Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 43
VAXMYNDASAFN Madame Tuss-
auds í New York hefur gert það að
yfirlýstu markmið sínu að bjarga
söngkonunni Britney Spears frá eig-
inmanni sínum, Kevin Federline, og
„endalausri frjósemi hennar“ en
Spears á nú von á öðru barni þeirra
hjóna. Talsmaður safnsins segir alls
ekki vera um innrás í einkalíf stjörn-
unnar að ræða, enda sé tilgangurinn
sá að veita henni stuðning. „Aðdá-
endur hennar vilja að hún snúi sér
aftur að tónlistinni,“ segir hann.
„Við viljum sjá hana einhleypa, kyn-
þokkafulla og granna.“
Vill bjarga
Britney
Reuters
Nýverið var afhjúpuð vaxmynd af Britney Spears eins og hún var.
TÓNLISTARMAÐURINN Yagya
sendi nýverið frá sér aðra plötu sína,
Will I Dream During The Process?
Það er raftónlistarmaðurinn Að-
alsteinn Guðmundsson, betur þekkt-
ur sem Steini plastik, sem er mað-
urinn á bak við Yagya, en Steini
hefur verið lengi að í raftónlistinni
og komið fram undir fjölda nafna,
meðal annars Plastik og Yagya, auk
þess sem hann var í hljómsveitinni
Sanasól. „Ég er búinn að vera að
gera tónlist frá því ég var unglingur,
frá því ég var svona 15 ára gamall, –
það eru 15 ár síðan,“ segir Steini,
sem hefur alltaf lagt áherslu á raf-
tónlistina. „Já, ég lærði þetta allt
saman sjálfur með því að fikta í tölv-
unni minni.“ Steini segir að þótt
hann semji eingöngu raftónlist hafi
hann áhuga á annarri tónlist líka.
„Mér finnst öll tónlist skemmtileg og
ég hlusta á hvað sem er. Raftónlist
heillar mig ekkert sérstaklega, ég
kann bara að búa hana til,“ segir
hann.
Tölvupóstur víða að
Fyrsta plata Yagya, Rhythm of
Snow sem kom út árið 2002, vakti
nokkra athygli á erlendri grundu
þótt lítið hafi farið fyrir henni hér á
landi. „Ég seldi nú ekki margar plöt-
ur hér heima til að byrja með. Ég er
ekki alveg viss hvað ég hef selt
margar, en ég hef örugglega selt
svona 30 sinnum fleiri úti,“ segir
Steini, og bætir því við að platan hafi
Tónlist | Önnur plata
Yagya komin út
Róandi
raf-
tónlist
Morgunblaðið/ÞÖK
Steini segir raftónlist standa nokkuð höllum fæti á Íslandi.
selst víða um heim. „Ég hef fengið
tölvupóst frá Japan, Bandaríkj-
unum, Portúgal, Þýskalandi, Lithá-
en og fleiri löndum, þar sem fólk hef-
ur verið að hrósa tónlistinni,“ segir
hann.
„Þetta hefur alveg komið í búðir
hérna en ég hef kannski ekki verið
mjög duglegur við að auglýsa. Svo
stendur raftónlist hérna á Íslandi
svolítið höllum fæti, þetta er ekkert
rosalega vinsælt hérna. En það voru
samt alveg nokkrir hérna sem fíluðu
plötuna mína vel, Rhythm of Snow.“
Gleymdi að beygja
Steini segir að nýja platan hafi átt
að koma út fyrir löngu, en það hafi
hins vegar dregist töluvert.
„Hún átti að koma út fljótlega eft-
ir Rhythm of Snow en síðan lenti ég í
veseni þegar fyrirtækið sem gaf
hana út fór á hausinn. Ég fann annað
fyrirtæki sem ætlaði að gefa plötuna
út en þeir klikkuðu,“ segir hann, en
það var svo hollenska útgáfufyr-
irtækið Sending Orbs sem hafði
samband við hann, og gaf síðan nýju
plötuna út. „Þetta tók sinn tíma en
platan hefur þróast á meðan, hún
hefur vonandi bara batnað,“ segir
hann. „Hún kemur út í Hollandi en
þeir hjá Sending Orbs dreifa henni
út um allt. Þeir voru til dæmis að
segja mér að þeir væru búnir að
senda 500 eintök til Japans. Þeir eru
hins vegar með þá stefnu að selja
plöturnar aðallega á netinu.“
Steini segir skiptar skoðanir um
hvernig tónlist hann búi til.
„Ég hef alltaf sagt að þetta sé
svona minimal-dub og svona
minimal-tecno. En svo eru aðrir sem
segja að þetta sé meira house með
ambient-áhrifum,“ segir hann. „Ég
held að best sé að hlusta á hana þeg-
ar maður er að keyra úti í náttúrunni
og hlusta á hana í bílnum. Það var til
dæmis einhver sem skrifaði á netið
um plötuna. Hann var að keyra á
þjóðvegi í Hollandi og hlusta á plöt-
una um leið, og gleymdi að beygja út
af veginum þegar hann var að
hlusta,“ segir Steini.
Will I Dream During The Pro-
cess? er fáanleg í takmörkuðu upp-
lagi í verlsun 12 tóna við Skólavörðu-
stíg, og á heimasíðu hollenska
útgáfufyrirtækisins Sending Orbs.
www.sendingorbs.com
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
AP
Gisele er algjör engill.
Gisele vernd-
ari Amazon
BRASILÍSKA ofurfyrirsætan Gis-
ele Bündchen er orðin virkur um-
hverfisverndunarsinni en hún er
einn helsti stuðningsmaður verk-
efnis um verndun Xingu-árinnar í
Amazon. Áin er um 4.400 kílómetra
löng og rennur í gegnum 35 borgir
og bæi. Hún er í hættu vegna meng-
unar og skógareyðingar og ætlar
Gisele að vekja athygli á málefninu
víða um heim.
Fréttir
í tölvupósti
400 KR.
Í BÍÓ
*
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
Sími - 551 9000
X-Men kl. 6, 8.30 og 10.50 B.i. 12 ára
Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára
Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 6 og 10
Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 6
Cry Wolf kl. 8 B.i. 16 ára
Prime kl. 8 og 10.15
Þau bjuggu til morðingja sem
snerist gegn þeim…!
eee
H.J. Mbl
Mannbætandi og þrælfyndin rómantísk
gamanmynd með með Uma Thurman
og Meryl Streep í fantaformi!
50.000 gestir!
-bara lúxus
Sýnd kl. 6 og 9 B.i. 14 ára
Sýnd kl. 6 B.i. 10 ára
Salma hayekpénelope cruz
eeee
-LIB, Topp5.is
eeee
-MMJ kvikmyndir.com
Sýnd kl. 8 B.i. 16 ára
LEITIÐ SANNLEIKANS - HVERJU TRÚIR ÞÚ?
Sýnd kl. 6, 8 og 10:10 B.i. 12 ára
eee
VJV - TOPP5.is
eee
S.V. MBL.
LOKAUPPGJÖRIÐ Í HINUM STÓRKOSTLEGA X-MEN SAGNABÁLKI.
NÚNA MUNU HINIR STÖKKBREYTTU BERJAST INNBYRÐIS
MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ?
www.xy.is
200 kr afsláttur
fyrir XY félaga
eee
V.J.V.Topp5.is
eee
D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM
„...einn útsmognasti, frumlegasti
og vitrænasti spennutryllir ársins“
eeee- SV, MBL
„...gleðitíðindi fyrir unnendur
góðra trylla.“ - FGG, Fréttablaðið
EFTIRSÓTTUSTU
BANKARÆNINGJAR
VILLTA VESTURSINS
ERU MÆTTIR
FRÁBÆR
GRÍNSPENNU-
MYND FRÁ
SNILLINGNUM
LUC BESSON
eee
S.V. MBL.