Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 31
MINNINGAR
hún sá um skeið um mötuneyti stúd-
enta á Gamla Garði og fram til síns
síðasta var ómögulegt að koma svo í
heimsókn til hennar að hún sæmdi
mann ekki einhverri gjöf.
Og nú er hún frænka mín farin yfir
móðuna miklu eftir nokkuð stranga
glímu við Elli kerlingu. Af systkinun-
um níu er nú einungis Sigurlaug eftir
og henni votta ég mína dýpstu samúð,
sömuleiðis Helgu Jónu og börnum
hennar og eiginmanni ásamt stjúp-
börnum Jórunnar. Lóu frænku mun
ég minnast með þakklæti fyrir svo
ótalmarga ánægjustund sem ég átti
með henni, bæði sem barn og gamall
maður. Blessuð sé hennar minning.
Böðvar Guðmundsson.
Jórunn Jónsdóttir afasystir mín,
eða Lóa frænka eins og hún var köll-
uð, er látin. Minningar mínar um Lóu
frænku eru flestar tengdar Hring-
brautinni þar sem hún bjó lengst af.
Þegar ég var í háskólanum hafði ég
lesaðstöðu hjá henni og áttum við
saman margar góðar stundir yfir
kaffibolla við eldhúsgluggann eða á
rúmstokknum hjá henni.
Lóa frænka skipaði sérstakan sess
í fjölskyldunni, það þekktu hana allir
og hún lét sig alla varða. Hún mátti
helst ekki missa af mannfagnaði og
var oftar en ekki hrókur alls fagnaðar.
Hún var stórskemmtileg, sérstaklega
fyndin og ættfróð var hún mjög. Hún
naut þess að vera innan um ungt fólk,
flestir vina minna þekktu Lóu frænku
og það þótti ákaflega skemmtilegt að
sitja með henni til borðs í veislum þar
sem hún lumaði oft á góðum sögum,
fór með vísur og á góðu flugi hóf hún
að rekja ættir nánustu sessunauta.
Lóa frænka var ein af þeim sem gat
ekki hent nokkrum hlut. Ég man ekki
eftir Hringbrautinni öðruvísi en yfir-
fullri af koffortum og svörtum rusla-
pokum fullum af fötum sem hún sank-
aði að sér. Það var hægt að eyða
löngum stundum í að gramsa og oftar
en ekki kom eitthvað nytsamlegt
fram. Minnisstæðast eru forláta silf-
urrefir sem við systurnar fengum hjá
henni og skörtum við fín tækifæri.
Það upphófust stundum háðskar deil-
ur í kringum þessi föt og vorum við
ekki alltaf sammála um hvað vel færi.
Rauð pólýesterdragt með herðapúð-
um varð einmitt efni í slíka deilu og
endaði með því að Lóa fussaði glott-
andi yfir því hvað þetta unga fólk væri
nú vanþakklátt.
Undir niðri hjá þessari fyndnu og
skemmtilegu konu leyndist einnig of-
urviðkvæm sál sem átti sína drauma.
Ég kann henni bestu þakkir fyrir gott
veganesti út í lífið.
Blessuð sé minning hennar.
Halla Fróðadóttir.
Með örfáum orðum vil ég minnast
hennar Lóu fyrrverandi tengdamóð-
ur minnar og góðrar vinkonu. Hún
var nýorðin 86 ára, er hún lést. Heils-
an og þrekið var búið og andlátið
hægt og hljótt.
Lóu sá ég fyrst sumarið 1961, en
snemma árs 1964 kynntist ég þessari
heiðurskonu og Ásbirni manni hennar
fyrst öllu nánar. Þá höfðum við Helga
Jóna, dóttir þeirra, ruglað saman reit-
unum og bjuggum fyrstu mánuðina í
skjóli þessara ágætu hjóna. Var það
þröngt sambýli og hef ég oft síðan
undrast, hversu vel það gekk, því all-
ur var hópurinn skapríkur vel í með-
allagi. Góðvild og hjálpsemi hjónanna
á Hringbraut 45 hef ég ekki gleymt,
en aldrei náð að launa.
Lóa var greind og glaðsinna kona,
málhress og oft á tíðum meinlega orð-
heppin, einkum ef skarst í odda.
Hún var fjölfróð um land og þjóð,
kunni frá mörgu að segja og lét vel
frásagnarlistin.
Matargerð var hennar fag og
margir leituðu til Lóu, er gera skyldi
góða veislu. Við eldavélina var hún í
essinu sínu og sáust þá oft margar
sleifar á lofti, er sósugerðin stóð sem
hæst. Þessa athöfn kryddaði hún með
léttum gamansögum og kátum söng.
Ekki fæddist Lóa með silfurskeið í
munni frekar en annað alþýðufólk á
þessum tímum. Ólst hún snemma upp
við ýtrustu nýtni og sparsemi.
Er þar komið að mjög einkennandi
þætti fari hennar. Hún var mjög um-
svifamikill eignamiðlari. Ef einhver
þurfti að hreinsa til í fataskápnum,
geymslunni eða bílskúrnum, þá var
upplagt að snara dótinu í poka og fara
með það til Lóu. Hún tók öllu slíku
fegins hendi og varð henni ekki skota-
skuld úr að finna einhverja sem gátu
notað varninginn. Kenndi vissulega
margra grasa í pokasafninu hjá Lóu.
Hennar laun fyrir þessa starfsemi
voru ótal ánægjustundir í gramsinu
og gleði þeirra, sem fundu eitthvað
við sitt hæfi. „Pokarnir hennar
ömmu“ voru reyndar misjafnlega vel
séðir hjá barnabörnunum.
Nú er hún Lóa amma flutt yfir
landamærin. Mjög auðveldlega get ég
séð hana fyrir mér við eldavélina hans
Lykla-Péturs mallandi handa honum
rjúpur og „rísallamann“ því þar eru
alltaf jólin.
Hafi hún þökk fyrir tryggðina og
góða vináttu.
Egill Gunnlaugsson.
Stór og mikil kona með hvíta
svuntu um sig miðja mundar sleif og
bendir í átt að miklum hrauk af
óhreinu leirtaui. „Svona reyndu nú að
gera eitthvert gagn, stelpa og skelltu
þessu í vélina,“ kallar hún og heldur
áfram að hræra í sósunni um leið og
hún gægist inn í ofninn til að kanna
ástand aðalréttarins. Ég held að hún
sé bálreið, en þá hefur hún upp raust
sína og syngur gamlar dægurflugur
hástöfum. Hvessir svo á mig augum
og segir: „Farðu með stökuna um
Moggann og ljóðin eftir Örn Arnar-
son …!“ Ekki hef ég hugmynd um
hvað hún er að tala en næ ekki að
koma upp orði áður en hún segir með
þjósti: „Hvað er þetta, kannt’ ekkert?
Þetta unga fólk, það lærir ekki nokk-
urn skapaðan hlut lengur.“ Skellihlær
svo þegar hún sér eymdarsvipinn á
mér. Tekur síðan til við að segja
næsta manni fyrir verkum. Það er
verið að undirbúa veislu. Ráðskonan
er Jórunn Jónsdóttir í öllu sínu veldi.
Lóa.
Ég veit eiginlega ekki hvenær það
var sem Lóa kom fyrst til aðstoðar
þegar mikið stóð til. Hún var bara
hluti af fjölskyldunni allt frá því ég
man eftir mér. Og það sem konan
kunni af sögum. Eða ljóðum. Fáir
stóðu henni á sporði í þeim efnum.
Í öllum boðum sem haldin voru í
stórfjölskyldunni var Lóa stjórnand-
inn í eldhúsinu. Hún söng, sagði sögur
og sagði endalausa brandara meðan
hún eldaði, bar fram mat og gekk svo
frá. Stundirnar sem við krakkarnir
áttum með henni í eldhúsinu eru
ógleymanlegar. Þar var mikið hlegið.
Lóa var vinnuþjarkur og henni féll
ekki verk úr hendi meðan hún hafði
heilsu. Hún vissi hvað það var að hafa
fyrir hlutunum og var sífellt með hug-
ann hjá þeim sem minna máttu sín.
Væri Lóa aflögufær um eitthvað rat-
aði það ávallt þangað sem þess var
þörf.
Hún var lunkin við að hafa uppi á
fatnaði og öðru nýtilegu sem aðrir
höfðu lagt til hliðar. Dótið setti hún í
stóra poka, sem sendir voru hingað og
þangað. En einn pokann lét hún ekki.
Það var „svarti pokinn“. Í hann safn-
aði hún sparifötum frá gamalli tíð,
skrýtnum aukahlutum og skrauti.
Þennan poka lánaði hún vinum sínum
þegar þeir ætluðu á grímuball. Þarna
voru charleston-kjóll, krínólínur,
fjaðrir og silfurrefur, alpahúfur,
gervinef, sígarettumunnstykki, silki-
hanskar og hvaðeina. Fjársjóðskista
fyrir krakka sem vildu klæða sig upp
á. Svarti pokinn gekk á milli fjöl-
skyldnanna þar til dag einn, fyrir
nokkrum árum, að hann týndist. Hér
með er lýst eftir honum.
Lóa fór ekki í launkofa með skoð-
anir sínar. Hún lét mann heyra það ef
henni mislíkaði eitthvað og var tilbúin
til að segja hverjum sem var stríð á
hendur ef réttlætiskenndin bauð
henni svo. En í brjósti hennar sló
hjarta úr gulli. Ein saga er lýsir því
vel.
Við sátum tvær og dáðumst að ný-
fæddri dóttur minni og ég lýsti því
fyrir henni hvernig mér hefði vöknað
um augu þegar ég leit yfir skarann af
nýburum á fæðingardeildinni og
hugsað með mér að þetta væri líklega
eina stundin í lífi þeirra þar sem allir
stæðu jafnt að vígi. Daginn eftir færu
börnin út í lífið og aðstæður þeirra
væru jafn misjafnar og þau voru
mörg. Tvö þeirra áttu móður sem
hafði átt heima í Kvennaathvarfinu.
Nýbúa sem átti lítið barn fyrir. Hvað
yrði um þessa fjölskyldu? hafði ég
hugsað með mér. – „Og hvað varð svo
um þau?“ spurði þá Lóa. Ég varð
hvumsa og spurði hvernig ég ætti eig-
inlega að vita það. „Það er til lítils að
vera með svona spekúlasjónir ef þú
ætlar ekkert að gera í málinu,“ sagði
þá frú Jórunn og rak mig í símann til
að njósna um afdrif fjölskyldunnar.
Þegar ég hafði með mikilli kænsku
grafið upp heimilisfang hennar bað
Lóa okkur um að gjöra svo vel og
draga upp seðlaveskin, hún ætlaði í
bæinn. Keypti sængur, útigalla, teppi
og leikföng fyrir þrjú lítil börn og
stormaði með þetta til fjölskyldunnar
sem var í felum. Bankaði upp á og
krafðist inngöngu. „Ég heiti Jórunn,
þið megið kalla mig Lóu, en hjálpi
mér, hér þarf að lofta út og taka til
hendinni!“ Þar með var hún tekin við
stjórn. Hún færði þessari litlu fjöl-
skyldu helstu nauðsynjar, skýldi og
leiðbeindi henni fyrstu skrefin út í
heldur napurlega veröld.
Nú er Lóa farin. Hún hafði lengi
verið við slæma heilsu, illa þjökuð af
liðagigt eftir langan og strangan
vinnudag. Undir það síðasta var hún
orðin nánast blind og komst tæplega
ferða sinna nema í hjólastól. Eitthvað
var minnið líka farið að gefa sig en
það kom þó ekki í veg fyrir að hún
brygði sér á mannamót, enda með
eindæmum félagslynd. Og þótt degi
væri tekið að halla, ævikvöldið næst-
um liðið, var húmorinn enn til staðar.
Þegar hún gat ekki lengur skrifað
nafnið sitt lét hún útbúa stimpil með
því. „Ég er svo simpil, ég er með
stimpil,“ sönglaði hún þegar ég
kvaddi hana síðast.
Við fjölskyldan kveðjum ógleyman-
lega konu. Guð veri með þér Lóa mín
og hafðu þökk fyrir allt og allt.
Helga Guðrún Johnson.
Lóa var barnung þegar hún kom
inn í líf fjölskyldu Sirrýjar tengda-
móður minnar á Tjarnargötu 34 og
var hún traustur förunautur fjöl-
skyldu hennar og Hannesar Ó. John-
son allt til hinsta dags. Fyrstu árin
var það hlutverk Lóu að gæta ungra
barna og æ síðan skipaði hún mik-
ilvægan sess hjá fjölskyldunni. Hún
sýndi börnum Þórhildar Ólafsdóttur
og Páls Sigfússonar skipstjóra og
venslafólki einstaka ræktarsemi, bar
hag fólksins fyrir brjósti og tók virk-
an þátt í lífi þess.
Þegar fram liðu stundir gegndi Lóa
þýðingarmiklu hlutverki þegar und-
irbúnar voru veislur og hvers konar
mannfagnaður. Þar naut fjölskyldan
hæfileika Lóu í matargerðarlist og
ávallt var stutt í glettni hennar, söng
og sagnalist.
Fáir voru jafnlagnir við að undir-
búa glæsilegar veislur og hún hafði
ánægju af því að miðla til okkar af
þekkingu sinni og reynslu. Við
skemmtum okkur oft konunglega í
eldhúsinu með henni, hún lagaði dýr-
indissteikur og fínar sósur og sá til
þess að allt væri rétt gert og fallega
fram borið. Lóa var einstaklega minn-
ug, bjó yfir miklum fróðleik og kunni
ógrynni af vísum og ljóðmælum. Alls
þessa naut hún í góðum hópi og gáfur
hennar auðguðu líf hennar og sam-
ferðafólksins.
Lóa fylgdist af alúð með velferð
fjölskyldunnar sem hún tengdist
tryggðarböndum ung að árum. Hún
lét sig hlutina varða, var hrein og bein
og tók þátt í lífi okkar til hins síðasta.
Lóa var ákveðin og fylgin sér og
minnti okkur á þegar henni þótti við
hæfi að gera sér dagamun eða fagna
merkisviðburðum. Þannig var það í
vetur að slíkur viðburður var í nánd
og veisla í augsýn með vorinu. Þegar
til kom var Lóa fyrst til að mæta,
prúðbúin og kát sem fyrr og naut þess
að vera með í stórum hópi gesta. Í lok
veislunnar hafði hún á orði hversu
mjög hún saknaði þeirra í fjölskyld-
unni sem kvatt hafa.
Lóa naut tækifæra lífsins og mætti
verkefnunum af einurð og þraut-
seigju. Börnin í Tjarnargötu, sem hún
kom til að annast fyrir meira en 70 ár-
um, hafa nú öll kvatt nema Þorkell.
Að leiðarlokum þökkum við Lóu fyrir
allar góðar stundir, glettnina og fróð-
leikinn en ekki síst hlýhug hennar og
umhyggju og biðjum Guð að fylgja
henni á nýrri lífsbraut.
Sigrún Gunnarsdóttir.
Granítlegsteinar
og
fylgihlutir
Legsteinasala Suðurnesja, s. 421 3124
Aðstoða við gerð
minningargreina
Flosi Magnússon
sími 561 5608
eða 896 5608
flosi@flosi.is
Ástkær systir okkar,
SIGRÍÐUR M. STEPHENSEN
hjúkrunarkona,
Sólheimum 27,
Reykjavík,
lést á Landspítala Fossvogi miðvikudaginn
24. maí.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn
1. júní kl. 13.00.
Steinunn M. Stephensen,
Guðrún Magnúsdóttir Stephensen
og fjölskylda.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARÍA JÓNSDÓTTIR,
Víðilundi 20,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðviku-
daginn 24. maí.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 2. júní kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Anna Guðmundsdóttir, Guðmundur Lárusson,
Svanhildur Guðmundsdóttir, Hallur Albertsson,
Jón Þór Guðmundsson, Hildur Jóhannsdóttir,
Elín Guðmundsdóttir, Hermann Haraldsson,
Þorsteinn Guðmundsson, Hildur Sigurðardóttir,
ömmu- og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
AÐALBJÖRG JÓAKIMSDÓTTIR
frá Hnífsdal,
Drápuhlíð 27,
sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudag-
inn 25. maí, verður jarðsungin frá Háteigskirkju
föstudaginn 2. júní kl. 11.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Hrafnistu, DAS.
Ólafur Geirsson,
Gunnar J. Geirsson, Ólöf J. Stefánsdóttir,
Aðalsteinn Geirsson,
Helga Björk Ólafsdóttir,
Styrmir Geir Ólafsson, Anna M. Þorbjörnsdóttir,
Geir Ólafsson
og langömmubörn.
Konan mín,
SIGRÍÐUR ÓSKARSDÓTTIR,
Langholtsvegi 162,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum mánudaginn 22. maí.
Jarðarförin hefur farið fram.
Fyrir hönd hinnar látnu,
Magnús Jónsson,
Friðrik Magnússon,
Hrefna Magnúsdóttir,
Jón Magnússon,
barnabörn og barnabarnabarn.