Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 19
MINNSTAÐUR
SUÐURNES
Níutíu ára
en samt ný
Við opnum2. júní
Keflavík | Keflvíska hljómsveitin
Safnaðarfundur eftir messu und-
irbýr útgáfu hljómplötu með eig-
in lögum í bland við lög eftir
aðra. Hljómsveitin leikur mikið á
dansleikjum, um allt land, og
framundan er þétt dagskrá.
„Það var hóað saman strákum í
sal Tónlistarskóla Reykjanes-
bæjar til að spila saman og hafa
gaman af. Við vorum allir í námi
þar,“ segir Gunnar Ingi Guð-
mundsson bassaleikari hljóm-
sveitarinnar Safnaðarfundur eftir
messu. Hljómsveitin var stofnuð
haustið 2002 og hefur lengst af
þeim tíma verið virk í spila-
mennsku, leikið á dansleikjum
um allt land. „Við erum miklir fé-
lagar, nánast eins og bræður. Það
viðheldur áhuganum,“ segir
Gunnar Ingi.
Félagarnir úr Safnaðarfundi
eftir messu hafa mest leikið tón-
list eftir aðra, aðallega gamla
góða tónlist sem Gunnar Ingi seg-
ir að fólkið vilji hlusta á. Þeirra
eigin hlutur í tónlistinni hefur þó
heldur vaxið.
Gunnar Ingi er aðal lagahöf-
undur hljómsveitarinnar. Auk
lagasmíða fyrir eigin hljómsveit
átti hann Þjóðhátíðarlag Vest-
mannaeyja 2003. Þorvaldur Hall-
dórsson trommuleikari semur
textana. Jón Marinó Sigurðsson
er söngvari hljómsveitarinnar og
Gylfi Gunnar Gylfason gítarleik-
ari.
„Við stefnum að því að gefa út
plötu, með okkar lögum í meiri-
hluta en nokkur verða eftir aðra.
Vinnum hægt og hljótt að þessu,“
segir Gunnar Ingi og telur að
þeir séu um það bil hálfnaðir með
upptökur. Þeir eru að reyna að
koma fyrstu lögunum í spilun í
útvarpi en lögin er hægt að nálg-
ast á rokksíðum og vef hljóm-
sveitarinnar, folk.is/sfmessa.
Hljómsveitin hefur verið undir
smásjá hjá bandarísku fyrirtæki
sem vill gefa út fyrir þá þar.
Hafa þeir fengið boð um að koma
út til að kynna það sem þeir eru
að gera. Gunnar Ingi segir að
það sé mikið mál að breyta öllu
efninu en segir að þeir séu
spenntir fyrir þessu. „Það verður
kannski af því næsta sumar.“
Þangað til ætla þeir að einbeita
sér að íslenska markaðnum, gefa
út plötuna og spila. Gunnar Ingi
segir að mikil spilamennska sé
framundan, úti um allt, eins og
hann kemst að orði.
„Erum nánast
eins og bræður“
Vinir Gunnar Ingi, Þorvaldur, Jón Marinó og Gylfi Gunnar spila undir
merkjum Safnaðarfundar eftir messu. Framundan er þétt dagskrá.
Keflavík | Framkvæmdir við inn-
réttingu nýrra skurðstofa á þriðju
hæð D-álmu Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja í Keflavík hefjast á næst-
unni. Samþykkt hefur verið að ráð-
ast í framkvæmdina og verður útboð
auglýst á næstunni.
Þriðja hæðin er fokheld að hluta
og tilbúin undir tréverk að hluta.
Stjórnendur Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja hafa viljað nýta húsnæð-
ið fyrir nýjar skurðstofur sem nú eru
í þröngu húsnæði í gamla sjúkrahús-
inu. Nú hefur nefnd um opinberar
framkvæmdir samþykkt tillögu heil-
brigðisráðuneytisins um að ráðast í
þessa framkvæmd.
Að sögn Sigríðar Snæbjörnsdótt-
ur, framkvæmdastjóra HSS, er hús-
næðið um 1.000 fermetrar. Það verð-
ur nýtt til að koma upp skurðstofu og
aðgerðastofu, sótthreinsun og að-
stöðu fyrir starfsfólk, auk skrifstofa.
Áætlanir sem gerðar voru á vegum
HSS á sínum tíma gerðu ráð fyrir að
kostnaður gæti orðið allt að 200
milljónum kr.
„Þegar þessi aðstaða kemur verð-
um við tilbúin að takast á við fram-
tíðina. Við verðum komin með þá að-
stöðu sem þarf til að veita alla
nauðsynlega heilbrigðisþjónustu í
útjaðri höfuðborgarsvæðisins,“ segir
Sigríður.
Leyfi veitt
til að inn-
rétta nýjar
skurðstofur
Fréttir á SMS