Morgunblaðið - 04.06.2006, Page 37
leiðbeinanda þeirra sem olli eld-
inum. Áfengi og önnur eiturlyf
voru höfð um hönd þegar tekið var
upp á því að fleygja klósettrúllum á
eldinn. Skógareldurinn geisaði í
viku. Mesta tjónið varð vegna mik-
illa rigninga sem fylgdu og ollu
gríðarlegu flóði þar sem harður
öskuþakinn jarðvegur hlíðanna gat
ekki tekið við vatninu. Nítján feta
hár flóðveggur skall á húsunum
sem stóðu í vegi hans og hreif hann
sum þeirra með sér í heilu lagi.
Rafmagnsstaurar brotnuðu, bílar
ultu og vegir skoluðust burt. Eitur-
efnin sem bárust með flóðinu náðu
til vatnsbólsins í Denver, sem
nauðsynlegt reyndist að tæma og
hreinsa. Tjónið var að lokum metið
á milljarða dollara auk þess sem
tvær manneskjur létust. Eyðilegg-
ingin blasti við um allt svæðið og
hafði snert alla íbúa þess á ein-
hvern hátt. Fyrir tilstilli Vickie
komu ungmennin aftur til að horf-
ast í augu við afleiðingar gerða
sinna. Yfirbuguð af tilfinningum
sínum voru viðbrögð flestra að
leggjast á sviðna jörðina og gráta.
Útsýni hræfuglanna
Daginn eftir gekk ég milli
brunninna trjánna í kringum nýju
slökkviliðsstöðina. Himinninn var
dökkblár og jörðin og trén svört.
Einstaka blóm uxu upp úr sviðinni
og svartri jörðinni. Mér fannst
ríkja óeðlileg þögn og var hún að-
eins rofin þegar fugl flaug yfir
beinagrindur trjánna. Hræfuglar
sátu á svörtum greinunum og
kunnu vel að meta útsýnið. Þegar
ég gekk aftur inn á svart malbikað
bílastæðið kom ég auga á unga
konu utan við slökkvistöðina og tók
ég hana tali. Amy heitir hún og
hefur búið í Buffalo Creek alla sína
ævi. Hún starfar í slökkviliðinu og
býr með eiginmanni sínum, sem er
slökkviliðsstjórinn, og tveimur
börnum þeirra. Þau hafa glatað
hestum, geitum og húsi í skógar-
eldum. Svo lengi sem hægt er að
tryggja hús gegn skógareldum og
vinnu er að fá segir hún að þau vilji
hvergi annars staðar búa. Frá-
sagnir hennar af baráttunni við
eldana sýna skýrt smæð manna
þar sem eitt vindstig getur yfir-
bugað hundruð slökkviliðsmanna.
Hún telur skort á samstarfi og
skilningi milli slökkviliðs og skóg-
arvarða vera mikla hindrun í bar-
áttunni. Slökkviliðið beitir sér fyrir
rýmingu og verndun húsa en skóg-
arverðir að því að stöðva eldinn.
Við upphaf Hayman-eldsins töldu
skógarverðir sig myndu ráða við
eldinn og gerðu því slökkviliðinu
ekki viðvart. Skömmu síðar var
ástandið orðið óviðráðanlegt. Fram
að því höfðu íbúar Colorado ekki
getað ímyndað sér að eldsvoði af
slíkum styrkleika gæti átt sér stað.
Daginn eftir yfirgaf ég Buffalo
Creek í blíðskaparveðri. Þó svo að
þennan dag ríkti kyrrð og ró allt í
kring vissi ég að framundan væru
hættulegustu mánuðir ársins fyrir
íbúana. Á keyrslu eftir dölunum
sem vegurinn hlykkjast um gaf að
líta svartan brunninn skóginn sem
vegna stærðar sinnar var nú ráð-
andi í þessu umhverfi sem á að
vera grænt. Líkt og íbúarnir von-
aði ég að fljótlega færi að rigna.
Ljósmyndir/Svavar Jónatansson
Brunnin trén höfðu fengið skelfilegra útlit þegar aðeins svartar kræklóttar greinarnar voru sýnilegar.
Höfundur er ljósmyndari og
rithöfundur í hjáverkum. Fleiri
greinar frá ferðum hans um þrjár
heimsálfur og kynni hans af fólki þar
eru væntanlegar.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 37
Pottþétt frí með Starcraft
Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is
Umboðsmaður á Akureyri:
Bílasalinn.is // Hjalteyrargötu 2
Starcraft RT. Smellpassar aftan í jeppann þinn.
Þú ferð lengra með upphækkað Starcraft RT á off-road grind Centennial og Starcraft series. Hreinn og klár lúxus
Starcraft pallhús.
Svítan á pallbílnum þínum. Fyrir allar gerðir pallbíla.
Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000
Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500
www.terranova.is
Terra Nova býður ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Salou í
júní. Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan
Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmti-
garður Spánar. Stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða og litríkt
næturlíf. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför
færðu að vita hvar þú gistir.
kr. 24.995
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og
2 börn í íbúð í 5 nætur.
Súpersól tilboð, 8., 15., 22. og 29. júní.
Aukavika kr. 10.000 á mann.
kr. 34.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli
í 5 nætur.
Súpersól tilboð, 8., 15., 22. og 29. júní.
Aukavika kr. 10.000 á mann.
Súpersól til
Salou
í júní
frá kr. 24.995
Síðustu sætin
- SPENNANDI VALKOSTUR