Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 11
FRÉTTIR
Laxveiðin hefst í Norðurá ámorgun. Stjórnarmenn íStangaveiðifélagi Reykja-víkur ríða á vaðið og fylgj-
ast veiðimenn um land allt spenntir
með, langri bið eftir nýju veiðisumri
er að ljúka. Veiði hefst síðan í hverri
laxveiðiánni á fætur annarri út júní-
mánuð.
Metveiði varð á laxi í fyrrasumar,
en þá veiddust 55.168 laxar á stöng á
Íslandi. Var það um 20% meiri veiði
en sumarið 2004 þegar veiddust yfir
45.000 laxar; var það mesta veiði frá
1988.
Á ársfundi Veiðimálastofnunar á
dögunum sagði Guðni Guðbergsson
fiskifræðingur ákveðnar vísbend-
ingar um að laxveiðin nú í sumar
yrði heldur minni en í fyrra.
„Við eigum von á nokkurri fjölgun
stórlaxa í sumar, eftir gott smálaxa-
sumar í fyrra, en aukningin verður
ekki mikil,“ sagði Guðni. „Göngu-
seiðaárgangurinn sem gekk út árið
2005 var líklega heldur minni en sá
sem gekk út árið á undan. Á móti
kemur að endurheimtur hafa aukist,
einkum á Norðausturlandi. Þar hef-
ur ástand sjávar líklega verið með
hagstæðara móti.
Við höfum séð að veiði í Norður-
Noregi og Rússlandi hefur endur-
speglast á einhvern hátt í veiði hér á
norðanverðu og austanverðu landinu
tveimur árum síðar. Veiðin í ánum
þar ytra minnkaði 2003 og 2004 og
það eru vísbendingar um að veiðin
2006 verði heldur minni en 2005.“
16,7% veiddra laxa sleppt
Af þeim löxum sem veiddust á
stöng í fyrra var 9.224 sleppt aftur,
eru það um 16,7% veiddra laxa, örlít-
ið hærra hlutfall en 2004 þegar rúm-
lega 16% laxanna var sleppt. Hlut-
fallið var hæst árið 2002, 17,7%.
Veiðimenn eru áfram hvattir til að
sleppa stórlaxi, laxi sem hefur verið
tvö ár í sjó, en hlutfall stórlaxa sem
var sleppt var allt of lágt í fyrra að
mati fiskifræðinga og annarra sem
vilja auka veg hans í ánum að nýju.
Það færist engu að síður í vöxt að
íslenskir veiðimenn sleppi laxi og
hafa sumir viðmælendur á orði að
menn temji sér sífellt meiri hófsemi
við veiðar og komi betur fram við
náttúruna. Það verður æ algengara
að kvótar séu settir á afla í ánum og
að fiski umfram kvóta beri að sleppa,
og þá finnst mörgum veiðimanninum
laxveiðin mikilvægari sem íþrótt en
öflun matar; það sé fengur fyrir alla
veiðimenn að hafa sem flesta laxa í
ánni. Sýnt hefur verið fram á að
a.m.k. 20% laxa í ám þar sem veitt er
og sleppt veiðast aftur.
Veiðast 13 laxar
við opnun Norðurár?
Mikill hugur er kominn í Bjarna
Júlíusson, formann SVFR, sem fær
að taka fyrstu köst sumarsins í
Norðurá í fyrramálið. Í fyrra spáði
Bjarni góðri veiði í opnunarhollinu
en enginn stjórnarmanna setti þó í
fisk. Það kom ekki að sök, ef horft er
á veiðina í Norðurá í fyrrasumar;
þar var slegið met, 3.138 laxar.
„Við ætlum að standa okkur betur
núna en í fyrra,“ segir Bjarni hlæj-
andi þegar hann var beðinn um að
spá aftur í veiðina við opnun Norður-
ár. „Við skoðuðum aðstæður í ánni
um helgina og sáum enga laxa. Það
var mjög lítið vatn, en nú er að byrja
að rigna og stóri straumurinn var á
laugardagskvöldið svo ég er svaka-
lega bjartsýnn. Þrettán er happatala
í minni fjölskyldu og þess vegna ætla
ég að spá því að við veiðum þrettán
laxa í opnuninni!“
Bjarni segir viðmælendur sína
sammála um að þetta verði gott lax-
veiðisumar. „Fiskifræðingar hafa
gefið út að öll teikn séu um að sum-
arið verði í lagi. Hinsvegar held ég
að ólíklegt sé að veiðin verði betri en
í fyrra. Sumarið í fyrra var einstakt í
alla staði.
Ég veit að þessi fylgni sem var
milli sterkra smálaxagangna eitt ár-
ið og kröftugs tveggja ára lax árið
eftir er að mestu leyti horfin. En ef
eitthvað eimir eftir af henni þá munu
þessar svakalegu smálaxagöngur í
fyrra skila okkur tveggja ára laxi,
meira að segja á Vesturlandi. Í
Norðurá gengu um 8.000 laxar og í
ljósi þess er ég bjartsýnn á að
tveggja ára fiskur láti sjá sig þar.
Ég held að í heildina verði veiðin
mjög góð og fari yfir meðalveiði síð-
ustu tuttugu ára.“
Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá
Lax-á, er einnig bjartsýnn. „Sumar
ár verða skiljanlega ekki eins góðar
og í fyrra, en samt góðar.
Ég er ótrúlega bjartsýnn á Rang-
árnar. Held að þær haldi sér og að
Ytri-Rangá verði jafnvel betri en í
fyrra. Og ég er bjartsýnn á ganginn í
ánum á Norðurlandi. Laxinn sást
snemma í Blöndu og hún opnar á
mánudag, ég verð þar að veiða og er
byrjaður að nötra af spenningi!“
Spáir rosalegu þurrkasumri
Jón Þór Júlíusson er ungur að ár-
um en hefur á síðustu árum haslað
sér völl, ásamt félögum sínum, sem
einn af umsvifameiri leigutökum lax-
veiðiáa á landinu. Meðal áa sem
hann höndlar með eru Grímsá, Laxá
í Kjós og Svalbarðsá.
„Ég held það verði mikið af laxi í
ánum, allar ár verði fullar af fiski, en
þetta verði rosalegt þurrkasumar,“
spáir Jón Þór. „Þeir sem lenda í
rigningu veiða gríðarvel. Ég vona að
ég hafi rangt fyrir mér, en þetta er
tilfinningin.
Ég held það verði klárlega nóg af
laxi. Seiðaárgangar eru alls staðar
góðir, góðar endurheimtur úr slepp-
ingum. Ég held að Húnavatnssýsl-
urnar verði áfram í uppsveiflu og ég
held við sjáum líka góðar tölur á
Austurlandi. Kannski ekki met eins
og í fyrra, en það má ekki gleyma því
að tölurnar voru svo víða ótrúlegar
þá. Það er ekki sumar til að miða við.
Ef Þverá-Kjarrá fer í 2.000 laxa
núna þá er það fækkun um 50% – en
engu að síður gríðarleg veiði.“
Vonir um gott
laxveiðisumar í
kjölfar metveiði
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
! "
#
$%&'()
*) $""+%
,
,-&.
%"/
0%+$
'& +% 1
1
%+ ++ %-
%-
%-
%-
%-
%-
%-
%-
%-
%-
%-
#
! "
,
0%+$
,-&.
%"/
'& +% 1
2 &/ 3""
4 )
1
%+ %+ %-
%-
%-
%-
%-
%-
%-
%-
%-
%-
%-
DAGUR án tóbaks er í dag. Þessi ár-
legi alþjóðlegi baráttudagur gegn
tóbaksnotkun er ekki lengur nefnd-
ur „reyklausi dagurinn“, því nú er
lögð áhersla á að hvetja fólk til að
nota tækifærið og hætta tóbaksnotk-
un. Um 35% Íslendinga reyktu dag-
lega 1985 en 27% árið 1995. Í fyrra
sögðust um 20% reykja. Reiknað var
út að á árunum 1995-2004 hafi 263
dáið árlega vegna reykinga.
„Við hvetjum fólk til að hætta að
nota tóbak í dag eða velja einhvern
dag á næstunni til að hætta því,“
sagði Jakobína H. Árnadóttir, verk-
efnisstjóri tóbaksvarna hjá Lýð-
heilsustöð. Áberandi auglýsingar
verða notaðar til að vekja athygli á
því hvað vinnst með því að hætta tób-
aksnotkun. Lýðheilsustöð hefur sett
ráð og upplýsingar, sem auðvelda
fólki að hætta tóbaksnotkun, á
heimasíðu sína. Í dag verða einnig
hjúkrunarfræðingar og ljósmæður í
Kringlunni og Smáralind og veita
fólki upplýsingar og aðstoð við að
hætta tóbaksnotkun. Þá verður
símaþjónustan Ráðgjöf í reykbind-
indi (sími 800 6030) opin lengur en
vanalega í dag eða frá kl.10-22.
Lýðheilsustöð er í samstarfi við
flestar stærstu verslunarkeðjur
landsins um að minna á lög um sölu á
tóbaki. Samkvæmt þeim má yngra
fólk en 18 ára hvorki kaupa né selja
tóbak. Ráðist var í þetta samstarf nú
bæði vegna tóbakslausa dagsins og
vegna þess að á sumrin kemur margt
ungt fólk til starfa í verslunum.
!"#
"# $% $%!
&
!
&
'$$ !"
%
!
$
( !% !!( )*+,*+-./- 01223450-3446-734
8
9
.%$ 4 %
:;
:
!
"
!
!
#
$
%
&
$
$ !
! %
!
" '(
/$ !
)
$
$&
*
2
7$%&!! <!
%&!!%!! $ %!# ' 5=" >(!
%&!!?
' !"
@A
#
!!
!!
$
B
&'
&
.5267!3805$
Dagur án tóbaks í dag
TENGLAR
..............................................
www.lydheilsustod.is
„EF menn eru að velta fyrir sér ein-
hverjum spurningum um vanhæfi
er það mjög langsótt því við erum
fulltrúar Reykjavíkurborgar, bæði í
Minjavernd og þessum starfshóp.
Við gætum því engra persónulegra
hagsmuna heldur hagsmuna borg-
arinnar. Við tökum engar ákvarð-
anir heldur metum kosti og galla
tillögunnar. “
Þetta segir Helga Jónsdóttir
borgarritari en hún ásamt Salvöru
Jónsdóttur, sviðsstjóra Skipulags-
og byggingarsviðs Reykjavík-
urborgar, er stjórnarmaður í
Minjavernd ehf. en á jafnframt sæti
í starfshópi borgarstjóra um tillögu
um flutning Árbæjarsafns í Viðey.
Tillagan var send borgarstjóra af
Þyrpingu hf.
Efni erindisins er tillaga um
flutning húsa Minjasafns Reykja-
víkur í Árbæ út í Viðey. Í inngangi
að erindinu kemur þetta fram: „Fé-
lögin Þyrping og Minjavernd áttu
fulltrúa í nefnd um framtíð Við-
eyjar á árinu 2001 og lögðu þar
fram tillögu sem ekki fékk mikla
umræðu. Af hálfu þessara aðila var
tekin upp umræða á liðnu sumri um
endurlífgun þeirrar tillögu …“ Til-
lagan sjálf hljóðar þannig: „Þyrp-
ing, í samstarfi við Minjavernd,
leggur það til við borgaryfirvöld að
hús Minjasafns Reykjavíkur í Árbæ
verði flutt út í Viðey og núverandi
safnasvæði í Árbæ verði nýtt til
uppbyggingar íbúabyggðar.“
Minjavernd var ráðgjafi
Ríkið á 38,27% í Minjavernd ehf.
og Reykjavíkurborg á jafnstóran
hlut en sjálfseignarstofnunin Minj-
ar á 23,46% í fyrirtækinu. „Verk-
efnið yrði á ábyrgð Þyrpingar ef af
verður. Hins vegar hefur Minja-
vernd tekið að sér að vera ráðgjafi
Þyrpingar ef af þessu verður.“
Helga skýrir orðalagið „Þyrping,
í samstarfi við Minjavernd“ þannig:
„Þyrping naut samstarfs við Minja-
vernd í að vinna húsakönnunina og
kostnaðaráætlunina fyrir verk-
efnið.“ Að öðru leyti geti hún ekki
tekið ábyrgð á því hvernig Þyrping
orðar tillöguna. Hún bendir á að er-
indið sem nú er til meðferðar sé frá
Þyrpingu einni. „Nú vinnur þessi
hópur embættismanna að grein-
argerð um kosti og galla. Við höf-
um nauðsynlega þekkingu og yf-
irstjórn hvert á okkar sviði.“
Aðspurð um hvort þær Salvör
sitji ekki í raun beggja vegna
borðsins ítrekar Helga að þær sitji í
stjórn Minjaverndar fyrir hönd
Reykjavíkurborgar. „Það eru ein-
göngu starfsmenn og sérfræðingar
Minjaverndar sem hafa komið að
þessari vinnu. Við höfum engra
hagsmuna að gæta annarra en
hagsmuna Reykjavíkurborgar.“
Stjórnarmenn í Minjavernd sitja í nefnd um Árbæjarsafn
„Gætum einvörðungu
hagsmuna borgarinnar“
Morgunblaðið/Jim Smart
Nefnd embættismanna í borginni er að meta kosti þess og galla að flytja Árbæjarsafn til Viðeyjar.
STANGVEIÐI