Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hvað
verður um
Íbúðalánasjóð?
á morgun
Fréttaskýring um fyrir-
komulag íbúðalánamarkaðarins
og aukinn þrýsting á breytingar
ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar
gagnrýndu í upphafi þingfundar á Al-
þingi í gær að frumvarp iðnaðarráð-
herra um Nýsköpunarmiðstöð Ís-
lands skyldi hafa verið afgreitt úr
iðnaðarnefnd þingsins. Þeir töldu
frumvarpið vanbúið til afgreiðslu.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra svaraði því til að hér væri
um mikið framfaramál að ræða sem
miklu skipti, ekki síst fyrir lands-
byggðina. Birkir J. Jónsson, formað-
ur iðnaðarnefndar þingsins, tók í
sama streng. „Hér er um mikilvægt
mál að ræða sem stjórnarmeirihlut-
inn ætlar að afgreiða.“
Frumvarpið var afgreitt úr nefnd á
mánudag með nokkrum breytingum
eins og kom fram í blaðinu í gær.
Sást undir iljarnar
Margrét Frímannsdóttir, þing-
flokksformaður Samfylkingarinnar,
kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfund-
ar og sagði m.a. að mikill vilji hefði
verið hjá þingmönnum stjórnarand-
stöðunnar til þess að vinna frumvarp-
ið betur. Hún sagði að Birkir hefði
hins vegar tilkynnt um breytingartil-
lögur stjórnarmeirihlutans á því, og
síðan tekið málið úr nefnd. „Málið er
tekið út og þá kemur í ljós að það
hafði sést undir iljarnar á háttvirtum
þingmanni Einari Oddi Kristjáns-
syni, varaformanni iðnaðarnefndar,
rétt áður en nefndarfundurinn byrj-
aði vegna þess að hann treysti sér
ekki til að mæta við afgreiðslu frum-
varpsins,“ sagði hún.
Ögmundur Jónasson, þingflokks-
formaður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, tók næstur til máls
og talaði um hrossakaup ríkisstjórn-
arflokkanna. „Hrossakaupum á vett-
vangi sveitarstjórnarmála er stýrt úr
Stjórnarráði Íslands en áhrifanna
gætir í þessu húsi vegna þess að
hrossakaupin ganga ekki aðeins út á
það að færa ríkisstjórnarsamstarfið
inn í Ráðhús Reykjavíkurborgar, þau
ganga einnig út á hitt, að lögfesta
frumvörp sem vitað er að óánægja er
með innan stjórnarliðsins.“ Kvaðst
hann vísa þar til frumvarpsins um
Nýsköpunarmiðstöðina og frumvarps
menntamálaráðherra um Ríkisút-
varpið hf.
Birkir J. Jónsson vísaði allri gagn-
rýni á bug. „Við í meirihluta nefnd-
arinnar töldum að efnislegri umfjöll-
un um málið væri lokið,“ sagði hann
meðal annars. „Ég tel að við höfum
unnið ágætt verk í þessum efnum.“
Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokks-
formaður sjálfstæðismanna, tók í
sama streng og sagði ennfremur að
ekkert væri hæft í kenningum
Ögmundar um tengsl afgreiðslu mála
á Alþingi við sveitarstjórnarmál.
Fleiri þingmenn tóku þátt í um-
ræðunni. Guðjón A. Kristjánsson, for-
maður Frjálslynda flokksins, sagði að
mál á þingi væru afgreidd að fyrir-
skipun ráðherra. Ráðherraræðið
væri algjört.
Þingið niðurlægt
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstri grænna, tók í sama streng.
„Um miðjan maímánuð komu af því
fréttir að frumvarp sem var til um-
fjöllunar og í miðri vinnslu í iðnaðar-
nefnd væri umfjöllunarefni í hrossa-
kaupum ráðherra úti í bæ.
Iðnaðarnefndarmenn vissu ekkert af
þessu, að frumvarpið sem þeir voru
að vinna með væri sérstakt samnings-
viðfangsefni stjórnarflokkanna eða
ráðherra í ríkisstjórn. Ég held að nið-
urlæging þingsins, niðurlæging máls
á forræði þingsins, hafi sjaldan birst
með skýrari hætti. Síðan þarf að
ryðja nefndina og setja nýjar at-
kvæðavélar inn til að koma málinu
út.“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, sagði að störfum
þingsins og þingnefndum hefði með
þessu verið gefið langt nef. Aðrir
þingmenn stjórnarandstöðunnar töl-
uðu á sömu nótum.
Valgerður Sverrisdóttir sagði
frumvarpið hins vegar mikið fram-
fararmál og að hún hefði mikla sann-
færingu fyrir því. „Ég hef orðið mjög
vör við það á ferðum mínum um land-
ið núna í aðdraganda kosninga að
mjög margir bíða eftir því að málið
verði að lögum.“ Hún sagðist búast
við því að frumvarpið yrði tekið til
annarrar umræðu fljótlega.
Stjórnarandstaðan gagnrýnir lög um Nýsköpunarmiðstöð
Þingnefndir ruddar
og þingið niðurlægt
Ráðherra segist hafa mikla sannfæringu fyrir málinu
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráð-
herra hefur lagt fram á Alþingi tillögu
til þingsályktunar um að ríkisstjórn-
inni verði falið að skipa nefnd til að
annast skoðun gagna sem snerta ör-
yggismál Íslands, innra og ytra ör-
yggi, á árunum 1945 til 1991 í vörslu
opinberra aðila „og ákveða í samráði
við forsætisráðuneyti, utanríkisráðu-
neyti og dóms- og kirkjumálaráðu-
neyti frjálsan aðgang fræðimanna að
þeim“, eins og segir í tillögunni.
Lagt er til að nefndin verði undir
formennsku stjórnarformanns Per-
sónuverndar og með þátttöku þjóð-
skjalavarðar, forseta Sögufélags,
skrifstofustjóra Alþingis og formanns
stjórnmálafræðiskorar félagsvísinda-
deildar Háskóla Íslands.
Tillagan er lögð fram í kjölfar
þeirra upplýsinga sem fram komu í
erindi Guðna Th. Jóhannessonar
sagnfræðings um heimildir til síma-
hlerana stjórnvalda á tímum kalda
stríðsins. Formenn stjórnarandstöðu-
flokkanna á þingi telja tillöguna ófull-
nægjandi.
„Nokkrar umræður hafa orðið um
nauðsyn þess að rannsökuð séu op-
inber gögn að því er varðar innra ör-
yggi íslenska ríkisins á tímum kalda
stríðsins, til þess að fá úr því skorið
hvort þar sé að finna upplýsingar um
persónulega hagi einstaklinga eða
dæmi um ólögmæta upplýsingaöflun.
Rannsókn af þessu tagi ber ekki ár-
angur nema gögn séu gerð aðgengi-
leg þeim sem að henni vinna. Nauð-
synlegt er að opinber skjalasöfn séu
opnuð í þessu skyni og veittur verði
aðgangur að þeim til að taka af öll tví-
mæli um það sem þar er að finna. Í
þeim tilgangi er þessi tillaga flutt,“
segir í greinargerð.
Lagt er til að nefndin ljúki störfum
með skýrslu til Alþingis eigi síðar en í
árslok 2006. Þá segir í greinargerð-
inni: „Í hópi nefndarmanna sam-
kvæmt tillögunni er að finna hæfa
sérfræðinga til að vinna að þessu
verki í samráði við þau ráðuneyti sem
hlut eiga að máli og skulu opna skjala-
söfn sín til að tillagan nái tilgangi sín-
um. Undir opinbera aðila í tillögunni
falla Landssími Íslands, dómstólar og
lögregluyfirvöld.“
Tekur ekki á hlerunum
í síma þingmanna
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, segir að
tillagan sé í sjálfu sér góðra gjalda
verð. Sjálfsagt sé að sú vinna fari
fram, sem þar er lögð til. Tillagan taki
þó ekkert á þeim hlerunum stjórn-
valda sem fram fóru í kalda stríðinu,
og Guðni Th. Jóhannesson sagnfræð-
ingur upplýsti um. „Því er ósvarað
hvernig taka eigi á þessum hlerunum
sem þarna áttu sér stað,“ segir Ingi-
björg Sólrún, og vísar ekki síst til
hlerana á símum þingmanna. Hún
segir að upplýsa þurfi hvernig á þeim
hlerunum stóð, hvenær þær hafi átt
sér stað og hvernig þær fóru fram.
Þegar Guðjón A. Kristjánsson, for-
maður Frjálslynda flokksins, er innt-
ur eftir áliti á tillögunni, segir hann að
hún geri ekki ráð fyrir aðkomu stjórn-
málaflokkanna eða þingsins. „Ásak-
anir hafa gengið út á það að einkasím-
ar alþingismanna hafi verið hleraðir
og því finnst mér einboðið að stjórn-
málaflokkarnir fái aðkomu að þessu
starfi til að eyða allri tortryggni.“
Hann segir að símar þingmanna eigi
að vera friðhelgir fyrir hlerunum af
pólitískum toga. „Ég lít svo á að við
séum fyrst og fremst að fara yfir þessi
mál til að varða veginn til framtíðar
en ekki hengja einhvern fyrir unnin
verk.“
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur VG, segir að tillagan sé afskaplega
veikluleg; hún taki einungis á afmörk-
uðum hluta málsins. „Hún er ekki á
nokkurn hátt fullnægjandi gagnvart
þeim pólitísku hlerunum eða njósnum
sem sýnilega áttu sér stað,“ segir
hann. „Ég held að það sé óhjákvæmi-
legt að taka á þeim málum með miklu
fastari tökum og með svipuðum hætti
og í nágrannalöndunum, þ.e. þannig
að rannsóknaraðili með fullar heim-
ildir fari í málið og leggi öll spil á borð-
ið.“ Þá þurfi að fara yfir það hvort
ástæða sé til þess að koma á einhvers
konar eftirlitsnefnd með hlerunum.
Stjórnvöld bregðast við upplýsingum um símahleranir
Nefnd annist skoðun
gagna um öryggismál
Ekki nógu langt gengið segir stjórnarandstaðan
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
GUNNAR I.
Birgisson, þing-
maður Sjálfstæð-
isflokks í suðvest-
urkjördæmi,
hefur afsalað sér
þingmennsku.
Sigurrós Þor-
grímsdóttir, sem
verið hefur fyrsti
varaþingmaður
flokksins í kjör-
dæminu, tók við sæti hans á Alþingi í
gær.
Tilkynnt var um þetta í upphafi
þingfundar á Alþingi í gær. Gunnar er
sem kunnugt er oddviti sjálfstæðis-
manna í Kópavogi og verður þar
áfram bæjar-
stjóri, að loknum
sveitarstjórnar-
kosningum. Sjálf-
stæðismenn og
framsóknarmenn
mynda meirihluta
í bæjarstjórn
Kópavogs.
„Ég þakka
þingmönnum og
starfsmönnum Al-
þingis ánægjulegt samstarf og óska
Alþingi farsældar í störfum,“ sagði
Gunnar í bréfi sem forseti þingsins
las upp fyrir þingheim í upphafi þing-
fundar. Voru honum um leið þökkuð
störf á vettvangi Alþingis.
Afsalar sér þingmennsku
Sigurrós
Þorgrímsdóttir
Gunnar I.
Birgisson
STJÓRNARANDSTAÐAN gagn-
rýndi framgöngu ríkisstjórnarflokk-
anna harðlega í gær og sökuðu þá
um hrossakaup. Á myndinni hlusta
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra og flokks-
bróðir hennar Birgir Ármannsson á
ræður stjórnarandstæðinga.
Morgunblaðið/Kristinn
Sátu undir
harðri gagnrýni