Morgunblaðið - 04.06.2006, Qupperneq 11
– Það er mikið sólskin yfir þess-
ari frásögn. Af hverju leiðir þú ekki
eignarhaldsfélagið áfram?
„Í raun og veru átti ég að miklu
leyti frumkvæðið að viðræðum um
kaup Exista á VÍS og hef leitt þær
ásamt stjórnarformanni VÍS. Ex-
ista átti um 20% í VÍS og aðrir hlut-
hafar voru; Samvinnutryggingar,
KB banki og Hesteyri með 25%
hvert, en að Hesteyri standa Fisk-
iðja Skagfirðinga, Sauðárkróki, og
Skinney-Þinganes, Hornafirði.
Andvaka átti 5% og fimm ein-
staklingar minni hluti hver.
Existamenn höfðu reynzt okkur
afskaplega traustir og góðir sam-
starfsaðilar og þegar þeir lýstu
áhuga á að eignast stærri hlut í fé-
laginu, sá ég tækifæri til að þess að
auka veg þess og losa um leið um
krosseignahald milli VÍS og KB
banka, en á sínum tíma var mikið
talað um slíkt sem fjötur um fót
fyrirtækja. Það var því leitað eftir
því hvort Exista gæti orðið ráðandi
aðili í félaginu til þess að skapa því
tækifæri til þess að verða enn
sterkara og öflugra fjármálaþjón-
ustufyrirtæki og huthafarnir féllust
á þessi sjónarmið. Nú er fenginn sá
botn í málið, að Exista kaupir VÍS
eignarhaldsfélag að fullu og lítur á
það sem langtímafjárfestingu.“
Þurfum að búa betur
að eftirlitsstofnunum
– En hvað með Finn Ingólfsson?
„Satt að segja hef ég meira gam-
an af því að byggja upp hlutina en
reka þá. Minn áhugi liggur í því að
takast á við ný og krefjandi verk-
efni, móta stefnu, undirbyggja
hana og hrinda í framkvæmd. Mér
lætur vel að glíma við hluti og koma
þeim af stað, en vill svo láta aðra
um reksturinn.
Ég sá mig því ekki í því að reka
félagið áfram. Niðurstaðan varð
svo sú, að ég yrði ekki í því, heldur
yrði starfandi stjórnarformaður
Vátryggingafélags Íslands. Þar
vinn ég að stefnumótun, en er ekki í
daglegum rekstri; framkvæmda-
stjóri félagsins er áfram Ásgeir
Baldurs.
Ég tel mörg tækifæri framundan
hjá Vátryggingafélagi Íslands.“
– Þegar þú réðst til VÍS var mik-
ið rætt um valdabaráttu í íslenzku
viðskiptalífi. Hvað segir þú nú um
breytingar og baráttu í viðskiptalíf-
inu?
„Það leikur enginn vafi á því, að
þær aðstæður sem íslenzk stjórn-
völd hafa skapað viðskiptalífinu
hafa leitt af sér óskaplega miklar
og jákvæðar breytingar; útrás ís-
lenzkra fyrirtækja, umbreytingu á
íslenzkum fjármálamarkaði og
aukna fjölbreytni atvinnulífsins,
sem hafa lagt grundvöllinn að þeim
breytingum á samfélaginu, þeirri
velferð og velgengni, sem þjóðin
býr nú við.
Hér áður fyrr réðust lífskjör ís-
lenzku þjóðarinnar af sjávarútvegi.
Það gat skipt sköpum hvernig
loðnuvertíðin yrði og menn fylgd-
ust grannt með framvindu hennar í
fréttunum. Nú brást loðnuvertíðin í
vetur, en enginn veltir því fyrir sér.
Það er fleira komið til. Sjávar-
útvegur, ferðaþjónusta og iðn-
aðarframleiðsla, allt eru þetta svo
til jafnir atvinnuvegir og svo hefur
heil útflutninsgrein bætzt við, þar
sem fjármálaþjónustan er. Allur sá
mikli arður sem verður til fyrir til-
stuðlan íslenzkra fyrirtækja er-
lendis skilar sér í beinhörðum pen-
ingum inn til Íslands. Þetta hefði
ekki gerzt, ef ríkið hefði haldið
tangarhaldi sínu á bönkunum, sem
ríkið fær nú milljarða í skatttekjur
af, en fékk áður ekkert, nema að
bera ábyrgðina og hlaupa undir
bagga.
Það er rétt, að þegar ég kom
hingað inn var margt rætt um
valdablokkir í viðskiptalífinu og
átök þeirra í millum. Menn töluðu
um Kolkrabbann og Smokkfiskinn.
Ég kallaði þetta samsæriskenn-
ingar.
Það er bara einfaldlega svo, að
það gengur ekki lengur að reka fyr-
irtæki öðruvísi en svo, að viðskipta-
vinirnir hafi það á tilfinningunni að
þeir standi jafnir að vígi gagnvart
fyrirtækjunum, en sé ekki mis-
munað eftir einhverjum formúlum;
pólitískum eða öðrum. Þetta er lyk-
ilatriði.“
– Ertu að segja að viðskipta-
blokkir séu liðin tíð?
„Hafi þær verið þessar tvær og
taktu eftir, að ég segi ef, eru þær
allavega úr sögunni. Nú eru fleiri,
því auðvitað verða alltaf til ein-
hverjar blokkir. Menn starfa sam-
an. Og menn takast á. Viðskiptum
fylgir alltaf valdabarátta. En það
sem skiptir máli er að við sjáum til
þess að viðskiptalífinu séu settar
leikreglur og eftirlitsstofnunum
gert kleift að fylgjast með því að
menn og fyrirtæki virði lög og regl-
ur.“
– Telur þú þeim hlutum nógu vel
skipað?
„Ég tel að við þurfum að búa bet-
ur að okkar eftirlitsstofnunum;
fjármála- og samkeppniseftirlitinu.
Þá á ég við peningahliðina; þessar
stofnanir þurfa að hafa bolmagn til
þess að hafa vakandi auga með við-
skiptalífinu, hafa hæft starfsfólk í
þjónustu sinni og vinna hratt og
vel.
Við þurfum hins vegar að gæta
þess að setja atvinnulífinu ekki svo
íþyngjandi reglur, að það verði ekki
samkeppnishæft við aðrar þjóðir.“
Lítur ekki á stöðutáknin
heldur verkefnin
– Og nú slær hin pólitíska klukka
fyrir þig.
„Ég hafði mjög gaman af því að
vera í pólitíkinni. Stjórnmálin voru
spennandi vettvangur.
Það er nú svo, að allar götur síð-
an ég hætti í stjórnmálunum, hafa
verið umræður um það, að ég væri
að koma inn í þau aftur. Reyndar
hafa mjög margir menn haft sam-
band við mig og hvatt mig til þess
að gefa mig að stjórnmálum á ný,
en ég hef ekki ljáð máls á því …“
– Þar til nú?
„Ég hef lært það af lífinu að úti-
loka aldrei neitt.
Ef þú hefðir spurt mig í byrjun
desember 99; ert þú á leið út úr
pólitíkinni, Finnur, hefði ég svarað
neitandi. Samt tók ég slíka ákvörð-
un síðar í mánuðinum. Og ef þú
hefðir spurt mig í ágúst 2002, hvort
ég væri að hætta í Seðlabankanum,
hefði ég aftekið það með öllu. En
tveimur mánuðum síðar var ég far-
inn yfir til VÍS.“
– Hreint út: Ertu á leið í stjórn-
málin aftur?
„Ég er þannig gerður, að ef mér
bjóðast hlutir, sem ég sé spennandi
tækifæri í, hleyp ég til. Ég hika
mjög sjaldan, því ég trúi því að hika
sé sama og tapa.“
– Já eða nei!
„Ég lít ekki á stöðutákn, sem
eitthvað til að sækjast eftir, heldur
verkefnin. Það skiptir mig engu,
hvort í boði er þingmennska, ráð-
herradómur, seðlabankastjórn eða
forstjórastóll. Það eru verkefnin,
sem skipta máli og ef þau höfða til
mín hafa þau vinninginn.“
– Og nú er Framsóknarflokk-
urinn slíkt verkefni?
„Blessaður vertu! Næst gæti ég
vel hugsað mér að verða hrossa-
bóndi á Skeiðum!“ Og Finnur Ing-
ólfsson skellihlær, en þó þannig að
ég er viss um að þótt hann sé hesta-
maður af lífi og sál, verður hrossa-
rækt enn um sinn áhugamál hans,
en er ekki efst á atvinnulistanum.
– Þú sagðir þegar þú hættir í
pólitíkinni, að þér þættu stjórn-
málin vera hætt að snúast um hug-
myndafræðilegan ágreining og
beindust í auknum mæli að því að
taka á mönnum persónulega. Það
væri ástand sem þú hefðir engan
áhuga á að bjóða fjölskyldu þinni
upp á. Hefur pólitíkin eitthvað
breytzt síðan?
„Ég vil nú fyrst taka það fram, að
ég var ekki að kvarta yfir ástand-
inu. Ég var búinn að vera í þungum
málum sem tóku sinn toll bæði hjá
mér og fjölskyldu minni.
En í grunninn tel ég að pólitíkin
hafi sáralítið breytzt.“
– Hafi pólitíkin ekki breytzt, hafa
þá persónulegir hagir þínir breytzt
eitthvað?
„Krakkarnir voru náttúrlega
yngri þá og fjölskyldan ekki sátt
við starfsvettvanginn.“
Hér þagnar Finnur og ég finn, að
hann vill ekki halda lengra á þess-
ari braut.
– Þú varst varaformaður Fram-
sóknarflokksins og krónprins hans,
þegar þú hættir í pólitík. Hafa
kosningaúrslitin á dögunum aukið á
hvatningu manna til þess að þú gef-
ir þig aftur að stjórnmálum?
„Já. Ég neita því ekki.“
– Og þú veltir því fyrir þér?
„Já, ég tek mark á því sem menn
tala um við mig!“
Hann ætlar ekki að gefa sig hér
og nú! Segir ekki nei, bara kannski,
kannski, kannski. En eins og James
Bond myndi orða það í mínum
sporum: Ég finn lyktina af Fram-
sóknarflokknum! Svo fáum við
Finnur okkur tesopa og ég sný mál-
inu að sveitarstjórnarkosningunum
og úrslitum Framsóknarflokksins.
Ósanngjarnt að hengja
allt á formanninn
„Framsóknarflokkurinn fékk
mjög erfiða kosningu, því er ekki
að neita. Ég tel að á slöku gengi
flokksins séu margar skýringar, en
vil ekki tína til hér einstaka menn
eða málefni í því sambandi. Þetta
var sambland af mörgu og satt að
segja ósanngjarn dómur, því þjóðin
hefur aldrei haft það betra en nú.
En það skortir á að menn séu sam-
stiga innan flokksins. Það hafa ver-
ið átök milli manna, sem hafa bæði
birzt í yfirlýsingum og deilum um
pólitískar áherzlur, og flokkurinn
hefur liðið fyrir það út á við. Þarna
á það sama við og í fyrirtækja-
rekstri; ef menn ganga ekki í takt í
átt að sameiginlegum markmiðum
næst ekki árangur.
Þetta hefur gert það að verkum
að gengi flokksins er ekki sem
skyldi. Ég tel hins vegar ósann-
gjarnt að hengja allt á einn mann.“
– Þú átt við formann flokksins?
„Já, ég á við Halldór Ásgríms-
son.“
– Hvað er til ráða?
„Það verður hver og einn að líta í
eigin barm, hvort sem hann er ráð-
herra, þingmaður eða almennur
flokksmaður, og spyrja, hvað hann
sjálfur geti gert bezt til þess að
hefja uppbyggingarstarf innan
flokksins.
Við megum ekki líta fram hjá því,
að flokkurinn fékk ágæta kosningu
á mörgum stöðum; Ísafirði, Skaga-
firði, Húsavík, víða á Austurlandi,
Hornafirði, víða á Suðurlandi og í
Grindavík. En hér á þessu suðvest-
ursvæði, þar sem mest hefur farið
fyrir óróanum í flokknum, var
gengið slakara.
Það kostar sitt að axla ábyrgð.
Framsóknarflokkurinn er ekki einn
um það að fá að súpa seyðið af því .
Sjálfstæðisflokkurinn hefur goldið
þess líka. En hvar hafa þeir sem
bættu við sig í kosningunum borið
ábyrgð? Ég man eftir einu dæmi; í
Skagafirði, þar sem Vinstri grænir
fóru með stjórnina. Og ef ég man
rétt, töpuðu þeir öðru hverju at-
kvæði í kosningunum.“
– Þú sagðir að sérhver framsókn-
armaður yrði nú að líta í eigin
barm. Hvað ætlar Finnur Ingólfs-
son að gera?
„Ég geri bara það sama og allir
hinir og spyr mig, hvort ég geti lagt
eitthvað af mörkum til uppbygg-
ingar flokksins,“ svarar hann og
hlær við. „Það er ekkert víst að ég
hafi svör á reiðum höndum. En við
verðum allir að leggjast á eitt.“
– Einhver myndi segja, að að-
stæður nú væru skraddarasaum-
aðar fyrir þig?
„Í pólitíkinni eru margir kallaðir
en fáir útvaldir. Ég velti því fyrir
mér á sínum tíma, hvernig enda-
laus framtíð í pólitíkinni yrði. Og sá
mörg tormerki á henni, þar á meðal
hættu á því að menn lokuðust þar
inni og næðu ekki að endurnýja sig.
Slíkt heillaði mig ekki.
Hins vegar er stundum sagt að
ein vika sé langur tími í pólitík. Nú
eru þær 52 til næstu kosninga og
það er ennþá lengri tími!“
tækifæri, hleyp ég til
Morgunblaðið/Golli
#
$ #
%
!
&
#
$ #
%
&%!
%!
!"#$
% &'! &'!
"
( *)
+) , "
%
-"%
.
!/
"%
0
12 +)
%
3 ". 45"#
6 47
%
'
!8
9
freysteinn@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 11