Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 63
AUÐLESIÐ EFNI
Pitt og Jolie eignast dóttur
Angelina Jolie og Brad Pitt,
heitasta parið í Hollywood,
eignuðust fyrir viku dótturina
Shiloah Nouvel Jolie-Pitt.
Dóttirin fæddist í Namibíu,
en fyrir eiga Jolie og Pitt tvö
ætt-leidd börn.
fsdfsdfsdfs
Norska stutt-myndin Sniffer
hlaut Gull-pálmann á
kvikmynda-hátíðinni í
Cannes. Íslenskur
kvikmynda-tökumaður, Jakob
Ingimundarson, sá um tökur
á myndinni. Hann starfar í
Noregi, en var töku-maður í
ís-lensku myndunum Dís og
Gemsum.
Loach fékk Gull-pálmann
Breski leik-stjórinn Ken
Loach fékk Gull-pálmann á
kvikmynda-hátíðinni í
Cannes, fyrir myndina „The
Wind That Shakes the
Barley“ og fjallar um
sjálfstæðis-baráttu á Ír-landi
á 3. ára-tug síðustu aldar.
Fólk
Fimm fjallgöngu-menn lentu á
þriðju-daginn í snjó-flóði á
Hvanna-dals-hnúk. Þrír þeirra
slösuðust þegar flóðið hreif
þá með sér um 300 metra
niður hlíðina.
Mennirnir fimm voru á
göngu, bundnir saman með
línu. Þá rann snjó-fleki af stað
svo mennirnir rúlluðu með
flóðinu. Línan kippti í þá svo
þeir köstuðust út um allt.
Þegar flóðið stöðvaðist voru
allir með höfuðið upp úr.
Neyðar-kall barst kl. 12.30
frá mönnunum í gegnum
tal-stöð og þá fór af stað
björgunar-aðgerð. Slösuðu
mennirnir voru teknir um borð
í TF LÍF, þyrlu
Landhelgis-gæslunnar. Hinir
tveir mennirnir urðu eftir á
jöklinum ásamt
björgunar-mönnum. Þeir voru
fluttir á vél-sleðum og
fjalla-bílum frá
Kirkjubæjar-klaustri og Vík í
Mýrdal.
Fjórir fallhlífa-stökkvarar
fóru í björgunar-leiðangurinn.
Þeir stukku úr Fokker-vél og
voru fluttir með þyrlu á
slys-stað. Það var í fyrsta
skipti í ís-lenskri björgunar-sögu
sem fallhlífa-sveit var notuð í
al-vöru út-kalli.
Snjó-flóð á Hvannadals-hnúk
Morgunblaðið/RAX
Þyrlu-flugmenn aðstoða slasaðan fjallgöngu-garp.
Breska ríkis-útvarpið, BBC, sýndi á
fimmtu-daginn mynd-band sem
þykir sýna fjölda-morð
banda-rískra her-manna á 11
ó-breyttum íröskum borgurum.
Morðin voru framin í mars-mánuði í
bænum Ishaqi, sem er 100 km
norður af höfuð-borg landsins,
Bagdad.
BBC segir mynd-bandið ó-svikið,
en frétta-stofan fékk það frá hópi
súnníta sem er á móti her-sveitum
banda-manna. Frá-sögn
Bandaríkja-hers af at-vikinu er allt
önnur en það sem mynd-bandið
sýnir, og birting þess kemur á mjög
slæmum tíma fyrir Bandaríkja-her.
Í banda-rískum fjöl-miðlum er nú
mikið rætt um að hópur
banda-rískra landgöngu-liða hafi
myrt alla vega 24 ó-breytta borgara
í bænum Haditha í nóvember í
fyrra. Þau morð þykja jafn-vel
alvarlegri álits-hnekkir fyrir
Banda-ríkin heldur en Abu
Ghraib-hneykslið svo-nefnda.
Fjölda-morð í Írak
Íslendingar eignuðust
Norðurlanda-meistara í
körfu-knattleik fyrir viku. Þá
sigraði lands-lið pilta 18 ára
og yngri á
Norður-landa-mótinu sem
haldið var í Sví-þjóð.
Ís-lendingar unnu Svía 82:69
í úrslita-leiknum.
Íslensku stúlkurnar unnu
silfur-verðlaunin en þær
töpuðu úrslita-leiknum gegn
Svíum.
Hörður Axel Vilhjálmsson
var stiga-hæstur í íslenska
liðinu með 22 stig, auk þess
sem hann tók 7 frá-köst.
Hörður Axel, sem leikur með
Fjölni í Grafar-vogi, var
út-nefndur besti leik-maður
mótsins og kom það víst
fáum á ó-vart að sögn
Benedikts Guðmundssonar
þjálfara liðsins.
„Það voru margir
út-sendarar frá er-lendum
liðum sem spurðust fyrir um
Hörð og ég veit að fé-lög á
Spáni og á Ítalíu eru að spá í
hann,“ sagði Benedikt.
Morgunblaðið/Ásdís
Hörður Axel er með þeim
efni-legri í Evrópu.
Besti Norð-
urlanda-
meistarinn
Odd-vitar sjálf-stæðis-manna
og fram-sóknar-manna í
Reykjavík náðu á
mánu-daginn samkomu-lagi
um myndun nýs meiri-hluta í
borgar-stjórn Reykja-víkur.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
odd-viti sjálfstæðis-manna,
verður borgar-stjóri
Reykja-víkur og Björn Ingi
Hrafnsson, odd-viti
framsóknar-manna, verður
for-maður borgar-ráðs.
Sjálfstæðis-flokkurinn hóf
fyrst við-ræður við frjáls-lynda
og ó-háða í Reykja-vík og
Ólafur F. Magnússon, odd-viti
þeirra segir það hafa komið
sér á ó-vart að
sjálfstæðis-menn skyldu slíta
við-ræðunum. „Það verður
öfl-ug stjórnar-andstaða sem
tekst á við
ríkis-stjórnar-flokkana bæði á
vett-vangi lands-mála og í
borginni í vetur.“
Dagur B. Eggertsson,
odd-viti Sam-fylkingarinnar í
Reykja-vík, sagði að
meirihluta-samstarfið kæmi
sér á ó-vart. Svandís
Svavarsdóttir, odd-viti
Vinstri-hreyfingarinnar –
græns fram-boðs í Reykja-vík,
sagði þetta væri einn versti
meiri-hluti sem hægt hefði
verið að mynda. Björn Ingi
hafi með því tekið að sér að
vera áttundi maður
sjálfstæðis-manna í borginni.
Morgunblaðið/Jim Smart
Björn Ingi og Vilhjálmur ræða við frétta-menn.
Nýr meiri-hluti í borgar-stjórn
Norsk-íslenska kvik-myndin „Den brysomme
mannen“, hlaut gagnrýnenda-verðlaunin á
kvikmynda-hátíðinni í Cannes.
Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hjá
Kvikmynda-félagi Íslands ehf. eru með-fram-leiðendur
myndarinnar, en hún var að hluta til tekin upp hér á
landi. Leik-stjóri er Norð-maðurinn Jens Lien.
Fyrir-tæki leikarans Brad Pitt og Jennifer Aniston,
hefur áhuga á að endur-gera myndina í
Banda-ríkjunum og segir Ingvar miklar líkur á að
samningar muni nást við banda-ríska fyrir-tækið.
Myndin fjallar um minnis-lausan mann sem kemur
til undar-legrar borgar. Með tímanum skilur hann að
hann er kominn í sitt eigið líf eftir dauðann. Myndin
verður frum-sýnd á Íslandi í haust.
Hluti myndarinnar er tekinn á Sprengi-sandi.
Norsk- íslensk mynd fær
verð-laun í Cannes
Að minnsta kosti 5.846 týndu lífi
í jarð-skjálfta á Jövu í Indónesíu
fyrir viku og um 22.000 manns
slösuðust. Næstum 49.000
heimili voru lögð í rúst og talið er
að 650.000 manns séu á
ver-gangi.
Skjálftinn mældist 6,2 stig á
Richter. Ástandið er verst í
borginni Yogyakarta, sem er um
440 km suð-austan við
höfuð-borgina Jakarta.
Hjálpar-starf hefur ganga vel
en úti-lokað er að fleiri finnist á
lífi í rústum húsa á
skjálfta-svæðinu. Margir í-búar
Jövu hafa þurft að sofa úti undir
berum himni, en erfiðar
sam-göngur gera að verkum að
illa hefur gengið að koma
hjálpar-gögnum til af-skekktari
svæða.
Jarð-skjálftar á Jövu