Morgunblaðið - 11.06.2006, Side 38
38 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Heldurðu virkilega að svona hýja-lín hafi einhver áhrif á mig,“sagði maðurinn minn hneyksl-aður, þegar ég veifaði framan íhann nýjum, efnislitlum nátt-
kjól. ,,Það ert þú sjálf sem hefur áhrif, hvort
sem þú kemur utan úr garði með mold í
hárinu eða stendur með svuntu bak við elda-
vélina, eins og konan hans
Guðna Ágústssonar.“
Eftir þessa umbúðalausu
yfirlýsingu hef ég ekki fjár-
fest í kynæsandi fatnaði og
velti stundum fyrir mér
hvort flestir eiginmenn líti
bara ekki svona á konurnar sínar líka án þess
að koma því hnyttilega í orð. Fjölmiðlar, bif-
reiðaumboð og jafnvel bankar og sparisjóðir
hamast nefnilega við að telja okkur trú um að
við séum einskis virði sjálfar nema við keyr-
um fína bíla, tryggjum hjá réttu fyrirtæki,
séum bráðungar, straumlínulagaðar og sexí.
Fleginn bolur geti breytt öskubusku í prins-
essu og slitinni hjónasæng í sælureit.
Þótt ég hafi stundað ritstörf í rúma fjóra
áratugi rekur mig varla minni til að hafa
fjallað um kyntöfra og afleiðingar þeirra
nema þá undir rós. Mér var líka innrætt í
æsku að allt slíkt væri einkamál og nauðsyn-
legt að gæta þar orða sinna og slíkt var nokk-
urs konar meginregla þegar Ríkisútvarpið,
Mogginn, Þjóðviljinn og jafnvel Mánudags-
blaðið stóðu ein á fjölmiðlavaktinni.
En kynlegar umbúðir virka greinilega sem
sölubrella, að öðrum kosti myndi læknir, sem
auglýsir tryggingar í sjónvarpi, varla horfa í
myndavélina með frygðarglampa í augum eða
ritarinn hans negla okkur niður með eggjandi
bliki. Fyrirsætur í auglýsingum fyrir ferm-
ingarföt í vor litu fremur út sem lífsþreytt og
útlifað par en gneistandi af æskufjöri á leið til
framtíðar.
Sumir telja að þessi markaðssetning hafi
engin áhrif á hegðun fólks, og það sem gerist
fyrir opnum tjöldum núna hafi átt sér stað í
skúmaskotum á dögum Mánudags-
blaðsins. Ég er ekki viss. Hún get-
ur valdið því að ungt fólk þreyti
hvílubrögð eins og leikfimi – löngu
áður en það hefur til þess andlegan
og líkamlegan þroska. Kynlegar
umbúðir geta spillt því sem fólki er kærast
eftir langa sambúð, valdið upplausn og sárs-
auka.
Upphafstexti þessa pistils var ekki sérlega
rómantískur. Hann hefði aldrei hrifið sem
auglýsingatexti. Hann hreif á mig. Hann kom
frá hjartanu – umbúðalaust.
HUGSAÐ
UPPHÁTT
eftir Guðrúnu
Egilson
Kynlegar umbúðir
Margt kemur þeimundarlega fyrirsjónir sem lifaðhafa langan dag ogfylgst grannt með
þróuninni frá miðri síðustu öld.
Aldrei í sögu mannkynsins hafa
tækniframfarir verið jafn örar né
mannlífið hólfað jafn rækilega niður
og á það ekki síst við um kunnáttu
og menntagráður. Svo komið er fátt
tekið gilt nema viðkomandi geti
státað af svo og svo mörgum ein-
ingum á menntabrautinni, um leið
mætir hitt, þ.e. eðlisleg hæfni, stöð-
ugt meiri afgangi því prófgráður og
stofnanir hafa í vaxandi mæli tekið
við af blóðrennslinu. Í síðasta pistli
hermdi ég af nokkrum arkitektum
sem ruddu brautina fram eftir öld-
inni án þess að státa af sérhæfðum
og viðurkenndum prófgráðum, en
sóttu menntun sína í mal fortíðar
um leið og þeir rifu niður og byggðu
upp. Þeir voru sér mjög vel meðvit-
andi um hræringarnar í Evrópu,
einkum að hin stigmagnandi iðn-
væðing og nýir tímar báru í sér
kröfu um gagngert endurmat á öll-
um sviðum, ekki síst húsagerð.
Samþjöppunin og sívaxandi að-
streymi fólks til borgarkjarnanna
sem þöndust út til allra átta gerði
alveg nýjar kröfur til arkitekta sem
vildu fylgja kalli tímans. Vísir að
milljónaborgum varð til og þeim
fylgdu úthverfi og útborgir og um
leið stöðugt ný og spennandi verk-
efni, mörg þeirra erfitt að ráða við
en bauð upp á ótal möguleika fyrir
snjalla og hugmyndaríka arkitekta.
Þetta skapaði auðvitað þörf fyrir
margfalt fleiri starfskrafta í faginu,
og líkt og skeði í iðnnámi og hönnun
fluttist menntunin frá verkstæðum
meistaranna í skólastofurnar, arki-
tektúr varð námsfag í fagurlista-
skólum og seinna jafnvel í almenn-
um í háskólum einkum ef þeir höfðu
tækni- og listadeildir innan sinna
vébanda.
Fagurlistaskólarnir, þ.e. aka-
demíin, voru auðvitað ígildi háskóla,
með prófessorum sem höfðu sjálf-
dæmi um hverja þeir tóku náðar-
samlegast inn í deildir sínar eftir að
hinir sömu höfðu gengist undir inn-
tökupróf. Akademíin höfðu gegnt
mikilvægu hlutverki allt frá fyrstu
árum endurreisnar, hélst í hendur
við að hugtakið list var mótað og
lagt að jöfnu við æðri vísindi. Stofn-
að var til myndhöggvaraakademíu í
Flórenz 1490 og Leonardo da Vinci
átti frumkvæði að stofnun hinnar
svonefndu Akademie Viciana í Flór-
enz 1494. En fyrsta málunaraka-
demían leit sennilega dagsins ljós í
Flórenz 1563, hér var Cosimo de
Medici á ferðinni spanaður upp af
sjálfum Giorgio Vasari, hinum mikla
skrásetjara tímanna.
Andstætt því sem margur heldur
voru akademíurnar ekki stofnaðar
til að viðhalda gefnum forsendum
um eðli myndlistar, þvert á móti var
hugmyndin að ryðja nýjum sjónar-
miðum braut, þó öðru fremur segja
skilið við Lúkasargildin sem þýddi
skýra aðgreiningu listar, listiðnaðar
og handverks. Ómælda þýðingu fyr-
ir útbreiðslu fagurlistaskóla víða í
Evrópu var stofnun Accademia di S.
Luca í Róm 1593 og seinna Academ-
ié Royale des peintres et Sculptures
í París 1648. Rætur nafnsins aka-
demía eru raktar til heimspekiskóla
Platóns sem fór fram í helgum lundi
utan múra Aþenu, kenndur við hetj-
una Akademos (Hekademos).
Þetta hef ég að stórum hlutarakið áður og lýst þvíhvernig fagurlistaskólareinn af öðrum risu upp víða
um Evrópu og voru ígildi virtustu
menntastofnana og oftar en ekki í
glæsibyggingum ef ekki höllum í
miðbiki stórborga. Mjög athyglis-
verð þróun sem fróðlegt væri að
fara ítarlega í saumana á hér í
blaðinu, raunar ekki vanþörf vegna
misskilnings og fáfræði um eðli og
tilgang þessara stofnana. Eins og
öllum menntastofnunum hætti þeim
til íhaldssemi er fram liðu stundir
og hart um þær deilt, en skondið
nokk viðhéldu þessar reglubundnu
senur lífi í listinni. Grunnhugsun
Platóns nemanda Sókratesar sígild
hvað varðar þýðingu hugvísinda og
fagurfræði ásamt frummyndakenn-
ingu hans. Innibar að hlutir sem við
skynjum séu ófullkomnar og óstöð-
ugar eftirmyndir eða skuggar frum-
myndanna. Fagurlistaskólarnir
drógu dám af henni og héldu fram,
en eins og í sjálfu almenna mennta-
kerfinu förlaðist mjög fyrir þeim
grunnvísindum er fram liðu stundir
einkum á síðustu öldum. Í sumum
tilvikum stendur varla steinn yfir
steini einkum eftir uppstokkanir
síðustu áratuga þá prófgráður, mú-
gefli og hnattvæðing hafa yfirtekið
sviðið og hin háleitu markmið hug-
vísinda um þroska einstaklingseðl-
isins mæta afgangi. Í raun komin
fram ný tegund íhaldssemi í nafni
handstýrðra núlista og virkar sem
jafn mikill hemill á opinn og heil-
brigðan listamarkað og hin svokall-
aða salonlist á nítjándu öld, menn
geta allt eins skilgreint það sem
nýja tegund salonlistar sem vill yf-
irgnæfa og vera ríkjandi, um leið
útiloka allt annað. Eins og gerðist í
París á tímum salonlistarinnar, var
hún einnig ráðandi afl í fagurlista-
skólunum og hið sama hefur end-
urtekið sig á síðustu áratugum. Ein-
angrar sig í höfuðdráttum ekki við
hin upprunalegu akademíunnar í
París sem var hin stóra fyrirmynd,
heldur sem viðtekinn sannleikur
víðast hvar, og að stórum hluta
höfnun þjálfaðs handbragðs. Á
skrifari hér við að þjálfun hugar og
Próf eða leyfisbréf fárán
SJÓNSPEGILL
Bragi Ásgeirsson
Þessi snjalla teikning Honoré Daumiers (1808–1879) persónugerir hroka, hofmóð og hinn ósveigjanlega reglugerðarfíkil.