Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 63 AUÐLESIÐ EFNI Pitt og Jolie eignast dóttur Angelina Jolie og Brad Pitt, heitasta parið í Hollywood, eignuðust fyrir viku dótturina Shiloah Nouvel Jolie-Pitt. Dóttirin fæddist í Namibíu, en fyrir eiga Jolie og Pitt tvö ætt-leidd börn. fsdfsdfsdfs Norska stutt-myndin Sniffer hlaut Gull-pálmann á kvikmynda-hátíðinni í Cannes. Íslenskur kvikmynda-tökumaður, Jakob Ingimundarson, sá um tökur á myndinni. Hann starfar í Noregi, en var töku-maður í ís-lensku myndunum Dís og Gemsum. Loach fékk Gull-pálmann Breski leik-stjórinn Ken Loach fékk Gull-pálmann á kvikmynda-hátíðinni í Cannes, fyrir myndina „The Wind That Shakes the Barley“ og fjallar um sjálfstæðis-baráttu á Ír-landi á 3. ára-tug síðustu aldar. Fólk Fimm fjallgöngu-menn lentu á þriðju-daginn í snjó-flóði á Hvanna-dals-hnúk. Þrír þeirra slösuðust þegar flóðið hreif þá með sér um 300 metra niður hlíðina. Mennirnir fimm voru á göngu, bundnir saman með línu. Þá rann snjó-fleki af stað svo mennirnir rúlluðu með flóðinu. Línan kippti í þá svo þeir köstuðust út um allt. Þegar flóðið stöðvaðist voru allir með höfuðið upp úr. Neyðar-kall barst kl. 12.30 frá mönnunum í gegnum tal-stöð og þá fór af stað björgunar-aðgerð. Slösuðu mennirnir voru teknir um borð í TF LÍF, þyrlu Landhelgis-gæslunnar. Hinir tveir mennirnir urðu eftir á jöklinum ásamt björgunar-mönnum. Þeir voru fluttir á vél-sleðum og fjalla-bílum frá Kirkjubæjar-klaustri og Vík í Mýrdal. Fjórir fallhlífa-stökkvarar fóru í björgunar-leiðangurinn. Þeir stukku úr Fokker-vél og voru fluttir með þyrlu á slys-stað. Það var í fyrsta skipti í ís-lenskri björgunar-sögu sem fallhlífa-sveit var notuð í al-vöru út-kalli. Snjó-flóð á Hvannadals-hnúk Morgunblaðið/RAX Þyrlu-flugmenn aðstoða slasaðan fjallgöngu-garp. Breska ríkis-útvarpið, BBC, sýndi á fimmtu-daginn mynd-band sem þykir sýna fjölda-morð banda-rískra her-manna á 11 ó-breyttum íröskum borgurum. Morðin voru framin í mars-mánuði í bænum Ishaqi, sem er 100 km norður af höfuð-borg landsins, Bagdad. BBC segir mynd-bandið ó-svikið, en frétta-stofan fékk það frá hópi súnníta sem er á móti her-sveitum banda-manna. Frá-sögn Bandaríkja-hers af at-vikinu er allt önnur en það sem mynd-bandið sýnir, og birting þess kemur á mjög slæmum tíma fyrir Bandaríkja-her. Í banda-rískum fjöl-miðlum er nú mikið rætt um að hópur banda-rískra landgöngu-liða hafi myrt alla vega 24 ó-breytta borgara í bænum Haditha í nóvember í fyrra. Þau morð þykja jafn-vel alvarlegri álits-hnekkir fyrir Banda-ríkin heldur en Abu Ghraib-hneykslið svo-nefnda. Fjölda-morð í Írak Íslendingar eignuðust Norðurlanda-meistara í körfu-knattleik fyrir viku. Þá sigraði lands-lið pilta 18 ára og yngri á Norður-landa-mótinu sem haldið var í Sví-þjóð. Ís-lendingar unnu Svía 82:69 í úrslita-leiknum. Íslensku stúlkurnar unnu silfur-verðlaunin en þær töpuðu úrslita-leiknum gegn Svíum. Hörður Axel Vilhjálmsson var stiga-hæstur í íslenska liðinu með 22 stig, auk þess sem hann tók 7 frá-köst. Hörður Axel, sem leikur með Fjölni í Grafar-vogi, var út-nefndur besti leik-maður mótsins og kom það víst fáum á ó-vart að sögn Benedikts Guðmundssonar þjálfara liðsins. „Það voru margir út-sendarar frá er-lendum liðum sem spurðust fyrir um Hörð og ég veit að fé-lög á Spáni og á Ítalíu eru að spá í hann,“ sagði Benedikt. Morgunblaðið/Ásdís Hörður Axel er með þeim efni-legri í Evrópu. Besti Norð- urlanda- meistarinn Odd-vitar sjálf-stæðis-manna og fram-sóknar-manna í Reykjavík náðu á mánu-daginn samkomu-lagi um myndun nýs meiri-hluta í borgar-stjórn Reykja-víkur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd-viti sjálfstæðis-manna, verður borgar-stjóri Reykja-víkur og Björn Ingi Hrafnsson, odd-viti framsóknar-manna, verður for-maður borgar-ráðs. Sjálfstæðis-flokkurinn hóf fyrst við-ræður við frjáls-lynda og ó-háða í Reykja-vík og Ólafur F. Magnússon, odd-viti þeirra segir það hafa komið sér á ó-vart að sjálfstæðis-menn skyldu slíta við-ræðunum. „Það verður öfl-ug stjórnar-andstaða sem tekst á við ríkis-stjórnar-flokkana bæði á vett-vangi lands-mála og í borginni í vetur.“ Dagur B. Eggertsson, odd-viti Sam-fylkingarinnar í Reykja-vík, sagði að meirihluta-samstarfið kæmi sér á ó-vart. Svandís Svavarsdóttir, odd-viti Vinstri-hreyfingarinnar – græns fram-boðs í Reykja-vík, sagði þetta væri einn versti meiri-hluti sem hægt hefði verið að mynda. Björn Ingi hafi með því tekið að sér að vera áttundi maður sjálfstæðis-manna í borginni. Morgunblaðið/Jim Smart Björn Ingi og Vilhjálmur ræða við frétta-menn. Nýr meiri-hluti í borgar-stjórn Norsk-íslenska kvik-myndin „Den brysomme mannen“, hlaut gagnrýnenda-verðlaunin á kvikmynda-hátíðinni í Cannes. Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hjá Kvikmynda-félagi Íslands ehf. eru með-fram-leiðendur myndarinnar, en hún var að hluta til tekin upp hér á landi. Leik-stjóri er Norð-maðurinn Jens Lien. Fyrir-tæki leikarans Brad Pitt og Jennifer Aniston, hefur áhuga á að endur-gera myndina í Banda-ríkjunum og segir Ingvar miklar líkur á að samningar muni nást við banda-ríska fyrir-tækið. Myndin fjallar um minnis-lausan mann sem kemur til undar-legrar borgar. Með tímanum skilur hann að hann er kominn í sitt eigið líf eftir dauðann. Myndin verður frum-sýnd á Íslandi í haust. Hluti myndarinnar er tekinn á Sprengi-sandi. Norsk- íslensk mynd fær verð-laun í Cannes Að minnsta kosti 5.846 týndu lífi í jarð-skjálfta á Jövu í Indónesíu fyrir viku og um 22.000 manns slösuðust. Næstum 49.000 heimili voru lögð í rúst og talið er að 650.000 manns séu á ver-gangi. Skjálftinn mældist 6,2 stig á Richter. Ástandið er verst í borginni Yogyakarta, sem er um 440 km suð-austan við höfuð-borgina Jakarta. Hjálpar-starf hefur ganga vel en úti-lokað er að fleiri finnist á lífi í rústum húsa á skjálfta-svæðinu. Margir í-búar Jövu hafa þurft að sofa úti undir berum himni, en erfiðar sam-göngur gera að verkum að illa hefur gengið að koma hjálpar-gögnum til af-skekktari svæða. Jarð-skjálftar á Jövu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.