Morgunblaðið - 04.06.2006, Side 10

Morgunblaðið - 04.06.2006, Side 10
10 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Dyrnar á skrifstofuFinns Ingólfssonaropnast og út kemurenginn annar en for-maður þingflokks Framsóknarflokksins, Hjálmar Árnason. Það er bara svona, hugsa ég með fréttir á bak við eyrað af óánægju framsóknarmanna, fundi landsstjórnar Framsóknarflokks- ins og aukafundi í miðstjórn. En svo minnist ég orða James Bond um að eitt skipti segi ekki neitt, tvö séu tilviljun, en í þriðja skiptið sé alvara á ferðum. Það væri gaman að vita, hvað gerðist ef ég fylgdist með Finni allan daginn! Hann hlær hins vegar bara að þessum bolla- leggingum mínum, býður í bæinn til viðtals um starf hans hjá VÍS eignarhaldsfélagi hf, en við vitum báðir að þegar viðskiptalífinu sleppir tekur pólitíkin við. „Nú þegar ég stend upp úr for- stjórastólnum hjá VÍS eignarhalds- félagi og tek að mér stjórnarfor- mennsku hjá Vátryggingafélagi Íslands, má segja að ég sé kominn á sama stað og þegar ég byrjaði hér í nóvember 2002.“ – Ég heyrði í útvarpinu á leiðinni að þú hefðir fimmfaldað verðmæti VÍS á þessum tíma. „Og kannski rétt rúmlega það,“ segir hann og hlær við. Svo hag- ræðir hann sér í stólnum til þess að rekja söguna: „Þegar ég tók við starfi forstjóra Vátryggingafélags Íslands, kom ég að félagi sem var fjárhagslega öfl- ugt og vel mannað. Grunnurinn var sem sagt mjög góður. Markaðs- hlutdeild félagsins var stöðug, en sóknarfærin lágu fyrst og fremst í að útvíkka starfsemi fyrirtækisins. Við fórum strax í það að marka félaginu framtíðarstefnu, sem fólst í því að útvíkka starfsemi þess, þannig að það sinnti ekki aðeins tryggingum heldur líka fjármála- og öryggisþjónustu. Í fyrsta lagi settum við okkur að stækka félagið. Við keyptum vá- tryggingafélagið Vörð í desember 2004, sem þá var staðsett á Ak- ureyri. Í febrúar árið eftir keyptum við Íslandstryggingu og samein- uðum þessi félög á miðju ári 2005. Síðan stigum við það skref að eign- ast líftryggingafélagið Lífís að fullu. Næst lá beinast við að fara í út- rás. Tryggingamarkaðurinn á Ís- landi er takmarkaður og hart barizt um bitana. Afkoman í tryggingum hafði líka dregizt saman. Við byrjuðum á því að kaupa 10% í norska tryggingafyrirtækinu Pro- tector og síðan 52% í IGI trygg- ingafélaginu í Nottingham, en í því eigum við kauprétt á allt að 75%. Þannig byggðum við upp trygg- ingaþjónustuna. Í öðru lagi keyptum við fjár- mögnunarfyrirtækið Lýsingu, sem var að stærstum hluta í eigu KB banka. Og í þriðja lagi jukum við svo hlut okkar í Öryggismiðstöðinni úr 8% í 58%. Þessi félög eru nú orðin dótt- urfélög í VÍS eignarhaldsfélagi, eins og hin fyrirtækin.“ – Þetta er bara eins og lýsing á hraðferð í dótabúð! Finnur brosir bara að þessari samlíkingu og fullvissar mig um að hvert skref hafi verið tekið að vandlega íhuguðu og undirbúnu máli, enda tali árangurinn sínu máli: Eigið fé hafi aukizt úr tæpum fimm milljörðum króna 2002 í tæpa 30 milljarða við fyrsta þriggja mán- aða uppgjör þessa árs. Og á sama tíma hafi heildareignir félagsins aukizt úr röskum 20 milljörðum í um 110 milljarða. VÍS var skráð á markað í Kaup- höll Íslands 2002. Um áramótin 2002/2003 var verðmæti félagsins rétt um 11 milljarðar á genginu 19 og þegar félagið var afskráð í des- ember 2004, var gengið 49 og markaðsvirðið 26 milljarðar. Við söluna nú er heildarvirði félagsins rétt tæpir 66 milljarðar. Áreiðanleiki, umhyggja og frumkvæði „Það er þrennt sem þarf að hafa í huga svo rekstur fyrirtækis gangi vel. Fjárhagslegi grunnurinn þarf að vera mjög sterkur. Félagið þarf að ráða yfir verulega góðum starfs- krafti; áhugasömu fólki, sem vill leggja sig fram. Og svo þarf að tryggja góðan viðskiptamannahóp, sem er ánægður með þjónustu fé- lagsins. Út frá þessum þremur grunn- atriðum hef ég þróað mínar áherzl- ur í félaginu og er enn sannfærðari nú en áður um réttmæti þeirra. 2003 settum við félaginu þrjú megingildi; áreiðanleika, umhyggju og frumkvæði. Árið eftir fór hver einasti starfsmaður félagsins, bæði í Reykjavík og á 56 starfsstöðum úti á landi, á námskeið í Háskóla Reykjavíkur. Þetta átti að tryggja það, að starfsfólkið legði sama skilning í þýðingu hinna þriggja gilda, sem aftur átti að tryggja það að viðskiptavinur á Reykhólum, Raufarhöfn eða í Vík fengi sömu þjónustu og viðskiptavinur í Reykjavík. Einnig sýndum við öll- um starfsmönnum okkar markmið félagsins, þannig að þeir vissu upp á hár að hverju félagið stefndi. Ég held að ekkert eitt atriði hafi haft jafnmikil áhrif til þess að bæta starfsandann og auka fólki vilja til að keppa að markmiðum félagsins. Í könnun Gallup 2002 vorum við vel fyrir neðan meðaltal íslenzkra fyrirtækja, hvað starfsánægju varðaði, en eftir að við gripum til aðgerða, komumst við í fyrra í hóp fyrirtækja í fremstu röð og erum þar aftur í ár. Þetta er gífurleg breyting, en langtímamarkmiðið er auðvitað að verða bezta fyrirtækið á þessu sviði. Ímynd félagsins skiptir líka mjög miklu máli. Þar ræður hvernig starfsmenn tala um fyrirtækið; við viðskiptavinina, vini sína og kunn- ingja, því ef við erum ekki sendi- herrar góðs umtals um félagið, er ekki á góðu von hjá öðrum. Annað sem skiptir máli er hvernig við- skiptavinirnir tala um fyrirtækið. Þar hafa mælingar að undanförnu verið okkur mjög hagstæðar og það hefur sýnt sig að ánægðustu við- skiptavinirnir eru þeir sem lenda í óhöppum og tjónum. Það er mjög mikilvægt, því það eru þeir, sem hafa þurft að leita til starfsfólks okkar eftir þjónustu félagsins með- an hinir borga bara iðgjöldin sín og hafa ekkert af annarri þjónustu okkar að segja. Þegar þetta þrennt fer saman; fjárhagslegur styrkur, mikil starfs- ánægja og ánægðir viðskipamenn, stefnir í rétta átt, enda hafa ímynd- armælingar sýnt að við erum ekki lengur í neðsta sæti trygginga- félaga, heldur komumst við í fyrsta sæti 2004 og vorum í öðru sæti 2005. Takmark þessa árs er auðvit- að að endurheimta efsta sætið og halda því svo.“ Ef mér bjóðast spennandi Finnur Ingólfsson íhugar nú tilmæli manna um að hann gefi aftur kost á sér til þátttöku í stjórnmálum. Hann er hættur sem forstjóri VÍS eignarhaldsfélags og tekinn við stjórnarformennsku í Vátryggingafélagi Íslands. Freysteinn Jóhannsson ræddi við hann um starfið hjá VÍS, viðskiptalífið og stjórnmálin. Finnur Ingólfsson: Hef lært það af lífinu að útiloka ekki neitt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.