Morgunblaðið - 04.06.2006, Side 48
48 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Hraunhamar kynnir glæsilegt 23 íbúða lyftuhús á sex
hæðum. 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir og bílastæði í
bílakjallara. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna en þó
verða baðherbergi og þvottaherbergi flísalögð. Vandaðar
innréttingar frá Brúnás. Vönduð eldhústæki frá AEG,
blástursofn og keramikhelluborð með snertirofum. Öll tæki í
eldhúsi eru úr stáli. Vandað dyrasímakerfi með myndavél
verður í húsinu. Allar íbúðirnar hafa sameiginlegan inngang
norðanmegin við húsið. Aðgengi að íbúðunum er annars
vegar með lyftu og hins vegar um stigahús. Vandaður
frágangur, traustir verktakar. Skoðun í samráði við sölumenn
Hraunhamars.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
KIRKJUVELLIR 7 - TILBÚNAR SÝNINGARÍBÚÐIR
Magnús Emilsson löggiltur fasteignasali, Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði
29.000.000
108,8 fm. einbýlishús ásamt 38 fm. bílskúr á góðum stað á
Stokkseyri, eigninni fylgja útihús um 200 fm. 2 LAND-
SPILDUR fylgja eigninni sem eru í leigu til 25 ára, sam-
tals 23 Ha. Tilvalið til trjáræktar eða beitar. Gott útsýni
er til allra átta.
Birkihlíð - 825 Árborg
Getur losnað fljótlega.
15.900.000
Mjög vandað 88 fm, 4ra-5 herbergja heils-
árshús ásamt 10 fm smáhýsi í fallegu um-
hverfi í landi Úthlíðar.
Djáknavegur - Úthlíð
ÁRIÐ 2001 beitti Krabbameins-
félag Íslands (KÍ) sér fyrir lands-
söfnun á meðal landsmanna undir
heitinu „Einn af hverjum þrem-
ur“. Eins og kemur fram í grein
Guðrúnar Agnarsdóttur, fram-
kvæmdastjóra KÍ, dags. 23. mars
2002 var markmið söfnunarinnar
að auka stuðning og þjónustu við
krabbameinssjúklinga, einkum við
endurhæfingu, efla forvarnir og
styðja við aðildarfélög KÍ. Eins og
áður hefur komið fram söfnuðust
87.558.411. Fram kemur í rekstr-
arreikningi árið 2001 að vaxta-
tekjur og verðbætur voru
7.459.685. Kostnaður við söfnunina
11.908.217.
Til ráðstöfunar 83.109,879. Í
fyrrgreindri grein Guðrúnar Agn-
arsdóttur (GA) kemur fram að KÍ
hafi ákveðið að styðja við end-
urhæfingu LSH sem var þá í
Kópavogi. Eins kemur fram að KÍ
hafi ákveðið að festa kaup á íbúð-
um í samstarfi við Rauða kross-
inn. Í grein sem birtist í Frétta-
blaðinu dags. 15. desember 2003
kemur fram að KÍ hafi ákveðið að
veita 3 milljónir til endurhæfingar
LSH, en forstjóri LSH hafi ekki
kallað eftir fénu. Athygli vekur að
grein þessi er skrifuð vegna fyr-
irspurnar Hjartar Sveinssonar
sem skömmu áður hafði spurt um
efndir KÍ vegna söfnunarinnar.
Bendir hann rétti-
lega á nauðsyn end-
urhæfingar og eru
greinar hans vand-
aðar. Á svipuðum
tíma kemur önnur
fyrirspurn frá 6 kon-
um í Mbl. „End-
urhæfing krabba-
meinssjúkra í
Kópavogi“ sem
spyrja þess sama,
um efndir. Þuríður
Backmann þingmað-
ur skrifar grein um
„Nauðsyn endurhæfingar krabba-
meinssjúklinga“ um svipað leyti
og veltir fyrir sér endurhæfing-
armálum krabbameinsgreindra.
Athyglisvert er síðan að lesa
greinar GA „Ráðstöfun söfn-
unarfjár“, „Verkefni í þágu þjóð-
arinnar“, „Endurhæfing krabba-
meinssjúklinga“ svo og litlum
pistli „Landssöfnun skilar sér“.
Greinar þessar segja
ekkert til um það sem
fólk spyr um, hvar
peningarnir eru sem
söfnuðust frá þjóðinni.
Greinaskrif GA eru
endurtekningar og
forðast hún að virðist
vera að nefna hvar
peningana er að finna.
Og með því að hafa
lokaða aðalfundi, enga
upplýsingaskyldu
gagnvart þjóðinni sem
studdi KÍ svo duglega
hefur GA komist upp með að hafa
peningana þar sem henni sýnist.
Nú á árinu 2006, 5 árum eftir
söfnunina, nefnir hún í ársskýrslu
sinni að „það sem eftir er af söfn-
unarfénu“ verði notað til að setja
upp endurhæfingu og þjónustu-
miðstöð í húsi KÍ. Ég hef ekki
lengi verið í hópi krabbameins-
greindra, en með ofangreindum
vinnubrögðum verður ekki séð
annað en GA „sái fræjum vantrúar
á meðferð fjármuna hjá KÍ“ hjá
þeim hópi krabbameinsgreindra
og annarra sjálfboðaliða sem þátt
tóku í vinnu við söfnunina á sínum
tíma og gáfu flestir vinnu sína.
Eins og ég gat um áður í greinum
mínum er velta KÍ umtalsverð.
Íbúðakaup sem ekki er opinbert á
hvern hátt kostnaður skiptist á
milli KÍ og RKÍ, er vandalaust að
halda fram að hægt sé að greiða
með veltufjármunum KÍ. Á hverju
ári veltir KÍ hundruðum milljóna
eins og ég benti á. Það hlýtur að
vera réttmæt krafa krabbameins-
greindra og annarra landsmanna
að fá að vita hvers vegna fjár-
munum, sem safnað er saman með
dramatískum sjónvarpsþætti og
tókst vel á árinu 2001, er ekki enn
búið að nota til endurhæfingar og
þjónustumiðstöðvar eins og lofað
var. Eins er athyglivert að á sama
tíma og KÍ fjárfestir söfnunarfénu
annars staðar, eru aðildarfélög að
safna milljónum króna í sjóðum
sínum með sölu armbanda, penna
og áheita. Peninga sem með réttu
ætti að nota til hagsbóta fyrir
krabbameinsgreinda.
Starfsemi KÍ er ekki stjórnað af
krabbameinsgreindum/notendum
heldur af læknum, hjúkrunarfræð-
ingum, bankastjóra og öðrum. Sér
þess merki að miðað við umræðu
undanfarna daga að öll umræða er
stjórn KÍ erfið og til vandræða.
Fjármál KÍ eru ekki einkamál
stjórnenda. Þeir sem halda það
eru búnir að vera of lengi, vernd-
aðir af vinasamfélaginu og í stað
þess að berjast fyrir bættum hag
krabbameinsgreindra er barist
fyrir að viðhalda vinasamfélaginu.
Opin umræða um KÍ og kröftug
hagsmunabarátta fyrir bættum
hag okkar er nauðsynleg þegar
haft er í huga aðstöðuleysi okkar í
heilbrigðiskerfinu. Og eins og for-
maður stjórnar KÍ og yfirlæknir
LSH bendir á er Skógarhlíð 8
þjóðargjöf sem stendur öllum op-
ið, þ.e.a.s húsið sjálft. Það er þess
vegna skrýtið að mínu mati að
ekki skuli vera rekin sú starfsemi,
sem fyrir 5 árum var lofað, heldur
virðist húsið vera notað sem „tóm-
stundahús“ vinasamfélagsins. Að
endingu vil ég ítreka fyrri orð
mín, hvernig má það vera að KÍ
safni peningum til endurhæfingar
okkar en noti síðan féð til rekst-
urs? „Noti dramatíkina í kringum
krabbameinsumræðu til að næla
sér í rekstrarfé.“
Ja, spyr sá sem ekki veit.
Fjármál og landssöfnun
Krabbameinsfélags Íslands
Haukur Þorvaldsson
fjallar um starfsemi
Krabbameinsfélags Íslands ’Starfsemi KÍ er ekkistjórnað af krabbameins-
greindum/notendum
heldur af læknum, hjúkr-
unarfræðingum, banka-
stjóra og öðrum.‘
Haukur Þorvaldsson
Höfundur er krabbameinsgreindur
öryrki.
Fréttir
í tölvupósti