Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SÆL mamma. Þú áttir eflaust síst af öllu von á að fá skilaboð frá mér í gegnum Morgun- blaðið, þegar ég gæti allt eins hringt í þig. Sum skilaboð eru hins vegar svo mikilvæg að aðrir hafa gott af því að heyra þau líka. Í dag er alþjóðadagur án tóbaks og mig langar til þess að ræða við þig enn einu sinni um það að hætta að reykja. Ég hef gert það oft áður og ég veit að þú hefur líka reynt ítrekað að hætta, en því miður hefur það ekki tekist nema skamman tíma í senn. Ég þarf ekkert að ræða um skaðsemi reyk- inga, þú veist allt um það sjálf, hvaða áhrif það getur haft á blóð- rás og blóðþrýst- ing, svo ekki sé minnst á lungun. Þannig að ég ætla ekki að predika um það. Mig lang- ar að biðja þig um að reyna enn og aft- ur að hætta og ekki gefast upp fyrr en það tekst. Nú ert þú orðin amma og þarft á öllu að halda til að halda góðri heilsu. Ég vil því biðja þig enn einu sinni að hætta. Ekki fyrir mig, heldur fyrir þig sjálfa og barnabörnin. Það eru ýmsar leiðir til að leita aðstoðar við að hætta að reykja, t.d. eru upplýs- ingar á heimasíðu Lýðheilsustöðvar www.lydheilsustod.is og það er einnig hægt að hringja í reykingasímann 800-6030, sem er opinn í dag kl. 10–22 og alla virka daga kl. 17–19. Þar eru ráðgjafar sem geta hjálpað þér af stað. Svo getur þú auðvitað líka hringt í mig og ég mun hvetja þig áfram. Þú verður bara að taka af skarið! Með bestu kveðju, EINAR SKÚLASON, Mávahlíð 33, 105 Reykjavík. Opið bréf til mömmu Frá Einari Skúlasyni, sem situr í tóbaksvarnarráði Einar Skúlason Á NÆSTU árum mun jarð- gangagerð aukast í landinu miðað við þá tækniþekkingu sem fyrir hendi er. Virkjunarframkvæmdir á Kára- hnjúkasvæðinu vekja spurningar um hvort nú skuli ákveða heilborun veg- ganga til að afskrifa snjóþunga þröskulda í 500 til 600 m y.s. Hálkan á þessum fjallvegum í 15% til 20% halla þrefaldar slysahættuna. Nógu mikil er hún af sjóflutningunum sem ekkert erindi eiga inn á þjóðvegina. Á hverju ári komast vegirnir í Hvalnes, Þvottár og Kambanesskriðum í frétt- irnar eins og heimamenn í fjórð- ungnum hafa kynnst. Fullvíst þykir nú að svo verði áfram. Ákvörðun um að ráðast í jarðgöng milli Hnífsdals og Bolungarvíkur á undan Héðins- fjarðargöngum vekur spurningar um hvort ríkisstjórnin skuli ákveða strax tvenn jarðgöng á Suðurfjörðum Aust- urlands til að afskrifa þessar dauða- gildrur fyrir fullt og allt. Samhliða framkvæmdum í Vestfjarðagöng- unum áttu fyrrverandi þingmenn Austfirðinga að láta kanna möguleika á jarðgangagerð undir Lónsheiði og sömuleiðis milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar vegna aukinnar slysa- hættu í Kambanesskriðum. Eftir það sem skeð hefur í Hvalnes- og Þvott- árskriðum skulu sveitarstjórnirnar í fjórðungnum og allir þingmenn Aust- firðinga að svara því strax hvort nú eigi að ákveða tvenn jarðgöng til að afskrifa þessar tvær slysagildrur eins og heimamenn á Suðurfjörðunum krefjast. Samhliða Almannaskarðs- göngunum myndu jarðgöng undir Lónsheiði auk neðansjávarganga undir Berufjörð tryggja enn betur heilsárssamgöngur Hornafjarðar við Suðurfirði Austurlands. Árangurs- laust hafa heimamenn á Djúpavogi, í Berufirði og víðar á Suðurfjörðunum varað við slysahættunni í Hvalnes, Þvottár og Kambanesskriðum. Án þess að gerð verði tvenn jarðgöng inn í Stöðvarfjörð samhliða Berufjarð- argöngum er óþarfi að heimamenn á Djúpavogi, í Berufirði og víðar á Suð- urfjörðunum sem treysta á stóra Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað keyri 400 km báðar leiðir. Fyrir Hornfirðinga eru þetta 600 km. Þetta gengur aldrei upp. Unnin hefur verið skýrsla af Rannsóknarstofnun Há- skólans á Akureyri fyrir SSA um neðansjávargöng undir Berufjörð sem stytta vegalengdina um 30 km. Í 18% halla tryggir uppbyggður vegur um Öxi aldrei sambærilegt öryggi í 530 m y.s. Hann kemur aldrei í stað jarðganga inn í Breiðdal. Skýrsluhöf- undar sem tengjast þessu máli telja að þeir jarðgangakostir sem skoðaðir eru verði tilbúnir innan 10 ára. Til- gangurinn er að meta þá jarð- gangakosti eftir aðferðum sem RHA hefur þróað. Þarna er gerð ákveðin tilraun til forgangsröðunar. Þetta snýst um að tengja þéttbýlisstaðina á Mið-Austurlandi og Austur-Héraði við Suðurfirðina. Stærstu þéttbýlis- staðirnir verða líka tengdir inn í for- sendur matsins. Miðað við reynsluna frá Hvalfjarðar- og Vestfjarðagöng- unum yrðu samfélagsleg áhrif mikil verði gerð tvenn jarðgöng inn í Stöðvarfjörð. Til eru mörg dæmi um að heimamenn á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði sæki vinnu til Djúpavogs og keyri daglega 170 km báðar leiðir. Reglur um úthlutun fjármuna til jarðgangagerðar eru úreltar. Þeim verður að breyta þótt samgöngu- ráðherra segi nei. Úthlutunin skal vera þannig að hún gagnist öllum. Þá yrði skipting fjármuna sanngjarnari. Eitt dæmi um ranga útdeilingu fjár- muna eru fyrirhuguð Héðinsfjarð- argöng sem örfáir landsbyggðar- þingmenn blekktu Alþingi til að ákveða á röngum forsendum. Kostn- aðurinn við þessi göng fyrir norðan getur numið 1⁄5 hluta af heildar- upphæðinni sem fékkst fyrir rík- iseignirnar ef varnargarður verður byggður til að tryggja öryggi veg- arins milli gangamunnanna í Héðins- firði gegn snjóflóðahættum. Þeim landsbyggðarþingmönnum sem þess iðrast að hafa samþykkt Héðinsfjarð- argöng í stað Vaðlaheiðarganga fer fjölgandi. Ég tala gegn því að stóra Fjórðungssjúkrahúsið eigi heima í Neskaupstað án jarðganga sem tengja alla Fjarðabyggð og Seyð- isfjörð við Egilsstaðaflugvöll vegna sjúkraflugsins. Öll rök mæla með því að Mjóafjarðargöng skuli ákveða strax vegna stóriðjuframkvæmda á Reyðarfirði. Spurningin er ekki hvort þau komi, heldur hvenær þó að tví- breið veggöng í stað gömlu Odd- skarðsganganna hafi forgang. Ákveðum tvíbreið jarðgöng undir Hellisheiði, Lónsheiði Breiðdalsheiði og Berufjarðargöng. GUÐMUNDUR KARL JÓNSSON, Stangarholti 7, Reykjavík. Berufjarðargöng Frá Guðmundi Karli Jónssyni SUNNUDAG eftir kjördag í sveitar- stjórnarkosningunum birtist sér- kennilegt opnuviðtal við vega- málastjóra í Morgunblaðinu þar sem hann úttalar sig m.a. um mál Sunda- brautar, sem mikið hafa verið rædd undanfarna mánuði, eða allt frá því að ríkisstjórn Íslands ákvað sérstaklega að verja 8 milljörðum af söluandvirði Símans til þessarar framkvæmdar. Hafa stjórnmálamenn allra flokka og þar með talinn yfirmaður vega- málastjóra, samgönguráðherra, talið brýnt að verkinu yrði komið í fram- kvæmd og það sem allra fyrst. Í úr- skurðum Skipulagsstofnunar og um- hverfisráðherra og bókun borgar- stjórnar um málið var skýrt kveðið á um samráð við íbúa í þeim hverfum sem að liggja, enda hefur það gríð- arleg áhrif á umhverfi og lífsgæði íbúa hvernig hraðbraut, sem anna á 30–50 þúsund bílum á sólarhring, er lögð beint inn í gróin hverfi. Þetta samráð stendur nú yfir og virðist vera í góðum farvegi þar sem verið er að leita lausna sem koma til móts við sem flesta hagsmuni og þar á meðal tugþúsunda íbúa í Grafarvogi og Laugardalshverfum sem hljóta að eiga rétt á því að skattfé þeirra sé ekki notað til þess að eyðileggja hverfin með vanhugsuðum fram- kvæmdum. Tvennt kemur sérstaklega á óvart í umræddu viðtali. Í fyrsta lagi sú full- yrðing vegamálastjóra að Sundabraut sé ekki brýnasta verkefnið í sam- göngumálum og virðist það stangast á við vilja ríkisstjórnar sem hefur lagt lykkju á leið sína til að fjármagna þetta verkefni sérstaklega. Má skilja þetta þannig að vegamálastjóri hygg- ist fresta framkvæmdinni um ótil- greindan tíma? Hefur hann vald til þess? Margir íbúar hefðu svo sem ekkert á móti því, en skilningur þeirra var sá að hér væri um afar brýna framkvæmd að ræða og vildu þeir því frekar koma að verkefninu með upp- byggilegum hætti en að berjast gegn því með kjafti og klóm. Í öðru lagi fullyrðir vegamálastjóri að Vegagerðin mæli með innri leið af því ávinningur af öðrum leiðum sé enginn. Íbúar hafa farið vel og mjög vandlega yfir þau mál með fagmönn- um og fleirum og það er morgunljóst í þeirra huga að ávinningur af jarð- göngum er margfaldur á við hina innri leið eða eyjalausn á landfyllingum yfir þveran Elliðavog. Umhverfisáhrif eru miklu minni, sjónmengun er engin, ekki verður þörf fyrir þau hrikalegu mislægu gatnamót sem leggja þarf við Skeiðarvog, Holtaveg og sennilega víðar ef Sæbrautin á að anna þeim tugþúsundum bíla sem berast með Sundabraut. Loft- og svifryksmengun verður einnig miklu viðráðanlegri í göngum með þurru malbiki. Sama á við Grafarvogsmegin, loft-, hljóð- og sjónmengun í túnfæti íbúa yrði marg- falt meiri á innri leið en ef valin eru jarðgöng með uppkomu í Gufunesi. Við teljum því að það sé fullkomlega rangt að halda því fram að innri leiðin, með landfyllingum við ósa Elliðaár og svifryksskýi í stíl við gamla gula skýið frá Áburðarverksmiðjunni, sé „um- hverfislega og fyrir íbúa í nágrenninu […] auðveldust“. Íbúar í Grafarvogs- og Laugardalshverfum telja að verði sú leið valin sé verið að fremja var- anleg skemmdarverk á hverfum þeirra og þeir munu svo sannarlega berjast gegn þeirri lausn með kjafti og klóm. ELÍSABET GÍSLADÓTTIR, GAUTI KRISTMANNSSON, GUÐMUNDUR J. ARASON, MAGNÚS JÓNASSON, fulltrúar Íbúasamtaka Grafarvogs og Laugardals í samráði um Sundabraut. Vegavillur vegamálastjóra Frá Elísabetu Gísladóttur, Gauta Kristmannssyni, Guðmundi J. Ara- syni og Magnúsi Jónassyni Kristinn Pétursson: „Endur- vinna gagnagrunn ICES og Hafró“ Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar ÞAÐ er mikið af góðu fólki um þessar mundir að reyna að höfða til skynsemi stjórnvalda og heilbrigðrar skyn- semi okkar varðandi umhverfisvernd á Ís- landi. Mér datt í hug að reyna að höfða til hins íslenska hégóma. Það er á allt reyn- andi. Margar raddir hverra eigendur vita mikið meira en ég um þessi mál hafa stigið fram og sagt mikið. Það er vel og senni- lega hef ég ekki miklu við það að bæta. Þetta hlýtur að vera mest umrædda mál áratugarins, ekki satt? En ég get sagt ykkur eitt, verandi búsett erlendis síðastliðin fjögur ár. Þegar ég hef verið spurð hvaðan ég kem og svarað því að ég væri frá Íslandi hef ég undantekn- ingarlaust fengið eftirfarandi við- brögð: „Vá, ertu frá Íslandi, er ekki ótrúlega falleg ósnortin náttúra þar? Mig langar svo að fara þangað og skoða.“ Og oft fæ ég: „Ég hef heyrt að það sé ekkert nema skapandi fólk á Ís- landi.“ Svo bætist alls kyns við, um tungu- málið, fólksfjöldann og ýmislegt en það er hér um bil undantekning- arlaust talað um nátt- úrufegurð og ósnortna náttúru. Það er myndin sem fólk hefur af Ís- landi hér á meginland- inu. Að það sé ósnortin exótísk eyja full af skapandi fólki. Ókei, þetta vita margir, en nú kemur það sem ég vildi segja ykkur. Ég fæ undanfarna mánuði oftar og oftar nokkurs konar samúðarviðbrögð. Það gerðist í fyrsta sinn um daginn þegar ég var að fá mér kaffi á kaffistofunni á vinnustofunni minni og það voru þarna komnir nýir strákar í bygginguna og við kynnt- um okkur: – Gunnhildur, en skrítið nafn. Ertu sænsk? – Nei, ég er íslensk, sagði ég tilbúin að demba mér í landkynn- ingarpakkann; jú, það er yndislega fagurt, já, við erum voða fá, jú, það er líflegt listalíf, jú, einmitt, ís- lenska er mjög gamalt og upp- runalegt tungumál… o.s.frv. En því var ekki að heilsa í þetta sinn. – Guð minn góður! Ertu frá Ís- landi? Er það satt að þið séuð að fara að eyðileggja stórt landsvæði af ósnortinni náttúru? Guð minn góður, ég samhryggist þér innilega. Ertu ekki reið? – Ha? Vá, hvernig veist þú þetta! Sagði ég nokkuð ráðvillt, – jú, ég er reið og miður mín. Ég bara skil ekki að stjórnvöld í landinu mínu gangi fram í nafni eyðileggingar og stóriðju í stað þess að nota skap- andi afl ósnortinnar náttúru og skapandi afl fólksins. Er það ekki alveg gjörsamlega óskiljanlegt! – Jú, það er einsog þið séuð að fara afturábak og breytast í þriðja heims ríki, – Jæja, bless. Gaman að kynnast þér… Samtalið var lengra en þetta en í stórum dráttum var þetta svona. Þetta voru kvikmyndagerðarmenn sem höfðu einhvers staðar séð heimildarmynd um þetta verkefni Alcoa og drógu sínar ályktanir. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fékk viðbrögð af þessu tagi. Það var al- veg gjörsamlega nýtt fyrir mér en ég hef æ oftar verið að fá ekki ósvipuð viðbrögð undanfarið. Það er nefnilega þannig hér á meg- inlandi Evrópu að ósnortin náttúra er rosalega sjaldgæf. Þetta vitum við vel, við vitum að við eigum magnaða náttúru. Ekki alveg ein- staka einsog við höldum. Það er mjög margt fallegt í heiminum en það er líka búið að eyða mörgum fallegum stöðum. Illa upplýst og skammsýnt fólk hefur í gegnum tíðina vaðið uppi með efnahaginn einan fyrir sjónum. Það er ekki ófyrirgefanlegt því þá vissu menn ekki betur og voru þess vegna þröngsýnir og skammsýnir. En núna! Árið 2006 er þetta gjör- samlega ófyrirgefanlegt. Við erum að fara að eyða einhverju sjaldgæfu og mögnuðu fyrir hráframleiðslu á áli! Í alvöru talað, elsku Ísland. Ekki gera þetta. Það er viðurkennd heimska að skjóta sig í fótinn. Umræða áratugarins Gunnhildur Hauksdóttir fjallar um ósnortið land og stefnu stjórnvalda Gunnhildur Hauksdóttir ’Illa upplýst og skamm-sýnt fólk hefur í gegnum tíðina vaðið uppi með efnahaginn einan fyrir sjónum.‘ Höfundur er myndlistarmaður búsett í Berlín. Í VETUR hefur Reykjavík verið skítugasta borg sem ég hef komið í. Ég er hættur að telja dagana þar sem mengun í Reykjavík hefur farið yfir hættumörk. Ég þarf eng- in mælitæki til að sjá hversu slæm mengunin er orðin því þegar ég hef gengið eða hjólað um borgina hefur mig sviðið í vitin. Bílum hefur fjölgað til muna. Þeir sem fara sinna ferða á bíl hafa kannski ekki gert sér grein fyrir umfangi mengunarinnar enda eru flestir bílar með síur í loftræst- ingu. Gangandi vegfarendur og börn á leikvöllum njóta ekki góðs af þessum síum. Borgir með svona mikla bílaum- ferð geta einfaldlega ekki leyft nagladekk. Dekkin verða bönnuð, það er ég viss um. Þurfum við að bíða eftir áratuga rannsóknum á heilsufari okkar áður en við kom- umst að þessari niðurstöðu? Kveðja, KÁRI HARÐARSON, Reynimel 68, 107 Reykjavík. Hvenær bönnum við nagladekk? Frá Kára Harðarsyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.