Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ómar
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, og Guðni Ágústsson
náðu fullum sáttum á fimmtudagskvöldið.
’Það verður spennandi, en einsog stendur virðast fjölmiðlar
stjórna þróun flokksins og vita
meira en við.‘Ragna Ívarsdóttir, skrifstofustjóri
Framsóknarflokksins, um fund í mið-
stjórn flokksins.
’Þetta var ákveðin vinna, enekki mjög erfið.‘Víðir Smári Petersen, 17 ára nýstúdent,
lauk stúdentsprófi á þremur árum með
afburðaárangri.
’Sú pressa sem er lögð á krakkana er ósanngjörn
og mörg þeirra eru það
ung að þau standa ekki
undir þessu.‘Magnús Ingvason, forstöðumaður Sum-
arskólans í FB, segir fyrirkomulag sam-
ræmdra prófa nánast hættulegt ungu
fólki.
’Ég tel ekki rétt að fara þá leiðað setja lög um skyldu fyr-
irtækja til að hafa hvort kyn í
a.m.k. 40% hlutfalli í stjórnum.‘Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráð-
herra tók ekki undir ályktun ráðstefn-
unnar Tengslanet kvenna 2006.
’Alfreð Gíslason, sem varátrúnaðargoð mitt eins og allra
annarra, sagði mér að ég ætti að
hætta í fótbolta og ég gerði það
bara!‘Heiðmar Felixsson atvinnumaður hjá
Burgdorf í Þýskalandi tók handboltann
fram yfir fótboltann.
’Ég er með frábæran for-eldrahóp og frábæran bekk sem
elskar að sýna sig og sjá aðra.‘Íris Róbertsdóttir kennari fékk Íslensku
menntaverðlaunin fyrir að leggja alúð í
starf sitt í upphafi kennsluferils.
’Við höfum farið yfir okkar málog erum sáttir.‘Halldór Ásgrímsson um fund hans og
Guðna Ágústssonar.
’Við trúum á einingu og frið.‘Guðni Ágústsson eftir sama fund.
’Óli var með dómarana í vas-anum.‘Guðmundur Steinarsson, framherji Kefla-
víkur, taldi Ólaf Þórðarson, þjálfara
Skagamanna, hafa stjórnað dómum í leik
liðanna.
’Ég er greinilega mjög fjölhæfur en þeir eru eðlilega
sárir eftir að hafa tapað
leiknum.‘Ólafur Þórðarson þjálfari um gagnrýni
Keflvíkinga.
Ummæli vikunnar
Hægindastóllinn í vistarverum Leó-polds Jóhannessonar, fyrrver-andi veitingamanns í Hreða-vatnsskála, er notalegur oggestgjafinn svo háttvís að setja
blaðamann þar niður og setjast sjálfur í skrif-
borðsstólinn. Svo hallar hann sér ábúðarfullur
fram og spyr:
– Um hvað eigum við að tala?
Það leynir sér ekki að Leópold hefur gaman
af því að segja frá og það er honum áreynslu-
laust; aldrei þarf að veiða neitt upp úr honum.
Hann svarar – og rúmlega það.
– Spilarðu oft, spyr blaðamaður.
– Já, svolítið, en bara þessa venjulegu vist,
svarar Leópold. Og þótt hann hafi spilað út
svarinu, þá lætur hann ekki þar við sitja:
– Það er vegna þess að í spilavítinu í Vatnsdal
var ég alltaf fjósamaður. Húsbændurnir
spiluðu, en ég var í fjósinu. Þar var spilað öll
kvöld eftir fengitíma á veturna. Þá höfðu þeir
tíma, riðu á milli bæja og spiluðu upp á peninga.
Þó að það færi lágt, þá var það samt þannig. Líf-
ið var frjálslegt og gott í Vatnsdalnum. Við
dönsuðum þrisvar í viku!
Svona líður tíminn í félagi við Leópold. Orðin
raðast saman í skemmtilegar ívitnanir, oft
óvæntar. Efniviðurinn ströng ævi og um margt
viðburðarík. Helstu sögupersónur á veggjum
innan um bækur, lausamuni og innrammaða
viðurkenningu fyrir framlag til hestaíþrótta-
rinnar:
– Ég hef verið svo heppinn að hafa átt góða
hesta; það er Guðs lán, segir hann hrærður. En
svo verður maður að bera gæfu til að skemma
þá ekki.
Oft svarar fólk spurningu um hvenær það
fæðist með ártali. En ekki Leópold. Það væri úr
karakter.
– Þú mátt ekki láta þér bregða, segir hann
fullur gáska. Ég fór í apótek í gær með lyfseðil
og þegar konan rak augun í ártalið hrópaði hún
upp yfir sig: „Sautján! Það getur ekki verið.
Stelpur, hann segist vera fæddur sautján!“ Svo
leit hún á mig og sagði: „Þú keyrir náttúrlega
líka.“ „Já,“ svaraði ég, „ég geri allt sem lífið hef-
ur upp á að bjóða.“
Leópold er fæddur á Ingunnarstöðum í Múla-
sveit í Barðastrandarsýslu, en foreldrar hans
fluttu vestur að Ísafjarðardjúpi þegar hann var
tveggja ára.
– Það vildi svo til að komið var við á Lauga-
bóli, þar sem faðir minn ólst upp. Gamli mað-
urinn á Laugabóli kom á bæ í Múlasveit, þar
sem krakkar voru gengnir til náða, og fannst fá-
tæktin mikil. Hann benti á einn strákinn, föður
minn, og sagði: „Sendið mér þennan.“ Þegar
stórbóndi kom á fátækt heimili og bauðst til að
taka barn, þá var það eins og hver annar happ-
drættisvinningur.
Og sagan endurtók sig. Þegar foreldrar mínir
bjuggust til að kveðja bauðst Halla skáldkona á
Laugabóli, tengdadóttir gamla mannsins, til að
taka eitt barnið. Foreldrar mínir voru fátækir,
áttu ellefu börn og móðir mín sagði að úr því
hún byðist til að taka eitt þeirra, þá væri best að
hún veldi. Halla valdi auðvitað barnið með nöfn
barnanna sem hún hafði misst úr barnaveiki,
tvö börn sömu vikuna, en þau hétu Jón og Leó-
poldína. Ég heiti Jón Leópold og var skírður í
höfuðið á þeim. Og ég varð sem sagt eftir á
Laugabóli hjá Höllu fóstru minni.
Leópold stendur upp og bendir:
– Hér sérðu mynd af Laugabóli við Ísafjarð-
ardjúp, sem þá var höfuðból. Zimsen ljósmynd-
ari á Ísafirði bjó út myndina með húsinu, ellefu
afkomendum og grafreitnum sem Halla lét gera
fyrir ættingja sína. Hún gerði líka blómagarð og
lét skera út boga yfir garðshliðinu með áletr-
uninni: „Hér býr ánægjan.“ Við bárum skelja-
sand neðan úr fjörum og stráðum í göturnar.
Leópold sest, – leggur frá sér skeljasandinn.
– Fleira gerðist þarna. Það má alveg bæta því
við að börnin sem ég var nefndur eftir, þau
fylgja mér. Það er alveg á hreinu. Skyggnar
konur segja mér alltaf að börnin séu nálæg.
Svona er nú lífið, segir Leópold blátt áfram.
– Finnurðu fyrir þeim?
– Ég er alinn upp við að hvort sem maður trú-
ir á Guð eða ekki, þá er eitthvert almætti til og
maður getur vísað bænum sínum á það þegar
maður lendir í erfiðleikum. Ég hef legið úti heila
nótt uppi á Strandafjöllum. Þetta var í október
og snjór yfir öllu. Um hádegið sá ég rofa til sól-
ar. Ég tók áttirnar og hagaði göngunni eftir því.
Klukkan þrjú gekk ég í vestur, klukkan sex í
austur og klukkan níu í norður. Ég kom niður í
Skjaldfannardal, hafði verið einn og hálfan sól-
arhring að villast og líklega gengið 40 til 50 kíló-
metra. Ég var lengi kyrr um nóttina, settist á
þúfu og sofnaði. Og eftir eðli málsins átti ég ekk-
ert að vakna. En það er kallað skýrum rómi:
„Leópold!“ Og ég þýt upp og lít í kringum mig.
En þar var enginn. Ekki neitt. Og þá verður
hver að svara fyrir sjálfan sig hver kallaði, segir
Leópold, brosir og nuddar lærið annars hugar.
Leópold bætir við að gömul kona á Laugabóli
hafi alltaf vitað þegar hann kom heim.
– Ég fór á síld í Siglufirði síldarlausa sumarið
1933 og drottning Alexandrína var send til að
sækja fólkið aftur því það átti ekki fyrir farinu
heim. Ég var tekinn með póstbátnum frá Ísa-
firði inn að Arngerðareyri, næsta bæ við Lauga-
ból, og hljóp þaðan heim. Það voru aðeins sex
kílómetrar. Þegar leið að hádegi lagði gamla
konan á borð fyrir fimm. Og fóstra mín sagði:
„Anna mín, við erum bara fjögur.“ Þá svaraði
hún: „Hann Polli verður kominn áður en við
verðum búin að borða.“ Fóstra mín hváði: „Guð
hjálpi þér, það getur ekki verið, hann er norður í
Siglufirði!“ En gamla konan stóð á sínu: „Hann
verður kominn samt.“ Þegar þau voru að borða
gekk ég inn um dyrnar!
Halla skáldkona, fóstra Leópolds, gaf út tvær
ljóðabækur og samdi héraðslæknirinn Sigvaldi
Kaldalóns lög við sum kvæði hennar, þar á með-
al „Ég lít í anda liðna tíð“.
– Allt Laugabólsfólkið var mjög tónelskt og
söngvinnt og Jón Ólafsson tónlistarmaður er
kominn af því. Þegar ég settist að á Laugabóli
var Halla orðin ekkja og ég var mikið hjá henni.
En þegar ég var þriggja ára giftist hún aftur og
þá fór ég úr holunni hjá þessari ágætu konu og
sætti mig aldrei við það. Það var alltaf kalt á
milli mín og fóstra míns. Og meðan ég var lítill,
þá barði hann mig eins og fisk þegar honum
datt í hug. Það þarf ekkert að leyna því. Þetta
var misskilningur hans að þetta myndi bæta
barnið. En þegar ég var kominn yfir fermingu,
þá bauð ég honum birginn. Eftir það var aldrei
lagt til mín. Ég held þetta hafi öðrum þræði
skemmt mig, en veit ekki hvernig. Þetta hefur
mikil áhrif á börn. Löngu síðar talaði ég inn á
segulband fyrir dóttur mína og sagði frá þessu.
Þá vitjaði hann mín í draumi um nóttina, – og
var mjög almennilegur við mig.
Eftir stundarþögn bætir Leópold við:
– Svona er lífið skrýtið!
Að liðnum æskuárunum, sem voru fljótari að
líða á fyrri hluta aldarinnar, fór Leópold í vinnu-
mennsku að Hvammi í Vatnsdal.
– Á heimilinu voru gömul hjón, sem ólu upp
unga stúlku á sama reki og ég, og það var Ingi-
björg, móðir Ingibjargar Sólrúnar, fyrrverandi
borgarstjóra. Hún var alin upp hjá afa sínum og
ömmu. Ég sagði við Ingibjörgu þegar ég hitti
hana: „Þú ert alveg sami vargurinn og hún
langamma þín.“ Það var prýðilega gefin kona.
Leópold á þrjú börn með fyrri konu sinni,
Maríu Magnúsdóttur. Þegar þau skildu tók
hann saman við Olgu Sigurðardóttur og ráku
þau Hreðavatnsskála í sautján ár.
– Við erum enn góðir vinir, síðast kom hún
hingað í gær og á laugardag förum við saman að
jarðarför. Við förum allt saman. Við áttum fjög-
ur börn, en misstum Leif son okkar fyrir nokkr-
um árum þegar hann drukknaði í Kleifarvatni
við köfun.
Leópold er jafngamall Framsóknarflokknum
og hefur kosið hann alla tíð, en er miður sáttur
við forystuna og stöðu mála.
– Það er alveg makalaust að á síðasta kjör-
tímabili hef ég aðeins einu sinni verið boðaður á
fund. Enda má ekkert segja lengur. Það hefur
komið fyrir að mönnum hafi þótt ég opinskár,
en það stóð ekki á að klappa fyrir mér. Salurinn
dundi allur!
Leópold nam framsögn hjá vini sínum Guð-
mundi Hjálmarssyni, kaupfélagsstjóra á
Skriðulandi, og síðar Magnúsi Bjarnfreðssyni.
– Mér dettur oft í hug þegar ég sé þingmenn-
ina tala, lútandi fram á borðið, ríghaldandi sér í
borðröndina, að þetta var okkur alls ekki kennt.
Við áttum að standa beinir, segir Leópold og
sprettur úr sæti sínu – þráðbeinn, bera okkur
vel og vera alveg ófeimnir: Hérna er ég!
Hann lítur einbeittur á blaðamann:
– Fá nóg loft í brjóstkassann og segja hlutina
ekki snöggum orðum heldur með áherslu og
fylgja því eftir!
Ræðuskörungurinn staldrar við og augun
hvarfla út um gluggann á meðan hann lagar
penna og greiðu í brjóstvasanum. Síðan notar
hann báðar hendur til að leggja áherslu á loka-
orðin:
– Maðurinn sem talar þarf umfram allt að
bera virðingu fyrir fólkinu sem hann talar við,
þá ber það virðingu fyrir honum.
Við áttum að standa beinir!
Morgunblaðið/Eyþór
LEÓPOLD JÓHANNESSON VEITINGAMAÐUR
„Það má alveg bæta við að börnin sem ég var nefndur eftir, þau fylgja mér.“
VIÐMANNINNMÆLT
Pétur Blöndal ræðir við
Leópold Jóhannesson