Morgunblaðið - 11.06.2006, Side 39

Morgunblaðið - 11.06.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 39 handar er ekki lengur málið heldur hefur einöngruð hugmyndafræði víða tekið við sem fullgildur ef ekki algildur menntunargrunnur. Þetta með fullgilda menntagrunn- inn vill eðlilega vefjast fyrir mörg- um því hann er í raun réttu ekki til, ekkert algilt í heimi hér hvorki í náttúrunni né mannheimi, allt mikið til háð tilviljanakenndu þróunarferli og óvæntum stökkbreytingum. Samt virðist vera til rík hvöt til al- hæfingar og eru hér prófgráður gott dæmi og þá einkum hvað varðar skapandi og óáþreifanlegar athafnir. Verst þegar sett er samasemmerki við þær og almenna bóknámsmennt- un því sjónmenntir eiga að vera sér á báti í menntakerfinu, eitt er að lesa og leggja á minnið annað að sjá og upplifa. Ekki svo að skrifari sé á móti prófum, langt í frá, en of mikið má af öllu gera, fyrr er fullt en út af fló- ir eins og máltækið hermir, róninn kemur óorði á brennivínið, átvaglið sem út þenst matinn og regluger- ðafíkillinn tilskipanirnar. Læknavísindin geta lappað upp á ytra og innra byrði mannslíkamans en standa að mestu ráðþrota varð- andi skynheiminn, hið ósýnilega afl er stýrir sjálfsvitund hvers einstak- lings, sem aldrei er alveg eins meðal hinna mörgu milljarða íbúa jarðar- innar. Að ætla sér að gefa út próf- gráður út á það óþekkjanlega er rangsnúin hugmynd en gerist þó í sívaxandi mæli og þrengir að frelsi mjúkra gilda. Ekki er spurt um getu og hæfni heldur markað og ósveigj- anlegar prófgráður, keppikeflið er að ná þessum gráðum. Þá vill gleymast að þeir sem eru smiðir og höfundar námsgrunnanna höfðu sumir engar slíkar í malnum eig- inlega ekkert nema viljann, áhug- ann og andagiftina. Svo langt gekk þetta að hér á útnáranum var reynt að ómerkja og ýta þeim frá í lista- skólum sem höfðu ekki próf í upp- eldis- og sálarfræði og var þó um að ræða vel menntaða höfunda sjálfs námsefnisins! Má líkja því við að arkitektarnir sem lögðu grunninn að nútímahugsun í húsagerðarlist á síðustu öld væru í dag ómerktir fyr- ir skort á einhverri tilbúinni há- skólagráðu til hliðar. Það sem ég veit gleggst hér um er að próf í upp- eldis- og sálarfræði hefur ekki kom- ið í veg fyrir straum óhæfra kenn- ara inn í skólana og þá ekki síst myndlistarskóla, bæði hér og er- lendis. Prófgráðusmiðirnir gera engan greinarmun hér á, frosnir í einhverjar handstýrðar kenningar og ef svo heldur fram kann að koma sá dagur að gráðufíklarnir krefjist einhverra prófa frá foreldrum sem heimili þeim að annast uppeldi barna sinna! Þó segir sagan að ís- lenskar mæður kenndu sumar hverjar börnum sínum að lesa á þrem mánuðum, sem getur tekið suma lærða kennara allt að þrjú ár og er mikill hausverkur í skólum! Allt þetta og eðlislæg mennt-un í anda frummynda-kenningar Platóns komeinhvern veginn upp í hugann eftir að hafa lesið viðtal við enska hjúkrunarfræðinginn Jeanne Burton hér í blaðinu sunnudaginn 22. maí. Hún flutti fljótlega til lands- ins með íslenskum eiginmanni sín- um eftir hina afdrifaríku atburði 11. september 2001. Burton hefur mikla menntun í faginu og drjúga starfs- reynslu en fær ekki starfsleyfi á Ís- landi þótt mikill hörgull sé á geð- hjúkrunarfræðingum og ástæðan sögð ákveðnar reglur sem hjúkrun- arfræðingar þurfi að hafa lokið sem fari á milli landa EES-svæðisins. Viðkomandi yfirvald ekki tilbúið til að gera afslátt á þeim kröfum nema að þessum (vanhugsuðu og hallær- islegu) lögum verði breytt. Grunar mig að margur hafi svitnað við lest- ur viðtalsins því hér kemur svo vel fram að innan handar er að villandi prófgráður hindri að hæfileikar og geta nái fram að ganga og blómstra. Það sem verra er einnig mannúðin sem maður hélt þó að væri kjarni og leiðistjarna hjúkrunarfræðinnar … leikans Platon (427–347 f. Kr.) yrði naumast ýkja hress ef honum auðnaðist að sjá hvernig grunnmál þekkingar- leitarinnar hafa verið afflutt af handstýrðum prófreglum. Fréttir á SMS Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is Terra Nova býður ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Salou í júní. Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmti- garður Spánar. Stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða og litríkt næturlíf. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. kr. 24.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð í 5 nætur. Súpersól tilboð, 15., 22. og 29. júní. Aukavika kr. 10.000 á mann. kr. 34.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 5 nætur. Súpersól tilboð, 15., 22. og 29. júní. Aukavika kr. 10.000 á mann. Súpersól til Salou í júní frá kr. 24.995 Síðustu sætin - SPENNANDI VALKOSTUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.