Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 15

Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 15 BÍLAFJÁRMÖGNUN SNIÐIN AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM FJÁRMÖGNUN Eigð’ann Eignastu bílinn með hjálp Glitnis • Bílalán • Bílasamningur Leigð’ann Greiddu aðeins fyrir afnot af bílnum • Einkaleiga • Rekstrarleiga Glitnir Fjármögnun býður fjölbreytta kosti við fjármögnun bíla og atvinnutækja. Hafðu samband í síma 440 4400 eða kynntu þér málið á www.glitnirfjarmognun.is eina tónleika. Nokkrum tónleikum var því bætt við og herlegheitin undu fljótt upp á sig, tónleikarnir urðu alls 39 í Evrópu og Ameríku. Waters notast við meðspilara frá fyrri tónleikaferðalögum, þeim sem hann fór í árunum 1999 til 2002 og gátu af sér tvöföldu tónleikaplötuna In the Flesh. Þeirra á meðal eru gít- arleikararnir Andy Fairweather- Low, Snowy White og Dave Kilm- inster (ekki skyldur Lemmy „Motör- head“ Kilminster svo vitað sé). Kil- minster sá auk þess um að syngja að mestu leyti Gilmour partana. Graham Broad sá þá um trommuslátt (fjöl- hæfur leiguspilari sem hefur m.a. spilað með Alexis Korner, Mike Old- field, Tinu Turner og Beach Boys) en eins og fram hefur komið mun Nick Mason, trommari Pink Floyd, leika á nokkrum tónleikum. Þrjár bakraddasöngkonur, Katie Kissoon, PP Arnold og Carol Kenyon sáu þá um bakraddasöng og stöku sóló og spiluðu talsvert stórt hlutverk á tónleikunum. Harry nokkur Waters sá þá um Hammond leik, en hann er sonur Rogers. Hárprúður ungur maður, en rauðir „dreddarnir“ náðu niðrá bak og skeggvöxturinn eftir því. Gömlu Floyd-bolirnir Tónleikaferðalag Waters hófst 2. júní í Portúgal sem liður í Rock in Rio hátíðinni, sem virðist heldur betur vera farin að teygja út anga sína. Tvennir tónleikar á Ítalíu fylgdu og svo var það Berlín. Tónleikar númer fjögur semsagt en ekki var fyrir nein- um stirðleika að fara í flutningi. Bandið vel þétt, auk þess sem var virkilega góður andi yfir kvöldinu, bæði utan við sviðið og á því. Hvort sem það er viljandi eða ekki, þá er hornkerlingarstimpillinn sem klínt hefur verið á Waters á hröðu und- anhaldi. Af honum stafaði ró, öryggi – og vinsemd. Hann býr yfir miklum kjörþokka, návist hans var bæði sterk og þægileg. Sjálfur tónleikastaðurinn Wuhl- heide spilaði sterkt inn í stemn- inguna, en hann er lengst í suðaustur Berlín. Einslags nútíma hringleika- hús, eða öllu heldur skeifa sem liggur utan um sviðið. Upphækkaðir pall- arnir með upphækkuðu sviðinu tryggðu frábært útsýni, hvar sem þú varst staddur. Rúm er fyrir 17.000 og var sneisafullt eða svo gott sem. Tónleikarnir voru auglýstir klukk- an 19.30 (hófust um korteri síðar) og hóf fólk að streyma inn um tveimur tímum áður. Ein af hinum skemmti- legum hliðarupplifunum við það að fara á tónleika er að pæla í samsetn- ingu áhorfenda. Eilífðarhippar voru giska fjölmennir ásamt líka gall- hörðum Floydurum á öllum aldri. Ljósir gallajakkar mjög svo áberandi, en ég held að þær flíkur séu meira einkennandi fyrir Þýskaland (og þá helst gamla austrið) en aðdáendur Roger Waters. Á svona stundum teygja menn sig aftast í fataskápinn og draga fram gamla Floydbolinn sinn. Var þeim skartað grimmt, og voru þeir frá hinum ýmsu tímum. Einn náunginn var í gallajakka, þar sem í var saumað Division Bell um- slagið. Fremur smekklaust hugsaði ég, en um er að ræða síðustu hljóð- versplötu Floyd frá 1994 og þá var Waters víðsfjarri góðu gamni. Annar var þá í David Gilmour bol og óttaðist ég í smá stund að sá yrði grýttur! Eins og að mæta í McCartney bol á Lennontónleika. En kannski var þetta til að merkja þá þíðu sem er komin í samband þeirra Gilmours og Waters (þíða sem mig grunar þó að geti breyst í frost á augabragði). Innblásinn Bandið labbaði inn á svið, og allir svartklæddir. Waters var skælbros- andi, gekk að hljóðnemanum og hróp- aði „Eins, Zwei, Drei!“ og við það brast sveitin í „In the Flesh“ af Wall plötunni. Hljómur frábær, ekkert hik og ekkert vesen. Hljómburðurinn var stórgóður frá upphafi til enda en það er alltof oft sem frábærum tónleikum, með frábærum listamönnum er klúðrað í vondu kerfi. Ekkert slíkt var að plaga hér, öll hljóðfæri mátti greina skýrt og greinilega auk þess sem krafturinn var allsvaðalegur er við átti. Flugeldar hófust á loft í þessu fyrsta lagi og á dramatískum augna- blikum síðar á tónleikunum gaus eld- ur upp í loft. Svona æfingar áttu þó ekki við að mínu mati, því að það var óþarfi að undirstrika eitt eða neitt á tónleikunum, tónlistin og flutning- urinn á henni sá um allt slíkt. Fyrri hluti tónleikana innihélt lög af plötum Floyd sem Waters samdi, einkanlega af Wish You Were Here og Final Cut. Tvö sólólög (eitt í tveim- ur pörtum) voru þá flutt. Þetta fyrir- komulag var vel að gera sig. Eðlilega er flutningurinn á Dark Side beitan en aldrei fannst manni sem Waters væri að nýta tækifærið og lauma að einhverju sem maður ekki vildi. Fyrri hluti tónleikana var alveg jafn vel heppnaður og sá síðari. Vúbbs, nú er ég búinn að tala af mér. Já, þetta voru semsagt mjög góðir tónleikar, eig- inlega mun betri en ég átti von á. Eftir „In The Flesh“ var það „Mot- her“ einnig af Wall og nú skipti Wa- ters yfir í kassagítar. Einfalt en áhrifaríkt lag og sterk pólitísk vitund Waters kom í ljós þegar hann lagði sérstaka áherslu á línurnar „Mother, should I trust the Government?“ Wa- ters svaraði spurningunni sjálfur með viðeigandi látbragði. „Og núna skulum við snúa okkur að einhverju allt allt öðru,“ sögðu Monty Python gjarnan. Elsta lag efn- iskrárinnar stakk nokkuð í stúf við annað, en hér er um að ræða „Set the Controls for the Heart of Sun“ af Saucerful of Secrets, annarri plötu Pink Floyd frá árinu 1968. Ein- staklega sýrulegið lag, gæti verið eft- ir Doors þess vegna og angan af maríjúana tók nú að líða um loftið (ég hélt að menn myndu bíða með að fíra í þar til að „Have a Cigar“ kæmi…). „Shine on you Crazy Diamond“ var næst og vel tekið og var það upphafið að Wish You Were Here þrennu. Næstu komu svo „Have a Cigar“ og titillagið, allt unaðsleg lög af þessari dásamlegu plötu sem stendur nánast jafnhliða Dark Side… hvað gæði varðar. Þá var komið að hinni umdeildu Fi- nal Cut, síðustu plötu Floyd sem Wa- ters tók þátt í og hefur verið kölluð sólóplata hans, í flutningi Pink Floyd. Sálarrót Waters náði hér hámarki og fengum við að heyra „Southampton Dock“ og „The Fletcher Memorial Home“. Sólólög voru þvínæst á dag- skrá, fyrst „Perfect Sense“, hluti eitt og tvö af plötunni Amused to Death. Hér fór upplásinn geimfari að fljúga um sviðið (og hefur Waters vonandi tryggt sér notkunarrétt á honum). Eitthvað var geimfarinn klaufalegur, þar sem hann rak stefnulaust um rjáfrið í eina eða tvær mínútur. Ég hefði frekar viljað sjá svínið. Flutningurinn á þessu lagi kom hins vegar fólki í opna skjöldu. Gríð- arlega kraftmikið og tilfinninga- þrungið og Waters við það að sleppa sér á tímabili. Þrímælalaust hápunkt- ur fyrri hlutans. Strax á eftir var það „Leaving Beirut“ lag sem Waters gaf út fyrir tveimur árum á vefnum (geislasmáskífa kom reyndar út í Jap- an). Gríðarlega pólitískt lag sem fjallar um innrásina í Írak og vandar Waters Blair, Bush og félögum ekki kveðjurnar. Það var merkilegt hve innblásinn Waters var í þessum lög- um og hefði hann að ósekju mátt skjóta inn fleiri sólólögum. Fyrri hlutinn endaði svo á hinu stórgóða „Sheep“ af Animals. Máninn brosir Eftir stutt hlé kom sveitin aftur á svið og tók til við Dark Side of the Moon. Eftir dramatísk inngangs- hljóðin hóf sveitin leik með „Speak to Me/Breathe“ og áhorfendur vel með á nótunum, greinilegt á vara- og lík- amshreyfingum margra að þeir kunna plötuna aftur á bak og áfram. „On the Run“ var klikkað, talandi um lag á undan sinni samtíð. Nú fyrst tók maður virkilega eftir þessum um- hverfða hljóm sem Waters notar, há- talarar allt í kring og áhrifin mögnuð. Lagið var keyrt upp í enn meiri geð- veiki en á plötunni, mergjað dæmi. Svo komu þau eitt af öðru, „Time“, „The Great Gig in the Sky“ og „Mo- ney“, allt fullkomlega flutt af Waters og sveit hans. Söngurinn í „The Great Gig…“ var sérstaklega áhrifamikill. Athyglisvert var að söngnum var skipt á milli einstakra spilara eftir lögum. Dark Side rann fumlaust í gegn, allt þar til hjartslátturinn var einn eftir. Sveitin þakkaði fyrir sig, buktaði sig og beygði og hvarf af svið- inu. Kom þó fljótlega aftur og flutti fimm aukalög. Þessir tónleikar voru í rauninni þrír fyrir einn tilboð. Lög úr ýmsum áttum í fyrri hlutanum, heil plata í þeim seinni og svo frábær fimm laga Wall-svíta í uppklappinu. Hófst hún á „The Happiest Days Of Our Lives“, kynngimögnuð byrjun og svo óðar í slagarann, „Another Brick In The Wall, Part 2“. Nú var fólki staðið upp og átti ekki í erfiðleikum með að fylla upp í skólakórinn sem er á upprunalegu útgáfunni. Næst var það hið snotra „Vera“ sem leiddist út í brjálaða útgáfu af „ Bring the Boys Back Home“. Og þið megið giska einu sinni á hvaða lag sleit kvöldstundinni. „Comfortably Numb“ var einfald- lega stórkostlegt. Þvílíkt lag! Sorg- legt og ægifallegt í senn og súmerar listamanninn Roger Waters upp sem virðist ekki geta annað en lagt öll spil á borð án þess að skeyta um útkom- una. Lög hans geta því átt það til að vera yfirdrifin, stundum tilgerðarleg en þegar vel tekst til … þá tekst VEL til. Þetta lag er hreinlega fullkomið. Tónleikarnir voru alls tveir og hálf- ur tími og maður upplifði eitthvað sem mætti kalla sátt. Maður var mettur og hafði á tilfinningunni að Waters væri virkilega að gefa af sér, að þetta væri eitthvað sem skipti hann raunverulega máli. Góða skemmtun í Egilshöll! Tónleikar Roger Waters í Egilshöll fara fram mánudaginn 12. júní. Miða- sala er á midi.is og í Skífuverslunum Laugavegi, Kringlunni og Smáralind. Einnig er hægt að kaupa miða í BT Akureyri og í BT Selfossi. arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.