Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 14

Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 14
14 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 2 1 6 The Dark Side of the Moon,sem út kom 1973, er ekkibara eitt frægasta verkrokksögunnar – heldurog það mest selda. Tölur um hver sé mest selda plata í heimi hafa verið rokkandi undanfarin ár, en jafnan hafa Dark Side…, Thriller (Michael Jacksons) og safnplata Eag- les, Their Greatest Hits, skiptst á toppsætinu. Þessar plötur eru sagðar hafa selst í yfir 40 milljónum eintaka. En auk þessa er tónlistarlegt vægi plötunnar óumdeilt – hún er einfald- lega frábær og var á undan sínum tíma í margvíslegu tilliti. Að „góðar“ plötur seljist í einhverju magni í dag er sjaldgæfur viðburður, og árang- urinn enn merkilegri í því ljósi. Ógrynni greina hafa verið skrif- aðar um Dark Side of the Moon, fólk finnur sig nánast knúið til að fara á bólakaf í rannsóknum sínum. Dulin skilaboð, alls kyns tilvísanir og tákn eiga þannig að vera lykluð í plötuna. Þannig á að heyrast, ofurlágt, í sin- fóníusveit, leikandi „Ticket to Ride“ með Bítlunum undir hjartslættinum sem kemur í kjölfar lokalags plöt- unnar, „Eclipse“. Þetta stendur heima, og hefur sú raunsæja tilgáta komið fram að þetta séu hreinlega mistök. Lagið, eða hjartslátturinn, hafi verið tekið upp á segulband sem notað hafi verið við upptökur fyrir Bítlana. Báðar sveitirnar tóku upp í Abbey Road hljóðverinu. Dýpra þenkjandi Floyd-fræðingar (og af þeim er sko nóg!) halda því hins vegar fram að þetta hafi verið sett þarna inn af ásettu ráði. Þá er til öllu víraðri kenning sem er furðu vinsæl. Sagt er að ef Dark Side of the Moon er sett í gang á sama tíma og kvikmyndin The Wizard of Oz (1939) komi í ljós ótrú- legar hliðstæður með tónlist og kvik- mynd, að því gefnu að dregið sé niður í hljóðinu á kvikmyndinni. Mynd og tónlist fari það vel saman að ekki geti verið um tilviljun að ræða. Ítarlega útlistun á þessu fyrirbæri má nálgast á en.wikipedia.org/wiki/Dark- _Side_of_the_Rainbow og á mynd- bandasíðunni youtube.com má sjá og heyra þetta með eigin augum og eyr- um. Meðlimir Pink Floyd harðneita þessu en kenningin er lífseig. Það er auðvitað lítið spennandi að þurfa að horfast í augu við að með- limum Pink Floyd var ekki umhugað um merkilegri hlut en að gera næstu plötu. Víst er þó að þá hefði aldrei grunað hve ótrúlegum vinsældum platan ætti eftir að ná. The Dark Side of the Moon hefur fyrir lifandi löngu öðlast sjálfstætt líf, er ekki lengur bara rokkplata sem var gefin út 1973. The Dark Side of the Moon er THE DARK SIDE OF THE MOON!, rit- að með upphleyptu, gullbrydduðu letri (og hologram-áferð ef hægt er). Neistinn tendraður Bæði Waters og David Gilmour, sem eldað hafa mýgrút af gráu silfri saman í gegnum tíðina, hafa lýst því að tónleikar hinnar fullskipuðu Pink Floyd á Live8 síðasta sumar hafi ver- ið sálarhreinsandi (hinn lúmskt kald- hæðni Gilmour lét þess þó getið að þetta hafi verið eins og að sofa hjá fyrrverandi konunni sinn). Waters virtist þó njóta sín í botn og leyfði til- finningunum að ná tökum á sér. Hann er sá sem oftast hefur verið málaður upp sem kölski í umfjöllunum um hin- ar stríðandi fylkingar Floyd en nú ereins og andi rósemdar og sátta sé pikkfastur í Waters. Í fyrsta skipti eftir að hann hætti í sveitinni hefur hann viðrað þá ósk að félagarnir fjór- ir komi saman á nýjan leik. Þessir já- kvæðu straumar sem léku um Floyd á Live8 kveiktu neista í Waters en af þeim fjórum lögum sem leikin voru komu tvö af Dark Side, „Speak to me/ Breathe“ og „Money“. Restin af sumrinu og haustið fóru hins vegar í að ganga frá óperunni Ça Ira sem Waters hafði verið að semja í heil 16 ár. Hún kom svo út á geisla- og mynddiski þá í september. Neistinn varð síðan að báli er talsmenn Form- úlu 1, af öllum mönnum, fóru fram á það við Waters að hann flyttiDark Side í heild sinni á hundrað ára af- mæli kappakstursins sem haldinn verður hátíðlegur 14. júlí nk. í bænum Magny Cours. Waters ákvað að slá til en þótti synd að æfa þetta upp fyrir Tunglið, tunglið, taktu mig Roger Waters heldur tónleika á morgun í Egilshöll þar sem hann flytur meistaraverkið The Dark Side of the Moon í heild sinni ásamt fleiri lögum. Fimmtudaginn síðasta lék Waters sama leik í Berlín og barði Arnar Eggert Thoroddsen dýrðina augum. Reuters Roger Waters á upphafstónleikum sínum á Rock in Rio-hátíðinni í Lissabon í Portúgal fyrir skemmstu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.