Morgunblaðið - 04.06.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.06.2006, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Við Raflínustreng á Mun-aðarnessvæði Norðurárstendur María AnnaClausen og kastar túp-unni nöfnu sinni upp í hífandi suðvestanrokið. Það var ein- mitt á þessum stað á sama dag í fyrra, 1. júní, sem María veiddi eina laxinn í opnun Norðurár, fallega hrygnu sem einmitt tók túpuna Mar- íu. Nú líður að lokum þessarar fyrstu vaktar sumarsins og kaupmanns- hjónin í Veiðihorninu hafa enn ekki orðið vör við lax. Eftir blíðviðri um morguninn er komið hífandi rok og vatnið mikið og skolað. Ólafur stendur í vari við bílinn og fylgist með eiginkonunni kasta. „Í að- stæðum sem þessum er þrennt sem skilar árangri,“ segir hann. „Heppni. Dugnaður. Reynsla. Það er alveg klárt að það er kominn fiskur upp í ána, en þeir eru ekki margir og stóra spurningin er hvar þeir eru í öllu þessu vatni. Í fyrra vorum við í miklu minna vatni og þá var ekkert að ganga fyrr en við komum hingað undir kvöld. Þá setti María í laxinn einmitt þarna,“ segir hann og bendir. „Og annar sýndi sig á meðan hún þreytti.“ Á móti okkur streðar álft gegn vindinum og virðist varla hreyfast; skyndilega snýr hún við og þýtur burt. Við hittum hjónin Ólaf og Maríu Önnu fyrr um morguninn við Kálf- hylsbrot rétt fyrir neðan Stekkinn. Þessi neðstu svæði Norðurár eru seld sér opnunardagana og þau eru hér ein á ferð. Ólafur er úti í á að kasta en María fylgist með, röð af veiðistöng- um við hlið hennar. Þegar Ólafur hef- ur lokið yfirferðinni kemur hann upp á bakkann og leggst í grasið. „Þetta er ljúft,“ segir hann. „Það var fullt af kríu hér þegar við komum og mér þótti það lofa góðu. En það gerist ekkert ennþá.“ Þau eru með túpur undir og sökk- enda, Sunray Shadow á einni stöng, segja ekkert annað þýða við þessar aðstæður; vatnið hafi ekki verið nema þrjár gráður um morguninn og nú er rokið upp með stífri suðvestanátt. María tekur upp stöng og gengur niður að ánni. „Ég ætla að reyna að kasta,“ segir hún brosandi. „Reyna að koma línunni út.“ „Hérna er stórgrýttur botn og lax- inn getur legið víða. Alveg uppí landi hinumegin, en ég hef líka fengið fiska í svona miklu vatni uppvið bakkann hérna megin,“ segir Ólafur. „Þetta lítum við ekkert á sem veiði- túr þar sem við göngum að fiski. Þetta er meira stemningin á bakk- anum, að komast út í náttúruna. Þarna kafaði lómur áðan og sjáðu fiskiendurnar. Náttúran hér er stór- kostleg. Við sáum ref þegar við keyrðum niður að Stekk. Ég hef ekki séð rjúpu núna en þær eltu okkur hér í fyrra. En við sáum brotin egg. Öll þessi upplifun er hluti af veiðinni, það er svo afslappandi að komast út í náttúruna.“ Sjö laxar í opnun Ólafur og María hafa oft veitt í Norðurá opnunardagana, hann sat í fjögur ár í stjórninni og hún í tvö, og þá veiddu þau svæðið fyrir neðan Laxfoss. Nú eru þau í þriðja sinn á Munaðarnessvæðinu og Stekknum. „Í bestu opnuninni okkar vorum við með sjö laxa á tveimur tímum. Fimm voru drepnir, tveimur gefið líf; þetta var á Stokkhylsbrotinu. Þessir fimm laxar voru 25 kíló. Níu upp í fimmtán pund. Við hefðum getað fengið miklu fleiri þar en við veiddum þetta eins og við veiðum yfirleitt, af- slöppuð og ekki með nein læti.“ Ólafur þekkir Norðurá mjög vel eftir fjölda veiðiferða en fyrst kom hann að henni sem leiðsögumaður. „Ég hafði aldrei komið hingað áður og var plataður útí þetta; fékk klukkutíma námskeið um ána kvöldið áður. Svo var bara byrjað. Þetta var í byrjun ágúst og ekkert veiddist. Ég held að hollið hafi fengið fimm laxa. Minn maður, bandarískur banka- stjóri, var að koma til Íslands í fyrsta skipti. Hann hafði aldrei áður hand- leikið veiðistöng og ég held hann hafi verið að stíga í fyrsta skipti á grænt gras fyrir utan Central Park. En upplifun hans var stórkostleg. Síðan hef ég verið með leiðsögn hér nokkr- um sinnum og veitt talsvert oft, sér- staklega þó síðsumars. Þá er áin full af fiski. Þú þarft að hafa fyrir veið- inni, en ef þú ert útsjónarsamur og duglegur geturðu uppskorið vel.“ Víst er náttúrufegurðin mikil við þessa fjölbreytilegu veiðiá, sem sum- ir segja fegursta áa, en sumir hafa á orði að skiptingar milli svæða séu hraðar og erfiðar. „Það er gallinn við þetta, þessi þjóðvegaakstur og örar skiptingar,“ samsinnir Ólafur. „Hinsvegar er allt þetta vatnasvæði svo margbreytilegt og heillandi.“ Hann á sér marga eftirlætis staði í ánni. „Þegar ég veiði hér hlakka ég til hverrar skiptingar, alls staðar eru spennandi veiðistaðir. Ég á svo margar góðar minningar héðan. Bryggjurnar eru stórkostlegar, Kríuhólminn finnst mér skemmtileg- ur við ákveðnar aðstæður, Svarta- gilsstrengirnir.“ Ólafur lygnir aftur augunum og líður milli staða í hug- anum; „Kálfhylsbrotið hér er einn af uppáhalds stöðunum og mér finnst dalurinn uppfrá frábær þegar fer að líða á sumarið. Þar er mikið um eyra- veiði, flottir fluguveiðistaðir.“ María er komin til okkar, Ólafur tekur stöngina. og hún bætir fleiri eftirlætisstöðvum í Norðurá við listann. „Mér finnst Stekkjarfljótið rosalega flottur staður og það er líka fínt að eiga Glitstaðabrúna að morgni. Við höfum stundum veitt uppí dal í kringum 20. ágúst.“ Ein spinnstöng – 25 flugustangir En komast þau hjón mikið frá í veiði? „Nei, alltof lítið,“ segir María. Okk- ur finnst við aldrei komast nógu mik- ið frá til að veiða. Við förum í Vatns- dalsá nú seint í júní, annað er ekki neglt niður. Svo fer ég alltaf í Sogið seint á haustin, einhvern af síðustu veiðidögunum.“ Hún er rómaður Sogsfræðingur og viðurkennir að hún þekki það vel. „Ég hef lært inná Sogið,“ segir hún en bætir við að hún fari þó stundum fisklaus þaðan eins og aðrir. Ólafur og María Anna eru daginn út og inn að þjónusta veiðimenn og segja það mjög gefandi starf. „Þetta er okkar áhugamál; að vera innan um veiðimenn allan daginn, handleika veiðigræjur, fara til útlanda að kaupa inn, skoða ný tæki og prófa, það eru mikil forréttindi. En svo er frábært að komast út í náttúruna og vinda of- an af stressinu.“ Þau segja að oft sé mjög mikið að gera, á sumrin eru verslanirnar opn- ar alla daga vikunnar. „Þetta hefur breyst mikið. Þegar við vorum að byrja voru júní, júlí og ágúst góðir mánuðir, desember ágætur, restin var dauði og djöfull. Núna eru kannski febrúar, mars og nóvember rólegir mánuðir, annars er nóg að gera. Áður var verið að taka veiðivörur inn um miðjan maí, en við sáum að það yrði að lengja tímabilið. Við gát- um ekki lengt veiðitímabilið en við gátum aukið kaupgleði veiðimanna. Þá fórum við að flytja inn vörur í mars og vorum með allt tilbúið 1. apr- íl, þegar silungsveiðin hefst. Fórum þá að vera með vortilboð á nýjum vörum til að fá fólk inn fyrr. Svo fórum við líka inn í skotveiðina og það lengdi tímabilið í hinn end- ann.“ Ólafur og María segja áberandi hvað vinsældir fluguveiðinnar hafa aukist. „Það er ekki fjarri lagi að við seljum 25 flugustangir á móti hverri spinnstöng. Nú fara margir ungir veiðimenn beint í fluguna, það er skemmtileg þróun.“ Ólafur segir að konur séu líka að fara í veiðina í auknum mæli. „Þegar við vorum að byrja voru bara seldar grænar neoprene-vöðlur. Þá komu karlar inn, settu tærnar í aðra skálm- ina og sögðu: þetta passar, ég ætla að fá þær. Nú þarf spegil og búnings- klefa. Það þarf að máta saman setter- ingar, það er komnir tískustraumar í veiðibransann. Konurnar eiga stóran þátt í því en við erum ekkert betri.“ Við göngum af stað í átt að bílun- um, nú á að færa sig niður á Mun- aðarnessvæðið, þar sem Raflínu- strengur bíður Maríu. Þá hringir síminn, félagi þeirra í stjórn SVFR sem er ofar í ánni. „Við erum komin með þrjá!“ segir Ólafur. „Jú, þrjá!“ Þögn. Svo hlær hann. „Ég „heyrði“ svip- inn á þér,“ segir hann við fisklausan félagann. Lax í fyrsta flugukastinu „Í fyrra lenti elsti sonur okkar í ævintýri hér, þegar hann setti í lax í fyrsta flugukasti ævinnar. Það var í Svartagilsstrengjum. Það gæti ekki hafa verið betra. Strákarnir voru allt- af með okkur, frá bernskuárum okk- ar í veiði eigum við myndir af þeim á bleiunni við Kálfhagahyl í Stóru- Laxá. Þá fóru þeir með um allt á há- hesti. Svo tóku við önnur áhugamál hjá þeim er þeir eru að koma aftur inn í veiðina.“ Eftir að hafa veitt Raflínustreng án árangurs, kasta Ólafur og María í Hallastreng, og verða heldur ekki vör. Þau koma uppúr ánni og líta á klukkuna. Tuttugu mínútur eftir af vaktinni. Þau ræða hvað þau eigi að gera og Ólafur leggur til að þau fari í mat. María horfir á hann, svarar engu en brosir. „Svona er þetta,“ segir hann. „Hún vill greinilega reyna einn stað enn.“ STANGVEIÐI | VEITT MEÐ MARÍU ÖNNU CLAUSEN OG ÓLAFI VIGFÚSSYNI Í NORÐURÁ Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Morgunblaðið/Golli Rokkast. María Anna þenur stöngina við Hallastreng í Norðurá. Tískustraumar komnir í veiðibransann Í DAG er veitt með hjónunum Ólafi Vigfússyni og Maríu Önnu Clausen á Mun- aðarnes- og Stekksvæðunum í Norðurá í opnun árinnar. Þau hjónin eiga og reka verslanir Veiðihornsins í Hafnarstræti og Síðumúla. Auk þess að vinna saman í verslununum alla daga veiða þau saman. „Ef ég veiði ekki með Maríu vil ég helst veiða einn,“ segir Ólafur. „Við erum ofboðslega góðir veiðifélagar. Það er aldrei neitt vesen hjá okkur.“ Góðir veiðifélagar Morgunblaðið/Golli Ólafur Vigfússon og María Anna Clausen.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.