Morgunblaðið - 04.06.2006, Page 4

Morgunblaðið - 04.06.2006, Page 4
4 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 15 NOKKUR samdráttur verður í veiðum á þorski og ýsu milli ára miðað við tillögur um aflamark fyrir fiskveiðiárið 2006–2007 sem Hafrannsóknastofnun kynnti í gær. Gert er ráð fyrir aukinni veiði í síld en litlar breyt- ingar eru á aflamarki í öðrum tegundum. Forstjóri stofnunarinnar segir mikilvægt að stjórnvöld móti uppbyggingarstefnu varðandi nýliðun í þorskstofninum og að gripið verði til aðgerða sem fyrst. Hafró leggur til að hámarksafli í þorski á komandi fiskveiðiári verði 187 þúsund tonn en tillögur stofnunarinnar í fyrra gerðu ráð fyrir 198 þúsund tonna afla. Meðalþyngd í lágmarki Munurinn milli ára er því 11 þúsund tonn eða um 5,9%. Þetta kemur til vegna þess að meðalþyngdir úr afla eftir aldri eru nálægt sögulegu lágmarki. Meðalþyngd 3–7 ára þorsks er um 10% minni en árið 2002 og með- alþyngd 8–10 ára þorsks er um 20–40% minni. Í skýrslunni segir að svipaða þróun megi sjá þegar horft sé til meðal- þyngdar eftir aldri sam- kvæmt stofnmælingu og að líklega megi rekja þessa þróun til minna magns loðnu á útbreiðslusvæði þorsks sem komi m.a. fram í því að minna sé af loðnu í þorskmögum á þessu tíma- bili. Sjávarútvegsráðuneytið ákvarðar endan- legan hámarksafla en verði farið eftir til- lögum er það mat Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ, að heildaráhrif af breytingunum á föstu verðlagi séu að tekjur minnki um 2-3 milljarða króna. Vill lækka veiðihlutfall Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, segir að engin sérstök tíðindi séu varðandi þorskaflann og að tillögur stofn- unarinnar séu í samræmi við mat á ástandi í fyrra en brýnt sé að stjórnvöld móti upp- byggingarstefnu fyrir þorskstofninn. „Ef veiðiheimildir eiga að aukast verður uppbygg- ing að hefjast, draga þarf úr afla og stjórn- völd að móta uppbyggingarstefnu. Það þarf að grípa til aðgerða ef menn vilja auka lík- urnar á að ná meiri afla en verið hefur und- anfarið. Það helgast af því að nýliðunin er töluvert fyrir neðan langtímameðaltal und- anfarin ár. Á meðan meðalfjöldinn er ekki í meiri hæðum, sem við teljum fyrst og síðast tengjast stærð hrygningarstofnsins og sam- setningu hans, eigum við ekki von á því að þetta breytist á næstu árum,“ segir Jóhann. Fram kemur í skýrslunni að rannsóknir bendi til þess að ef veiðihlutfallið verði lækk- að tímabundið niður í 16% séu yfirgnæfandi líkur á að hrygningarstofninn stækki. Til- lögur nefndar sjávarútvegsráðherra um lang- tímanýtingu fiskstofna frá árinu 2004 eru rifj- aðar upp í skýrslu Hafró en þar kom m.a. fram að hagkvæmasta veiðihlutfall þorsksins sé á bilinu 18–23% og að ef framleiðsla hrygningarstofnsins verði með sama hætti og verið hefur á undanförnum áratugum er talið hagkvæmara að veiðiálagið sé í neðri mörkum þessa bils. „Í samræmi við niðurstöðu nefnd- arinnar og vísbendingar um þróun stofnsins á komandi árum leggur Hafrannsóknastofnunin til að aflaregla fyrir þorsk verði endurskoð- uð,“ segir í skýrslu Hafrannsóknastofnunar- innar og einnig að því markmiði megi ná með því að lækka veiðihlutfall niður í 15% næstu fjögur fiskveiðiár eða festa aflamarkið í 150 þúsund tonnum. „Að því búnu yrði aflamarkið aftur ákvarðað sem 22% eins og lýst var að ofan.“ Lélegur vöxtur ýsunnar Ástæður fyrir tillögum um minni afla í ýsu eru lægri meðalþyngd flestra árganga sem endurspeglar lélegan vöxt ýsu árið 2005. Lé- legur vöxtur hefur aftur leitt til minni hlut- deildar uppvaxandi árganga í veiðinni en gert var ráð fyrir og aukins veiðiálags á eldri ýsu, segir í skýrslunni. Tillögur Hafró um aflamark eru annars að mestu leyti þær sömu og í fyrra. Nokkur aukning er þó í síld, en lagt er til að veidd verði 130 þúsund tonn af síld í ár en í fyrra var lagt til að veidd yrðu 110 þúsund tonn. Samdráttur í veiðum samkvæmt tillögum sem Hafrannsóknastofnun kynnti fyrir komandi fiskveiðiár „Það þarf að grípa til aðgerða“ Jóhann Sigurjónsson Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is ALLS 33 þingmál voru afgreidd frá Alþingi í gær, laugardag, ýmist sem lög eða þingsályktunartillögur. Dag- inn áður höfðu 56 þingmál verið samþykkt á Alþingi. Það þýðir að samtals 89 þingmál voru samþykkt á Alþingi síðasta sólarhringinn fyrir þinglok í sumar. Þing kemur næst saman í byrjun október. Meðal þeirra mála sem samþykkt voru í gær er lagafrumvarp um að komið verði á fót kjararáði sem leysi af hólmi Kjaradóm og kjaranefnd. Þær breytingar voru hins vegar gerðar á upphaflegu frumvarpi að tekin var út sjálfvirk vísitölubinding launa. Þá var m.a. samþykkt tillaga iðnaðarráðherra um byggðaáætlun á árunum 2006 til 2009. Vildu breyta vaxtabótakerfinu Áður en hefðbundin dagskrá hófst í gærmorgun komu þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu og mæltu fyrir því að breytingar yrðu gerðar á skerðingarmörkum vaxta- bóta fyrir árið 2006 vegna mikillar hækkunar á fasteignamati að und- anförnu. Atli Gíslason, varaþing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hafði lagt fram til- lögu þess efnis á Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar og máls- hefjandi umræðunnar í gær, sagði að það væri skylda Alþingis að breyta þessu þegar í stað, svo skerðingin gengi ekki yfir heimilin í landinu í sumar þegar álagning skatta yrði birt. Hún sagði að hækk- un fasteignamatsins gæti haft þau áhrif að einstaklingar sem hefðu fengið vaxtabætur í fyrra fengju ekkert í ár og nefndi dæmi um slíkt. Aðrir stjórnarandstæðingar, úr Frjálslynda flokknum og Vinstri grænum, tóku í sama streng. Tillagan felld Árni M. Mathiesen fjármála- ráðherra sagði að það væri rétt að mikil hækkun hefði orðið á húsnæð- isverði, en vaxtabótakerfið væri hugsað þannig að þeir sem ættu meira fengju minni bætur frá rík- inu. „Það er ýmislegt til í því sem hér hefur komið fram og engin ástæða til að gera neitt lítið úr því. Þau dæmi sem háttvirtur þingmað- ur, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur nefnt eru eflaust til. Hins vegar er það ekki öll myndin og við vitum ekki hver niðurstaðan í þessu verð- ur fyrr en í sumar. Þá bætast við fleiri þættir, eins og varðandi það hvernig staðan verður varðandi íbúðalánin. Ég held það sé einfald- lega skynsamlegast fyrir okkur að við höfum allar upplýsingarnar á borðinu […] áður en við gerum breytingar.“ Tillaga Atla Gíslasonar um breyt- ingar í þessa veru var felld í at- kvæðagreiðslu síðar um daginn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði m.a. að mönn- um væri ekkert að vanbúnaði að gera þær breytingar sem þyrfti að gera til að koma í veg fyrir að þús- undir láglaunafjölskyldna í landinu yrðu af vaxtabótum í ár. Hann sagði að fjármálaráðherra væri með mál- flutningi sínum að reyna að drepa málinu á dreif. Morgunblaðið/Kristinn Það var létt yfir Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra við upphaf þingfundar í gær og virtist hann ekkert láta vangaveltur um stöðu hans og framtíðaráform á sig fá. Við hlið hans situr Geir H. Haarde utanríkisráðherra. Eld- húsdagsumræður fóru fram á Alþingi um miðjan dag í gær, sem telst heldur óvenjulegur tími fyrir þær. Hátt í 90 þingmál afgreidd á innan við sólarhring Eftir Örnu Schram arna@mbl.is BREYTINGAR voru gerðar á til- lögu ríkisstjórnarinnar um rann- sókn á opinberum gögnum um ör- yggismál á Alþingi í gær. Samkvæmt breytingunum skal gera forseta Alþingis og formönnum þingflokka grein fyrir framvindu verksins. Tillagan var upphaflega lögð fram í kjölfar þeirra upplýs- inga sem fram komu í erindi Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings, um heimildir stjórnvalda til síma- hlerana á tímum kalda stríðsins. Í tillögunni er lagt til að rík- isstjórninni verði falið að skipa nefnd m.a. fræðimanna til að ann- ast skoðun gagna sem snerta ör- yggismál Íslands á árunum 1945 til 1991 í vörslu opinberra aðila og ákveða, í samráði við forsætisráðu- neyti, utanríkisráðuneyti og dóms- og kirkjumálaráðuneyti, frjálsan að- gang fræðimanna að þeim, eins og sagði í tillögugreininni. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra mælti fyrir tillögunni á Al- þingi í fyrradag og lagði áherslu á að um hana næðist sátt. Áður höfðu stjórnarandstæðingar gagnrýnt að ekki væri gert ráð fyrir því að þing- ið kæmi að vinnu nefndarinnar. Samkomulag náðist um breyting- ar á tillögunni í fyrradag og segir allsherjarnefnd í umsögn sinni um tillöguna að hún telji rétt að forseti þingsins og formenn þingflokka eigi þess kost að fylgjast með fram- gangi starfsins. Allsherjarnefnd lagði því til að upphaflegri tillögu- grein yrði breytt og var það sam- þykkt. Ályktun Alþingis var því sam- þykkt svo breytt: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd undir formennsku stjórnar- formanns Persónuverndar og með þátttöku þjóðskjalavarðar, forseta Sögufélags, skrifstofustjóra Alþing- is og formanns stjórnmálafræði- skorar félagsvísindadeildar Háskóla Íslands til að annast skoðun gagna sem snerta öryggismál Íslands, innra og ytra öryggi, á árunum 1945–1991 í vörslu opinberra aðila og ákveða frjálsan aðgang fræði- manna að þeim. Formaður nefnd- arinnar skal á starfstíma hennar gera forseta Alþingis og formönn- um þingflokka grein fyrir fram- vindu verksins. Nefndin skili Al- þingi skýrslu um störf sín eigi síðar en í árslok 2006.“ Nefnd um rannsókn á símahlerunum Alþingi upplýst um framvindu verksins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.