Morgunblaðið

Date
  • previous monthJune 2006next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 04.06.2006, Page 24

Morgunblaðið - 04.06.2006, Page 24
24 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ B jarnarey er ein af úteyjum Vest- mannaeyja, sú næststærsta og einnig sú hæsta. Í hundruð ára hefur eyjan verið nytjuð sem beitiland fyrir kindur, lundaveiði og síðast en ekki síst í eggjatöku á vorin, í fyrstu af Ofanleitisprestakalli og jörðum í Heimaey en síðar af Veiðifélagi Bjarnareyjar. Fimm síðustu ár hefur greinar- höfundi hlotnast sá heiður að koma og taka þátt í eggjatöku í Bjarna- rey. Fimmtudaginn 18. maí 2006 héldu félagar úr veiðifélagi Bjarna- reyjar og gestir út í Heimaey og þaðan var hópurinn síðan ferjaður í Bjarnarey með Lubbunni, trillu í eigu Óla Jónssonar. Gekk ferðin út í eyju stórslysalaust og var farang- urinn hífður upp með litlum afföll- um. Í klifrinu upp bjargið í veiði- húsið er ekki hjá því komist að hugsa til þeirra sem komu út í eyna fyrir tíma veiðihúsa. Þá sváfu menn undir klettum við Vatnsbringina þar sem þeir höfðu skjól fyrir mestu rigningunni og vindinum. Þægindin eru ólíkt meiri núna, vel búið veiðihús með gufubaði þar sem menn geta látið líða úr sér þreytu eftir annasaman dag. Þegar búið var að koma sér fyrir fór hluti hópsins niður á Álkustall í leit að fýlseggjum á meðan aðrir tóku til kjarngóðan kvöldmat. Á föstudagsmorgun var hópnum skipt í tvennt og annar hópurinn fór norður í Glóra til að tína fýl- segg og hinn fór á Skítastaði og í Hrútaskoruna vestan í eyjunni. Ljósmyndir/Þorvaldur E. Sæmundsen Suðurlandsundirlendið og Eyjafjallajökull blasir við. Í forgrunni er kross sem reistur var árið 1953 til minningar um Sigurgeir Jónsson sem hrapaði fyrir björg í Bjarnarey 1935. Seinna var bætt við tveimur skjöldum til minningar um Bjarna Ólaf Björnsson sem hrapaði fyrir björg 1959 og Svavar Þórarinsson sem tók út af skipi 1951, en hann var uppeldisbróðir Sigurgeirs og báðir voru þeir miklir sigmenn. Ljúft við lifum í Bjarnarey Bjarnarey er ein af úteyjum Vestmannaeyja og fór Þorvaldur E. Sæmundsen þangað um miðjan maí í eggjatöku. Bjargsig upp á gamla mátann er nánast að leggjast af á Íslandi en í Bjarnarey hefur hins vegar verið haldið í gamlar hefðir og nánast öll handbrögð eins og áður. Baldvin Johnsen, félagi í veiðifélagi Bjarnareyjar, fer í sitt fyrsta sig í Hallandanum og ber sig að eins og alvanur sigmaður. Undirsetumennirnir Guðmundur T. Ólafsson, Baldvin Johnsen og Vigfús Gíslason bíða eftir leiðbeiningum í gegnum talstöð frá sig- manni. Í baksýn sést veiðihúsið og gufubaðið. Fýllinn situr í mestu makindum á eggjum í þeirri vissu að þeim sé borg- ið en hættan er handan við hornið. Eggjatökumaðurinn fikrar sig upp hlíðina og hirðir upp egg sem honum yfirsást á leið sinni niður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 151. tölublað (04.06.2006)
https://timarit.is/issue/284500

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

151. tölublað (04.06.2006)

Actions: