Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Meðalkjörsókn í sveitar-stjórnarkosningunum álaugardaginn dróst sam- an miðað við meðalkjörsókn á landinu fyrir fjórum árum. Endanlegar tölur um kosninga- þátttöku liggja að vísu ekki fyrir alls staðar en sé horft til kjörsókn- ar í 25 stærstu sveitarfélögunum, er hún 78,1% en sá kjósendahópur er um 90% af þeim sem voru á kjörskrá í kosningunum. Meðalkjörsókn á landinu öllu fyrir fjórum árum var hins vegar 83,2% þannig að ljóst er að tölu- vert færri hafa lagt leið sína á kjör- stað nú en fyrir fjórum árum. Eins og sjá má á grafinu fyrir neðan hefur kjörsókn lækkað nokkuð jafnt og þétt frá 1974, bæði í Reykjavík og á landsvísu, að und- anskildum kosningunum árið 1994 þegar talsverður kippur kom í þátttökuna. Það má eflaust að hluta skýra með þeirri spennu sem var í borgarstjórnarkosningunum það ár, en þá bauð Reykjavíkur- listinn fram í fyrsta sinn gegn Sjálfstæðisflokki og hafði sigur. Kjörsókn í Reykjavík árið 1994 var 88,8% en 80,1% árið 1990 þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann stór- sigur, fékk 60,4% atkvæða í borg- inni en Nýr vettvangur kom næst- ur með 14,8%, þannig að spennan þá var öllu minni en árið 1994. Kjörsókn í Reykjavík hefur eðli- lega talsverð áhrif á landsmeðal- talið en reykvísk atkvæði hafa ver- ið um og yfir 40% af heildarfjölda atkvæða í sveitarstjórnarkosning- um frá 1950. Í kosningunum á laugardaginn dróst kjörsókn í Reykjavík saman um tæp sjö prósentustig miðað við kosningarnar árið 2002. Hvað veldur er erfitt að segja en á það hefur verið bent að lítill áherslu- munur framboðanna kunni að hafa haft áhrif. Sé horft til annarra sveitarfé- laga vekur athygli hve kjörsóknin dróst saman í Hafnarfirði, fer úr 81,4% árið 2002 í 73,4% nú. Eflaust eru ýmsar skýringar á því, m.a. hve lítil spenna var fyrir kosning- arnar í Hafnarfirði í ár. Kannanir sýndu að Samfylkingin fengi meirihluta og að nokkuð langt væri í Sjálfstæðisflokkinn og kann það að hafa dregið úr áhuga kjós- enda. Minni tengsl við flokka Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að ýmsar skýringar séu á minnkandi kjör- sókn en tekur þó fram að mikil- vægt sé að hafa í huga að Íslend- ingar standi mun betur að vígi hvað þetta varðar en flestar aðrar þjóðir og að kosningaþátttaka upp á tæp 80% í sveitarstjórnarkosn- ingum sé mun hærra en víðast hvar annars staðar. Ólafur segir að ýmsar skýringar hafi verið nefnd- ar á þessari þróun, til að mynda veikari tengsl kjósenda og flokka en áður. Því til staðfestingar megi til að mynda benda á lækkandi fjölda félaga í stjórnmálaflokkum á Vesturlöndum í dag. Hann tekur þó fram að þetta eigi ekki jafnvel við um stöðuna á Íslandi, þar sem margir séu skráðir en aðeins lítill hluti þeirra sé virkur í starfi flokk- anna. Ólafur segir athyglisvert að þrátt fyrir lækkandi kosningaþátt- töku hafi stjórnmálaáhugi fólks ekki minnkað og annars konar þátttaka í samfélagsmálum aukist, t.d. taki fleiri þátt í mótmælum eða skrifi undir mótmælabréf en áður, þátttaka í grasrótarhreyfingum sé algengari og ýmiss konar nærþátt- taka sé nú meiri en áður, t.d. varð- andi foreldrafélög og fundi í skól- um. Það sé því ekki hægt að draga þá ályktun að áhugi fólks á sam- félagsmálum fari minnkandi þó kjörsókn minnki, nærtækara sé að segja að fólk hafi fundið áhuga sín- um annan farveg en finnist kosn- ingar ekki jafnmikilvægar og áður. Miðsæknin hefur áhrif Þá segir Ólafur að miðsækni stjórnmálanna hafi áhrif, þ.e. hve flokkarnir leiti mikið inn á miðjuna í stjórnmálum og hve lítið sé um hugmyndafræðileg átök. „Að vísu hefur aldrei verið neitt ginnungagap í hugmyndafræði í íslenskum stjórnmálum en munur- inn var engu að síður óvenju lítill í ár,“ segir Ólafur og bætir við að framboðin hafi víðast hvar verið sammála um málefnin og talað um að beita sér fyrir aukinni eða betri félagslegri þjónustu. Að sama skapi hafi lítið farið fyrir hug- myndum sem oft eru kenndar við frjálshyggju, þ.e. að draga úr hlut- verki hins opinbera og lækka skatta. Þegar hann er inntur eftir því hvort hluti kjósenda sé í raun að fá leið á kosningum segir Ólafur að það sé ekki hægt að útiloka, sér- staklega í ljósi þess að stjórnmála- áhugi virðist almennt ekki hafa minnkað. Fréttaskýring | Kosningaþátttaka í sveitar- stjórnarkosningunum hefur minnkað Eru kjósendur orðnir leiðir? Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is                                                ! "# $ %!!   Þrátt fyrir minnkandi kjörsókn hefur stjórnmálaáhugi ekki minnkað Kjörsókn í Reykjavík fór í 90,4% árið 1958  Eins og sjá má á grafinu sem fylgir með hefur kosningaþátt- taka í Reykjavík lækkað veru- lega frá því sem mest var. Sé horft aftur til ársins 1950 var kjörsókn í Reykjavík hæst árið 1958 þegar hún var 90,4%. Kjör- sókn á landsbyggðinni var þó víða nokkuð góð og má meðal annars nefna að hún fór upp í 91,2% í Snæfellsbæ. Hún lækkaði þó um tvö prósentustig á Akur- eyri úr 80,4% í 78,4% nú. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið og íslenska ríkið af kröfum trygg- ingafélagsins Sjóvár-Almennra trygginga, sem krafðist þess að felldur yrði úr gildi úrskurður sam- keppnisyfirvalda um að Sjóvá hefði brotið gegn samkeppnislögum með því að taka þátt í því ásamt öðrum tryggingafélögum að meta hækk- unarþörf á greiðslum til bílaverk- stæða. Samkeppnisráð ákvað á sínum tíma að Sjóvá skyldi greiða 27 millj- ónir króna í stjórnvaldssekt og áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti það. Samkeppnisráð hafði áður gert sátt við VÍS um greiðslu 15 milljóna króna sektar og Trygg- ingamiðstöðina um greiðslu 18,5 milljóna króna í sekt. Forsaga málsins er sú, að í júlí- mánuði árið 2002 leitaði fyrirtæki til Samkeppnisstofnunar, sem starfar við bifreiðaréttingar og -sprautun, og kvartaði yfir aðgerð- um sem tryggingafélögin höfðu gripið til í tengslum við að taka upp nýtt kerfi við mat á bifreiðatjónum, svokallað Cabas-kerfi. Fyrirtækið hélt því fram, að tryggingafélögin ákvæðu einhliða það einingaverð sem þau væru tilbúin að greiða bif- reiðaverkstæðum fyrir viðgerðir. Verðið væri það sama hjá öllum fé- lögunum og það benti til samráðs þeirra. Markmiðið að raska samkeppni Héraðsdómur segist í niðurstöð- um sínum fallast á það með áfrýj- unarnefnd samkeppnismála, að Sjóvá hafi brotið gegn 10. gr. sam- keppnislaga með því að taka þátt í samráði vátryggingafélaganna um innleiðingu kerfisins til að finna út hver hækkunarþörfin á tímagjaldi væri. Í þessari samvinnu, þar sem fóru fram upplýsingaskipti um tímamælingar og hugmyndir um einingarverð, hafi í raun falist sam- vinna um að finna hvaða verð til verkstæða þyrfti að hækka. Slík samvinna verði að teljast hafa að markmiði að raska samkeppni. Þá fellst dómurinn einnig á það með áfrýjunarnefnd samkeppnismála, að Sjóvá hafi haft ólögmætt samráð um kaupverð á viðgerðarþjónustu af fyrirtækinu P. Samúelssyni og þar með brotið gegn 10. gr. sam- keppnislaga. Í niðurstöðu áfrýjunarnefndinnar segir, að verðsamráð sé að jafnaði alvarlegt brot, einkum ef til þess sé horft að það hafi í þessu máli verið haft um mikilvæga þjónustu á tryggingamarkaðinum. Einnig skipti máli að umrædd trygginga- félög hafi sameiginlega yfirburða- stöðu á þeim markaði sem um ræði. Kröfu um að ógilda úrskurð um samkeppnislagabrot hafnað Mælir með sr. Bryndísi HÉRAÐSNEFND Reykjavík- urprófastsdæmis eystra og vígslubiskup í Skálholti hafa mælt með því að sr. Bryndís Malla Elídóttir verði ráðin í embætti héraðsprests II í pró- fastsdæminu. Embættið er til aðstoðar við prófast og með sérstökum skyldum tímabund- ið við Lindasókn. Biskup Ís- lands skipar í embættið til fimm ára. Umsóknarfrestur um emb- ættið rann út 15. maí sl. og voru tveir umsækjendur. Embættið veitist frá 1. júní nk. Sr. Bryndís Malla Elídóttir lauk embættisprófi frá guð- fræðideild Háskóla Íslands árið 1994. Hún starfaði sem æsku- lýðsfulltrúi í Hjallakirkju eftir nám og var vígð sem prestur í þeirri sókn árið 1995. Árið 1998 var hún kjörin sóknarprestur í Kirkjubæjarklausturspresta- kalli. Sorry, just a mistake.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.