Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 48
Morgunblaðið/Einar Falur Fimm menn urðu eftir um borð í Akureyrinni þegar þyrlan flaug í land. Þar voru fjórir slökkviliðsmenn; Valur Marteinsson (t.v.), Sverrir Björn Björnsson, Sigurður L. Sigurðsson og Óskar Steindórsson, auk Thorbens J. Lund, stýrimanns frá Landhelgisgæslunni. TVEIR skipverjar fórust þegar eldur kviknaði um borð í Akureyr- inni EA-110 um kl. 14 á laugardag. Skipið kom til Hafnarfjarðar í gær- morgun og stendur rannsókn lög- reglu á tildrögum yfir. Að sögn for- manns rannsóknarnefndar sjóslysa mun eldurinn hafa átt upptök sín í káetu þar sem ljósabekkur var staðsettur. „Þeir unnu stórkostlegt þrek- virki, þessir menn um borð, að ná að slökkva þennan eld. Þetta var greinilega gríðarlega mikill eldur, og mikill reykur og hiti um borð í skipinu. Þetta eru miklar hetjur,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri í Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins. Sverrir var einn af fjórum slökkviliðsmönnum sem sigu um borð í Akureyrina á laugardag, ásamt lækni og stýrimanni frá Landhelgisgæslunni, og urðu þeir allir nema læknirinn eftir á skipinu þegar þyrlan hvarf á braut með sex skipverja og tókust á við björgun- arstörf. „Þetta er eitt það erfiðasta sem menn geta lent í, að slökkva eld um borð í skipum. Það eru lítil her- bergi, þröngt og lágt til lofts, auk þess sem skipið leiðir hitann mjög vel og og hleypir honum ekki út. Eldur í skipi er eitt það versta sem hægt er að hugsa sér að eiga við fyrir slökkviliðsmenn,“ segir Sverr- ir. „Miðað við þann frumstæða bún- að sem sjómenn almennt hafa yfir að ráða var þetta stórkostlegt þrek- virki, því þetta var afskaplega stórt og erfitt verkefni. Þessir menn tók- ust á við verkefni sem hver atvinnu- slökkviliðsmaður hefði átt fullt í fangi með,“ segir Thorben J. Lund, stýrimaður hjá Landhelgisgæsl- unni, sem var sigmaður í ferðinni. Sverrir tekur undir það og segir að þótt allur búnaður um borð hafi verið eins og best verður á kosið sé það engu að síður staðreynd að sjó- menn séu ekki með allan þann bún- að sem þurfi í raun til að takast á við eld af þessu tagi. Um borð voru tvö reykköfunartæki, slöngur, dæl- ur og einhver slökkvitæki. Sverrir bendir á að skipverjar hafi ekki haft neina hlífðargalla til að verjast hitanum, enga hjálma á höfði eða annan búnað sem slökkviliðsmenn beita við störf sín. Áhöfnin brást hárrétt við Sverrir og Thorben eru sammála um að skipverjar hafi brugðist á all- an hátt rétt við. „Þeir gerðu allt rétt sem hægt var að gera í stöðunni, enda sést það að ef mönnum tekst að takast á við svona eld og slökkva hann, þá hljóta þeir að hafa gert þetta rétt,“ segir Thorben. Lítill reykur steig upp af Akur- eyrinni þegar þyrlan nálgaðist. „Þegar við komum að voru eldar hættir að loga að mestu. Það var auðvitað skelfilegt ástand um borð, en þar voru þó allir að vinna geysi- lega mikið og gott verk, og greini- legt að menn kunnu vel að taka á móti þyrlu,“ segir Thorben. „Skipstjórinn taldi að þeir væru búnir að slökkva eldinn og þegar við vorum búnir að meta aðstæður sendi ég inn tvo reykkafara til að fara yfir vettvanginn og kanna hvernig ástandið væri um borð. Það komu í ljós smáglæður í eldhúsi, sem voru slökktar,“ segir Sverrir. Tveir sjómenn fórust þegar eldur kviknaði um borð í Akureyrinni EA-110 Skipverjarnir unnu stórkostlegt þrekvirki Eldur í skipi eitt það versta sem hægt er að hugsa sér segir slökkviliðsmaður Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is  Voru sofandi | 4 ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi KONUR juku hlut sinn um tæplega fjögur prósentustig í sveitarstjórnarkosning- unum á laugardag. Hlutur kvenna í sveitarstjórnum landsins er að loknum kosningum um 35,7% en eftir síðustu sveit- arstjórnarkosningar var hlutur þeirra um 32%. Alls var kosið um 529 sveitarstjórnar- sæti í ár. Samkvæmt niðurstöðum kosning- anna náðu 339 karlar sæti í bæjarstjórnum og 190 konur. Hlutur kvenna er að með- altali mestur hjá sveitarfélögunum átta á höfuðborgarsvæðinu. Þar var kosið um samtals 70 sveitarstjórnarsæti. Alls 41 karl náði inn í sveitarstjórn og 29 konur. Hlutur kvenna þar er því um 41,4%. Í Reykjavík eru nú níu karlar og sex konur í borg- arstjórn, svo dæmi séu tekin, en á Seltjarn- arnesi eru þrír karlar og fjórar konur í bæjarstjórn. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, segir að hlutur kvenna í sveitarstjórnum á höfuð- borgarsvæðinu sé svipaður nú og áður. Meginbreytingin sé hjá litlu sveitarfélög- unum, utan höfuðborgarsvæðisins. Þar sé hlutur kvenna í sveitarstjórnum nú í kring- um 35%. Hann var um 20% frá árinu 1994. Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins, segir gott að hlutur kvenna sé að vaxa á sveitarstjórnarstiginu. „En þetta er auðvitað ekki nóg,“ segir hún. Hlutur kvenna jókst nokkuð  Hlutur kvenna eykst | 8 SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR og Fram- sóknarflokkur í Kópavogi náðu seint í gærkvöldi samkomulagi um að halda áfram meirihlutasamstarfi í bænum. Meirihlutinn missti tvo menn í kosningunum á laugar- daginn. Gunnar I. Birg- isson verður áfram bæj- arstjóri, en Ómar Stefánsson, eini maður Framsóknarflokksins í bæjarstjórn, verður for- maður bæjarráðs. Í samkomulagi milli flokkanna er getið um skiptingu málefna- nefnda milli þeirra, og verður málefnasamningur lagður fyrir full- trúaráð flokkanna næstkomandi miðviku- dag. Munu bretta upp ermar og bæta sig Ómar segist vissulega líta svo á að flokkurinn hafi fengið gula spjaldið frá bæjarbúum, en hann tapaði tveimur af þrem- ur bæjarfulltrúum í kosningunum. Hann segir þó báða aðila hafa verið sammála um að halda meirihlutasam- starfi áfram. „Við mun- um bara bretta upp ermar og bæta okkur, leggja áherslu á þau verk sem við höfum verið að vinna og ætlum okkur að vinna.“ Ómar segist gera fastlega ráð fyrir því að bakland sitt í Framsóknarflokknum sé sátt við áframhaldandi meirihlutasamstarf, en eftir sé að leggja málefnasamninginn fyrir fulltrúaráð. Gunnar segir Sjálfstæðisflokkinn hafa fengið ótvíræðan stuðning bæjarbúa til að starfa áfram í meirihluta. Meirihluti þess- ara flokka njóti stuðnings rúmlega 56% bæjarbúa. Hann sagði lítið að marka þótt kastast hefði í kekki milli flokkanna í kosn- ingabaráttunni, það heyrði nú fortíðinni til, flokkarnir hefðu unnið vel saman undanfar- in 16 ár og hann ætti ekki von á breytingu þar á. Samstarf sömu flokka í Kópavogi Ómar Stefánsson Gunnar I. Birgisson LÍKUR virðast töluverðar á því að flokkarnir þrír sem voru í minnihluta í bæjarstjórn Ak- ureyrar síðustu fjögur ár myndi nýjan meiri- hluta í vikunni. Fari svo verður Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, að öllum líkindum næsti bæjarstjóri. Verði niðurstaðan þessi eru það söguleg pólitísk tíðindi, því meiri- hluti í bæjarstjórn Akureyrar hefur aldrei verið myndaður án þátttöku annaðhvort Framsókn- arflokks eða Sjálfstæðisflokks. Strax aðfaranótt sunnudagsins skrifuðu odd- vitar flokkanna þriggja, Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Lista fólksins, undir viljayfirlýsingu um að hefja viðræður um myndun nýs meirihluta í bænum og fyrsti fundurinn var haldinn síðdegis í gær. Fundurinn fór fram á kosningaskrifstofu VG í göngugötunni og þar hittust Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, Baldvin H. Sigurðsson, oddviti VG, og Oddur Helgi Halldórsson, oddviti L-listans, ásamt fleiri frambjóðendum. Hermann Jón var boðinn fram sem bæjar- stjóraefni Samfylkingarinnar í kosningunum og eftir fundinn í gær sagði hann við Morgunblaðið að það mál hefði verið rætt, Samfylkingunni þætti það ekki ósanngjörn krafa og hinir flokk- arnir hefðu ekki tekið því illa. Á laugardagskvöld, eftir að tölur höfðu verið birtar, leit fyrst út fyrir að Sjálfstæðisflokk- urinn og Samfylkingin myndu hefja viðræður um samstarf í bæjarstjórn Akureyrar. Raunar má segja að þær hafi farið af stað, en strax kom í ljós að ekki var grundvöllur fyrir þeim. Ástæð- an var sú að sjálfstæðismenn settu það sem skil- yrði að Kristján Þór Júlíusson yrði áfram bæj- arstjóri en Samfylkingin féllst ekki á þá kröfu. Framsókn og sjálfstæðismenn í fyrsta skipti samtímis í minnihluta á Akureyri? Þriggja flokka meirihluti líklegur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Næsti bæjarstjóri? Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, kemur af fundi með vinstri-grænum og L-listanum um kvöldmatarleytið í gær. Veggmyndin er af frambjóðendum VG, enda fór fundurinn fram á kosningaskrifstofu flokksins. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.