Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 147. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is                                     !    "  #$%  #   &  $ '%  "    $    ( $  &             #      $       #       )            $  *+,   - .          +/   # 0         +1   # +2         3  $      "  +,      +2      &  #$%  MARAÞON REYKJAVÍKUR GLITNIS 19. ÁGÚST H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Veiðin hefst á morgun Vonir um gott laxveiðisumar í kjölfar metveiði í fyrra | 11 Úr verinu | Síldin góður sendiherra  Þura fegin að fá mig í land  Fiskverð  Bryggjuspjall Íþróttir | Stavanger vill Hall- dór  Svíar hita upp  Markús Máni í Val  Wade fór á kostum Úr verinu og Íþróttir í dag ÞEIR sem reykja í Evrópusam- bandslöndunum 25 og í þeim fimm löndum, sem bíða eftir aðild, eru nú 27% íbúanna en voru 33% fyrir fjór- um árum, 2002. Til samanburðar má nefna að kannanir, sem birtar voru í desember sl., sýndu að 19,3% íslenskra karla og 19,2% íslenskra kvenna reyktu þá daglega. Markos Kyprianou, sem fer með heilbrigðismál í framkvæmdastjórn ESB, sagði í gær að mjög góður ár- angur hefði náðst og kannanir sýndu „vaxandi andúð á tóbaks- reyknum í Evrópu“. Könnunin í Evrópu var gerð í til- efni af „Tóbakslausa deginum“, sem er í dag, og sýnir hún meðal annars að 56% eru hlynnt reyk- ingabanni á veitingastöðum og 80% styðja slíkt bann á öðrum opinber- um stöðum og vinnustöðum. Innan ESB eiga reykingar sök á flestum þeirra dauðsfalla, sem ann- ars hefði mátt koma í veg fyrir, en áætlað er að þau séu hálf milljón í ESB árlega og milljón í Evrópu allri. Fram kom hjá heilbrigðisráð- herra, Siv Friðleifsdóttur, nýlega að á árunum 1985–1995 hefði einn Íslendingur dáið daglega af völdum reykinga en síðan hefði dauðs- föllum af þessum sökum fækkað nokkuð. Tóbakið æ óvinsælla Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is  Dagur án tóbaks | 11 FIMM fjallgöngumenn lentu í snjóflóði í gær á Hvannadalshnúk og slösuðust þrír þeirra þegar flóðið hreif þá um 300 metra leið niður hlíðina. Einn rifbeinsbrotnaði, annar ökkla- brotnaði og sá þriðji tognaði á ökkla. Mennirnir fimm voru á göngu, bundnir saman með línu, þegar snjófleki rann af stað, sagði Bjartmar Örn Arnarson, einn fjall- göngumannanna, við komuna til Reykjavík- ur í gær ásamt þeim tveimur félögum sínum sem hlutu meiðsli. „Við rúlluðum með flóðinu og línan kippti í okkur þannig að við köstuðumst út um allt. Flekinn var ekki mjög stór eða þykkur, eða um 30 metra breiður og 50 metra langur. Þegar flóðið stöðvaðist voru allir með höfuðið upp úr og það var mikill léttir.“ Bjartmar sagði þá félaga ekki hafa gert svokallað snjóflóðapróf til að kanna hvort lík- ur væru á snjóflóði. „Það er auðvelt að vera vitur eftir á og við gerum þetta öðruvísi næst. En það er mikil lukka að lifa af snjóflóð. Okk- ur tókst einhvern veginn að komast út úr flóðinu og ég ætlaði ekki að gefast upp án þess að berjast. Það get ég svarið að ég hélt að þetta væri búið – enda var útlitið dökkt. En það hafðist.“ Umfangsmikil björgunaraðgerð Þegar neyðarkall barst kl. 12.30 frá mönn- unum í gegnum talstöð sem þeir höfðu með- ferðis var sett af stað umfangsmikil björg- unaraðgerð og voru hinir slösuðu teknir um borð í TF LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, kl. 16.21. Af jöklinum voru mennirnir fluttir til Hafnar í Hornafirði, þaðan sem TF SYN, Fokker-flugvél Gæslunnar, flutti þá til Reykjavíkur. Hinir tveir mennirnir urðu eft- ir á jöklinum ásamt björgunarmönnum sem komu á vettvang, og voru þeir fluttir af jökl- inum með björgunarsveitarmönnum á vél- sleðum og fjallabílum frá Kirkjubæjar- klaustri og Vík í Mýrdal. Jafnhliða fóru fjórir fallhlífastökkvarar í björgunarleiðangurinn og stukku úr Fokker- vélinni og voru fluttir með þyrlunni á slys- stað. Var þetta í fyrsta skipti í íslenskri björgunarsögu sem fallhlífasveit er notuð í alvöru útkalli. Þeir Atli Freyr Þórðarson (t.v.), Jóhannes Magnússon og Bjartmar Örn Arnarson slösuðust í snjóflóðinu og voru fluttir af slysstað á jöklinum með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þau Ásdís María Rúnarsdóttir og Fannar Freyr tóku vel á móti eiginmanni sínum og föður, Atla Frey Þórðarsyni. Hélt þetta væri búið Morgunblaðið/RAX  Bárust 300 metra með snjóflóðinu Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is  Vildi ekki gefast upp | Miðopna  Fallhlífastökkvarar sendir til bjargar Fimm menn heppnir að vera á lífi eftir að þeir lentu í snjóflóði á Hvannadalshnúk ÞYRLA Landhelgisgæslunnar átti í erfiðleikum með að athafna sig á jöklinum í gær vegna skýjahulu, en flugvél gæslunnar hringsólaði yfir jöklinum og fann glufu í skýjunum sem hægt var að nýta til að ná slös- uðu mönnunum þremur af jöklinum. Mennirnir eru ekki alvarlega slasaðir. Fundu glufu í skýjahulunni á jöklinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.