Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 25
ófleki
Reykja-
m sem
nan
m allt.
m 30
ið stöðv-
r mikill
m um
Jóhann-
háttar
við not-
na og
ustri og
í loftið
t snjóbíl-
t og
m björg-
em veðrið
fur
nnig klifið
fleiri tinda í Öræfajökli, s.s. Hrútsfjallstinda sem eru
meðal næstu nágrannatinda Hvannadalshnúks. Bjart-
mar sagði þá félaga ekki hafa gert svokallað snjóflóða-
próf í hinni viðkvæmu brekku í Hvannadalshnúk, en
slíkt er gjarnan gert þegar grunur leikur á snjóflóða-
hættu til fjalla. „Við komum fyrir Dyrhamarinn og
tókum strauið upp sem endaði svona. Það er auðvelt
að vera vitur eftir á og við gerum þetta öðruvísi næst.
En það er mikil lukka að lifa af snjóflóð. Okkur tókst
einhvern veginn að komast út úr flóðinu og ég ætlaði
ekki að gefast upp án þess að berjast. Það get ég svar-
ið að ég hélt að þetta væri búið – enda var útlitið
dökkt. En það hafðist.“
Bjartmar vildi færa öllum þeim sem að björguninni
komu alúðarþakkir fyrir aðstoðina sem hann segir að
hafi verið veitt af mikilli fagmennsku.
Tilkynningaskylda æskileg
Ragnar Frank Kristjánsson þjóðgarðsvörður er gagn-
rýninn í garð fjallgönguhópa sem leggja á eigin vegum
á Hvannadalshnúk og láta engan í héraði vita af ferð-
um sínum áður en lagt er af stað. Ragnar sagðist ekk-
ert þekkja til mannanna sem lentu í hremmingunum á
fjallinu í gær og þaðan af síður hefði hann vitað af
ferðaáætlun þeirra. „Þetta segir manni að það væri
æskilegt að hafa einhverskonar tilkynningaskyldu fyr-
ir þá sem ætla á jökulinn [Öræfajökul]. Sem þjóð-
garðsvörður veit ég ekkert um hverjir eru að fara
þarna upp og heldur ekki sem formaður björg-
unarsveitarinnar Kára. Miðað við alla þá umferð fjall-
göngumanna sem orðin er á hnúkinn væri eðlilegt að
koma upp kerfi í þessa veru. Ég hef því lagt til að
komið verði á fót tilkynningaskyldu rétt eins og þegar
menn fara á sjó. Þá yrði tilgreint hvaða leið menn ætl-
uðu sér að fara og hvenær þeirra væri vænst niður.
Við þessar fáu hræður sem búum hér í Öræfum stönd-
um berskjölduð frammi fyrir svona uppákomum. Þeg-
ar hingað koma um hundrað fjallgöngumenn um
hverja helgi, þá má búast við svona slysum.“
Fengið neikvæð viðbrögð
Ragnar segist hafa fengið heldur neikvæð viðbrögð við
hugmyndum sínum um tilkynningaskylduna, enda sé
með henni verið að svipta menn ákveðnu frelsi. „En ég
held að sjómenn myndu aldrei tala um frelsissvipt-
ingu,“ bendir hann á. „Ég held að það væri sjálfsögð
kurteisi gagnvart björgunarsveitum í litlu samfélagi
að menn létu vita af sér.“
Morgunblaðið/RAX
r brotnaði á ökkla og þriðji tognaði á ökkla. Greinilega má sjá á myndinni hvar snjóflóðið féll, en mennirnir voru rétt neðan við sprunguna, ofarlega í flóðinu, þegar það skall á þeim.
Aðstandendur mannanna sem slösuðust í snjóflóðinu komu til að taka á
móti þeim við komuna til Reykjavíkur og urðu þar fagnaðarfundir.
fast upp án þess að berjast“
saða til Hafnar. Hér er Jóhannesi Magnússyni
tmar Örn Arnarsson er lengst til hægri.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 25
Stökkvarar úr Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur stukku út úr flugvélLandhelgisgæslunnar um 2 klukkustundum eftir að útkall barstvegna snjóflóðsins á Hvannadalshnjúki í gær, og lentu um 800 metra
frá slysstað. Snorri Hrafnkelsson og Pétur Kristjánsson, sem voru stökk-
stjórar í ferðinni, segja að þessi viðbragðstími sýni gildi slíkra björgunar-
aðferða í tilvikum þar sem þyrlur gæslunnar eiga erfitt með að athafna sig.
Aldrei áður hefur verið beitt fallhlífasveit í neyðarútkalli eins og gert
var á Öræfajökli í gær og óvíst að almenningur viti yfirhöfuð af tilvist
þessa sérhæfða flokks. Mikil gleði ríkti meðal flugbjörgunarsveitarmanna
vegna þessa langþráða áfanga. „Þetta var löngu orðið tímabært. Björg-
unarstökk hafa verið þjálfuð í 20 ár og oft höfum við verið nálægt því að
stökkva en aldrei stokkið fyrr en núna,“ segir Jónas Magnússon hjá FBSR.
Stökkstjórarnir stökkva ekki sjálfir, heldur beina flugvélinni á réttan
stað og sjá um að stökkið gangi vel fyrir sig. „Þessi aðgerð, að ná í þessa
menn upp á jökulinn tókst alveg rosalega vel í það heila,“ segir Snorri.
Þetta er í fyrsta skipti sem meðlimir Flugbjörgunarsveitarinnar stökkva
í björgunaraðgerð á þeim tveim áratugum sem hún hefur verið starfandi,
en tvisvar hafa þeir verið komnir í loftið þegar beiðni um aðstoð er aft-
urkölluð. Stökkstjórarnir eru sammála um að gott sé að hafa loksins reynt
í raunverulegri aðgerð það sem þeir hafi verið að undirbúa sig fyrir svo
lengi.
„Auðvitað vill enginn æfa fótbolta endalaust en fá svo aldrei að keppa,“
segir Snorri, og Pétur tekur í sama streng: „Þetta var góð prufukeyrsla,
sem heppnaðist alveg 100%, þannig að við erum klárir í slaginn aftur, það
er nokkuð ljóst, og verðum enn betri næst.“
Skilyrði á slysstað voru þannig að flugstjóri þyrlu Landhelgisgæslunnar
treysti sér ekki til að lenda. „Þegar við komum austur var skýjaslæða sem
kom og fór á svæðinu, og þyrlan átti í vandræðum með það,“ segir Snorri.
Slík skilyrði valda fallhlífasveitinni engum erfiðleikum, en þeir eru m.a.
þjálfaðir í næturstökkum. Björgunarstökk er frábrugðið venjulegu fallhlíf-
arstökki á þann hátt að stokkið er í kringlóttri fallhlíf sem bundin er með
taug í flugvélina og opnast því strax eftir stökk. Fallhlífarnar eru nákvæm-
lega sams konar og notaðar eru í hernaðarskyni og því getur stökkvarinn
stokkið með bakpoka og skíði.
Stökkstjórarnir segja Flugbjörgunarsveitina hafa átt mjög gott sam-
starf við Landhelgisgæsluna undanfarin ár og áratugi, og segja afar mik-
ilvægt að Gæslan hafi á að skipa nægilega góðri flugvél til að takast á við
verkefni af þessu tagi. TF-SÝN uppfylli þeirra þarfir, en mikilvægt sé að
ný vél gæslunnar, sem nú hefur verið ákveðið að kaupa, geri það líka.
Fallhlífasveitin
notuð í fyrsta skipti