Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 24
Einn fjallgöngumannanna fimm, Bjartmar ÖrnArnarson, var ásamt félögum sínum að klífaHvannadalshnúk eftir hinni svonefndu Virk-isleið þegar snjóflóðið féll á hópinn. Allir
hafa þeir félagar gengið áður á Hnúkinn nema einn úr
hópnum. Voru þeir bundnir saman í öryggislínu eins
og vera ber á sprungusvæði á jöklum. Leiðin lá frá
Virkisjökli við Svínafellsfjall áleiðis að Hvannadals-
hrygg og þaðan að Dyrhamri í rúmlega 1.900 metra
hæð. Þaðan er um tveggja tíma gangur upp á tindinn
sjálfan en leiðin í heild er um 8–10 klst. löng og um 5
klst. tekur að ganga til baka. Telst þetta vera ein
lengsta fjalladagleið á fjöllum í gervallri Evrópu.
Virkisleiðin er margreynd leið á hnúkinn og hefur
verið farin af fjallgönguhópum svo árum skiptir. Fleiri
leiðir eru færar á hnúkinn þótt ekki séu þær eins
brattar og Virkisleiðin. Nefna má að snjórinn neð-
arlega á Virkisleiðinni hefur minnkað töluvert á allra
síðustu árum og er hún orðin illfærari fyrir vikið og
því ekki fyrir nema nokkuð vana fjallgöngumenn.
Allt hafði gengið vel á uppleiðinni hjá þeim félögum
í gær, uns óhappið varð fyrir ofan Dyrhamar.
„Við vorum fimm saman í línunni þegar snj
rann af stað,“ sagði Bjartmar við komuna til R
víkur í gær ásamt þeim tveimur félögum sínum
hlutu meiðsli. „Við rúlluðum með flóðinu og lín
kippti í okkur þannig að við köstuðumst út um
Flekinn var ekki mjög stór eða þykkur, eða um
metra breiður og 50 metra langur. Þegar flóð
aðist voru allir með höfuðið upp úr og það var
léttir. Við kölluðum hver til annars og spurðum
ástand og líðan hvers og eins. Þá sagðist Jói [
es Magnússon] vera brotinn og var það meirih
áfall fyrir okkur. Við vorum VHS-talstöð sem
uðum til að kalla upp kerfi björgunarsveitann
fengum strax svar frá Vík og Kirkjubæjarklau
boðunum var komið til skila. Þyrlan var send
og allt gekk eins og í sögu. Það voru ræstir út
ar, vélsleðar, þyrlan, Fokker-vél, fallhlífasveit
fleiri.
Það væsti ekki um okkur á meðan við biðum
unar og við klæddumst dúnúlpum auk þess se
var gott.“
Þetta var í fjórða skiptið sem Bjartmar klíf
Hvannadalshnúk á 10 árum en hann hefur ein
Þyrla Landhelgisgæslunnar hífir einn hinna slösuðu um borð, en einn þeirra var rifbeinsbrotinn, annar
Fimm björgunarsveitarmenn stukku út í fallhlíf rétt við slysstaðinn, en
þetta er í fyrsta skipti sem það er gert við björgunaraðgerð hér á landi.
„Vildi ekki gef
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
Þyrla gæslunnar flutti sla
hjálpað frá borði, en Bjart
24 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
DÓMAR Í ENRON-MÁLINU
Fyrir helgi voru kveðnir uppdómar yfir helztu forsvars-mönnum Enron, bandaríska
fyrirtækisins, sem hrundi til
grunna fyrir nokkrum árum eftir
að uppvíst varð um margvíslega
svikastarfsemi í rekstri fyrirtæk-
isins. Það hefur tekið fimm ár að
leiða þetta mál til lykta frá því að
rannsókn þess hófst. Annar helzti
forystumaður fyrirtækisins fékk
dóm vegna allra ákæruliða og á yfir
höfði sér fangelsisdóm í 45 ár. Hinn
var dæmdur vegna 19 ákæruliða en
sýknaður vegna 9 og getur dæmd
fangelsisvist hans numið allt að 185
árum.
Enron-málið var mjög umrætt
fyrir nokkrum árum, þegar í ljós
kom, að margir æðstu stjórnendur
fyrirtækisins, endurskoðendur
þess og viðskiptabankar höfðu tek-
ið þátt í að leyna raunverulegri
stöðu fyrirtækis, sem skráð var á
markað í Bandaríkjunum. Raunar
hefur Enron-málið orðið eins konar
tákn mála, þar sem forsvarsmenn
almenningshlutafélaga fara yfir
strikið og misnota fé fyrirtækis
sem þeir eiga ekki einir heldur með
öðrum, stórum og smáum.
Enron-málið varð líka til þess að
Bandaríkjaþing brást mjög hart við
og setti nýja og mjög stranga lög-
gjöf um reikningsskil fyrirtækja.
Er óneitanlega bæði fróðlegt og
lærdómsríkt að sjá hvað Banda-
ríkjamenn taka hart á svona mál-
um.
Í forystugrein brezka dagblaðs-
ins Financial Times sl. laugardag
var fjallað um dómana í Enron-mál-
inu og hvatt til þess að bæði þeir
sem sitji í stjórnum fyrirtækja og
hluthafar verði virkari í að fylgjast
með rekstri viðkomandi fyrirtækja.
Í forystugrein bandaríska dag-
blaðsins International Herald Trib-
une, sem gefið er út í París, segir
nú um síðustu helgi:
„Kennert Lay og Jeffrey Skill-
ing, fyrrverandi aðalforstjórar
Enron, fengu sitt tækifæri fyrir
rétti. Báðir höfðu hálaunaða lög-
menn til að verja sig og útskýra
þeirra hlið málsins fyrir kviðdómi.
Á fimmtudaginn komst kviðdómur
að þeirri niðurstöðu, að báðir væru
sekir um refsivert athæfi … Við
sem þjóðfélag höfum eyðileggjandi
tilhneigingu til að líta á glæpi á
borð við búðarrán eða sölu fíkni-
efna sem mjög alvarlega og nei-
kvæða fyrir samfélagið en höfum
meira umburðarlyndi gagnvart
sviksemi í rekstri fyrirtækja og að í
þeim tilvikum hafi kaupsýslumenn
gengið svolítið of langt. Þótt byssu
sé ekki beitt getur afbrot verið til
staðar.“
Blaðið lætur í ljósi þá ósk að nið-
urstaða kviðdómsins í Enron-mál-
inu verði til þess að aðrir forstjórar
fyrirtækja gæti að sér og vitnar í
orð eins saksóknarans í málinu,
sem sagði að enginn, ekki einu
sinni forstjórar 500 stærstu fyrir-
tækja Bandaríkjanna, væru hafnir
yfir lög.
Eftir dómana í Enron-málinu
hlýtur það að vera nokkurt um-
hugsunarefni fyrir okkur, hvort til-
efni sé til að taka upp í íslenzka lög-
gjöf einhver ákvæði úr Sarban-
es-Oxley löggjöfinni, sem sett var í
Bandaríkjunum í kjölfar Enron-
málsins. Hefur viðskiptaráðuneytið
hér kannað hvort tilefni er til þess?
DANSA SJÁLFSTÆÐISMENN Í SÓLSKINI?
Guðni Ágústsson, landbúnaðar-ráðherra og varaformaður
Framsóknarflokksins, spyr þeirrar
spurningar í samtali við Morgun-
blaðið í gær, hvers vegna Sjálfstæð-
ismenn dansi í sólskini og njóti
verka ríkisstjórnarinnar en Fram-
sóknarflokkurinn búi við eilífa
áreitni. Er það svo?
Þetta sjónarmið kemur fram aft-
ur og aftur hjá talsmönnum Fram-
sóknarflokksins. Þeir telja sig taka
á sig allan mótbyr vegna starfa rík-
isstjórnarinnar en að Sjálfstæðis-
flokkurinn baði sig í vinsældum og
njóti almannahylli fyrir það, sem vel
er gert.
Þessar vangaveltur sýna í hnot-
skurn hvert vandamál Framsóknar-
flokksins er. Í stað þess að líta í eig-
in barm og spyrja sjálfa sig þeirrar
spurningar hvað þeir geti gert bet-
ur horfa þeir einhvers konar öfund-
araugum á samstarfsflokkinn í rík-
isstjórn, sem hefur nú ekki alltaf átt
góða daga.
Hver tók á sig þann pólitíska
kostnað, sem fylgdi átökunum um
fjölmiðlalögin? Var það Framsókn-
arflokkurinn? Hver tók á sig þann
pólitíska kostnað, sem fylgdi átök-
unum við forsetann vegna fjölmiðla-
laganna? Var það Guðni Ágústsson?
Ef samstarfsflokkur Framsókn-
armanna í ríkisstjórn talaði á sama
veg mundi sá flokkur geta fært fyrir
því nokkur rök, að Framsóknar-
flokkurinn og forystumenn hans
hafi hlaupið í pólitískt skjól í þeim
hörðu átökum, sem stóðu yfir á
árinu 2004. Það hafa Sjálfstæðis-
menn í ríkisstjórn ekki sagt en gætu
hafa sagt. Svo að dæmi sé tekið.
Í kjölfar sveitarstjórnarkosning-
anna er augljóst að Framsóknar-
flokkurinn þarf að íhuga og endur-
skoða stöðu sína. En það verður
ekki gert með því að horfa til ann-
arra heldur verða Framsóknar-
menn að tala við sjálfa sig. Fram-
sóknarmenn þurfa að lofta út hjá
sér eins og Morgunblaðið sagði í
forystugrein nokkrum dögum fyrir
kosningar. Hvernig þeir gera það er
þeirra mál. En þeir verða að hleypa
fersku lofti inn í Framsóknarflokk-
inn, sem er orðinn of innilokaður og
fámennur. Loftið þar inni er orðið of
þungt. En þeir fá ekki fleira fólk inn
í Framsóknarflokkinn nema þeir
sýni að þeir séu tilbúnir til að hleypa
einhverjum inn.