Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 41
MENNING
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
GÓÐ HEILSA
GULLI BETRI
Magi og melting
Acidophilus
FRÁ
www.nowfoods.com
Málstofa
um þorskastríðin þrjú
- í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá lokum
landhelgismálsins
Hátíðasal Háskóla Íslands
fimmtudaginn 1. júní 2006 kl. 12.15-15.00
Dagskrá:
12.15 Afhending fyrstu eintaka ritsins „Þorskastríðin þrjú og saga
landhelgismálsins, 1948-1976“. Höfundur: Guðni Th. Jóhannesson.
Útgefandi: Hafréttarstofnun Íslands.
12.20 Ávarp Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra.
12.30 Ávarp Geirs H. Haarde utanríkisráðherra.
12.40 Ávarp Einars Kr. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra.
12.50 Veitingar í boði Hafréttarstofnunar Íslands.
13.20 Erindi Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings við Hugvísindastofnun H.Í.
14.00 Erindi Peters Hennessy prófessors í breskri nútímasögu
við Háskólann í London.
14.30 Fyrirspurnir og umræður.
15.00 Slit.
Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu,
forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands.
Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir
FRUMSÝNT verður í dag leikritið
Ritskoðarinn (e. Censor) eftir
Anthony Neilson, þann sama og
gerði verkið Penetreitor sem flutt
var hér á landi síðasta sumar og
vakti mikla athygli.
Eins og Penetreitor tekur Rit-
skoðarinn á viðkvæmum málum á
óvæginn hátt. Það gefur kannski vís-
bendingu um hvers leikhúsgestir
mega vænta að sýningin er strang-
lega bönnuð börnum.
Leikstjóri sýningarinnar er Jón
Páll Eyjólfsson: „Þetta er í raun ást-
arsaga. Ung listakona hefur gert
kvikmynd þar sem hún notar líkam-
ann og kynferðislegar athafnir til að
tjá tilfinningar. Hún vill reyna að
nota kynlífið og holdið sem tjá-
skiptamáta, sem ekki er bundinn við
klámiðnaðinn,“ segir Jón Páll.
„Svo er ritskoðarinn: maður sem
ritskoðar ekki bara kvikmyndir
heldur líka sjálfan sig. Hann er í
óhamingjusömu og ástlausu hjóna-
bandi og getur ekki átt holdlegt sam-
ræði við konur vegna óhuggulegs
leyndarmáls. Hann hefur svo óhugn-
anlegar langanir í kynlífi að hann
þorir jafnvel ekki að deila þeim með
konunni sinni.“
Ritskoðarinn og listakonan fara að
takast á um kvikmyndina djörfu, og
kynnast hvort öðru um leið: „Hún
reynir að veiða upp úr honum leynd-
armálið – frelsa hann – fá hann til að
hætta að ritskoða eigin tilfinningar
og langanir og veita þeim einhverja
útrás. En með því er ekki öll sagan
sögð: með frelsinu kemur um leið til
sögunnar sú ábyrgð sem frelsinu
fylgir. Ábyrgðin er ekki bara þess
sem veitir tilfinningum sínum útrás,
heldur bera þeir líka ábyrgð sem
skapa þær aðstæður að menn láta
undan löngunum sínum,“ útskýrir
Jón Páll.
„Þetta er kannski spurning um
mörk manns og dýrs. Margar at-
hafnir okkar í svefnherberginu eru
oft og tíðum dýrslegar og ólíkt milli
einstaklinga hvar mörkin liggja milli
óvenjulegs og ósmekklegs, (jafnvel
ósiðlegs og viðbjóðslegs) annars veg-
ar, og hins vegar þess sem við teljum
vera viðunandi í samskiptum milli
fólks á kynlífssviðinu.“
Eins og með önnur verk Neilson
er ekki skafið utan af hlutunum, en
þó verkið sé gróft liggur grófleikinn
fyrst og fremst í orðunum: „Hann
lætur persónurnar ræða á grafískan
hátt um efni sem við myndum
kannski flest ekki kæra okkur um að
ræða. Fyrir leikarana er verkið mjög
krefjandi vegna þess að návígi í rým-
inu er algjört. Um leið er verkið ekki
síður krefjandi fyrir áhorfandann
sem situr í metrafjarlægð frá leik-
urunum, í sjálfri „skítaholunni“ eins
og ritskoðarinn kallar sjálfur skrif-
stofu sína. Það er því skiljanlegt að
orð séu notuð frekar en athafnir, því
það yrði mjög erfitt og líkast til ekki
mönnum bjóðandi í slíku umhverfi ef
ætti að fara að sýna samskipti sögu-
persónanna á annan hátt.“
Sýningin er samstarfsverkefni
Sokkabandsins og Vírus. Að Vírus
standa Vignir Rafn Valþórsson og
Stefán Hallur Stefánsson sem þýddu
verkið, en Stefán Hallur leikur að
auki í verkinu. Sokkabandið mynda
leikkonurnar Elma Lísa Gunn-
arsdóttir og Arndís Hrönn Egils-
dóttir.
Jón Páll segir verkið geta verið
áhugavert innlegg í þá umráðu sem á
sér stað um klámvæðingu í dag:
„Fólk segist oft lenda í hlutum, en
raunin er kannski sú að enginn lend-
ir í neinu, heldur sköpum við okkar
eigin lán eða ólán. Heil kynslóð Ís-
lendinga er í dag uppnefnd klamid-
íukynslóðin, en fáir virðast reiðu-
búnir að horfast í augu við það að
einhvers staðar hafa börnin lært það
sem fyrir þeim var haft.“
Ritskoðarinn er eftir Anthony
Neilson, í þýðingu Stefáns Halls
Stefánssonar og Vignis Rafns Val-
þórssonar. Leikarar eru Stefán
Hallur Stefánsson, Elma Lísa Gunn-
arsdóttir og Ásdís Hrönn Egils-
dóttir. Hljóðmynd gerði Hallur Ing-
ólfsson en leikstjóri er Jón Páll
Eyjólfsson.
Leiklist | Frumsýning á Ritskoðaranum eftir Anthony Neilson
Stefán Hallur Stefánsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir í hlutverkum sínum í Ritskoðaranum.
Sýningar á Ritskoðaranum fara
fram í húsnæði Sjóminjasafnsins í
Reykjavík, Grandagarði 8.
Frumsýning er í dag 31. maí kl. 20
og eru næstu sýningar 2., 3., 9. og
11. júní. Miðasala er við inganginn
og í síma 821-6013.
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
Ást, kynlíf, frelsi, ábyrgð
SÁ veit bezt er reynt hefur hversu
erfitt geti stundum verið að finna
tónlistarefni viðeigandi fyrirsögn.
Yfirskrift tónleikanna á sunnudag í
„15:15“ röð Caputs bar þess merki –
„Bezt að borða ljóð og serenöður við
dökkan spegil“; frekar hallærisleg
þrautalending sem maður hefur séð
áður og felst í að raða saman brotum
úr verkheitum eða söngtextum dag-
skrár svo myndi setningu.
Hefði þá ekki verið ögn skárra að
kalla t.d. prógrammið „Undorns-
lokkur“? Með góðum vilja hefði al-
veg mátt kenna hið íhugult hlé-
dræga 9 mín. söngverk Elínar
Gunnlaugsdóttur við ljóðræna nátt-
úruserenöðu, og sönglögin fjögur
eftir Jóhann G. Jóhannsson í lokin
höfðu einnig flest yfir sér vott af því
sama, jafnvel þótt kímnin væri
skammt undan í hinum tveim síð-
ustu.
Im dunklen Spiegel við ljóð
Barböru Köhlers „Das blaue
Wunder“ fyrir sópran, enskt horn og
strengjatríó var frumflutt í Sellfoss-
kirkju í fyrrahaust. Það var klið-
mjúkt og lágstemmt í samræmi við
lýrískan anda textans, samtengdist
frjálsmeðförnu gáróttu þrástefi og
var prýðilega flutt þó það segði mér
minna en t.a.m. beztu kórverk höf-
undar.
Hvorugt íslenzku tónskáldanna
var að vísu öfundarvert af nástöð-
unni við eitt fremsta tónskáld 20.
aldar, Paul Hindemith (1895–1963).
Lokkurnar hans þrjár fyrir sópran,
óbó, víólu og selló við klassísk-
rómantísk þýzk ljóð voru samdar
1924 sem morgungjöf til konu hans
er frumflutti þær ári síðar. Það var í
mörgu heillandi verk, 3+3+2 þættir
alls, og hvað spilamennsku varðar
þótti mér standa upp úr sólósellóið
undir sönginn í An Phyllis og rífandi
dúósamspil þess við víóluna í Duett –
hvoru tveggja í II. serenöðu. Hlín
Pétursdóttir tók hér meira á og skil-
aði oft glæstri hæð þó að lægsta
sviðið skorti fyllingu.
Hins vegar þótti mér vanta tals-
vert upp á textatúlkun og leikræna
tilburði í söngnum, og það átti einnig
við hin sjarmerandi íslenzku lög Jó-
hanns í lokin, Bráðum kemur betri
tíð / Atlantshafið (Halldór Laxness)
og lögin við ljóð Þórarins, Svo er og
Bókagleypir, þó svo að örlaði á kóm-
ískri innlifun í því síðasta, enda ill-
mögulegt annað. Þrátt fyrir fallega
rödd fannst mér Hlín eiga nokkuð
sammerkt með marga ekki sízt
yngri ljóðasöngvara okkar að ein-
beita sér fullmikið að tónmyndun á
kostnað framburðar og texta-
innihalds. Þegar svo ber undir er
hætt við að atriðin verði það keimlík
að hlustandanum fari smám saman
að leiðast.
Undornslokkur
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Norræna húsið
Elín Gunnlaugsdóttir: Im dunklen Spieg-
el. Hindemith: Die Serenaden Op. 35. Jó-
hann G. Jóhannsson: Fjögur sönglög *.
Hlín Pétursdóttir sópran, Eydís Franz-
dóttir óbó/enskt horn, Bryndís Páls-
dóttir fiðla, Herdís Anna Jónsdóttir víóla,
Bryndís Björgvinsdóttir selló* og Sig-
urður Halldórsson selló. Sunnudaginn
28. maí kl. 15:15.
Kammertónleikar
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
Smiðjuvegi 74
Sími 515 8700
BLIKKÁS –