Morgunblaðið - 04.06.2006, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 59
MINNINGAR
✝ Þorsteinn Þor-steinsson fædd-
ist í Reykjavík 25.
október 1914. Hann
lést á Landspítala-
háskólasjúkrahúsi í
Fossvogi 21. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðrún Bjarnadótt-
ir, f. í Bakkakoti á
Seltjarnarnesi 24.
október 1867, d. 16.
ágúst 1939, og Þor-
steinn Jónsson járn-
smiður í Reykjavík,
f. í Litla-Seli í Reykjavík 9. júlí
1864, d. 7. júlí 1940. Systkini Þor-
steins voru: Sigríður, f. 25. maí
1891, d. 31. október 1980, Svava, f.
31. maí 1893, d. 27. ágúst 1958,
Margrét, f. 4. febrúar 1896, d. 20.
mars 1984, Bjarni, f. 28. apríl
1897, d. 9. desember 1938, Ásgeir,
f. 7. október 1898, d. 1. janúar
1971 og Hlín, f. 5. desember 1899,
d. 9. nóvember 1964.
Þorsteinn kvæntist 11. júlí 1942
Huldu Svövu Jónsdóttur, f. 15.
september 1922. Þau eignuðust
þrjá syni: Bjarna, f. 5. desember
1942 d. 2. janúar 2001, Geir, f. 19.
júlí 1945, kvæntur Emmu Ott-
ósdóttur, og Hall, f.
12. mars 1952,
kvæntur Þóru
Lovísu Friðleifs-
dóttur. Fyrri kona
Þorsteins var Vil-
borg Sigurðardóttir
f. 6. september
1907, d. 27. apríl
1941. Sonur þeirra
er Þorsteinn Sig-
urður, f. 17. júlí
1938, kvæntur Hjör-
leifu Einarsdóttur.
Þorsteinn lauk
gagnfræðaprófi
hinu meira árið 1931 og burtfar-
arprófi frá Iðnskólanum í Reykja-
vík 1932. Að því loknu stundaði
hann nám í efnafræði í Reykjavík,
og í Berlín 1935. Hann starfaði á
Rannsóknastofu Háskólans 1936 -
1949 og á sama tíma vann hann að
alhliða efnarannsóknum hjá Lýs-
issamlagi íslenskra botnvör-
punga. Hann var stöðvarstjóri hjá
Lýsissamlagi íslenskra botnvör-
punga 1949 - 1959 og umsjónar-
maður hjá Rannsóknastofnunum
sjávarútvegsins 1959 - 1984 þegar
hann lét af störfum vegna aldurs.
Útför Þorsteins var gerð 21.
maí síðastliðinn.
Þegar ég sat kvöldið fyrir útför
tengdaföður míns, Þorsteins Þor-
steinssonar, og horfði út um
gluggann á litadýrð himinsins við
sólarlag, fylltist hjarta mitt þakk-
læti og friði. Því eins og við getum
notið sólarlagsins að loknum góð-
um degi, getum við þakkað fyrir
lífið að leiðarlokum. Þorsteinn var
afskaplega traustur maður, lag-
hentur, snyrtilegur og umhyggju-
samur. Hann varð 60 ára fimm
dögum eftir að við Hallur sonur
hans opinberuðum trúlofun okkar,
og ég man eins og gerst hafi í gær,
þegar ég gekk upp stigann á Guð-
rúnargötu 4 til að hitta fjölskyld-
una í afmælinu hans, flesta í fyrsta
sinn. Mér var tekið af ljúfmennsku
og góðvild sem ríkt hefur alla tíð
síðan. Brúðkaupsdag Huldu og
Þorsteins, hinn 11. júlí, höfum við
hjónin haldið upp á með þeim á
hverju ári eftir að ég kom í fjöl-
skylduna. Mér finnst alltaf hafa
verið sólskin þennan dag, sem er
vel við hæfi, því samrýndari hjón
en þau var vart hægt að finna. Þau
lifðu fyrst og fremst fyrir hvort
annað og voru alltaf saman. Þegar
þau áttu gullbrúðkaup héldum við
upp á það með yndislegri ferð um
Snæfellsnes, og þá var ekki síðri
ferðin sem við fórum um Vestfirði
með þeim og Geir og Emmu í til-
efni af demantsbrúðkaupinu. Þar
óðum við út í sjó í brakandi blíðu
rétt vestan við Brjánslæk og Þor-
steinn og Hulda horfðu hvort á
annað eins og ástfangnir unglingar
uppi á Látrabjargi, og þau héldust
í hendur horfandi á sólarlagið við
Breiðuvík. Þau höfðu alla tíð mjög
gaman af því að ferðast um landið
þvert og endilangt, og þau fóru í
göngutúra meira og minna á hverj-
um degi. Hefur það örugglega
haldið þeim í svona góðu formi
þetta lengi. Við hjónin höfum
ferðast með þeim á hverju sumri
út um allt land. Minnisstæð er ferð
í Þórsmörk árið 1998 Hulda var þá
að koma þangað í fyrsta sinn og
Þorsteinn að koma aftur eftir 50
ár, en þangað fór hann þá ríðandi,
enda mikill hestamaður á árum áð-
ur. Hann hafði alltaf mjög mikinn
áhuga á bílum og fór allra ferða
sinna akandi fram yfir nírætt. Alla
tíð voru bílarnir hans í toppstandi,
glansandi hreinir og pússaðir, eins
og reyndar allt sem hann kom ná-
lægt. Þegar Þorsteinn varð níræð-
ur héldum við honum veislu á
heimili okkar þar sem saman komu
barnabörn Huldu og Þorsteins og
barnabarnabörn. Það verður gam-
an fyrir þau að eiga myndir af sér
með langafa á þessum merku tíma-
mótum í lífi hans. Að leiðarlokum
vil ég þakka fyrir samfylgdina, og
ekki síst fyrir son okkar Þorstein
Arnar, sem alltaf hefur átt athvarf
hjá afa og ömmu. Hinn 10. mars
síðastliðinn gekk hann í hjónaband
og í brúðkaupið mætti afi Þor-
steinn með Huldu sinni, teinréttur
og glæsilegur eins og alltaf. Það
var hans ósk að fá að búa heima á
Guðrúnargötu þangað til hann yrði
allur, og sem betur fer fékk hann
þá ósk sína uppfyllta. Kæri Þor-
steinn, takk fyrir allt og megi guð
fylgja þér.
Elsku Hulda, megi allar góðu
minningarnar hjálpa þér í sorg
þinni.
Þóra Lovísa.
Afi á götu er dáinn.
Það er skrítið að hugsa til þess
að hitta hann ekki aftur í þessu
lífi.
En svona er lífið víst og sem
betur fer átti hann afi langa og
góða ævi.
Við getum alltaf yljað okkur við
góðu minningarnar, þær tekur
enginn frá okkur.
Elsku amma, guð gefi þér styrk
að takast á við lífið án afa, það
verður ekki auðvelt, þar sem þið
voruð óaðskiljanleg í tæp 65 ár.
Það síðasta sem afi bað um, var að
það yrði hugsað vel um þig, og við
gerum okkar besta í að gera það.
Við og fjölskyldur okkar vottum
öllum samúð okkar, sem eiga um
sárt að binda. Guð veri með þér afi
og þú skilar kveðju til pabba.
Moldin er þín.
Moldin er trygg við börnin sín,
sefar allan söknuð og harm
og svæfir þig við sinn móðurbarm.
Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð
á leiðinu þínu. Moldin er hljóð
og hvíldin góð...
(Davíð Stefánsson.)
Guðrún Bjarnadóttir og
Þorsteinn Bjarnason.
Ég hef verið þeirrar gæfu að-
njótandi að eiga mitt annað heimili
á Guðrúnargötunni hjá afa og
ömmu. Fyrstu mánuðina bjó ég í
kjallaranum, og þegar foreldrar
mínir fluttu var það ekki lengra en
í næstu götu, svo að stutt var að
fara yfir til afa og ömmu. Á Guð-
rúnargötunni hef ég verið með
annan fótinn í 30 ár, og allan þann
tíma hefur afi minn verið mér til
halds og trausts. Það lék allt í
höndunum á honum afa og ekkert
sem hann ekki gat lagað. Þegar ég
meiddi mig var hlaupið til afa og
hann gerði að sárum manns vopn-
aður vasahníf, flísatöng og joði.
Þegar hjólið var í ólagi fór ég með
það út í skúr til afa, og stuttu
seinna var það betra en nýtt. Afi
var alltaf snyrtilegur og fínn í
tauinu, vel rakaður og greiddur, og
snemma var hann byrjaður að inn-
ræta mér sömu kosti með mis-
jöfnum árangri þó. Oft fékk ég nú
glósur frá honum út á hár og
skegg, og það kom fyrir þegar ég
kom við hjá afa og ömmu á leiðinni
að skemmta mér, að ég gekk út í
jakkafötum af afa, en ekki föt-
unum sem ég kom í. Ósjaldan fór
ég í mat í hádeginu á Guðrún-
argötuna og ef amma var ekki
heima þá eldaði afi hafragraut eða
sauð ýsu handa okkur. Maður
mátti aldrei fara svangur frá hon-
um, og fyrsta daginn í fyrstu sum-
arvinnunni kom hann keyrandi
með samloku handa mér, því hann
var viss um að ég væri orðinn
svangur, sem ég að sjálfsögðu var.
Þegar maður var á síðasta snún-
ingi með þýskustíl kvöldið fyrir
skil var hringt í afa og hann staf-
aði hann ofan í mig í gegnum sím-
ann. Og ef einkunnin var ekki upp
á 10 var það kennarinn sem vissi
ekkert í sinn haus, en ekki að hann
væri orðinn ryðgaður í málinu 50
árum eftir dvöl sína í Þýskalandi
þar sem hann stundaði nám í efna-
fræði. Afi stóð með mig í tveggja
tíma biðröð fyrir utan Háskólabíó
til að fá miða á Superman, og ég
veit ekki hvort ég var ánægðari
með að vera að fara í bíó eða vera
að fara með afa mínum. Hann sótti
mig í skólann meðan ég var of
ungur til að fara yfir umferðargöt-
ur og fórum við þá oft að útrétta á
eftir. Og alltaf var það jafnmikið
ævintýri að fara til rakarans með
honum eða í verslunarferðir og
koma svo til ömmu og segja frá
öllu sem við afi höfðum verið að
gera.
Elsku afi. Takk fyrir alla hjálp-
ina, góðmennskuna og viskuna. Þín
er sárt saknað.
Þorsteinn Arnar.
ÞORSTEINN
ÞORSTEINSSON
!
"# $ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
HANNES HANNESSON,
Arnkötlustöðum,
lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, miðvikudaginn
24. maí.
Útför fór fram frá Árbæjarkirkju í Holtum þriðju-
daginn 30. maí í kyrrþey að ósk hins látna.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem auðsýnt hafa okkur samúð og vinar-
hug. Sérstakar þakkir til starfsfólks Lundar á Hellu.
Guð blessi ykkur öll.
Salvör Hannesdóttir,
Hannes Birgir Hannesson, Arndís Fannberg,
Steinunn H. Hannesdóttir, Arnar Jónsson,
Hafsteinn Jóhann Hannesson,
Hugrún Hannesdóttir
og barnabörn.
Okkar ástkæra,
SVALA EYJÓLFSDÓTTIR,
Miðleiti 7,
lést 2. júní á Droplaugarstöðum.
Hákon Jóhannsson,
Katrín Hákonardóttir, Arthur Echelberger,
Jóhann Hákonarson, Dagný Jóhannsdóttir,
Erna Hákonardóttir, Gernot Pomrenke,
Tryggvi Hákonarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sonur okkar, bróðir, frændi og barna-
barn,
BIRGIR BERTELSEN
sjómaður,
Skessugili 9,
Akureyri,
sem lést af slysförum um borð í Akureyrinni
laugardaginn 27. maí, verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju þriðjudaginn 6. júní kl. 13.30.
Jarðsett verður í Ólafsfjarðarkirkjugarði.
Lilja Hannesdóttir, Andrés Bertelsen,
Andrés Bertelsen, Aríel Bertelsen,
Sigrún Karlsdóttir, Ármann Ásmundsson,
Magnús Jónsson, Jóhannes Jóhannsson.
Helluhrauni 10, 220 Hf.,
sími 565 2566,
www.englasteinar.is
Englasteinar
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUÐFINNUR INGI HANNESSON
Hávegi 13,
Kópavogi,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu-
daginn 25. maí síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Halldóra Guðjónsdóttir,
Theodór Guðfinnsson, Ragnheiður Snorradóttir,
Hildur Guðfinnsdóttir, Magnús Flygenring,
barnabörn og barnabarnabörn.