Morgunblaðið - 04.06.2006, Síða 50

Morgunblaðið - 04.06.2006, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BAHÁ’ÍAR um allan heim óttast að fjölda- handtökur á trúsystk- inum þeirra í Íran séu fyrirboði nýrra ofsókna á hendur samfélaginu þar. Íranska ríkislög- reglan handtók 54 bahá’ía í borginni Shí- raz í suðurhluta Írans 19 maí sl. og gerði upp- tækar bækur, tölvur og önnur gögn á heimilum þeirra. Í mars síðastliðinn skýrði Asma Jahangir, sérstakur skýrsluhöfundur Samein- uðu þjóðanna um trú og trúfrelsi, frá því að Ajatollah Khamenei, æðsti leiðtogi klerkastjórnarinnar í Íran, hefði falið íranska hernum að skrá- setja og hafa eftirlit með ferðum og athöfnum 300.000 bahá’ía í Íran. Rúm- lega 70 bahá’íar voru fangelsaðir á síðasta ári í lengri eða skemmri tíma en ákærur á hendur þeim hafa aldrei verið birt- ar. Í framhaldi af til- skipun Khameneis sendi íranska herfor- ingjaráðið bréf til upplýsingaráðuneyt- isins, íslamska bylt- ingarráðsins og rík- islögreglunnar. Í bréfinu kemur fram að skrá eigi með leynd allar upplýsingar varð- andi meðlimi bahá’í trúarinnar í landinu. Skýrsluhöfundur SÞ segir að kerfisbundið eftirlit og persónu- njósnir af þessu tagi séu skýlaust brot á réttindum trúarminnihluta og hægt verði að nota þær sem átyllu til frekari ofsókna á hendur bahá’í- um í Íran. Alþjóðlega bahá’í sam- félagið hefur beðið sendiherra Íran hjá SÞ um skýringar á þessum að- gerðum stjórnarinnar. Talsmenn þess segja, að heimurinn viti af illri reynslu hvað hatursáróður stjórn- valda gegn minnihlutahópum geti haft í för með sér og þeir skora á stjórnvöld um allan heim að krefjast þess að írönsk stjórnvöld láti af end- urteknum árásum á bahá’í sam- félagið. Í kjölfar þessara aðgerða koma vaxandi árásir fjölmiðla á bahá’ía og trú þeirra. Fremst þar í flokki er stjórnarmálgagnið Kayhan í Teher- an. Árásir í fjölmiðlum hafa oft verið undanfari ofsókna á hendur bahá’í- um, síðast árið 1979 þegar allir for- ystumenn bahá’í samfélagsins í Ír- an, rúmlega 200 manns, voru teknir af lífi. Kayhan sakar bahá’ía um að grafa undan íslömsku byltingunni og styðja vestræn ríki í andstöðu við klerkastjórnina. Öllum þessum ásökunum hefur verið vísað á bug, m.a. í opnu bréfi sem íranska bahá’í samfélagið afhenti forystumönnum og embættismönnum landsins á síð- asta ári. Alvarlegastar eru ásakanir stjórnvalda þess efnis að bahá’íar Hertar ofsóknir gegn bahá’íum í Íran Eðvarð T. Jónsson fjallar um fjöldahandtökur á bahá’íum í Íran Eðvarð T. Jónsson Til sölu jörðin Akurey 1 í Rangárþingi eystra. Um er að ræða myndarlegt kúabú í fullum rekstri. Framleiðsluréttur í mjólk um 155 þús. lítrar. Ágætur húsakostur m.a. tvö íbúðarhús. Jörðinni fylgir góður bústofn og vélakostur. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM. Sími 550 3000. Sjá einnig á fmeignir.is og mbl.is. Tilv.nr. 10-1314. AKUREY - RANGÁRÞINGI ÁLFTANES - BYGGINGARLAND FYRIR VERKTAKA Erum með í sölu byggingar- land fyrir tvö parhús (4 íbúðir) á góðum útsýnisstað á Álfta- nesi. Landið er alls 3096 fm. Deiliskipulag er komið fyrir landið og selst það án gatna- gerðargjalda. Óskað er eftir tilboðum og skulu þau berast skrifstofu Eignamiðlunar fyrir föstudaginn 9. júní 2006. Magnea Sverrirsdóttir löggiltur fasteignasali Hraunhamar fasteignasala kynnir sérlega glæsilega 3ja herbergja íbúð á 2. hæð með sérinngangi í góðu og vel staðsettu fjölbýli í Ás- landshverfinu í Hafnarfirði. Íbúðin er skráð 89 fm með geymslu. Eign- in skiptist í: Forstofu, hol, eldhús, hjónaherbergi, barnaherbergi, bað- herbergi, stofu, þvottahús, svalir og geymslu auk sameignar. Glæsilegar innréttingar. Gólfefni eru parket og flísar. Glæsilegt útsýni, frábær staðsetning. Stutt í skóla og leikskóla. Verð 21,5 millj. Myndir af eigninni á mbl.is. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Svöluás Nýkomið glæsilegt, tvílyft, nýtt ein- býli með innbyggðum bílskúr, sam- tals 232 fm. Húsið skiptist m.a. þannig: Forstofa, vinnustofa (íbúð ef vill) með sérinngangi, stofu, eld- hús, hol, snyrting, þvottahús o.fl. Efri hæð 2-3 svefnherb., baðherb. o.fl. Húsið er glæsilega innréttað, góð bílastæði. Laust strax. Myndir á mbl.is. Verðtilboð. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Blómvellir - Hf. SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. BANKASTRÆTI 12 Til sölu þessi vel þekkta hús- eign á horni Þingholtsstrætis og Bankstrætis. Um er að ræða járnklætt timburhús, alls skráð 160 fm. Rekstur veit- ingastaðarins Priksins er í húsnæðinu í dag ásamt gull- smíðaverkstæði m. verslun. Möguleiki á langtímaleigu- samningi við Prikið sem er í meirihluta hússins. Miklir möguleikar fyrir fjárfesta, bæði með tillilti til út- leigu í núverandi mynd og einnig með í huga að byggingarréttur er á lóð- inni. Miðað við framtíðarskipulag miðborgarinnar, Kvosarinnar og hafnar- svæðisins með tilliti til uppbyggingar, telst þetta mjög álitlegur fjárfesting- arkostur. Nánari upplýsingar veitir Ólafur B. Blöndal á fasteign.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.