Morgunblaðið - 04.06.2006, Síða 60
60 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hafdís Stein-grímsdóttir
fæddist á Akureyri
23. september 1956.
Hún lést á heimili
sínu 18. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar eru Stein-
grímur Antonsson,
f. á Akureyri 16.
febrúar 1935 og
Regína Kristinsdótt-
ir, f. á Öngulsstöðum
í Eyjafjarðarsveit
19. febrúar 1934.
Systkini Hafdísar
eru Margrét Alma, f. 15. desember
1957, Bergljót, f. 9. október 1960,
Sæþór, f. 7. október 1961, Stein-
grímur Hallur, f. 26. febrúar 1964,
og Helga Sigríður, f. 9. mars 1965.
Hafdís giftist 30. júlí 1977 Ósk-
ari Erlendssyni kjötiðnaðarmanni,
f. 5. júní 1952. Synir þeirra eru: 1)
Elvar, f. 29. janúar 1976, kvæntur
Fjólu Björk Karlsdóttur, f. 2. febr-
úar 1981, dóttir
þeirra er Ásta Þór-
unn, f. 13. nóvember
2002. 2) Erlendur
Ari , f. 21. desember.
1976, í sambúð með
Sonju Róbertsdótt-
ur, f. 23. mars 1971.
Dóttir Erlends er
Hafdís Brynja, f. 18.
apríl 2000, börn
Sonju eru Arnór
Már Hansson, f. 11.
mars 1989 og Jón
Helgi Tómasson, f.
12. maí 1996. Saman
eiga þau Elvar Snæ, f. 13. nóvem-
ber 2004.
Hafdís lauk prófi frá Gagn-
fræðaskóla Akureyrar 1972 og
starfaði á ýmsum stöðum á Akur-
eyri en seinustu árin var hún
heimavinnandi.
Útför Hafdísar var gerð á Ak-
ureyri 26. maí í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Ég var staddur úti á sjó þegar
ég fékk tilkynningu um að þú vær-
ir dáin. Það var svo ótrúlegt og erf-
itt að kyngja því að mamma mín
væri virkilega dáin, aðeins 49 ára
gömul.
Allar minningarnar um þig
hrönnuðust yfir mig í þessu sím-
tali, allt sem þú hafðir kennt mér
og hjálpað mér með.
Þú varst alltaf svo góð og elsku-
leg og betri mömmu var ekki hægt
að óska sér. Ég mun aldrei sætta
mig við að hafa misst þig svo unga
en ég var samt heppinn að hafa
haft þig í 30 ár. Þú varst mikið fyr-
ir barnabörnin þín og dóttir mín
Hafdís Brynja var svo heppin að fá
að kynnast þér vel. Þú passaðir
hana svo oft fyrir mig þegar ég bjó
heima hjá þér og pabba. Þú varst
dugleg að lesa fyrir hana og hjálpa
henni að teikna og ef ég kom seint
heim á kvöldin þá sváfuð þið saman
í mínu rúmi. Þið pabbi voruð svo
dugleg með hana. Elvar Snær son-
ur minn var rosalega hrifinn af þér
og þú passaðir hann líka stundum
fyrir okkur Sonju. Hann var fljótur
að læra hvar þú geymdir kökurnar
þínar og ísinn þótt ungur væri. Það
er sorglegt að þau skyldu ekki fá
að hafa þig lengur, en ég veit að þú
munt fylgjast með þeim þarna
uppi.
Ég, Sonja og tengdamóðir mín
og börnin okkar vorum hjá ykkur
pabba í mat á laugardeginum áður
en þú lést. Það var yndislegt, en
það sem mér þótti best var að ég
faðmaði þig að mér og sagði þér að
ég elskaði þig af öllu hjarta, það
var svo gott. Núna eru erfiðir
tímar framundan hjá okkur öllum,
þó sérstaklega pabba, því þið voruð
svo náin. Amma og afi eiga líka
mjög erfitt eins og gefur að skilja.
Elsku mamma mín þú munt allt-
af eiga hjartað mitt og ég veit að
þú vakir yfir okkur.
Þinn elskandi sonur.
Erlendur Ari.
Þú varst sem blómið
sem blómstrar
þú eins og vorvindur hlýr
þú komst með gleði í hjarta
kærleik, hlátur og glens.
þú þessi fallega frænka
þú þetta náttúrubarn
þín mun ég ætíð minnast
þín verður saknað sárt.
Ég mun alltaf muna þegar
Haddý kom stundum á sumrin og
gisti í sveitinni á Öngulsstöðum.
Þá var nú ýmislegt brallað og
margar góðar minningar koma upp
í hugann.
Kæri Óskar, Elli og Lindi, Reg-
ína, Steini og systkini Haddýar, ég
sendi ykkur innilegar samúðar-
kveðjur.
Halla.
Elsku Haddý, kynni okkar voru
alltof stutt. Ég og strákarnir erum
harmi slegin, því manni finnst
þetta ekki réttlátt að missa tengda-
mömmu sína og ömmu barnanna
sinna svo unga. Þín verður sárt
saknað og við hefðum viljað hafa
þig svo miklu, miklu lengur. Ég
veit að Elvar Snær, ömmustrák-
urinn þinn, á eftir að spyrja mikið
um ömmu í Hraunholti. Þú gafst
alltaf kökur og ís og stjanaðir svo í
kringum ömmubörnin þín, það var
greinilegt að þau voru þín yndi og
ég veit að þú verður verndarengill-
inn hans Elvars sem er ekki orðinn
tveggja ára og skilur ekki neitt.
Hinum tveimur strákunum mín-
um úr fyrra sambandi tókstu svo
opnum örmum. Jóni mínum gafstu
steina sem þú hafðir svo gaman af
að safna og hann líka, það var ykk-
ar sameiginlega áhugamál. Það var
líka alltaf svo að þegar Addó, stóri
strákurinn minn, kom þá gátum við
verið vissar um að hann sofnaði í
hornsófanum. Það var alltaf svo
hlýlegt að koma til ykkar og ilm-
urinn úr eldhúsinu alltaf svo góður,
það hafði þau áhrif á Elvar Snæ að
hann kom hlaupandi á harða-
spretti, sagði ís og tess, sem er
kex, ha, amma tess, og þú gafst
honum það og fékkst ævinlega
stórt bros í staðinn.
Það er svo sárt að þurfa að
kveðja þig svona alltof snemma og
að við strákarnir og hann Lindi
minn skulum ekki eiga eftir fleiri
góðar stundir með þér. Þetta eru
mjög erfiðir tímar fyrir okkur öll,
að sættast við það að þú sért farin
burt úr okkar lífi hér, en ég veit að
þú munt vaka og vernda okkur sem
eftir erum.
Minningarnar munum við geyma
ævilangt í hjarta okkar. Ég gæti
skrifað allar okkar góðu minningar
en ég vil eiga þær með mér og mun
varðveita þær vel í hjarta mínu og
strákanna. Við munum sakna þín
hrikalega mikið, elsku tengda-
mamma og amma, og megir þú
hvíla í friði.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Kveðja frá strákunum,
Sonja.
HAFDÍS STEIN-
GRÍMSDÓTTIR
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
PÁLÍNA SIGURRÓS GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Munaðarnesi,
Strandasýslu,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn
6. júní kl. 15.00.
Guðlaug Jónsdóttir,
Guðmundur G. Jónsson, Sólveig Jónsdóttir,
Guðjón Jónsson, Sigríður Jakobsdóttir,
Samúel Jónsson, Bjarney Georgsdóttir,
Erla Jónsdóttir, Ágúst Skarphéðinsson,
Ragnar Jónsson, Þórey Guðmundsdóttir,
Anna Jónsdóttir, Kristján Kristjánsson,
Jón E. Jónsson, Antonia Rodrigues,
Ólöf B. Jónsdóttir, Reynir Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Systir mín og frænka okkar,
HÓLMFRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR
frá Hrossholti,
Safamýri 52,
verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 6. júní
kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Blindrafélagið, Hamra-
hlíð 17.
Þóra Jenný Pétursdóttir,
Sigurrós og Sigríður Helgadætur.
Móðir okkar,
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR,
Freyjugötu 21,
Sauðárkróki,
verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju miðviku-
daginn 7. júní kl. 14.00.
Aðstandendur.
Vigfús Guðbrands-
son íþróttakennari var
tæplega 79 ára þegar
hann lést. Vigfús var mikill fimleika-
maður og átti um tíma mikinn þátt í
eflingu áhaldafimleika á Íslandi.
Á uppvaxtarárum Vigfúsar var
mikið íþróttalíf á Siglufirði. Skíða-
kappar Siglfirðinga urðu landsfræg-
ir á þeim árum. Áhaldafimleikar
festu þar rætur þegar fimleikakapp-
inn Björn Jónsson kom þangað 1933.
Hann hafði verið í Þýskalandi og
lært þar áhaldafimleika og fleiri
íþróttir. Strax eftir komuna til Siglu-
fjarðar keypti hann fimleikaáhöld
frá Þýskalandi og byrjaði að æfa
íþrótt sína og kenna öðrum. Vigfús
kynntist þá Birni og fimleikum hans.
Vigfús náði fljótt góðum tökum á
fimleikum og kennarahæfileikar
hans komu snemma í ljós. Eftir
tveggja ára nám í Reykholti hélt
Vigfús til Danmerkur og stundaði
nám í íþróttaskólanum í Ollerup, hin-
um þekkta skóla sem danski íþrótta-
frömuðurinn Niels Bukh stofnaði.
Einnig dvaldist Vigfús við nám í
Finnlandi. Eftir komuna til Siglu-
fjarða tók Vigfús við þjálfun fim-
leikamanna bæjarins. Sá hópur
sýndi við ýmis tækifæri. Leiðir Vig-
fúsar lágu síðar til Reykjavíkur. Árið
1953 tók hann við þjálfun fimleika-
manna í Ármanni og gerðist jafn-
framt drifkraftur í starfi fimleika-
deildar félagsins. Formaður
deildarinnar var hann um hríð. Hann
sat einnig í stjórn Ármanns 1956–
VIGFÚS
GUÐBRANDSSON
✝ Vigfús Guð-brandsson fædd-
ist á Siglufirði 26.
maí 1927. Hann lést
á taugalækninga-
deild 2B á Landspít-
alanum í Fossvogi
þriðjudaginn 16.
maí síðastliðinn og
var jarðsunginn frá
Fossvogskirkju 26.
maí.
1957. Í fimleikahópi
Ármenninga voru
margir af bestu fim-
leikamönnum þjóðar-
innar. Þeir sýndu oft
undir stjórn Vigfúsar
frá 1953 og fram á
sjötta áratuginn. M.a.
fóru þeir í sýningar-
ferðir til margra staða
á landinu og í fræga
för til Færeyja árið
1962. Vigfús gaf út
Handbók íþrótta-
manna árið 1956 sem
var dagbók í litlu broti
en með ýmsum upplýsingum um
íþróttir. Í henni er rakin saga Ól-
ympíuleikanna til forna og frá end-
urreisn þeirra 1896 til leikanna í
Helsinki 1952. Þar er skrá yfir sig-
urvegara á Ólympíuleikunum frá
1896–1952 og Vetrarleikunum 1924–
1952, einnig skrá yfir íslenska kepp-
endur á Ólympíuleikunum frá 1908–
1952 og Vetrarleikunum 1948–1952.
Líka eru í bókinni skrár yfir Íslands-
met í frjálsíþróttum, sigurvegara í
Íslandsglímunni 1906–1956 og lands-
leiki Íslands í knattspyrnu og fleiri
íþróttum.
Árið 1963 gekkst Vigfús svo fyrir
því að ritið Fimleikamálið eftir Björn
Jónsson var gefið út. Þetta orðasafn
þýddi Björn úr þýsku árið 1954.
Orðasafnið er hið fyrsta um einstaka
íþróttagrein sem gefið er út í bók-
arformi á Íslandi.
Ég kynntist Vigfúsi þegar ég
dvaldist ungur á Siglufirði. Hann
bauð mér á fimleikaæfingar sem
hann stóð þá fyrir. Þar sá ég í fyrsta
sinn lipra pilta gera æfingar á tvíslá
og svifrá. Ég kom líka til hans á æf-
ingar hjá Ármanni í Reykjavík. Oft
hittumst við á förnum vegi. Þar var
gott að ræða við Vigfús um íþróttir
og allt hvaðeina. Hann var einlægur
og sannarlega drengur góður. Ég
votta dætrum hans þremur og öðr-
um aðstandendum samúð mína.
Ingimar Jónsson.
Skrifuð á blað
verður hún væmin
bænin sem ég bið þér
en geymd
í hugskoti
slípast hún
eins og perla
við hverja hugsun
sem hvarflar til þín.
(Hrafn A. Harðarson.)
Með þessum örfáu orðum langar
mig til að kveðja góða vinkonu og
þakka henni fyrir alla þá hlýju
sem hún sýndi mér og fjölskyldu
minni í gegnum árin. Fyrstu kynni
mín af Jóhönnu voru þegar hún
starfaði hjá Einari Sindrasyni,
háls-, nef- og eyrnalækni. Yfirleitt
fylgdi þessum reglubundu heim-
sóknum (sökum eyrnabólgu) heil-
mikill kvíði en hann hvarf nánast
við móttökurnar hjá Jóhönnu. Allt-
af mundi hún eftir mér og sýndi
mér og fjölskyldunni mikinn
stuðning fyrir hvers kyns aðgerðir
sem voru á döfinni. Ég efast ekki
um að önnur börn hafi fengið jafn
hlýjar móttökur.
Ég var líka svo heppin að kynn-
ast Jóhönnu utan stofunnar en hún
bjó í sama stigagangi og Lufa heit-
in frænka, meira að segja á sömu
JÓHANNA
KRISTJÁNSDÓTTIR
✝ Jóhanna Krist-jánsdóttir var
fædd á Vindási í
Eyrarsveit 16. mars
1934. Hún lést á
líknardeild Landa-
kotsspítala 15. maí
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Fossvogskirkju
22. maí.
hæð. Það var því ekki
langt að fara þegar
skreppa átti í kaffi-
sopa. Alltaf var Jó-
hanna til í að taka á
móti okkur systrun-
um og gefa okkur
mjólkursopa og
kökusneið. Þegar ég
sagði Vallý systur frá
andláti Jóhönnu þá
var hún fljót að rifja
upp ýmsar minningar
um hana, það fyrsta
sem hún nefndi var
kötturinn hennar, já
og páfagaukurinn. Mér sjálfri
fannst einstaklega gaman að fylgj-
ast með því þegar Jóhanna setti
hann í sturtu í eldhúsvaskinum.
Eftir að Lufa dó duttu ferðirnar í
Stigahlíðina alveg niður, en í hvert
skipti sem ég átti leið um Miklu-
brautina varð mér litið upp að
blokkinni og hugsaði með mér að
nú skyldi ég fara að skreppa í
kaffisopa en tíminn hleypur stund-
um frá okkur. Næst þegar ég sest
niður með mjólkursopa og köku-
sneið, minnist ég heimsóknanna til
Jóhönnu.
Kæra Jóhanna, hjartans þakkir
fyrir samfylgdina.
Farðu í friði, vinur minn kær,
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær,
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens.)
Ég og fjölskylda mín sendum
fjölskyldu Jóhönnu okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi algóð-
ur Guð vera með ykkur.
Inga Rut Ólafsdóttir
frá Laugarbakka.