Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ THE POSEIDON ADVENTURE kl. 5 - 7 - 9 - og 11 B.I. 14 ÁRA THE DA VINCI CODE kl. 4 - 6 - 8 - og 10 B.I. 14 ÁRA MI:3 kl. 5:30 - 8 og 10 B.I. 14 ÁRA SHAGGY DOG kl.6 - 8 eeee VJV, Topp5.is VERÐUR HANN HUND- HEPPINN EÐA HVAÐ! eee S.V. MBL. eee VJV - TOPP5.is Leitið Sannleikans - Hverju Trúir Þú? LOKAUPPGJÖRIÐ Í HINUM STÓRKOSTLEGA X-MEN SAGNABÁLKI. NÚNA MUNU HINIR STÖKKBREYTTU BERJAST INNBYRÐIS SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? MAGNAÐUR SUMARSMELLUR SEM ENGINN MÁ MISSA AF! POSEIDON ADVENTURE kl. 8 - 10 B.I. 14 ára X-MEN 3 kl. 8 B.i. 12 ára DA VINCI CODE kl. 10:10 B.i. 14 ára NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA „AMERCAN PIE“ & „ABOUT A BOY“ FRÁ FRAMLEIÐENDUM „BRIDGET JONE’S DIARY“ OG „LOVE ACTUALLY“ eee L.I.B.Topp5.is FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. POSEIDON ADVENTURE kl. 6 - 8 - 10 B.I. 14 AMERICAN DREAMZ kl. 6 - 8 MI : 3 kl. 10 B.I. 14 ára eee S.V. MBL. eee V.J.V.Topp5.is SAMBÍÓ KEFLAVÍKSAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA STAFRÆ NORSKA stuttmyndin Sniffer hlaut Gullpálmann á kvik- myndahátíðinni í Cannes að þessu sinni, en íslenskur kvik- myndatökumaður, Jakob Ingi- mundarson, sá um tökur á myndinni. Jakob hefur starfað í Noregi um árabil, en hann var hins vegar tökumaður í íslensku kvikmyndunum Dís og Gems- um, auk þess sem hann vann við gerð Nóa albínóa. Sniffer fjallar um samfélag þar sem mannfólkið getur flogið, en það fjötrar sig niður til þess að falla ekki í þá freistni að fljúga. Einn daginn ákveður hins vegar maður nokkur að nóg sé komið, og ákveður að hefja sig til flugs. Leikstjóri myndarinnar heit- ir Bobbie Peers, en hann skrif- aði einnig handritið. Kvikmyndir | Cannes Íslendingur tók bestu stuttmyndina NORSK-ÍSLENSKA kvikmyndin Den brysomme mannen, sem hlotið hefur enska nafnið The Bothersome Man, hlaut gagnrýnendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes á sunnudaginn var. Þeir Ingvar Þórð- arson og Júlíus Kemp hjá Kvik- myndafélagi Íslands ehf. eru með- framleiðendur myndarinnar, en hún var að töluverðu leyti tekin hér á landi. Ingvar segir verðlaunin skipta miklu máli fyrir myndina. „Þetta er mikil alþjóðleg viðurkenning og það er mjög mikill áhugi fyrir mynd- inni,“ segir hann og bætir því við að Íslendingar muni sjá myndina von bráðar. „Já, pottþétt. Hún verður frumsýnd á íslensku kvikmyndahá- tíðinni (Iceland International Film Festival) í haust og svo fer hún bara í almenna dreifingu.“ Stór hluti Den brysomme mannen er tekinn hér á landi og segir Ingvar að íslensk náttúra njóti sín vel á hvíta tjaldinu. „Ísland kemur mjög vel út í mynd- inni og tökurnar héðan eru margar hverjar vægast sagt glæsilegar,“ segir hann. „Myndin gerist hins vegar á al- gjörlega óræðum stað. Hún er tekin á Íslandi og í Ósló en á ekki að ger- ast á neinum tilteknum stað.“ Ingvar segir að um 40 Íslend- ingar hafi unnið við gerð mynd- arinnar hér á landi, en tökurnar fóru fram í ágúst á síðasta ári. Leik- stjóri myndarinnar er Norðmað- urinn Jens Lien. Fyrirtæki Pitt og Aniston áhugasamt Ingvar segir að stórir aðilar í Bandaríkjunum hafi nú þegar lýst áhuga á að endurgera myndina þar í landi. „Fyrirtæki leikarans Brad Pitt sem hann á ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni, Jennifer Aniston, hefur lýst yfir áhuga á að endur- gera myndina í Bandaríkjunum,“ segir Ingvar. Fjölmargar norskar kvikmyndir hafa verið endurgerðar í Bandaríkj- unum, til dæmis Head Above Water og Insomnia, auk þess sem verið er að endurgera kvikmyndina Elling um þessar mundir. Ingvar segir töluverðar líkur á því að samningar muni nást við bandaríska fyrir- tækið. „Það er verið að semja, en það er mjög mikill áhugi fyrir hendi,“ segir hann. Den brysomme mannen fjallar um Andreas, 42 ára gamlan mann sem kemur til undarlegrar borgar án nokkurra minninga um hvernig hann komst þangað. Með tímanum áttar hann sig á því að hann er kom- inn í sitt eigið líf eftir dauðann. Kvikmyndir | Norsk-íslensk kvikmynd verðlaunuð í Cannes Bandarísk end- urgerð í bígerð Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Framleiðendur myndarinnar saman komnir, Ingvar Þórðarson, Jörgen Storm og Júlíus Kemp, ásamt Tóbíasi Ingvarssyni. Den brysomme mannen var að hluta til tekin hér á landi, en hér má sjá aðalpersónu myndarinnar á Sprengisandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.