Morgunblaðið - 04.06.2006, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Við fjölskyldan ákváðumað fara til Rómar 13. til15. maí 2006. Lindadóttir okkar varð 9 ára15. maí en þetta var í
fyrsta skipti sem hún kom til Rómar.
Með í ferðinni var Milvia, tengda-
móðir mín. Róm er ein af uppáhalds-
borgum okkar hjónanna og reynum
við að fara til Rómar á hverju ári.
Við afréðum að taka lest til Rómar
en það tekur ekki nema eina klukku-
stund og 37 mínútur að fara frá Flór-
ens til Rómar í hraðlest og ekki neins
staðar stoppað á leiðinni. Við lögðum
af stað klukkan 7:53 og vorum komin
til Rómar kl. 9:30. Hótelið sem við
höfðum pantað á netinu heitir Villa
S. Pio og er í S. Anselmo hverfinu,
einu af fínustu og gróðursælustu
íbúðarhverfunum í Róm á einni af 7
hæðunum sem Róm er reist á. Ekki
reyndist auðvelt að finna hótel í Róm
þar sem mörg þeirra voru fullbókuð
enda eru maí og júní aðalferða-
mannamánuðirnir í borginni. Auk
þess var alþjóðlegt tennismót og for-
setaskipti á Ítalíu. Hótel Villa S. Pio
höfðum við fundið í ferðahandbók-
inni „Roma Top 10“ undir róman-
tískum hótelum. Hótelið stóðst allar
væntingar í alla staði.
Quirinale (forsetahöllin)
Eftir að hafa skilið farangurinn
eftir á hótelinu var ferðinni heitið til
forsetahallarinnar en hefðarhæðin
var opin almenningi frá 3. til 13. maí
2006 en á því tímabili var enginn for-
seti í höllinni. Við vorum mætt kl.
10:15 og stóðum í biðröð til kl. 12:45 í
steikjandi sólskini og hita. Sem bet-
ur fer hafði tengdamóðir mín ljósa
regnhlíf í töskunni og notuðum við
hana sem sólhlíf. Líkt og Íslendingi
sæmir vildi ég njóta sólarinnar og
stóð lítið undir regnhlífinni og gerði
það að verkum að ég snarbrann á
hálsinum og leið hálfskringilega und-
ir lokin. Á meðan við stóðum í biðröð-
inni leið yfir eina manneskju og má
það teljast kraftaverk að fleirum hafi
ekki orðið meint af að bíða. En biðin
var þess virði.
Quirinale höllin er á Quirinale
hæðinni en hæðin dregur nafn sitt af
musteri guðsins Quirino en musterið
var byggt á 4. öld fyrir Krist. Á mið-
öldum voru þær byggingar sem voru
á Quirinale hæðinni notaðar til að
byggja kirkjur og villur fyrir hefð-
arfólk. Quirinale höllin var upphaf-
lega sumardvalarstaður páfans í
Róm, en sökum þess hve höllin er ná-
lægt Vatikaninu bjó páfinn meira og
minna í Quirinale höllinni. Höllin var
stækkuð oftar en einu sinni frá 16. til
18. aldar og er núverandi útlit á
byggingunni frá árinu 1730.
Þegar Napóleón lagði undir sig
Róm árið 1809 og tók páfann Pio VII
sem fanga og flutti hann til Frakk-
lands skipaði Napóleón arkitektin-
um Raffaelle Stern að gera breyt-
ingar á höllinni þar sem hún átti að
vera aðsetur Napóleóns. Bertel
Thorvaldsen vann við þetta verk auk
annarra listamanna. Napóleón vildi
láta hylja yfir það sem tengdist
kristni en Napóleón náði ekki að búa
í höllinni. Þegar Pio VII páfi fékk
aftur í hendurnar höllina árið 1814
lét hann sama arkitekt, það er Raffa-
elle Stern, draga fram aftur kristnu
skreytingarnar.
Með sameiningu Ítalíu varð árið
1870 höllin konungshöll og lét kon-
ungsfjölskyldan skreyta höllina í neo
rókókó stíl Lúðvíks XV. Húsgögnin
og listaverk komu úr höllum frá allri
Ítalíu.
Þegar Ítalía varð lýðveldi árið
1946 varð höllin forsetahöll. Sandro
Pertini forseti Ítalíu frá 1978 til 1985
varð sá fyrsti til að opna höllina fyrir
skólahópum en einnig er höllin opin
fyrir almenning alla sunnudaga frá
kl. 8:30 til kl. 12:00 en höllin er ekki
til sýnis á sunnudögum frá 2. júlí til
10. september og frá 17. desember til
áramóta 2006/07. Aðgangseyrir er 5
evrur.
Við fengum að skoða hefðarhæð-
ina en þar eru 29 salir. Það var mjög
sérstök tilfinning að geta gengið í
gegnum sali sem tilheyra sögunni en
eru notaðir enn þann í dag og oft hef
ég séð þessa sali í sjónvarpinu en það
er allt annað að líta þá augum með
eigin augum. Aðallega voru okkur
sýndir salirnir sem höfðu verið gerð-
ir upp í forsetatíð Azeglio Ciampi, en
hann var forseti frá 1999 til 2006.
Leiðsögumaður fylgdi okkur og
fræddi um salina og tók heimsóknin
eina klukkustund.
Til minningar um heimsóknina
fengum við áletraða stállyklakippu.
Bannað var að taka myndir en hægt
er að skoða myndir á vef forsetahall-
arinnar.
Trevi-gosbrunnurinn
Eftir þessa einstöku heimsókn
gengum við niður að Fontana di
Trevi eða Trevi gosbrunninum. Þessi
gosbrunnur er mjög sérstakur þar
sem hann er ekki á stærðarinnar
torgi. Sagt er að það eigi að henda
aftur fyrir sig pening til að koma aft-
ur til Rómar en einnig er sagt að það
eigi að drekka vatn úr gosbrunninum
þar sem það sé gæfumerki. Nicola
Salvi teiknaði gosbrunninn árið 1732.
Enn þann dag í dag er vatnið í
brunninum frá vatnsbrunninum
Acqua Vergine sem Aggrippa lét
gera árið 19 fyrir Krist. Vatnið í
krönunum í Róm er drykkjarhæft en
elstu vatnsbrunnar í heiminum voru
í Róm.
Fræg er senan í kvikmyndinni „La
dolce vita“ eftir Federico Fellini þar
sem sænska leikkonan Anita Ekberg
baðaði sig í Trevi gosbrunninum en
mótleikari hennar var ítalski leikar-
inn Marcello Mastroianni. Einnig er
fræg myndin „Tre soldi in una font-
ana“ eða „Þrír peningar í gos-
brunni“.
Júlíana Sveinsdóttir, listmálari og
afasystir mín, skrifar föður mínum,
Leifi Sveinssyni, þegar hann var að
skipuleggja ferð sína á Ólympíuleik-
ana í Róm árið 1960, að Hótel Font-
ana sé ódýrt hótel, en það stendur
við Trevi torgið, en ekki er hægt að
segja að hótelið sé ódýrt í dag þar
sem tveggja manna herbergi með út-
sýni yfir Trevi gosbrunninn kostar
260 evrur nóttin.
Rósagarðurinn
Daginn eftir gengum við frá hót-
elinu niður að Rósagarðinum eða
„Rosato Comunale di Roma“. Þrátt
fyrir að rósagarðurinn sé aðeins á
10.000 fermetra svæði er hann talinn
af rósasérfræðingum einn af falleg-
ustu rósagörðum í heiminum. Frá
árinu 1645 til ársins 1934 var gyð-
ingakirkjugarður þar sem rósagarð-
urinn er núna. Kirkjugarðurinn var
fluttur í Campo Verano þegar ákveð-
ið var að gera þetta svæði að grænu
svæði og vegur var lagður á milli
kirkjugarðsins og Circo Massimo.
Árið 1950 spurði Rómarborg gyð-
ingana hvort það væri í lagi þeirra
vegna að gera rósagarð þar sem
kirkjugarður þeirra hafði verið og
voru gyðingarnir ánægðir með það
en þeir báðu um að tákn gyðinga yrði
sett við inngang rósagarðsins til að
minnast þess að þetta hefði verið
heilagur staður, og var það gert. Um
1.100 rósir eru í garðinum og endar
sýningin með keppni. Rósagarður-
inn er opinn frá 7. maí til 11. júní
2006.
Trastevere
Eftir að hafa skoðað Rósagarðinn
ákváðum við að taka „Bus & Boat“
en þetta er einn af tveggja hæða
opnu strætisvögnunum. Við fórum
úr honum við hverfið Trastevere.
Trastevere er talið vera með einum
líflegustu hverfum Rómar og bó-
hemhverfi. Við fórum úr strætónum
við Isola Tiberina eða Tiber eyjuna
og gengum þar yfir ána Tíber. Fyrst
þegar komið er inn í Trastevere
hverfið er ekkert nema veitingahús
með borðum fyrir utan en þegar
lengra er komið inn í hverfið verður
það minna ferðamannalegt. Við
skoðuðum Santa Maria in Traste-
vere kirkjuna sem er á samnefndu
torgi. Þetta er elsta kirkjan í Róm en
hún var byggð árið 337 á þeim stað
þar sem daginn sem Jesús Kristur
fæddist streymdi úr undursamleg-
um olíubrunni. Mósaíkið í innri
hvelfingunni lýsir þessu kraftaverki.
Núverandi kirkja er frá 13. öld.
Gaman var að sjá unga stráka leika
fótbolta á torginu en það er næstum
því orðið einstakt að sjá börn ein að
leik úti á götu í borgum Ítalíu. Í einni
götu var íbúahátíð og var gatan
skreytt með blöðrum og tóku íbúarn-
ir þátt í leikjum og drukku og borð-
uðu úti á götu.
Við höfðum ákveðið að fara í báts-
ferð um Tiber ána, en hún var inni-
falin í strætómiðanum. Sú bátsferð
reyndist ekki vera skemmtileg og
þannig höfðum við hent frá okkur
tveimur dýrmætum klukkustundum.
Navona-torgið og Pantheon
Við fórum síðan á Navona torgið.
Torgið er í barokkstíl en gosbrunn-
urinn á torginu er eftir Bernini.
Torgið er iðandi af mannlífi, veit-
ingahúsum og kaffihúsum.
Síðan gengum við að Pantheon.
Adriano keisari, sem hafði arkitekt-
úr sem tómstundagaman, teiknaði
þetta heiðna musteri á árunum 118
til 125 eftir Krist. Hvelfingin er sú
breiðasta í Evrópu og er jafnhá og
jafnbreið, 43,3 metrar. Foca keisari
gaf Bonifacio IV páfa Pantheon árið
608 og varð þá kristin kirkja sem ber
nafnið Santa Maria ad Martyres.
Hér eru jarðsettir meðlimir ítölsku
konungsfjölskyldunnar, Vittorio
Emanuele II, sem sameinaði Ítalíu
og var fyrsti konungur Ítalíu, Marg-
herita eiginkona hans og sonur
þeirra Umberto I sem var myrtur
árið 1900. Listmálarinn Raffaello
bað um að verða jarðsettur í Pant-
heon og fékk hann ósk sína uppfyllta.
Pantheon stendur við Piazza della
Rotonda en við það torg er Albergo
del Senato. Var ég 3. ættliðurinn sem
Rómarferð
Í Róm er margt að sjá og
sumir myndu segja að ævin
entist ekki til að rannsaka
leyndardóma hennar. Berg-
ljót Leifsdóttir Mensuali
heimsótti borgina eilífu.
Rústir Fori imperiale minna á rómverska heimsveldið til forna.
Höfundur ásamt Lindu, dóttur sinni, í rústum Fori imperiale.
Santa Maria in Trastevere er elsta kirkjan í Róm og stendur á samnefndu torgi.
Horft yfir Róm með Vittorio-minnismerkið í baksýn.
Trevi-gosbrunnurinn. Sagt er að kasti maður peningi aftur
fyrir sig í brunninn sé tryggt að maður snúi aftur til Rómar.