Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HÁSKÓLI Íslands hefur sam- þykkt stefnu fyrir árin 2006–2011. Stefnan er metnaðarfull en í henni er m.a. gert ráð fyrir að Háskóli Íslands skipi sér á bekk meðal fremstu háskóla í heiminum. Sumir telja eflaust að markmiðið sé óraun- hæft en hver hefði trúað því fyrir nokkr- um árum að Össur, Actavis, Bakkavör og Marel yrðu meðal öfl- ugustu fyrirtækja á sínu sviði innan fárra ára? Þessi fyrirtæki hafa með miklum dugnaði og réttum fjárfestingum, ekki síst í þekkingu, náð þeim árangri sem raun ber vitni. Fyrir þessi fyrirtæki er þekking starfsmanna líklega ein dýrmætasta eign þeirra. Þekkingin er af ýmsu tagi, jafnt formleg menntun en ekki síð- ur reynsla og færni sem starfs- maður öðlast í starfi sínu hjá fyr- irtækjunum. Hlutverk viðskipta- og hagfræðideildar HÍ Hlutverk viðskipta- og hag- fræðideildar Háskóla Íslands er að auka og miðla framúrskarandi og alþjóðlega viðurkenndri þekkingu á sviði viðskiptafræði og hagfræði með vísindalegum rannsóknum, kennslu og þjónustu við íslenskt atvinnulíf. Starfsemi deildarinnar endurspeglar þarfir íslensks þjóð- félags á hverjum tíma. Sú aukna sérhæfing sem deildin gefur nú nemendum kost á er eðlileg í ljósi þess að störf verða sífellt flóknari og margbreytilegri og gera meiri kröfur um faglega kunnáttu. Deild- in býður nú nemendum upp á sex áherslulínur í grunnnámi í við- skiptafræði. Sú áherslulína sem hér er sér- staklega gerð að umtalsefni er við- skiptafræði með áherslu á mark- aðsfræði og alþjóðaviðskipti en viðskipta- og hagfræðideild HÍ er eina háskóladeildin í landinu sem býður upp á heildstætt nám með þessari áherslu. Með því er átt við að nemendur geta lokið grunn- og meistaranámi með áherslu á mark- aðsfræði og alþjóða- viðskipti. Frá og með hausti 2005 gátu nemendur valið þessa áherslulínu en í kjölfar þeirra rót- tæku breytinga sem orðið hafa á íslensku viðskiptalífi á und- anförnum árum er brýnt að mæta kröf- um íslenskra fyrir- tækja um sérhæfðari menntun á sviði mark- aðsfræði og alþjóða- viðskipta. Heimurinn er orðinn eitt markaðssvæði og það sem eitt sinn var heimamark- aður fyrirtækja er það ekki í dag. Fyrirtæki eins og Actavis, Bakka- vör, Marel og Össur eru með starf- semi í mörgum löndum og heims- álfum og því erfitt að segja til um hver sé þeirra heimamarkaður. Uppbygging námsins Markmið námsins er þríþætt. Í fyrsta lagi að búa nemendur undir almenn stjórnunarstörf, í öðru lagi að þeir geti sinnt sérfræðistörfum í markaðsdeildum fyrirtækja og í þriðja lagi að búa nemendur undir framhaldsnám á sviði markaðs- fræði og alþjóðaviðskipta. Stuðlað er að þessum markmiðum með því að:  Byggja sérhæfinguna á traustum grunni í almennum við- skiptagreinum en fyrstu þrjú miss- erin eru eins fyrir allar áherslu- brautir.  Leggja ríka áherslu á mark- aðsfræði, markaðsáætlanagerð og markaðsrannsóknir.  Kynna fyrir nemendum grundvallaratriði í utanrík- isverslun, umhverfi alþjóða- viðskipta og alþjóðamarkaðsfræði.  Gefa nemendum kost á að taka tungumál sem hluta af nám- inu og kenna hluta námsins á ensku.  Leggja ríka áherslu á raun- verkefni sem byggjast á fræði- legum grunni. Þessi nýja námslína hefur mælst vel fyrir hjá nemendum enda byggist hún á vinsælli námslínu þar sem sérstök áhersla var á markaðsfræði. Nú er hins vegar aukin áhersla á alþjóðaviðskipti sem gerir námsbrautina enn öfl- ugri en áður. Mikilvægt að meta ólíka kosti Nemendum sem eru að velta fyrir sér einhvers konar við- skiptanámi í haust stendur margt til boða. Það er mikilvægt fyrir nemendur að leggja hlutlægt mat á þessa kosti. Viðskiptanám með áherslu á alþjóðamál og alþjóða- viðskipti veitir nemendum mörg tækifæri. Þannig verða þeir vel í stakk búnir til að takast á við flók- in viðfangsefni í atvinnulífinu en einnig verða þeir vel undirbúnir fyrir framhaldsnám í markaðs- fræði og alþjóðaviðskiptum. Við- skipta- og hagfræðideild hefur boðið upp á framhaldsnám til MS- gráðu í þeim fræðum frá árinu 1999 og hefur ásókn í það nám aukist með hverju ári. Nemendur eru því hvattir til að kynna sér allt það sem í boði er á sviði við- skiptafræði hér á landi. Margt er gott, annað síðra, sumt hentar ein- um en öðrum ekki. Um mikilvægi náms í alþjóðaviðskiptum Þórhallur Guðlaugsson fjallar um nám við viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands ’Viðskiptanám meðáherslu á alþjóðamál og alþjóðaviðskipti veitir nemendum mörg tæki- færi.‘ Þórhallur Guðlaugsson Höfundur er dósent í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og hefur umsjón með grunnnámi í mark- aðsfræði og alþjóðaviðskiptum. MIKIL umbrot hafa verið á fast- eignamarkaðnum í undanförnu góð- æri. Þetta á einkum við hér á SV- horninu en stærð íbúðamarkaðsins má sjá beint af fjölda íbúða á þessu svæði. Fjöldi íbúa á svæðinu var 01.12.05 sem hér segir: Reykjavík og ná- grenni: 187.426 Suðurnes: 17.918 Akranes: 5.782 Samtals: 211.126 Hagstofan upplýsir að það séu 2,6 meðlimir í fjölskyldu svo að þetta fólk á SV-horninu býr í 81.200 íbúðum. Þetta er stærsti íbúðamarkaðurinn í landinu og það fór ekki fram hjá viðskiptabönkunum þremur. Með samráði milli þeirra ákváðu þeir að taka upp fulla samkeppni við Íbúða- lánasjóð sem stjórnað var af fram- sóknarmönnum. Bankarnir þrír til- kynntu þannig 2004 að þeir væru tilbúnir að lána eigendum þeirra 100% lán með 4,15% vöxtum. Lánin voru seinna lækkuð í 80% af bruna- bótamati en vextir hækkaðir í 4,45% verðtryggt. Þetta hefir leitt til mik- illar hækkunar á íbúðaverði eða um 10 milljóna hækkun á íbúð að jafnaði eða heildarhækkun á íbúðum á SV- horninu sem nemur 812 milljörðum. Þetta var einnig mikil gósentíð hjá húsbyggjendum þegar söluverð á nýjum íbúðum varð meira en tvöfald- ur framleiðslukostnaður. Reykjavík- urborg hélt áfram að vísa öldruðum burt frá borginni en Kópavogur nú með 26.512 íbúa hafði stækkað um 3000 manns á sl. 5 árum enda nógar lóðir að hafa þar. Eg hefi ekki séð tölur um heildarútlán bank- anna þriggja til íbúð- arlánakaupa en í Mbl. 27.04.06 var sagt að á fyrstu þrem mánuðum 2005 voru veitt 5.832 lán að fjárhæð 60,7 milljarðar sem sam- svarar um 10 milljónum á íbúð eða jafnt og hækkun fasteignaverðs á sama tíma. Lán allt árið hefðu því sennilega getað numið 240 millj- örðum. Mikið af þess- um lánum fór til ungra kaupenda sem voru að kaupa sína fyrstu íbúð. Nú er það ekki stefna bankanna að aðstoða ungt fólk við íbúðarkaup (eins og Íbúðarlánasjóður) heldur er stefnan sú að sjá hluthöfum fyrir mikilli ávöxtun hlutafjárins og skila góðum arði, en allt hey má nota í harðindum. Svo sem bankarnir máttu sjá fyrir leiddi þessi innspýting inn í fjár- málakerfið til mikillar þenslu sem Seðlabankinn gat ekki ráðið við með nokkru móti. Í skjóli hárra vaxta og mikils hagnaðar risu upp fjölmörg fjármálafyrirtæki sem plægðu jafn- framt akurinn og skiluðu miklum arði. Viðskiptabankarnir þrír skiluðu tugum milljarða hver í afkomu þeirra sl. ár sem Samkeppnisstofnun sá ekkert athugavert við enda er ekki viðurkennt af henni eða öðrum stjórnvöldum að okur geti fundist í starfsemi bankanna og því síður svo- nefnt samráð, sem eðlilega stefnist gegn starfsemi Seðlabankans. Ólík- legt má teljast að hann kæri við- skiptabankana eða önnur fjármála- fyrirtæki fyrir samráðið og umrædd hækkun á grunnvöxtum Seðlabank- ans nú er gagnslaus. Nú fer í hönd samdráttarskeið eða tími hefndanna þegar viðskiptabank- arnir sleppa lögmönnum sínum laus- um að ráðast gegn skuldurunum sem síðan verða að láta ábyrgðarmenn sína, oftast foreldra, að leysa þá úr kreppunni svo sem þekkt er af fyrri slíkum málum. Guð hjálpar aðeins þeim sem hjálpa sér sjálfir. Samráð bankanna Önundur Ásgeirsson fjallar um fasteignalánamarkaðinn ’Nú fer í hönd samdrátt-arskeið eða tími hefnd- anna þegar viðskipta- bankarnir sleppa lögmönnum sínum laus- um að ráðast gegn skuld- urunum sem síðan verða að láta ábyrgðarmenn sína, oftast foreldra, að leysa þá úr kreppunni.‘ Önundur Ásgeirsson Höfundur er fyrrverandi forstjóri OLÍS. UM MIÐJAN áttunda áratuginn á öldinni sem leið voru námskeið í reykbindindi í mikilli uppsveiflu víða um heim. Það sem einkenndi þetta tímabil var að lyf gegn tóbaksfíkn voru ekki komin á mark- aðinn og námskeiðin byggðust á að hreinsa út nikótínið sem fyrst og hjálpa fólki að halda út með hóp- stuðningi og sál- fræðilegum meðferð- arúrræðum. Í nýlegri grein í vísindaritinu Drugs and Alcohol Review greinir einn af frumkvöðlum reyk- leysismeðferðar, Harry A. Lando, frá reynslu sinni frá þess- um tíma. Þar segir hann meðal annars (í lauslegri þýðingu) um árangur af nám- skeiðum fyrir tíma lyfjanna: „Það er ef til vill kaldhæðnislegt að við náðum hvað best- um árangri með reyk- inganámskeiðum okk- ar á síðari hluta sjöunda áratugarins og á fyrrihluta þess áttunda án nikótínlyfja. Um miðjan áttunda áratuginn sýndum við fram á allt að 40% árangur á reykleysisnámskeiðum okkar við 12 mánaða eftirfylgni.“ Lando heldur áfram og greinir frá því að árangr- inum hafi hrakað nokkuð með ár- unum og kennir um að þeir sem hafi átt auðveldast með að hætta hafi líklega hætt fyrst og þeir sem eftir sátu verið erfiðari viðfangs. Námskeið Krabbameinsfélagsins Á þessum árum átti undirritaður frumkvæði að og stýrði nám- skeiðum á vegum Krabbameins- félagsins á Íslandi. Lætur nærri að um eitt þúsund Íslendingar hafi tekið þátt í námskeiðum Krabba- meinsfélagsins áður en nikótínlyfin komu á markaðinn. Það árang- ursmat sem gert var sýndi árangur sem lá mjög nærri þeim árangri sem Lando og félagar greindu frá í fyrrnefndri vísindagrein. Samanlagt voru haldin um 90 námskeið á ár- unum 1985–1991 með um þrjú þús- und þátttakendum. Eftirfylgni sýndi að árangurinn var nokkuð svipaður eftir að lyfin komu til sög- unnar. Ef til vill vegna þess að þeir sem komu á námskeiðin eftir að lyfin komu á mark- aðinn voru líklegri til að vera háðari nikótíni eins og Lando telur lík- legt? En einnig ber til þess að líta að fjöldi funda á hverju nám- skeiði dróst saman með árunum frá tólf þegar best lét niður í átta. Að árangurinn hélst óbreyttur þrátt fyrir minni stuðning er lík- lega lyfjunum að þakka. Lyfjalaus námskeið Þó vitað sé að nikót- ínlyf og önnur lyf sem virka beint á vellíð- unarstöðvar í heilanum (t.d. Zyban) auðveldi mörgum að hætta að reykja hlýtur reynsla liðinna ára að vekja okkur til umhugsunar. Sænskar rannsóknir benda til að þó lyfin hjálpi vissulega mörgum virðist vera hópur reykingamanna sem stendur sig betur í reykbindindinu án lyfja. Ef til vill er þörf á nám- skeiði sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk við að hætta án lyfja? Nám- skeiði sem byggist á vísindalega grundvölluðum sálfræðilegum að- ferðum og sækir í þekkingarbrunn náttúrulækninga, næringarfræð- innar og líkamsræktar. Námskeið sem getur verið valkostur fyrir þá sem vilja reyna fyrst án lyfja eða hafa ekki náð að halda sig frá tób- akinu þrátt fyrir lyf. Ég er allavega á þeirri skoðun að slík námskeið væru mikilvæg viðbót við það sem þegar stendur til boða. Vissulega þröngvar enginn lyfjum uppá fólk á þeim námskeiðum sem þegar eru fyrir hendi en lyfin svífa þar yfir vötnunum. Oft til góðs en kannski líka stundum til ills? Reykleysisnám- skeið án lyfja? Ásgeir R. Helgason fjallar um hvernig hætta á reykingum Ásgeir R. Helgason ’Vissulegaþröngvar enginn lyfjum uppá fólk á þeim nám- skeiðum sem þegar eru fyrir hendi en lyfin svífa þar yfir vötnunum.‘ Höfundur er dósent í sálfræði í Stokkhólmi. EFTIR fremur hraklega út- komu í síðustu kosningum eru það vonbrigði margra borgarbúa að Framsóknarflokkurinn skuli hafa komist í borgarstjórn. Framsóknarmenn vissu sem var að þeim myndi nægja að rétt ná inn einum manni í Reykjavík til að vera í lykilstöðu. Eins og venja er nægir lágmarkið fyrir fram- sókn. Eftir kosningarnar rifjaði formaður flokksins það upp í við- tali að hann hefur setið 32 ár á þingi og þar af 28 ár stutt rík- isstjórn. Mörgum kjósendum finnst greinilega nóg komið og sýndu það í verki s.l. laugardag. Eftir myndun meirihlutans var haft eftir oddamanni Samfylking- arinnar að Framsóknarflokk- urinn hefði haft tvo kosti. En það höfðu fleiri tvo kosti. Af hverju lýsti Samfylkingin ítrekað yfir því að hún vildi ekki undir neinum kringumstæðum vinna með Sjálf- stæðisflokknum? Hvers vegna var ekki reynt samstarf með Sjálfstæðisflokki og vinstri græn- um? Hvers vegna var Framsókn- arflokknum ekki gefið frí? Kjós- endur vildu það greinilega. Í aðdraganda kosninga ku hafa verið búið til barmmerki sem á stóð „Aldrei kaus ég Framsókn- arflokkinn“. Því miður hef ég ekki fengið það í hendur en merk- ið mun hafa runnið út eins og heitar lummur. Hið grátlega er að þrátt fyrir að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda hafi ekki kos- ið Framsóknarflokkinn þá kjósa stjórnmálaflokkarnir hann ítrek- að eftir kosningar. Þetta vita framsóknarmenn mætavel og fara því ekki á taugum yfir slæmri útreið í kosningum. Enda er ljóst að á meðan aðrir stjórn- málaflokkar skipa honum í odda- stöðu og afhenda honum bæði töglin og hagldirnar, verða litlar breytingar á íslenskum stjórn- málum. Salvör Nordal „Aldrei kaus ég framsókn“ Höfundur er kjósandi í Reykjavík og forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.