Morgunblaðið - 04.06.2006, Side 44

Morgunblaðið - 04.06.2006, Side 44
44 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING F yrir nokkrum árum hófst umræða innan veggja Myndlistaskólans í Reykjavík um framtíð listiðnaðargreinanna, einkum textíls, keramiks og teikn- ingar. Ástæðan var sú að kennsla í handverki hafði minnkað verulega en í staðinn var farið að leggja meiri áherslu á hönnun á háskólastigi. Myndlista- og handíðaskólinn var stokkaður upp og Listaháskólinn stofnaður. Við það hefur vegur ís- lenskrar hönnunar eflst til muna en að sama skapi hefur listhandverkið orðið útundan. Nýverið sendi Mynd- listaskólinn í Reykjavík bréf til Menntamálaráðuneytisins sem inni- hélt kynningu á hugmyndum Mynd- listaskólans varðandi stofnun þriggja listiðnaðardeilda innan skólans, þ.e.a.s. keramik, textíl og teikningar- deild. Um er ræða tveggja ára starfs- námsbrautir á Íslandi með möguleika á áframhaldandi námi í samvinnu við erlenda listaskóla og stofnanir. Nám- ið yrði fjármagnað með þjónustu- samningi við Menntamálaráðuneyti auk skólagjalda. Blaðamaður hitti Ingibjörgu Jóhannsdóttur, skóla- stjóra Myndlistaskóla Reykjavíkur og Sólveigu Aðalsteinsdóttur, deildarstjóra keramik kjörsviðs og spurði þær út í stöðu listiðnaðar- greina í landinu. Hönnun og verknám „Við stofnun LHÍ varð hönnunar- og listnám fókuseraðra og afmark- aðra; textíldeild varð að fatahönnun og stofnuð var deild í þríðvíðri hönn- un. Áður höfðu nemendur í textíldeild Myndlista- og handíðaskólans unnið bæði að t.d. fata- eða munsturhönnun og myndlistarverkum og nemendur í keramikdeild unnið jöfnum höndum að myndlist og hönnun. Nú hafa verið sett skýrari skil milli myndlistar og hönnunar í LHÍ. Að mínu mati hefur námið með þessum hætti orðið áhugaverðara og betra. Við þessar aðstæður skapast hins vegar þörf á annars konar listnámi þar sem út- gangspunkturinn er efnið og verk- tengt nám,“ segir Ingibjörg. „Það hefur verið mikil gerjun í gangi í list- námi víða um lönd og það er verið að umbylta listaskólum á svipaðan hátt er að gerast í Listaháskólanum hér, ólíkar leiðir eru valdar. Sumstaðar er handverkið tekið út á meðan ýtt er undir það í öðrum skólum. Núna get- um við leyft okkur að fókusera á efnið því að hönnunin er kennd í Listahá- skólanum. Þetta er tækifæri til að gera hlutina með öðrum hætti en t.d. þegar Myndlista- og handíðaskólinn kenndi listhandverk ásamt hönnun og myndlist. Þessar greinar sem við er- um að velta fyrir okkur þarfnast allar töluverðs tíma og yfirlegu til að ná ákveðinni færni í meðferð efnis, verk- þátta og aðferða. Ég tel rétt að slíkt nám lúti öðrum lögmálum í uppbygg- ingu en þeir valkostir sem standa til boða á Íslandi í dag.“ „Ef við tökum sem dæmi fatahönn- unardeildina í LHÍ þá finnst manni að sviðið yrði mun ríkulegra ef að á öðrum stað færi fram efnishönnun. Og sama gildir um aðrar hönnunar- deildir,“ segir Sólveig og ítrekar að samvinna milli fyrirhugaðra listiðn- aðardeilda og Listaháskólans myndi styrkja báða aðila til muna. „Maður sér það í hendi sér að ef vöruhönn- uður færi í samstarf við þann sem þekkir efnið þá yrði framleiðslan tölu- vert áhugaverðari og sérstakari.“ „Maður sér líka fyrir sér mjög áhugaverða vöruþróun sem gæti orð- ið með þessum hætti þó svo að fram- leiðslan gæti farið fram einhvers staðar annars staðar,“ bætir Ingi- björg við. Hún bendir á að hér sé skortur á fagfólki í ýmsum iðngrein- um og tekur sem dæmi hugbúnaðar- fyrirtækið CCP, sem hefur náð glæstum árangri í gerð tölvuleikj- anna EveOnline, en þeir hafi iðulega þurft að leita út fyrir landsteinanna að menntuðum og hæfum teiknurum. CCP hefur þar af leiðandi boðið Myndlistaskólanum aðstoð við upp- byggingu náms í teikningu og málun og er auk þess á meðal fjögurra fyr- irtækja og einstaklinga sem skrifuðu stuðningsbréf sem fylgdu bréfi Myndlistaskólans til menntamála- ráðuneytisins. Mikilvægt tækifæri „Það er líka spennandi að nálgast allar þessar greinar út frá staðbund- inni sérstöðu,“ segir Sólveig og vill meina að það eigi við um allar þrjár listiðnaðargreinarnar; textíl, keramik og teikningu. „Það er svolítið slæmt að það skuli ekki vera nein textíl- þróun á Íslandi og engin textíldeild sem sinnir efninu í ljósi þess að ullar- vinnsla og ýmiss konar skinnaiðnaður hefur verið stundaður hér langt aftur í aldir. Textílsaga landsins er mjög athyglisverð og að sama skapi nánast ókannaður arfur. Tenging keramiks við jarðfræði Íslands er mjög áhuga- vert viðfangefni og getur verið upp- spretta hugmynda, t.d. Reykjanesið sem má horfa á sem einn stóran ker- amikskaga með ótal litbrigðum, form- um og áferðum. Og eins á teiknideild- in ýmislegt að sækja í arfinn eins t.d. í myndskreytingar í handritunum.“ „Fólk talar mikið um að heimurinn fari stöðugt minnkandi en á sama tíma virðist sérstaðan verða mikil- vægari í hugum fólks,“ segir Ingi- björg. Þær leggja áherslu á að uppstokk- unin sem varð í listnámi landsins með stofnun LHÍ árið 2000 hafi verið mjög þörf. „Það sem núna gæti gerst er mun áhugaverðara en ef að Myndlista- og handíðaskólinn hefði haldið áfram óbreyttur,“ segir Ingibjörg. „Þessi sérhæfing sem varð við stofnun LHÍ hefur dýpkað hvert fag og eins mun hún skapa orku og dýpt hjá þessum deildum sem við viljum stofna.“ Jafnframt benda þær á að tíðar- andinn kalli á ríkara og sérhæfðara listnám í ljósi þess hversu sjónlistir ýmis konar eru orðnar ráðandi í um- hverfi okkar. Því sé mikilvægt að bregðast sem fyrst við vöntun listiðn- aðargreinanna í skólakerfinu. „Það er mikil gróska í gangi í list- um og það getur verið mjög dýrt fyrir okkur sem þjóð að vanrækja þá möguleika sem okkur standa þar til boða. Það þarf að halda gróskunni vakandi og veita öllum þessum mögu- leikum vaxtarskilyrði. Með stofnun Listaháskólans hefur verið skapaður vettvangur fyrir hönnun og myndlist. Nú þarf að taka ákvörðun um hvernig hugað skuli að kennslu listhandverks og teikningar. Allar þessar greinar geta talað saman og styrkt hvor aðra og þar með skapað möguleika á að ís- lenskt handverk og hönnun geta jafn- ast á við það sem best gerist í ná- grannalöndum okkar,“ segir Ingi- björg. Hún minnist á ráðstefnu sem haldin var í Háskóla Íslands á vegum viðskipta- og hagfræðideildar sem bar yfirskriftina „Skapandi atvinnu- greinar - þýðing þeirra fyrir hagvöxt og velmegun á Íslandi“. Þar kom fram að hagfræðingar horfa helst til vaxtar í hinum skapandi greinum í framtíðinni en þeir telja að þær muni verða undirstaða áframhaldandi vel- sældar Vesturlanda. „Þetta kemur auk þess inn í um- ræðuna um það hvert við stefnum sem þjóð,“ segir Sólveig. „Hvert ætl- um við að stefna með okkar menntun og hvernig ætlum við að sinna skap- andi hugsun í landinu?“ „Ég er viss um að með stofnun þessara listiðnaðardeilda að spretta fram alveg ótal margir nýir mögu- leikar sem við gerum okkur ekki grein fyrir núna,“ heldur Sólveig áfram. „Ef að þessar listiðnaðar- deildir, eða aðrar sambærilegar, verða ekki settar á laggirnar þá mun- um við, eftir nokkur ár, finna mjög mikið fyrir þeirri vöntun. Við erum ennþá að njóta góðs af menntuðu fólki úr Myndlista- og handíða- skólanum en það kemur að því að það dettur út. Það verður einhvern veg- inn að halda sögunni við og nýta hana sem uppsprettu nýrra hugmynda.“ Myndlist | Myndlistaskólinn í Reykjavík leggur fram tillögu um stofnun þriggja listiðnaðardeilda Hver er framtíð listiðnaðar á Íslandi? Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Myndlistaskóla Reykjavíkur, og Sól- veig Aðalsteinsdóttir, deildarstjóri keramikkjörsviðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.