Morgunblaðið - 11.06.2006, Síða 45

Morgunblaðið - 11.06.2006, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 45 MENNING Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ægir Breiðfjörð, lögg. fasteignasali. Netfang: borgir@borgir.is • www.borgir.is Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 ,,u SKEIFAN - ENDAHÚSNÆÐI BORGIR ERU Í FÉLAGI FASTEIGNASALA Húsnæðið er um 500 fm, þar af 305 fm á götuhæð og 200 fm á efri hæð. Staðsetning er mjög áberandi fyrir umferð um Suðurlandsbraut. Gluggar eru á þremur hliðum. Eignin er í leigu, leigusamningur er til 10 ára. Húseigninni fylgir ennfremur hlutdeild í umtalsverðum viðbótarbyggingarrétti á lóð. Einkasala. Tilboð. Magnea Sverrirsdóttir, löggiltur fasteignasali ÞVERÁRSEL - STÓR LÓÐ Erum með í einkasölu einbýlishús á frábærri lóð innst í botnlanga. Húsið þarfnast lagfæringa og býður upp á mikla möguleika. 6 herbergi, tvær stofur, baðherbergi, snyrting, eldhús og góður bílskúr fylgir eigninni. ÓSKAÐ ER EFTIR TILBOÐI Í EIGNINA 5880 Í AUSTURBOGA Öskju, náttúruhúss Háskóla Íslands, hanga um þessar mundir tuttugu og sex ljósmyndir af uppstoppuðum ísbjörnum. Það eru listamennirnir Bryndís Snæbjörns- dóttir og Mark Wilson sem standa fyrir þessari sýningu sem ber yfirskriftina Nanoq: flat out and bluesome en ljósmyndirnar eru afrakstur fimm ára vinnu sem fól í sér að hafa uppi á þrjátíu og fjórum uppstoppuðum ísbjörnum víðs vegar um Bretlandseyjar og Írland. „Við unnum þetta eins samviskusamlega og vísindalega og við gátum,“ segir Bryndís Snæ- björnsdóttir en upphaflega markmiðið var að hafa uppi á öllum uppstoppuðum ísbjörnum á Bretlandi. Þau unnu heildarskrá sem innihélt allar fáanlegar upplýsingar um viðfangsefnið og því næst sóttu þau um leyfi til að ljósmynda ísbirnina hvort sem þá var að finna í safni, geymslu, einkaheimili og jafnvel á ruslahaugi. Áður en myndirnar voru hengdar upp í Öskju höfðu þær verið sýndar Oxford Museum of Natural History og Bristol Museum & Art Galleries. Myndirnar eru hluti af stærra verk- efni sem fól meðal annars í sér innsetningu á tíu uppstoppuðum ísbjörnum í Spike Island í Bristol þar sem listamennirnir tveir stóðu fyrir ýmiss konar umræðufundum um táknrænt gildi ísbjörnsins og hvað ímynd hans táknar í nútíma þjóðfélagi eins og Bretlandi. Ljós- myndirnar ásamt þeim upplýsingum sem rit- aðar eru í myndirnar eða á koparskjöld á rammanum tengir ísbirnina eigin sögu og gef- ur áhorfandanum möguleika að hugleiða þær fjölmörgu ástæður sem lágu að baki veiðum á þeim og lífláti svo og innflutningi þeirra til Bretlands. Frá því að samstarf þeirra Bryndísar og Marks hófst fyrir um fimm árum síðan hefur listsköpun þeirra einkum verið tengd við lífið á nyrsta hluta plánetunnar, oft í sambandi við sögu, menningu og einnig hafa þau mikið verið að skoða áhrif umhverfis á einstaklinginn. Ný- verið hafa þau einkum beint sjónum að sam- bandi manna og ákveðinna dýrategunda og skoða sérstaklega mörkin á milli heimilis- og borgarlífs annars vegar og villtrar náttúru hins vegar. Á nýafstaðinni Listahátíð voru þau með verk á þessum nótum sem heitir Flug(an) þar sem gæludýr og önnur dýr innan borgarmúra Reykjavíkur eru í brennidepli. „Við erum að skoða hvers konar hugmyndir við í borginni höfum um náttúruna og það ger- um við með því skoða ýmiss konar tengsl borg- arbúa við dýr,“ segir Bryndís. Hugmyndin um ísbjörninn er reyndar upphaflega sprottin út frá föðurnafni Bryndísar Snæbjörnsdóttur. „Ég var að vinna að sýningu í Glasgow með ýmsum skoskum listamönnum þar sem ákveðið var að hver og einn skyldi vinna út frá ákveðnu sérkenni. Þá var ég búinn að búa í Glasgow í ein fjórtán ár og það sem mér þótti mest ein- kennandi við mig þarna var þetta nafn „Snæ- björnsdóttir“. Ég hafði haft mikið fyrir að því að nota nafnið og var sífellt að leiðrétta fólk í að bera það fram.“ Í tengslum við það ákvað Bryndís að taka ljósmyndir af tveimur uppstoppuðum ísbjörn- um sem hún taldi að væri að finna í ákveðnu safni í Glasgow. Á endanum kom í ljós að ís- birnirnir tveir væru komnir í geymslu en henni var engu að síður veitt leyfi til að ljósmynda þá þar. Geymsla er hlutskipti margra uppstopp- aðra dýra er áður prýddu sali safna. Þeim fylgir ákveðin skömm og margir safnstjórar náttúrufræðisafna vita ekki hvað á að gera við þá. Þarna í geymslunni í Glasgow meðal þeirra fjölmörgu dýra sem þar hafði verið komið fyrir kviknaði neistinn að verkefni sem gaf mögu- leika á að skoða hlutskipti þessara safngripa í sögulegu samhengi og velta fyrir sér hvað þessir “sýningargripir eru og hvaða þýðingu þeir hafa í nútíma samfélagi. Sýningin stendur yfir í allt sumar. Myndlist | Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson standa fyrir ljósmyndasýningu í Öskju Ísbjarnarblús Morgunblaðið/RAX Uppstoppaðir ísbirnir víðs vegar um Bretland og Írland. Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is BJARTIR tónar hljóma í Hafnarborginni í kvöld, þegar Margrét Árnadóttir sópr- ansöngkona syngur við undirleik Iwonu Aspar Jagla, píanóleikara. Tónleikarnir hefjast kl. 18. Á efnisskránni eru 6 ljóð op. 13 eftir Clöru Schumann, 8 ljóð op. 10 eftir Richard Strauss, 4 lög úr ítölsku ljóðabókinni eftir Hugo Wolf og 3 lög eftir William Walton við ljóð Dame Edith Sitwell. Einnig mun Margrét flytja tvö lög sem Ívar Helgason eiginmaður hennar samdi við gamansöm heilræðakvæði Wilhelms Busch. „Þetta eru verk sem ég er búin að vinna í í náminu erlendis, og mig langaði að koma því frá mér,“ segir Margrét um efnisvalið. Hún var í námi við ljóða- og óratoríudeild tónlistarháskól- ans í Vínarborg ásamt því að vera í óperudeild sama skóla. Hún hefur lokið prófum í báðum deildum. Áður hafði hún numið söng við tónlist- arskólana í Mosfellsbæ og á Akureyri, og lauk burtfararprófi vorið 2001 frá Söngskólanum í Reykjavík. Þetta eru fyrstu eiginlegu einsöngstónleikar Margrétar á Íslandi, en hún hefur áður haldið tónleika hér á landi með öðrum söngvurum í gegnum tíðina. Hún segir þetta vera mjög spennandi, hún sé með fiðrildi í maganum þótt hún hafi oft komið fram. „Það er líka annað að syngja hér heima, heldur en erlendis, þar sem maður þekkir engan.“ Undirleikarinn, Iwona Ösp Jagla píanóleikari, fæddist í Póllandi og útskrifaðist með mast- ersgráðu og einleikarapróf frá Tónlistar- akademíunni í Gdansk árið 1983. Hún flutti til Íslands árið 1990 og hefur starfað sem æf- ingastjóri við Íslensku óperuna og sem píanó- leikari við Söngskólann í Reykjavík. Tónlist | Margrét Árnadóttir og Iwona Ösp Jagla með ljóðatónleika Heilræðakvæði Wilhelms Busch Morgunblaðið/Eyþór Þetta eru fyrstu eiginlegu einsöngstónleikar Margrétar Árnadóttur hér á landi. Í DAG, sunnudag, kl. 15 verður opnuð sýning á verkum listamanns- ins Kristian Von Hornsleth. Sýn- ingin er til húsa í nýjum veit- ingastað á Ingólfsstræti þar sem Ari í Ögri var áður til húsa, en nýi staðurinn hefur ekki enn fengið nafn. Upphaflega stóð til að sýning Hornsleth yrði á Kaffi Sólon en hætta varð við sýningu þar með skömmum fyrirvara vegna ósættis um efnistök listamannsins. Yfirskrift sýnignarinnar er „Við eigum meiri peninga en Guð“. Verkin eru unnin með blandaðri tækni og lýsir listamaðurinn verk- um sínum sem samfélagsádeilu. Hornsleth færist af Sólon yfir götuna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.