Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 13 ERLENT KARLAR verja meiri tíma á klósettinu en fyrir fimm árum þar sem þeir sitja sem fastast til þess að flýja samtöl í eld- húsinu við eiginkonur sínar. Munurinn frá því fyrir fimm árum er mikill, því karlmenn dvelja nú tveimur tímum leng- ur á viku á kamrinum til að hvíla á sér eyrun. Þetta kemur fram í frétt dagblaðsins Jyllands-Posten, sem byggir á nýrri danskri rannsókn. Ganga niðurstöð- urnar þvert á hina rósrauðu ímynd rómantískra samveru- stunda í eldhúsinu, þar sem málefni líðandi stundar eru brotin til mergjar yfir rauð- vínsglasi. Að sögn Jyllands-Posten vilja karlar með þessu undir- strika að þeir þurfi athvarf þar sem þeir geti verið í friði með dagblað dagsins. Þá hefur blaðið það eftir Mette Mechl- enborg, sem er cand. mag. í menningarfræðum, að karlar séu einnig að flýja undan kon- um, sem hafi smátt og smátt hreiðrað um sig á stöðum þar sem eitt sinn var aðeins að finna karla, á borð við skrif- stofuna og í garðinum. Segir Mechlenborg að konur séu einnig farnar að sjá um bókhald heimilisins og þar sem þær hafi tekið yfir fyrri yf- irráðasvæði karla megi segja sem svo að þeir séu orðnir heimilislausir á eigin heimili. Karlar flýja samtöl í eldhúsinu SKÝRT var frá því í Washington í gær að John Snow fjármálaráðherra myndi láta af embætti og við tæki Henry M. Paulson, sem nú er stjórn- arformaður og framkvæmdastjóri fjármálarisans Goldman Sachs. „Hann hefur geysilega reynslu af við- skiptum og er hæfur til að útskýra efnahagsmál á einfaldan hátt, sagði George W. Bush forseti þegar hann sagði frá skipan Paulson í embættið. Snow hefur verið dyggur talsmað- ur efnahagsstefnu George W. Bush forseta, hefur ferðast um landið til að mæla fyrir umbótum á almanna- tryggingakerfinu og uppstokkun í skattamálum. En hvorugt málið hefur hlotið brautargengi og hefur það dregið úr áhrifum hans. Veik staða repúblikana Staða repúblikanaflokks Bush er nú verri en verið hefur í mörg ár, ekki síst vegna deilna um Íraksstríðið. Munu margir frambjóðendur vera hikandi við að tengja sig um of við stjórn Bush vegna óvinsælda hennar. Ríkisstjórnin er talin vilja fá öflugri talsmann í fjármálunum með ráðn- ingu Paulson nú þegar styttist í þing- og ríkisstjórakosningar í haust. Paul- son er ætlað að vekja sem mesta at- hygli á því sem vel hefur tekist í fjár- málunum, atvinnuleysi er lítið og hagvöxtur stöðugur. Paulson er stórefnaður, talinn eiga um 500 milljónir dollara, um 36 millj- arða króna. Hinn væntanlegi ráð- herra er þekktur í fjármálahverfi New York, Wall Street, fyrir eindreg- inn stuðning við umhverfisvernd. Er hann sagður hafa meiri áhuga á að skoða fugla í Central Park en að leika golf og er formaður náttúruverndar- samtakanna Nature Conservancy. Fyrr á árinu gaf hann 100 milljónir dollara, sem svarar um 7.200 milljón- um króna, í sjóð til umhverfisverndar og menntunar á því sviði. Bush skipar nýjan ráðherra fjármála Henry M. Paulson, sem tekur við af John Snow, er auðugur umhverf- isverndarsinni Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti hlustar á nýjan fjármálaráðherra sinn, Henry Paulson (t.h.), í garði Hvíta hússins í gær. ÓHÁÐ stofnun í Bretlandi hefur sett fram tillögur um að leggja eigi niður Heathrow-flugvöll vestan við Lund- únir og skipuleggja þess í stað nýjan alþjóðaflugvöll fyrir austan borgina. Segir stofnunin að hægt væri að reisa byggð fyrir 30 þúsund manns á núverandi flugvallarsvæði, sem sé skipulagslegt stórslys. Frá þessu sagði á fréttavef breska útvarpsins, BBC. Stofnunin sem um ræðir, The Town and County Plann- ing Association, segir að nýr flug- völlur fyrir austan Lundúnir muni draga úr hávaða í borginni vegna yf- irflugs flugvéla. Þá segir stofnunin að leggja eigi háhraðajárnbrautanet frá nýja flugvallarsvæðinu til að draga úr þörf á stuttum flugleiðum, sem hafi skaðleg umhverfisáhrif. Stofnunin segir ekki raunhæft að flytja flugvöllinn á næsta áratug heldur verði flutningurinn að taka lengri tíma. Í skýrslu stofnunarinnar segir að 60 ára saga Heathrow-flugvallar sé saga fjölda smávægilegra skipu- lagsmistaka sem samanlagt séu eitt af verstu skipulagsslysum landsins. Reuters Vilja leggja Heathrow niður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.