Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 17 MINNSTAÐUR AKUREYRI MA hátíð verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri föstudaginn 16. júní Fordrykkur frá 18:15-18:45 Miðasala er hafin á netinu, www.ma81.com og einnig er hægt að ganga frá greiðslu á 1175-26-101981, kt. 6402060630 og miðarnir verða sendir í pósti til viðkomandi. Miðaverð er kr. 6.800 fyrir aðra en eins árs stúdenta en fyrir þá er miðaverð kr. 4.200. Miðasala stendur til 13. júní á netinu en verður í höllinni 15. og 16. júní frá kl. 13.00-17.00. Miðar á dansleik verða seldir við innganginn, verð kr. 2.000. Afmælisárgangar eru hvattir til að fjölmenna. Samkvæmisklæðnaður. Upplýsingar um dagskrá og fyrirkomulag miðasölu á heimasíðu 25 ára stúdenta: www.ma81.com. OPIÐ HÚS Í DAG Barmahlíð 14 Sérlega björt mikið endurnýjuð og falleg 129,6 fm 3ja-4ra herb. efri sérhæð með fallegri sólstofu ásamt 32,2 fm bílskúr á þessum vinsæla og eftirsótta stað. Heildarstærð eignarinnar er 161,8 fm. Eignin getur verið til afhendingar strax. Gunnur tekur á móti gestum í dag milli kl. 16:30 og 20 ÁÆTLUNARFLUG Iceland Ex- press á milli Akureyrar og Kaup- mannahafnar hófst í gærkvöldi. Þota á vegum félagsins sem kom frá dönsku höfuðborginni lenti í höfuð- stað Norðurlands skömmu eftir kl. 21 með 109 farþega og rúmri klukku- stund síðar fór hún af stað til baka með 110 manns innanborðs. Vélin átti að lenda í borginni við Sundið um miðja nótt. Framkvæmdastjóri Iceland Ex- press greindi frá því í gærkvöldi að í haust yrði flogið í fimm vikur beint frá Akureyri til London, frá því í september og fram í október, og í framhaldi þess í aðrar fimm vikur til Kaupmannahafnar á nýjan leik. Í báðum tilfellum verður boðið upp á ferðir frá Akureyri á fimmtudegi og heim á sunnudegi. Þóra Ákadóttir, forseti bæj- arstjórnar, sagði í ávarpi í flugstöð- inni í tilefni fyrsta áætlunarflugsins til Kaupmannahafnar, að Akureyr- ingar hefðu áður fengið að kynnast því hve mikill lúxus það væri að geta flogið beint til útlanda úr heimabæn- um. „Það er ómetanlegt, og það eig- um við Akureyringar og reyndar Norðlendingar allir, og Austfirð- ingar, eftir að finna,“ sagði Þóra. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, lýsti við þetta tæki- færi mikilli ánægju með að áætl- unarflugið væri að hefjast. „Þetta er stór dagur fyrir okkur hjá Iceland Express og ekki síður farþegum okk- ar.“ Birgir sagði þess misskilnings stundum gæta að Iceland Express vildi reka einhvers konar byggða- stefnu með því að koma á beinu flugi á milli höfuðstaðar Norðurlands og Danmerkur. „Svo er auðvitað ekki heldur fannst okkur þetta einfaldlega gott viðskiptatækifæri. Hér á svæð- inu búa 40 þúsund manns, við tókum þá áhættu að hefja áætlunarflug hingað og það er skemmst frá því að segja að salan fyrir sumarið hefur gengið gríðarlega vel og farið fram úr okkar björtustu vonum.“ Flogið til London í haust Birgir tilkynnti á Akureyrar- flugvelli í gærkvöldi þá ákvörðun Ice- land Express, að flogið yrði beint til London frá Akureyri í fimm vikur í haust, eftir að áætlunarfluginu til Kaupmannahafnar lýkur, og síðan jafnlengi til Kaupmannahafnar á ný. Áætlunarfluginu til Kaup- mannahafnar, sem hófst í gær, lýkur 5. september og í beinu framhaldi hefjast ferðirnar til London. Flogið verður á fimmtudagsmorgni frá Ak- ureyri til Stanstead-flugvallar og heim á sunnudagskvöldi. Frá því í október og fram í desem- ber verður síðan flogið á fimmtudags- morgnum frá Akureyri til Kaup- mannahafnar og heim aftur á sunnudagskvöldum. Áætlunarflug hafið á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Af stað Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, klippir á borða í flugstöðinni á Akureyri í tilefni þess að áætlunarflugið er hafið. Iceland Express tilkynnir um áætlunar- flug til London í fimm vikur í haust og aftur til Kaupmannahafnar fyrir jól Velkomnir! Fyrstu farþegarnir ganga í átt að flugstöðinni í gærkvöldi. ALÞJÓÐLEG tónlistarhátíð, Akur- eyri International Music Festival, verður haldin í fyrsta skipti á Akur- eyri um hvítasunnuhelgina, 2.–4. júní, og hefst á föstudaginn. Blúsinn verð- ur þema þessarar fyrstu hátíðar og verða haldnir þrennir blústónleikar í hæsta gæðaflokki, að sögn aðstand- enda. Opnunartónleikar hátíðarinnar verða að kvöldi föstudagsins 2. júní á Hótel KEA þar sem annars vegar kemur fram Blúskompaní Magnúsar Eiríkssonar, sem auk Magnúsar skipa Pálmi Gunnarsson, Gunnlaugur Briem og Agnar Már Magnússon. Með þeim kemur fram gestasöngkon- an Hrund Ósk Árnadóttir, sem sigr- aði í Söngkeppni framhaldsskólanna á sl. ári. Hins vegar leikur Park Proj- ekt, sem er samvinnuverkefni Krist- jáns Edelstein, gítarleikara og upp- tökustjóra og Pálma Gunnarssonar. Þeim til aðstoðar eru Agnar Már Magnússon og Gunnlaugur Briem. Á laugardagskvöldið verða tón- leikar blússveitarinnar Lamont Cranston Blues Band frá Minn- eappolis í Bandaríkjunum í Ketilhús- inu, en hún er talin ein af þeim fremstu á þessu sviði í heiminum í dag. Sveitin er skipuð Pat Hayes, söngvara, gítarleikara og munn- hörpuleikara, Ted Larsen, gítarleik- ara, bassaleikaranum Mike Carvale, Dale Peterson, sem leikur á píanó og hammond B3, Greg Shucks, tromm- ara, Jim Greenwell, saxófónleikara og píanistanum Bruce McCabe. Þriðju og síðustu tónleikar AIM- festival verða á veitingastaðnum Rocco á Akureyri að kvöldi hvíta- sunnudags. Þar koma fram Lamont Cranston Blues Band, Blúskompaní Magnúsar Eiríkssonar og Blúsmenn Andreu, en þá sveit skipa Andrea Gylfadóttir, Guðmundur Pétursson, Haraldur Þorsteinsson, Einar Rún- arsson og Jóhann Hlöðversson. Forsala aðgöngumiða er á vefsíð- unni www.midi.is. Blús í öndvegi á alþjóðlegri tón- listarhátíð um hvítasunnuhelgina Myndlist | Sýningu Gunnars Krist- inssonar, Sigurliðið, á Café Karólínu lýkur á föstudaginn, 2. júní. Á sýn- ingunni gefur að líta málverk, teikn- ingar og prjónaskap þar sem sig- urlið heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 2006 er kynnt. Á sama tíma stendur yfir sýningin „Mjúkar línur / Smooth lines“ eftir Joris Rademaker á Karólínu Rest- aurant. Joris er bæjarlistamaður Akureyrar. Sýning Jorisar stendur til 6. október 2006.    Meistaravörn | Fyrsta meist- aravörnin við heilbrigðisdeild Há- skólans á Akureyri fer fram í dag. Það er Sigríður Jónsdóttir sem mun verja meistararitgerð sína en þar fjallar hún um sjálfsónæmis- sjúkdóminn iktsýki, streitu og til- einkun bjargráða eftir áföll. Hún skoðar hvað það er sem leysir sjúk- dóminn úr læðingi, áhrif langvarandi streitu á sjúkdómseinkenni og bjargráð sem sjúklingar tileinka sér eftir alvarleg áföll. Um 3000 Íslendingar eru með ikt- sýki og veldur sjúkdómurinn mörg- um ómældum þjáningum, skv. frétt frá HA. ODDVITAR Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar á Akureyri hitt- ust í gærkvöldi ásamt fleirum og ræddu möguleika á myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri og leiðtogi sjálfstæðismanna, og Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, ræddu saman ásamt fleirum. Ekki var rætt af neinni alvöru um málefni og ekkert var ákveðið annað en það að annar fundur verður haldinn á morgun. Sjálfstæðismenn og Samfylking hefja viðræður ♦♦♦ BJARNI E. Guðleifsson náttúru- fræðingur á Möðruvöllum í Hörgár- dal hefur skrifað bókina Úr jurtarík- inu, sem er önnur af þremur í ritröðinni Náttúruskoðarinn. Bóka- útgáfan Hólar á Akureyri gefur út. „Þetta er ekki fræðirit, heldur kver fyrir almenning en ekki síður merkilegt en stóru, flottu bæk- urnar,“ sagði Bjarni þegar hann kynnti bókina í Lystigarðinum á Ak- ureyri. Hann fjallar í einföldum texta um ýmis fyrirbæri í nátt- úrunni. Ekki er um tæmandi fræði- lega úttekt á að ræða, heldur auð- lesnar vangaveltur um ólík fyrirbæri sem höfundi hafa þótt áhugaverð. Einnig eru í kverinu ljóð tengd hverju viðfangsefni. Bjarni afhenti Landvernd fyrsta eintak bókarinnar að gjöf og tók Bergur Sigurðsson framkvæmda- stjóri samtakanna við bókinni. „Almenningur þarf að læra meira um náttúruna, það er góð leið til þess að vernda hana. Þetta er því kær- komin bók,“ sagði Bergur. Hann tók við 10 eintökum bókarinnar að auki, sem höfundur og útgáfan gáfu Lög- verndarsjóði náttúru og umhverfis, sem stofnaður var 2002 og Land- vernd sér um. Sagði Bjarni að sjóð- urinn gæti vonandi selt bækurnar til þess að afla fjár, en þeir sem verja hagsmuni náttúru og umhverfis geta sótt um styrki úr sjóðnum. Nýtt kver um jurtaríkið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bjarni Guðleifsson, t.h., afhendir Bergi Sigurðssyni fyrsta eintakið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.