Morgunblaðið - 04.06.2006, Síða 62

Morgunblaðið - 04.06.2006, Síða 62
62 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Þórhalla Gísladótt- ir frá Skógargerði, fyrrum prestsfrú, lést 18. apríl 86 ára að aldri. Þórhalla var ein í hópi Skóg- argerðissystkina, þrettán barna hjónanna Gísla Helgasonar, bónda ÞÓRHALLA GÍSLADÓTTIR ✝ Þórhalla Gísla-dóttir fæddist í Skógargerði í Fell- um 11. mars 1920. Hún lést á hjarta- deild Landspítalans þriðjudaginn 18. apríl síðastliðinn og var jarðsungin frá Valþjófsstaðar- kirkju í Fljótsdal 29. apríl. og fræðimanns, og Dagnýjar Pálsdóttur, ömmusystur minnar. Af þeim eru nú sex á lífi. Við lát frænku minnar Þórhöllu leita hlýjar minningar á hugann frá löngu liðnum árum í Fljóts- dalnum. Þórhalla giftist sr. Marinó Kristinssyni, er var sóknarprestur á Val- þjófsstað er ég man fyrst til mín, sat þar í hartnær tvo áratugi og naut al- mennra vinsælda sökum ljúflyndis og mikilla sönghæfileika. Einhverjar fyrstu minningar mínar frá Valþjófsstað eru bundn- ar vorinu 1953 er ég gekk til spurninga hjá prestinum, eins og þar var nefnt, eða öllu heldur fór ég ríðandi frá bernskuheimili mínu á Droplaugarstöðum, ysta býli í sveitinni, um 25 km veg. Urðum við samferða þrjú fermingarbörn. Síðar æxluðust málin þannig að ég tók að mér barnakennslu í Fljót- dalsskólahverfi um tveggja vetra skeið, þá nýútskrifaður gagnfræð- ingur frá Eiðaskóla. Þetta var far- skóli, kennt var á 4–5 heimilum yf- ir veturinn, í um mánuð á hverjum stað. Börn gengu frá næstu bæjum eða var komið fyrir á kennslustað. Þau prestshjónin tóku skólann á heimili sitt báða veturna, enda elsta barn þeirra komið á skóla- aldur. Þetta var eftirminnilegur tími en skemmtilegur. Kennarinn lítið eldri en sum börnin og lék sér við þau í frímínútum. Kennslurými og búnaður þætti sjálfsagt ekki upp á marga fiska í dag, en reynt var að tjalda því sem til var á hverjum stað og nýta til hins ýtr- asta. Á Valþjófsstað voru húsa- kynni rýmri en víðast annars stað- ar í sveitinni, en ung börn voru á heimilinu, sem vissulega þurftu sitt athafnarými. Ekki minnist ég þó neinna árekstra í þessu sam- bandi. Þau hjónin létu sér bæði einkar annt um að öllum liði vel og allt gengi snurðulaust fyrir sig. Þórhalla var lærð ljósmóðir og sinnti þeim störfum árin á Val- þjófsstað og síðar í Þórshafnar- læknishéraði, eftir að þau fluttu að Sauðanesi árið 1966. Við annasöm prestkonustörf bættust því ljós- móðurstörfin, þar sem kallið gat komið nánast fyrirvaralaust og án tillits til aðstæðna. Heyrt hef ég að Þórhalla hafi verið farsæl ljósmóð- ir. Frændrækin var hún eins og fleiri af hennar skyldfólki, hafði sterkar taugar til síns fólks, ekki síst til bernskuheimilisins í Skóg- argerði, þar sem hún dvaldi nokk- uð síðari árin ásamt systrum sín- um, í húsinu sem þau systkinin höfðu gert upp af miklum mynd- arbrag. Heimilið á Valþjófsstað var rómað fyrir söng og tónlist- armennt. Sr. Marinó var þekktur sem söngmaður, hafði afburða- fagra söngrödd, var annálaður tón- ari og einsöngvari við margvísleg tækifæri, auk þess sem hann stjórnaði kórum og spilaði undir. M.a. söng hann með Karlakór Reykjavíkur og tók þátt í söngför kórsins um Norður-Ameríku haustið 1946. Þórhalla hafði einnig fallega söngrödd og söng lengst af í kirkjukórnum, þar sem þau störf- uðu. Síðari kennsluveturinn minn í Fljótsdalnum, 1957–8, störfuðum við tveir bræður ásamt móður okk- ar í kirkjukór sveitarinnar, sem sr. Marinó stjórnaði. Æfingar voru á heimilum kórfólks, m.a. á Valþjófs- stað, og oft glatt á hjalla. Ég minnist þessa vetrar og verunnar í kirkjukórnum með sérstakri gleði. Stuttu síðar fluttu þau prests- hjónin og börn þeirra í Vallanes, þar sem sr. Marinó þjónaði um 6 ára skeið við góðar vinsældir, uns þau yfirgáfu Héraðið og fluttust að Sauðanesi við eftirsjá Héraðsbúa. Átta urðu börn þeirra, sem til full- orðinsára komust, hið yngsta fætt í Vallanesi, gjörvulegt fólk, sem haslað hefur sér völl á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Á Sauðanesi beið þeirra enn víð- ur verkahringur, sem ég þekkti eigi til, en um 1980 er sr. Marinó lét af störfum vegna aldurs fluttu þau til Reykjavíkur og var heimili þeirra á Bergþórugötu 27 til dauðadags. Eftir að til Reykjavík- ur kom vann Þórhalla við aðhlynn- ingarstörf á Elliheimilinu Grund og síðar á Hvítabandinu. Hún naut dágóðrar heilsu framundir hið síð- asta og eftir lát eiginmanns síns í júlí 1994 bjó hún ein á Bergþóru- götunni og naut umhyggju og að- stoðar barna sinna. Hún var vilja- sterk kona í orði og verki og vildi standa á eigin fótum, meðan stætt var. Það tókst henni. Nú hefur frænka mín, Þórhalla Gísladóttir, gengið þann veg á enda, sem öllum er fyrirbúinn. Hún kvaddi í hárri elli, en hélt andlegum kröftum til hinstu stundar. Kveðjuorð mín um hana tengjast óhjákvæmilega þeim ljúfu bernskuárum í minni fögru fæð- ingarsveit. Björt er minning mætrar konu og þess sem einu sinni var. En það sem einu sinni var, það er og verð- ur. Minningarathöfn um Þórhöllu fór fram í Hallgrímskirkju 27. apr- íl að viðstöddu fjölmenni. Tveimur dögum síðar var hún lögð til hinstu hvílu við hlið eiginmanns síns í kirkjugarðinum á Valþjófs- stað, þar sem þau áttu árin mörgu í blíðu og stríðu. Römm var taugin sem batt þau við Héraðið, hún slitnaði aldrei. Nú hvíla þau hlið við hlið undir krónum trjánna í Valþjófsstaðar- garði, en minningin lifir og Drott- inn vakir. Einlægar samúðarkveðjur skulu fluttar börnum hennar, systkinum og öðrum aðstandendum. Guð blessi minningu prestshjónanna á Valþjófsstað. Ólafur Þ. Hallgrímsson, Mælifelli. Fallinn er frá kær vinur. Ég man eftir Pétri svo langt sem ég man eftir mér sjálfri. Fyrsta minningin er þegar hann situr við við eldhúsborðið heima með vindlastubbinn sinn og með smurolíu á höndum eftir að hafa gert við eitthvað af vélunum hans pabba. Árin liðu og ég fór í skóla og þar kynntist ég stelpunum hans Gunnu og Sossu sem urðu svo mínar vin- konur í skóla. Það voru margar ferð- irnar í Brandstaði með stelpunum og ég fékk að gista. Oft var tekin ákvörðun í skólabílnum um að fara í Brandstaði og alltaf var mér vel tek- ið. Árin liðu og ég flutti í burtu og sambandið minnkaði, en árið 1991 dó pabbi og mamma og Pétur tóku saman það ár. sem gerði það að verkum að ég fór að kynnast honum miklu betur, þar var glaðvær og skemmtileg persóna á ferð, Pétur hafði einstakt lag á að laða að sér börn, það var engu líkara en settur væri segull, svo mikið héldu börn upp á hann, enda hafði hann gaman af því að leika við þau. Okkar sam- band var alltaf traust og gott, þegar ég kom suður til ykkar mömmu í byrjun febrúar stuttu eftir að hann fékk úrskurðinn um að hann væri haldinn þessum illvíga sjúkdómi sem krabbamein er þá gátum við setið og rætt allt á milli himins og jarðar. Það var ekkert undanskilið, mér fannst vænt um hann og hjá mér er höggvið stórt skarð í vina- hópinn með fráfalli Pétri. Mamma og Pétur byggðu sér PÉTUR GUÐLAUGSSON ✝ Pétur HafsteinnGuðlaugsson fæddist á Mörk á Laxárdal í Austur- Húnavatnssýslu 21. desember 1941. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 19. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 29. maí. sumarbústað í Gríms- nesinu fyrir nokkrum árum og eyddu þau öllum þeim frítíma sem þau áttu í bú- staðnum að dytta að hinu og þessu. Ég hef einu sinni komið þangað og er hann einstaklega hlýr og notanlegur. Ég spurði Gunnu að því við kistulagninguna af hverju mér hefði þótt svona vænt um hann og svarið var einfalt: hann var svo góður, og það voru orð að sönnu. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég vil þakka Pétri fyrir þau ár sem við áttum saman. Þín vinkona Kristín Hanna. Föstudaginn 19. maí var hringt í mig og var þá mamma mín í síman- um. Jæja, þá er afi þinn kominn í betri hendur. Ég fékk sting í hjart- að, en um leið létti, vegna þess að þér líður betur núna, afi minn.Við vorum alltaf að fíflast og það var alltaf stutt í grínið og stuðið hjá þér. Þú varst mikill fjörkálfur. Ég man eftir þegar ég var yngri og bjó í sveitinni að ég var úti í skúr með þér og þú varst eitthvað að stríða mér og ég datt beint ofan í olíudall. Þetta er ein af mínum góðu minningum um þig. Þú varst alltaf til í að leika við mig og þú tókst mig oft með þér í heimsóknir í sveitinni. Mér fannst alltaf gaman að fá að fara með þér því þó að við værum ekkert að fara neitt sérstakt var bara svo gaman að fá að vera með þér, því að stund- um fórst þú að syngja. Þú varst maður fárra orða. Þú þurftir ekki að segja neitt, því að maður vissi hvernig þér leið. Þú vannst mikið og vannst öll þín verk af alúð. Ég man ekki eftir þér öðru- vísi en eitthvað að gera. Þú varst handlaginn. Allt sem þú gerðir, gerðir þú vel. Þegar þú byrjaðir á sumarbústaðnum, gastu ekki beðið eftir að komast upp í bústað og fara að gera eitthvað. Það var alltaf gam- an að fara með þér og Dóru upp í bústað. Þaðan á ég margar góðar minningar. Mínar helstu minningar eru samt úr sveitinni þar sem ég ólst upp. Ég fékk að kíkja inn í þína fortíð þegar ég vann að ritgerð í skólanum í fyrra. Það var fullt sem ég fékk að vita um þig sem ég vissi ekki. Það var svo gaman hjá okkur þegar þú varst hjá okkur ein jólin, þá gafst þú mér dúnsæng og kodda í jólagjöf. Þetta var æði. Og svo þegar þú komst heim frá útlöndum komstu alltaf með eitthvað handa mér, kjól og fleira. Svo eitt skiptið þegar við fórum suður gafstu mér bangsa, sel. Þú fékk að hafa hann í bílnum hjá þér og sagðir þú að það minnti þig svo mikið á ferðir okkar saman og áttir þú að hafa hann þar til þú færir á æðri staði og þá átti ég að fá hann til að minna mig á þig. Ég mun passa vel upp á hann, afi minn, það var frábært hvernig þú tókst Leif og hvað þið náðuð vel saman. Gátuð gert svo mikið saman að maður vissi ekki af ykkur. Þú þáðir alltaf hjálp ef hún var fyrir hendi. Þú varst sem afi litlu stelpunnar hans og þú vildir alltaf leika við hana. Elsku afi minn, hvíl þú í friði. Ég vil kveðja þig í hinsta sinn með þess- um orðum: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Við Leifur vottum Dóru, börnum og barnabörnum okkar dýpstu sam- úð og gefum þeim okkar styrk í sorginni. Brynja Ósk. Ég á erfitt með að skilja að þú komir ekki með ömmu í sumar eins og þú hefur alltaf gert. Það sem þú gast enst til að leika við mig og allar derhúfurnar sem þú gafst mér svo ekki sé talað um JCB gröfurnar sem þú keyptir og þið amma gáfuð mér í jólagjöf. Það var alltaf skemmtilegast að opna gjaf- irnar frá ykkur því þið vissuð alltaf hvað mig langaði í. Langar til að segja takk fyrir allar stundirnar, hefði viljað hafa þær fleiri. Þú vakir, faðir vor, og verndar börnin þín, svo víð sem veröld er og vonarstjarna skín, ein stjarna hljóð á himni skín. (Sigurbjörn Einarsson.) Tak fyrir allt og allt. Þinn vinur Tobías Freyr. Það er gott að eiga góðan vin. Fyrst þegar ég sá þig var ég bara patti í sveitinni inni í Blöndudal. Bograndi í heyskap með bræðrum mömmu sem töluðu um að þetta væri nú eitthvað sem Pétur gæti lagað þegar eitthvað bilaði. Já, vissulega var það rétt því að við- gerðir léku í höndum þér og veit ég fyrir víst að margur bóndinn hafði notið liðsinnis frá þér í lagfæringum á tækjum. Sólin skein og allir höm- uðust við að koma heyi í tóftir, þess- ir dagar voru dýrmætir og því gátu þeir orðið langir, því koma skyldi sem mestu heyi heim. Útundan mér heyrði ég nefnt að von væri á Pétri á Brandstöðum til að létta undir. Ég komst ekki hjá því að líta út eftir vegi af og til yfir daginn því ég var afar spenntur yfir því að þú værir að koma. Nyrst við landamerkin sást rykbólstur og eftir skamma stund birtist þú, akandi á hvítri dráttavél (David Brown). Slíkan grip hafði ég ekki séð á neinum bæ. Þrátt fyrir að vera orðinn aðeins lúinn í amstri dagsins þá endurnærðist maður við nærveru þína. Léttleiki þinn, hlátur og hæfileg stríðni var eitthvað sem mér líkaði. Og síðan var hamast við heyskap langt fram á kvöld. Þegar ég var síðan hjá þér á Brandstöðum var mikið spjallað, unnið og ófáir kaffibollarnir drukknir. Samtöl okk- ar voru okkur báðum afar gagnleg þar sem við ræddum stað og stund og létum síðan hugann reika með hæfilegri jarðtengingu þó. Það var því ekki spurning þegar kom að því að ég gifti mig hvern ég vildi hafa fyrir svaramann. Ég hringdi í þig, spurði og þú hváðir í fyrstu með smá gríni eins og þér einum var lag- ið, en svaraðir jafnframt um hæl auðvitað. Það var ekki að spyrja að því að ef að þú gast veitt mér lið- sinni þitt þá gerðir þú það. Um dag- inn fékk ég síðan símtal þar sem mér var tjáð að Pétur hefði hringt og ég var beðinn um að hringja í hann. Ég hringdi um hæl og mikið var gott að heyra í þér. Þrátt fyrir að þú hafir sjálfsagt fundið til af veikindum þínum þá varstu svo hress við mig í símann. Við spjöll- uðum líkt og áður um það sem þú hafðir verið að gera undanfarið og um börnin þín og barnabörn. Þú baðst mig um að líta við næst þegar ég kæmi suður og endaði okkar samtal á því. Mikið var ég feginn því að við heyrðumst, og þakka þér fyrir að vera svona gefandi í minn garð. Auðgar líf í öllu fasi, áttum góðar stundir saman. Fjarri lífsins leiða þrasi. Lofa lífið það er gaman. Dofnar kraftur yfir dynur, Drottins englakór að sinna Guð þig geymi góði vinur, gæfa mín var þig að finna. Ekki náðum við að hittast undir lokin. En þú hefur gefið mér góða minningu, þá sem staðfestir að það er gott að eiga góðan vin. Ég bið guð að geyma þá er að þér standa. Þinn vinur, Þorbjörn Haraldsson. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR ÖGMUNDSSON, fyrrverandi formaður Landssambands vörubifreiðastjóra, Grímshaga 3, Reykjavík, lést á Landspítala við Hringbraut föstudaginn 2. júní. Ögmundur Einarsson, Magdalena Jónsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Júlíus Sigurbjörnsson, Ingveldur Einarsdóttir, Trausti Sveinbjörnsson, Þórunn Einarsdóttir, Frank Jenssen, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.