Morgunblaðið - 04.06.2006, Page 75

Morgunblaðið - 04.06.2006, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 75 H ljómsveitin Nevolut- ion gaf út á dög- unum plötuna Music To Snap By. Þetta mun vera fyrsta breiðskífa þessarar norðlensku sveitar en áður hafði hún sent frá sér fimm laga kynningardisk sem kallaðist The Jumpstop Theory og fæst gefins á www.rokk.is og á heimasíðu sveitarinnar www.thenevolution.com Heiðar Brynjarsson, trommari Nevolution, segir að sveitin hafi verið stofnuð árið 2004 upp úr rústum hljómsveitarinnar Anubis. Hljómsveitin hafi að vísu tekið nokkrum mannabreytingum síðan þá en núverandi skipan er: Heimir Ólafur Hjartarson (söngur og bassi), Gunnar Sigurður Valdi- marsson (gítar), Heiðar Brynj- arsson (trommur) og Hreinn Logi Gunnarsson (gítar). Heiðar er beðinn um að útskýra nafn plötunnar: „Þetta var nafn sem fyrrum gít- arleikari okkar, Ágúst Örn Páls- son, kom með á einni æfingunni þegar við vorum á fullu að semja efni fyrir plötuna. Svo þegar við vorum að taka hana upp þá „snappaði“ hann sjálfur og hætti í bandinu. Eftir það fannst okkur þetta frábært nafn fyrir plötuna og skírðum hana þessu nafni.“ Hvar var platan tekin upp? „Platan var reyndar tekin upp tvisvar. Fyrst fórum við í sveit þar sem amma Gunna (gítarleik- ara) býr. Við sendum gömlu til Reykjavíkur í nokkrar vikur og tókum upp plötuna heima hjá henni við mjög svo frumlegar að- stæður. Útkoman var ekki nógu góð og þar sem að við erum allir að drepast úr fullkomnunaráráttu tókum við hana aftur upp í stúdíó Athvarfi heimilislausra sem við eigum og rekum sjálfir á Ak- ureyri.“ Hvernig mynduð þið lýsa plöt- unni „Ég held að lýsingin á tónlist- inni sé aðallega samansafn af áhrifum frá hinum og þessum rokkhljómsveitum sem við höfum verið að hlusta á síðan við vorum litlir. Ég held að við séum ekki að gera neitt sérstaklega frumlega hluti, en við reyndum þó að halda uppi sérstökum stíl sem við köll- um bara Nevolution-stíl.“ Óhætt er að fullyrða að textarn- ir séu með dekkra móti, hvað gengur ykkur til? „Við erum allavega ekki mjög reiðir einstaklingar eins og margir sem eru að grúska í þessari tón- listarstefnu. Við skrifum einfald- lega texta um það sem þarf að skrifa um.“ Þungarokk eins og það sem Nevolution leikur hefur verið á ei- litlu undanhaldi hér á land, hafið þið í hyggju að leita út fyrir land- steinana? „Já, við erum til dæmis að fara að spila á tónleikahátíð á Gauki á Stöng 9. og 10. júní sem kallast Tattoo Rocks. Þar verður eitthvað af erlendum blaðamönn- um og okkur skilst að nokkrum ís- lenskum sveitum verði boðið að spila úti á aðal-Tattoo Rocks- hátíðinni sem haldin verður í Jacksonville á Flórída seinna á þessu ári. Svo hafa erlend plötu- fyrirtæki sýnt okkur áhuga og eru þau mál öll í skoðun. Nevolution er sem sagt enn ósamningsbundin hljómsveit.“ Eruð þið ánægðir með þróun ís- lenskrar rokktónlistar á Íslandi? „Já, hún hefur verið góð, margt skemmtilegt að gerast og mikið um að minna þekkt bönd séu að koma upp á yfirborðið. Gallinn við Ísland er samt sá að fólk fullorðn- ast kannski bara of hratt sem ger- ir það að verkum að rokkstjarnan í okkur deyr of snemma, og þar af leiðandi verða hljómsveitir oft mjög skammlífar.“ Hvað er framundan hjá sveit- inni? „Það eru nokkrir tónleikar framundan, þann 3. júní spilum við í Vestmannaeyjum, helgina þar á eftir í Reykjavík eins og áður sagði og svo ætlum við í sumarfrí eftir það út mánuðinn. Í júlí spil- um við svo á Eistnaflugi en það er rokkhátíð sem haldin verður í Eg- ilsbúð á Neskaupstað. Svo erum við alltaf að vinna smám saman að efni fyrir næstu plötu.“ Tónlist | Nevolution sendir frá sér breiðskífuna Music To Snap By Gítarleikarinn „snappaði“ Snyrtimennskan í fyrirrúmi. Norðlenska rokksveitin Nevolution er rúmlega tveggja ára gömul. Sýnd kl. 2, 4, 8 og 10:10 B.i. 12 ára LOKAUPPGJÖRIÐ Í HINUM STÓRKOSTLEGA X-MEN SAGNABÁLKI. NÚNA MUNU HINIR STÖKKBREYTTU BERJAST INNBYRÐIS SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? www.xy.is 200 kr afsláttur fyrir XY félaga Mannbætandi og þrælfyndin rómantísk gamanmynd með með Uma Thurman og Meryl Streep í fantaformi! Sími - 551 9000 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 16 Blocks kl 3, 5.50, 8 og 10.10 B.i. 14 ára Da Vinci Code kl. 3, 6 og 9 B.i. 14 ára Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 3, 6 og 10 Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 3 og 6 Cry Wolf kl. 8 B.i. 16 ára Prime kl. 8 og 10.15 -bara lúxus kl. 6 og 9 b.i. 14 ára LEITIÐ SANNLEIKANS - HVERJU TRÚIR ÞÚ? eee S.V. MBL. eeeD.Ö.J KVIKMYNDIR.COM LEITIÐ SANNLEIKANS - HVERJU TRÚIR ÞÚ? eee D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM eee S.V. MBL. eee VJV - TOPP5.is YFIR 35.000 GESTIR! eeee -LIB, Topp5.is Sýnd kl. 5:45 B.i. 16 ára Sýnd kl. 4 ísl. tal Skrolla og Skelfir Á SALTKRÁKU ÍSLENSKT TAL kl. 2 ísl. tal kl. 2 ísl. tal eee B.J. BLAÐIÐ eee V.J.V.Topp5.is eee S.V. MBL. MAGNAÐUR SUMARSMELLUR SEM ENGINN MÁ MISSA AF! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10:10 B.i. 14 ára HÖRKUGÓÐUR SPENNUTRYLLIR MEÐ BRUCE WILLIS FRÁ LEIKSTJÓRA LETHAL WEAPON MYNDANNA. eee L.I.B.Topp5.is 400 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.