
hvernig hvor annarri leið, gátum
botnað setningar hvor annarrar því
við vissum iðulega hvað hin var að
hugsa. Það eru ekki margir sem fá að
upplifa svona náin tengsl. Þess vegna
hefur verið ennþá sárara að horfa upp
að þig hverfa lengra og dýpra inn í þig
eftir því sem veikindin ágerðust. Þú
áttir orðið erfitt með að tjá þig og fjar-
lægðist okkur meir og meir. Núna
veit ég að þér líður vel, ert sem fugl-
inn fljúgandi og átt eftir að fylgjast
með okkur hérna niðri og leiða okkur
á rétta braut með þinni styrku hönd
og gleði í hjarta.
Við áttum svo margar yndislegar
stundir saman, bæði tvær einar og
ekki síst eftir að fyrstu tveir gullmol-
arnir mínir fæddust, Tryggvi Páll og
Ragnar Pétur. Þeir eru yndislegir,
dugnaðardrengir sem eyddu stórum
hluta af æsku sinni á heimili ykkar
Bjarna sem ég tel vera þeirra gæfu í
lífinu. Þeir eiga þér og ykkur mikið að
þakka. Þeirra kveðjustund er erfið í
dag. Þeir áttu ansi bágt þegar við
fluttum frá Íslandi til Finnlands og
fannst mjög óeðlilegt að þið flyttuð
ekki bara með okkur. Tilhlökkunin
var því mikil þegar amma og afi komu
í heimsókn með töskurnar fullar af
gjöfum, hvort sem það var til Helsinki
eða Gautaborgar. Aldrei fannst þeim
heimsóknir ykkar nógu langar. Þegar
við vorum heima á Íslandi í fríum
vildu þeir helst hvergi annars staðar
vera en á Ægisíðunni. Það var þeirra
annað heimili. Litla prinsessan hún
María Hrund kynntist þér lítið, því
miður. Þið komuð og voruð hjá okkur
Kristjáni þegar hún fæddist og fyrsta
brosið hennar kom að sjálfsögðu til
þín. Hún hefur hendurnar þínar og á
vonandi eftir að erfa eitthvað af lista-
mannshæfileikum þínum. Kraftinn,
gleðina og viljastyrkinn hefur hún frá
þér, það er engin spurning. Hún á eft-
ir að heyra allt um þig frá mér, Krist-
jáni og strákunum.
Mig langar líka til að þakka þér fyr-
ir að bíða eftir mér og leyfa mér að
njóta síðustu sólarhringanna með
þér. Það var mér ómetanlegt. Innst
inni vissi ég að þú færir aldrei án þess
að við næðum að kveðjast almenni-
lega. Við eigum jú hvor aðra ekki
satt? Að kveðja þig í dag er eitt það
erfiðasta sem ég hef gert í þessu lífi
en það sem styrkir mig er að ég veit
að þér líður vel, ert frjáls úr fjötrum.
Allar minningarnar um þig eiga eftir
að ylja mér um hjartarætur í framtíð-
inni, hvort sem það var í sumarbú-
staðnum þegar ég var lítil, á ferðalög-
um erlendis, í eldhúsinu að undirbúa
veislur eða bara þegar við sátum tvær
einar og nutum þess að vera í návist
hvor annarrar. Ég veit líka að þú átt
eftir að fylgja mér í gegnum lífið sama
í hvaða landi ég kem til með að búa.
Takk fyrir allt, elsku mamma mín,
og guð veri með þér.
Ljúfi Jesú líttu á mig,
lítið barn sem elskar þig,
fátt ég veit, þú vorkenn mér,
vef mig upp að brjósti þér.
Þín dóttir,
Erna Svala.
Mig langar að minnast tengdamóð-
ur minnar, Astrid Ellingsen, með
nokkrum orðum þó ég viti varla
hvernig beri að gera slíkri konu skil
eða hvernig beri að þakka allt það
sem ég á henni að gjalda.
Addý lést á Hrafnistu föstudaginn
19. maí sl. Veikindi hennar höfðu þó
miklu fyrr svipt okkur þeirri konu
sem ég kynntist fyrst fyrir u.þ.b. ald-
arfjórðungi. Addý var uppá sitt besta
glæsileg kona, hávaxin og bar sig vel,
snögg í hreyfingum og í fasi, uppá-
tækjasöm og jafnvel hinn mesti ær-
ingi.
Æska hennar og uppvöxtur var að
nokkru markaður skilnaði foreldra
hennar og þær tilfinningasviptingar
og samskipti við foreldra ásamt skap-
ferli Addýjar hafa eflaust ekki auð-
veldað henni unglingsárin en mótað
hana til framtíðar. Hennar sterku
persónueinkenni, miklu persónu-
töfrar og ákveðna skap var í hróplegri
andstæðu við þá minnimáttarkennd
og óöryggi sem ég varð oft var við hjá
henni.
Addý var þrígift, hún skildi við
fyrsta eiginmann sinn, Lárus Bjarna-
son, eftir að hafa eignast með honum
tvö elstu börn sín (Gísla Örn og Dag-
nýju), kynntist síðan Ragnari S. Hall-
dórssyni og átti með honum tvær
dætur (Sigrúnu Helgu og Ernu
Svölu) og sú yngsta varð með tíman-
um eiginkona þess sem hér ritar. Eft-
ir að Ragnar lést kynntist Addý
Bjarna Jónssyni listmálara sem lifir
konu sína.
Addý var listamaður sjálf. Prjóna-
list hennar var fræg um land allt og
víðar. Hún hélt námskeið um land
allt, ferðaðist til Norðurlanda og Eng-
lands til að kenna konum að prjóna úr
íslenskum lopa, hannaði munstur fyr-
ir íslenskar lopapeysur sem enn eru
prjónuð um land allt og svo mætti
lengi telja. Fyrstu árin sem ég þekkti
Addý lagði hún varla frá sér prjón-
ana, hún stakk prjónadótinu kannski í
handarkrikann meðan hún hrærði í
pottum eða keypti inn en afköstin
voru engu lík. Eitt sinn bankaði lög-
regluþjónn á gluggann hjá henni á
rauðu ljósi á Miklubraut og benti
henni á að það færi nú ekki of vel sam-
an að prjóna og stjórna ökutæki!
Addý kippti sér lítt upp við þetta en
prjónaði ekki fram að næstu ljósum.
Börn mín fengu slíkt ógrynni af
prjónafatnaði að hefði nægt til að
klæða heilu ættbálkana og tókst varla
að ná að máta flíkina áður en ný datt
af prjónunum. Addý prjónaði „blind-
andi“ að því er mér fannst, horfði á
sjónvarp, leysti krossgátur, lagaði
mat og hélt heilu matarboðin án þess
að missa úr lykkju eða svo mikið sem
líta niður á það sem hún var með í
höndunum.
Addý var mikið í mun að fá að um-
gangast börn okkar Ernu Svölu. Þeg-
ar elsti drengurinn okkar var vænt-
anlegur sögðum við að við mundum
tæplega koma mikið með barnið inná
heimili þeirra Bjarna þar sem þau
reyktu í sameiningu 2–3 pakka af síg-
arettum á dag og slíkt umhverfi væri
tæpast heilsusamlegt ungbörnum.
Þau hjónin hættu samstundis að
reykja og reyktu aldrei síðan. Addý
reyndist afar erfitt að losa sig undan
þeirri fíkn en lét sig hafa það og þau
tóku líka drengina okkar til sín hve-
nær sem færi gafst og betri afa og
ömmu var varla hægt að hugsa sér og
missir þeirra er mikill.
Addý þótti kannski ekki gæfulegt
að langyngsta dóttir hennar tæki
saman við mann eins og mig, töluvert
eldri en barnið hennar og með mitt
eigið barn í ofanálag. Aldrei lét hún þó
á neinu bera en tók mér eins og eigin
syni og reyndist mér í einu og öllu
sem traustasti vinur og vona ég bara
ASTRID
ELLINGSEN