Morgunblaðið - 04.06.2006, Side 22
22 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Af 34 héruðum í Afganistaner Gohr-héraðið það fá-tækasta, en það varðraunar ekki svo illa úti ístyrjaldarátökunum
sjálfum sem geisað hafa í landinu síð-
ustu 23 ár, fyrst með innrás Rússa,
þá borgarastyrjöld og síðast með inn-
rás Bandaríkjamanna og banda-
manna þeirra. Talíbanar náðu hér
aldrei neinum yfiráðum, fyrst og
fremst vegna þess að hér voru sterkir
stríðsherrar fyrir en einnig helgaðist
það af samgönguerfiðleikum. Svæðið
hér er mjög erfitt yfirferðar enda
mikið af fjöllum og raunar nokkuð af-
skekkt þess vegna. Hæsta fjallið í
landinu er 7485 m yfir sjávarmáli, eða
nær 3,5 sinnum hærra en Hvanna-
dalshnúkur, og jarðskjálftar eru
nokkuð tíðir. Jarðvegurinn er enn-
fremur þurr og ferskar vatnsupp-
sprettur eru af skornum skammti
auk þess sem veðurfarið er árstíða-
bundið eins og við þekkjum heima á
Íslandi, veturnir eru mjög kaldir en
sumrin heit. Í Afganistan er enn
bændasamfélag eins og við Íslend-
ingar þekktum í byrjun 20. aldar,
þéttbýli er að myndast en mörg þorp
og bæir eru enn mjög afskekkt. Tor-
færir malarvegir liggja á milli þeirra
og þéttbýlisins og sumir eru ófærir
hálft árið. Hér er asninn þarfasti
þjóninn á meðal heimamanna en sér-
útbúnir bílar hafa komið aðkomu-
mönnum í góðar þarfir og þar hefur
sérkunnáttu íslensku friðargæslulið-
anna og ökufærni oft verið hrósað,“
segir Jónína og brosir en sjálf er hún
ekki stödd á þessu umtalaða svæði af
tilviljun.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
þróunar- og hjálparstarfi og vildi
starfa við slíkt. Ég lagði því áherslu á
friðar- og átakafræði í meistaranámi
mínu við Syracuse-háskóla í Banda-
ríkjunum. Ég var send hingað á veg-
um íslensku friðargæslunnar og hef
verið hér í þrjá mánuði en verkefni
okkar hér er að aðstoða við uppbygg-
ingu landsins. Þar sem ég hef tölu-
verða reynslu af starfi með konum og
undanfarin tvö ár í stjórn UNIFEM
á Íslandi þá beindist áhugi minn einn-
ig að því að starfa með UNIFEM hér
í Afganistan en samtökin hófu und-
irbúning að uppbyggingarstarfi með
konum strax eftir fall Talíbanastjórn-
arinnar árið 2002. Hér er þörfin líka
mjög mikil á að vinna að réttindum
kvenna, sem þykja flest sjálfsögð á
Vesturlöndum núorðið, og framgangi
kvenna og raunar er aðeins spurning
um að forgangsraða verkefnum. Í
samráði við UNIFEM í Kabúl, þar
sem aðalbækistöðvarnar eru, var
ákveðið að ég myndi vinna með skrif-
stofu kvennamála í Gohr-héraði.
Starfsemi UNIFEM í Kabúl byggist
á að starfa með ráðuneyti kvenna-
mála sem er eitt af 32 opinberum
ráðuneytum í Afganistan. Útibú
ráðuneytisins eru í flestum héruðum
Afganistans og m.a. er eitt þeirra í
Gohr-héraði. Mitt verkefni er að
miðla og upplýsa bæði konur í sam-
félaginu og starfsfólk stofnana um
réttindi kvenna og um ofbeldi á kon-
um, bæði nauðganir og heimilisof-
beldi. Það getur verið mjög erfitt að
ná til kvennanna því þetta er ofsalega
lokað samfélag. Ég tel þess vegna
betra en ella að það sé einmitt kona í
þessu starfi sem ég sinni.“
Mikilvægt að virkja
heimamenn í hjálparstarfi
Uppbygging hefur farið hægt af
stað. Í landi þar sem stríð hefur stað-
ið yfir í rúma tvo áratugi reynir yf-
irleitt hver að bjarga sér sem best
hann getur. „Stjórnsýslan er lömuð
og spilling mikil. Stór hluti af upp-
byggingarstarfi friðargæslunnar fer í
að byggja upp stjórnsýsluna og emb-
ættismannakerfið. Markmiðið er að
aðstoða þjóðina þar til hún verður
sjálfbjarga. Það skiptir þess vegna
mjög miklu máli þegar farið er út í
verkefni eða þau fjármögnuð að
virkja heimamenn, og þá með vinnu-
framlagi þeirra eða hráefni. Það er
mikilvægt bæði vegna þeirrar þekk-
ingar sem til verður við verkið og
verður þá eftir í samfélaginu og til
þess að samfélagið finni til ábyrgðar
gagnvart því. Það hefur sýnt sig í
hjálparstarfi að ef samfélag leggur
ekkert til verks, t.d. við byggingar
eða áveitukerfi, þá er viðhaldi þess
sjaldnar sinnt og það grotnar frekar
niður. Þá er eins og fólk finni síður til
ábyrgðar sinnar.“
Læsi er eitt af því sem er nauðsyn-
legt í nútímasamfélögum til framþró-
unar svo hægt sé að dreifa upplýs-
ingum en almennu læsi er verulega
áfátt í Afganistan, sérstaklega á með-
al kvenna. ,,Það er gífurlegt ólæsi á
meðal þjóðarinnar, líka hjá körlum
en það er verra á meðal kvenna. Fyr-
ir innrás Rússa og framan af veru
þeirra í landinu fengu konur reyndar
að læra að lesa og höfðu töluverð
réttindi, eins og til að stunda ákveðið
nám og sinna ákveðnum störfum, en
þegar Talíbanar tóku völdin var þeim
bannað þetta alfarið og afturhvarfið
var almennt mikið.“
Saga Afganistan er reyndar mörk-
uð innrásum bæði úr austri og vestri
og telur lengsta tímabil stöðugleika
þess á síðustu árhundruðum aðeins
um 40 ár, á milli áranna 1933 og 1973,
en landið öðlaðist sjálfstæði frá Bret-
um eftir heimsstyrjöldina fyrri og
varð þá konungsdæmi. Stjórnmál í
Afganistan eru reyndar mjög flókin
en á tuttugustu öldinni gekk þjóðin í
gegnum nokkrar tegundir stjórn-
kerfa nema herforingjaeinræði, þar
með talið einveldi og kommúnista-
stjórn. Þjóðin er raunar mósaík þjóð-
arbrota og menningarheima vegna
áhrifa sem landið hefur orðið fyrir
bæði í austri og vestri en fyrir innrás
Rússa virtist það vera að þróast á
svipaðan hátt og löndin í kringum
það, Íran, Pakistan, Úsbekistan og
Kína.
„Afganistan er nú lýst sem ísl-
ömsku lýðveldi og byggir á þrískipt-
ingu valdsins, þ.e. í löggjafarvald,
framkvæmdarvald og dómsvald, og
hefur sinn forseta. Það er hins vegar
margt í orði sem það er langt frá því
að vera í raun og veru, enn sem komið
er,“ segir Jónína alvarleg. „Munur-
inn á stöðu karla og kvenna í landinu
er gífurlegur þótt til dæmis meðal-
aldur karla sé ekki mikið hærri en
kvenna. Staða kvenna er bæði fé-
lagslega miklu verri, lagalega og þá
einnig fyrir dómstólum. Það er mjög
erfitt að sækja og berjast fyrir rétt-
indum kvenna í þessu samfélagi.“
Matarskortur er konum efst í huga
Hver er saga þessara kvenna sem
þú vinnur með?
„Ég hef tekið að mér að sinna ekkj-
um sem hafa komið og leitað til okkar
en staða þeirra er mjög erfið. Talið er
að yfir tvær milljónir kvenna í land-
inu séu stríðsekkjur og enn fleiri bera
ábyrgð á heimilum sínum og mega
þótt ótrúlegt sé þola fyrir það for-
dóma og ofbeldi. Þær mega ekki
vinna þar sem hefðir samfélagsins
leyfa það ekki, þó er það að breytast.
Í Kabúl eru konur að fara út á at-
vinnumarkaðinn en því miður gerist
það mun hægar úti í sveitunum. Í af-
skekktum héruðum eins og Gohr hef-
ur lengi tíðkast nokkurs konar hjarð-
samfélag, þar sem félagslegt öryggi
hefur verið tryggt innan ættflokks-
ins. Nú hins vegar, vegna mannfalls
og fátæktar, hefur ættflokkurinn
ekki getað sinnt því hlutverki og því
æ fleiri farið á vergang. Fátæktin er
svo mikil að hið félagslega net er að
rakna upp, fólk hefur bara rétt ofan í
sig og á og getur naumlega sinnt
sinni kjarnafjölskyldu. Munaðarleys-
ingjahæli hafa til dæmis ekki verið til
í Afganistan fyrr en nýlega.“
Hvernig upplifa þessar konur afg-
anskt samfélag?
,,Þær þekkja raunar ekkert annað
en þetta erfiða líf. Það sem líf þeirra
snýst nú um fyrst og fremst er sú
grundvallarþörf að komast af, að
fæða sig og börnin sín. Þær vantar
mat og biðja þess vegna um peninga
fyrir nauðsynjum eða mat. Feðra-
veldið hér er mjög sterkt en á þessu
stigi eru þær sjaldnast að velta fyrir
sér hlutum eins og þjóðskipulagi,
réttindum eða menntun eða tengja
það við matarskort. Matarskortur er
iðulega skortur sem þarf að leysa hér
og nú.“
Jónína segir að aðstæður í Afgan-
istan séu misjafnar. Í suðri, líkt og í
Kabúl, sé öryggi talið grundvöllur
frekari þróunar, enda búa íbúar þar
enn við átök og árásir, en Ghor-hérað
er hins vegar tiltölulega friðsælt og
þar getur næsta þróunarstig þegar
hafist, eins og að bæta menntun,
byggja upp samgöngur og efnahags-
kerfið. ,,Í borginni Chaghcharan er
ekki mikil andstaða gagnvart því að
stúlkur stundi nám til jafns á við
drengi en það er erfiðara að eiga við
viðhorf feðraveldisins í afskekktu
þorpunum í héraðinu. Sjálfsþurftar-
búskapur er langalgengastur í sveit-
um Afganistan og heimilið því aðal-
framleiðslueiningin. Þar líta menn á
konur sínar og dætur sem mikilvægt
vinnuafl inni á heimilunum sem þeir
megi ekki missa og auk þess sem þeir
telja sér það til tekna að eignast mörg
börn því þótt það séu fleiri munnar að
metta þá eru það líka fleiri vinnu-
hendur. Árásir á stúlknaskóla hafa
verið tíðar í Suður-Afganistan, að-
gangur að heilbrigðisþjónustu er tak-
markaður og tíðni mæðradauða er
óvíða hærri í heiminum.“
Vinalandið Ísland
Markmiðið með starfi UNIFEM í
Afganistan er að efla réttindi afg-
anskra kvenna, vinna að jafnrétti
kynjanna og bæta leiðtogahæfileika
kvenna til að tryggja þeim þátttöku í
félagslegri, efnahagslegri og stjórn-
málalegri endurreisn lands síns en til
þess vinnur UNIFEM náið með fé-
lagasamtökum, stjórnvöldum, al-
þjóðastofnunum og fjölmiðlum auk
þess sem samtökin leggja ríka
áherslu á að vinna með innlendum
konum á þeirra forsendum. ,,Verk-
efni UNIFEM í Afganistan eru
fjöldamörg en eitt stærsta verkefnið
er uppbygging kvennamiðstöðva.
Þær eru víðs vegar um landið og veita
fjölbreytta þjónustu og fræðslu. Sem
dæmi má nefna leiðtogaþjálfun fyrir
konur, lestrarkennslu fyrir fullorðna,
smálánaþjónustu, iðnmenntun, sál-
gæslu, ungbarnaeftirlit og heilsu-
gæslu. Þá er ekki síður mikilvægt að
þarna fá konur á landsbyggðinni
tækifæri til að hittast, kynnast og
ráða ráðum sínum,“ segir Jónína.
Í ár er yfirskrift Kvennahlaups ÍSÍ
og Sjóvár sem fer fram 10. júní nk.
„Hvert skref skipir máli“. ÍSÍ og
UNIFEM á Íslandi hafa tekið hönd-
um saman og er markmið samstarfs-
ins að vekja athygli á starfi UNI-
FEM í þágu kvenna, sérstaklega í
Afganistan, og að hvetja íslenskar
konur til að sýna samstöðu í baráttu
fyrir mannréttindum kvenna um leið
og þær efla eigin heilsu. ,,Það renna
50 krónur af hverjum seldum bol
merktum Kvennahlaupi ÍSÍ og Sjó-
vár til UNIFEM á Íslandi í Afganist-
an,“ segir Jónína og hvetur vitaskuld
allar konur á Íslandi til þess að taka
þátt í hlaupinu, án tillits til aldurs eða
þjóðernis. ,,Mér finnst líka gaman að
segja frá því að nemendur í Andakíls-
skóla í Borgarfirði seldu jólakort og
sendu ágóðann með friðargæslulið-
um til Gohr-héraðs en fyrir hann
voru keypt hundruð skóla- og stíla-
bóka, sem og pennar og blýantar, og
það gefið til kvennaskóla í samráði
við skrifstofu kvennamála. Skólinn,
þar sem stúlkur og konur á aldrinum
4–30 ára stunda nám, var mjög þakk-
látur fyrir gjöfina. Og þeir sem starfa
á skrifstofa kvennamála hér í Gohr-
héraði kalla Ísland oft eftir þetta
vinalandið sitt.“
Jónína segir Afgana gott fólk og
ljúft. ,,Þeir eru harðduglegir og lifa í
nánum tengslum við náttúruna. Það
er oft ótrúlegt hvað þeir geta búið til
úr því sem manni finnst ekkert vera.
Það er enn langt í land með að konur
öðlist rétt á við þann sem við þekkj-
um á Vesturlöndum. En hvert skref
skiptir máli og svo sannarlega er þörf
á aðstoðinni í Afganistan.“
Afganskar konur verða ekki gamlar
Afganistan er fimmta fátækasta ríki heims og Gohr-hérað
er það fátækasta innan þess. Þar er Jónína Helga Þórólfs-
dóttir friðargæsluliði en hún starfar einnig á meðal kvenna
á vegum UNIFEM-samtakanna. Hún ræddi við Unni H.
Jóhannsdóttur um stöðu kvenna í Afganistan og framtíð,
þátttöku í uppbyggingu samfélagsins þar, menntun og at-
vinnu en í ár renna fimmtíu krónur af hverjum seldum bol
í kvennahlaupi ÍSÍ og Sjóvár, sem fram fer hinn 10. júní
nk., til starfs UNIFEM á Íslandi í Afganistan.
Morgunblaðið/Ásdís
Jónína Helga Þórólfsdóttir, friðargæsluliði og starfskona UNIFEM í Gohr-héraði
í Afganistan.
Jónína með nokkrum af þeim ekkjum og börnum þeirra, sem hún hef-
ur aðstoðað í starfi sínu. Margar þeirra eru stríðsekkjur. Launuð vinna
er takmörkuð og einstæðar mæður þola oft mikla fordóma og ofbeldi.
Hér leggur Jónína, við hátíðlega athöfn, hornstein að
stíflu sem verið er að byggja. Vatnsuppsprettur eru af
skornum skammti í landinu.
,,Þessi mynd var tekin hinn 21. mars síðastliðinn en þá fögnuðu Afganar
nýju ári, árinu 1385. Sá dagur er einnig upphaf skólaársins og tóku þess-
ar stúlkur þátt í hátíðarhöldunum með söng,“ segir Jónína.